Alþýðublaðið - 21.11.1965, Blaðsíða 8
JÚRÐIN ER KÚLA
Samkvæmis-
pils !
Kristmann Guðmundsson:
Torgið
Skáldsaga
Bókfellsútgáfan, Reykjavík,
1965. 212 bls.
Torgið er lipurlega sögð saga —
á yzta borði sínu. Tími sögunnar
er nútíð, svið hennar Reykjavik.
Á torginu sem sagan lýsir og
við það mætast gamall og nýr
tími, auður og örbirgð; það var
eitt sinn í útjaðri bæjarins en
er nú í honum miðjum; þar
standa enn Ieifar af timburbæ
aldamótanna; þar er braggahverfi
stríðsáranna; þar eru líka kom
in raðhús og verzlunarblokkir síð
ustu tíma. Og fólkið við torgið er
eftirstríðsfólk; sagan segir af lífi
þess og vandamálum, og lausn
þeirra; hún ætlar sér að spegla
samtíð sína og samtíðarfólk, ís-
lenzkt mannlíf á seinni helft tutt-
ugustu aldar.
Þetta er gott og blessað svo
langt sem það nær. En því mið
ur nær þessi viðleitni sögunnar
næsta skammt. Það þarf ekki
lengi að lesa í Torginu til að ljóst
verði hversu skammdræg er raun
sæisviðleitni höfundarins og sam
tíðarlýsing hans máttfarin. Sjálft
það hrófatildur sem lýsing torgs
ins er í upphafi sögunnar sýnir
gleggst vanmátt hennar: þetta
eru raunar ekki nema leiktjöld án
raunhæfrar viðmiðunar: táknmynd
um meinta „þróun“ Reykjavíkur.
Og leikmvnd sögunnar er full-
komnuð með gamla manninum
sem situr á torginu og fer með
„lífsvizku" upp úr sér annað veif-
ið söeuna á enda. „Guð gefi hon-
um sinn frið“.
Þetta kemst Reykjavíkurlýsing
sögunnar lengst — og kemur fyrir
ekki þó síðan sé far;ð í sögunni
bæði á Naustið ög Sögu og getið .
sorafenginna vikublaða. Þess vegna
gæti sagan gerzt hvenær sem
væri og hvar sem væri engu síð
ur en í Revkiavík vorið og sum
árið 1965 eins og unnlvst er á
káou bókarinnár að (hun geri.
H;tt, er vandskilið hvers vePna
höfundur lef'eur slíka áherzlu
á umhverfislvsíngu sögunnar
bar sem fólkið sem hann
fiallar um og vandkvæði bess
er að sínu levti jafn óraun-
hæft. óháð liðandi stund |pg
Revkjavikurlvsingin. Viðræður
þeirra Gests Grímssonar og vin
ar hans Odds Fanndals, viðskipti
þeirra við ódælan „rumpulýð" veit
ingahúsanna í sögunni, til dæmis
er hvort tveggja einskisvert sem
athugun samtíðarlífs, hvað þá
gagnrýni þess. En það má ráða
af Torginu að höfundur telji sig
vera að lýsa Reykjavík nú á tím
um raunsærri lýsingu og deila á
raunverulega bresti þess.
Hjá því fer ekki að þessi mis-
skilningur spilli og drepi á dreif
eiginlegu viðfangsefni Kristmanns
Guðmundssonar í þessari sögu:
ástalífslýsingu Gests Grímssonar,
listmálara um fimmtugt, þrí-
kvænts og skilins manns, glímu
hans við „lífsgátuna" óræðu.
„Hvað ertu, mikils undur nautna
og gleði, blóðs og tára — sársauka-
fyllta, sælutitrandi líf?“ spyr hann
enn á síðustu síðu bókarinnar. Og
svarið finnur hann, eða von þess
að finna það, í konufaðmi, barni
sem hrærist í móðurkviði. Þetta er
eflaust söguefni. En því er nú
verr að ekki tekst í Torginu að
gera þessa spurn, þessi vand-
kvæði Gests Grímssonar mjög veru
leg fyrir lesanda sögunnar. Til
þess er lýsing hans of sjálfhverf,
of ljómandi af aðdáun höfundar
ins á þessari mannsmynd sinni.
Og til þess eru aðrar mannlýsing
ar sögunnar mikils til of einfaldar.
Konur sögunnar eru til að mynda
furðu líkar innbyrðis og að fleiru
leyti en því að allar dá þær Gest
Grímsson takmarkalaust. Þær eru
allar ljúfar, ferskar og mjúkar,
hörundshvítar og vaxtarprúðar,
með blikandi augum og blómvör
Kkl.Vl'MANN iiUJMKXnSSON
er eftir Atla Má,
Ný sending af
samkvæmis-
pilsum
stuttum og síðum
úr svörtu flaueli.
Kristmann Guðmundsson.
um; þetta eru allt pastell-konur
af því taginu sem fást í kippum
í víkublöðum. Og gildir þá einu
hvort þær reiknast götustúlkur
eða hefðarkonur. Á sama veg er
karlmönnum sögunnar farið: þetta
eru einlit glæsimenni prúðmenni,
karlmenni, orðfimir og harðir á-
flogamenn ef á þá er leitað af lít-
ilmennum; allt tilbrigði sömu
manngerðar í dálítið breytilegu
gervi, Gestur og Oddur, Bótólfur
skáld og jafnvel „spekingurinn"
Hka. Það eru engin undur að
„gátan mikla“ verður dáiít-
ið utangáttarleg í þessum
félagsskap. Hitt er meiri furða
að leikinn og reyndur skáldsagna
höfundur eins og Kristmanu Guð
mundsson skuli ekki megna að
spinna spennandi söguþráð um
söguhetjur sínar, vekja áhuga ;á
atburðum sögunnar, þó sögufólk
íð sjólft sé fáskrúðugt. En til þess
eru yfirburðir söguhetjanna raun
ar alltof vfirgengilegir og fyrir
litning höfundar of fullkomin á
rumpulýðnum í sögunni. Hann týn
Tízkuverzlunin
GUÐRÚN
Rauðarárstíg 1
Electrolux
Verð kr. 7452.00
ÚTBORGUN KR. 2.452,00.
EFTIRSTÖÐVAR KR. 1.000,00 á mánuði.
HANSA - BÚÐIN
Laugavegi 69 — Símar 1-16-16 og 2-18-00.
ft 21. nóy„ 1965, - ALÞÝÐUBLAÐIÐ