Alþýðublaðið - 24.11.1965, Side 4
Hltstjórai: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. - Rltstjórnarfull-
trúl: Eiður Guðnason. — Símaix 14900 - 14903 — Augiíf'singasími: 14906.
ASsetur: Alþýðuhúsið vlð Hvcrfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakið.
Utgefandl: Alþýðuflokkurinn.
KJARNl MÁLSINS
DEILURNAR um bæjiarfógeta- og sýslumanns-
embættið í Hafnarfirði hafa vakið umræður um,
hve lengi menn megi vera isettir í em'bætti án þess
að þeir eða aðrir fái skipun. Er komið fram á Al-
þingi frumvarp um að menn skuli ekki verá settir
lengur en fjögur ár. Hefur sú hugmynd fengið góð-
ar undirtektir, að ókveðnar verði fastar reglur um
þetta efni.
Hér er í rauninni um mjög alvarlegt mál að
ræða, og kemur fleira við sögu en réttlæti gagnvart
þeim, sem settir hafa verið í embætti um lengri
tíma. Kjarni málsins er sá, hverjir geti verið ráð-
herrar á Islandi.
Ráðherraembætti eru ekki tímabundin. Enginn
veit, hve lengi hann verður ráðherra, ef hann er
til þess kallaður.
Af þessum sökum hefur um áratugi ríkt sú
venja á íslandi, að menn hafa fengið leyfi frá störf-
um sínum til að gegna ráðherraembætti, og hafa
fengið störfin aftur, þegar ráðuneytistíma lauk.
Þetta hefur reynzt óhjákvæmilegt. Er ekki of mikið
að krefjast þess, að menn fórni lífsstarfi sínu fyrir
stutta setu í ríkisstjórn? Ef svo ætti að vera, mundu
aðeins ríkir menn geta verið ráðherrar — eða þeir
fáu flokksforingjar, sem láta flokka sína greiða sér
fuli laun, þegar þeir eru ekki ráðherrar.
Hingað til hafa langflestir fengið frí frá störf-
um, er hafa tekið sæti í ráðuneytum. Jóhann Haf-
■stein hefur frí frá Útvegsbanka ísiands, Magnús
Jónsson frá Búnaðarbankanum og Emil Jónsson fná
Landsbankanum. Hannibal Valdimarsson fékk frí
sem skólastjóri á ísafirði og Lúðvík Jósefsson sem
útgerðarforstjóri í Neskaupstað, er þeir urðu ráð-
herrar'. Steingrímur Steinþórsson fékk* frí sem bún-
áðarmálastjóri, og Hermann Jónasson frí sem lög-
fræðingur Búnaðarbankans, meðan þeir sátu í stjóm.
Þannig mætti lengi telj*a.
Venjulega hefur tími hvers ráðuneytis verið að-
eins 2—3 ár. Nú hefur viljað svo til, að Guðmund-
ur í. Guðmundsson var utanríkisráðherra í þrem
ráðuneytum í röð í 9—10 ár og því kemur þétta
mál upp í sambandi við eftirmann hans. En eðli
málsins er hið sama og hjá fjölmörgum öðrum ráð-
herrum úr öllum flokkum.
< Reynsla hefur nú sýnt,ihversu erfitt þetta vanda
þiól getur orðið. Er nauðsynlegt að finna á því
sanngjarna lausn vegna allra aðila. En æskilegt
ýæri áð setja reglur þanhig, að fleiri geti orðið ráð-
herrar á Islandi en auðmenn og atvinnupólitíkusar.
4 24. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SVEINN SKORRI HÖSKULDS-
SON hefur tekið saman mikið rit
verk um Gest Pálsson. Það er kom
ið út hjá Menningarsjóði í mynd
arlegri útgáfu og er heimildarrit
um þennan hugkvæma rithöfund
og baráttumann, að minnsta kosti.
hefur Sveinn Skorri safnað saman
úr öllum áttum heimildum um
skáldið og gögnum um ævi þess,
áhrif, sem það varð fyrir og rök
in að sögum þess og ljóöum.
GESTUR PÁLSSON var einn
allra fyrsti íslendingurinn, sem
taldi sig vera jafnaðarmann, sósí
alista, sagði það opinberlega og
skrifaði í þeim anda. Hann var
ekki við eina fjölina felldur, allt
af glæsilega búinn, hofmannlegur í
framkomu, selskapsmaður og all
mjög drykkfelldur. En réttlætis
kennd hans var rík og hugrekki
hans mikið, enda réðst hann gegn
kúgun og spillingu í Reykjavík,
eins og fyrirlestur hans: Lífið í
Reykjavík og bæklingurinn um
blautfiskverzlun og bróðurkær-
leika bera með sér.
ÞAD ER MIKIÐ af fróðleik að
finna í þessu ritverki, en mér
finnst það nokkuð losaralegt. En
vel þekkir maður Gest eftir lest
urinn og einnig það tímabil, sem
hann starfaði á og lifði í.
DALMANN SKRIFAR: „Snemma
í þessum mánuði, flutti bóndinn í
Villingadal í Eyjafirði erindí í Út
varp!ð, og ber öllum sem ég hefi
rætt við um það, saman um að
þetta hafi verið eitt skemmtiiegasta
erindi er flutt hefur verið í Útvarp
ið í liáa hen-ans tíð. Sumir kveða
svo sterkt að orði, að annað eins
erindi hafi ekki verið flutt þar
siðan Hjörvar flutti þar sitt fræga
erindi: „íslandsráðherra í tukthús*.
MER ER SAGT að bóndinn í
Viilingadal sé albróðir þess, sem
fékk fyrstu verðlaun í keppninni:
„Þegar ég var seytján ára“, þar
sem 148 erindi bárust. Nú vil ég
SP.vria Útvarpsráð, hvort það hafi
verið kannað, hvort þessir snili
ingar kunni ekki að eiga í fórum
sínum eitthvað fleira gott, handa
ooo<x>oooo<xx><xxx
Blaðburður
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar
blaðburðarfólk í nokkur
hverfi í Reykjavík. Þar á
meðal eru þrjú stór íbúöar
hverfi. Blaðið beinir því hér
til foreldra stálpaðra barna,
að þeir hlaupi nú undir
bagga með blaðinu osr leyfi
börnum sínum að bera það
út.
Umrædd hverfi eru þessi:
MELAR
LAUFÁSVEGUR
LINDARGATA
Auk þess vantar blaðburð
arfólk á Seltjarnarnesi svo
og í miðbæinn, Laugavegr og
Hverfisgötu.
iOOOOOCKXXXXXXKió
ÍÓOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOÖ0000000000=1
Fyrsti jafnaðarmaðurinn.
Gestur Pálsson, höfundur og baráttumaður.
Réttlætiskennd og hugrekki.
Leitar útvarpsráS nógu vel?
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖO
í ÞESSU SAMBANDI flaug mér
í hug, að sumir beztu ritsnilling
ar landsins koma sjaldan eða jafn
vel aldrei fram í Útvarpinu. Senni
lega vegna þess, að þeir eru bú
settir utan Reykjavikur og ekki
leitað eftir því, að þeir láti eitt
hvað af hendi rakna. Einn a£
mestu ritsnillingum landsins er
Steinþór í Hala (Þorbergsbróðir)
Ég minnist þess ekki, að hafa
heyrt til hans í Útvarpinu. Og
sama er að segja um Björn Egils
son, Skagfirðing, sem skrifar fag
urt mál.
★
★
★
★
hlustendum. Það væri sannarlega
fyllsta ástæða til þess að kanna
það mál, því að ávallt ber að
bjóða hlustendum það bezta og
skemmtilegasta sem völ er á.
iinangrunargter
FramleHt elnnngis fi
érvalsglert — S ára ibyrtft
PantlÖ timanleca.
/
Korkiðjan hf,
Skúlagrötn 57 — Síœl *8S»t
HEFUR VERIÐ leitað til þessara
manna? Þá mun flestum bera sam
an -urh það, að Karl Kristjánsson
sé orðhagasti maðurinn, sem nú
á sæti á Alþingi: Hann hefur að
vísu komið fram í Útvarp-
inu, en alltof sjaldan."
SMURSTÖÐ1N
Sætúni 4 — Sími 16-2-27
BUIlnn er smnrffnr fljótt og vel.
SeUnm allar teguadir af smurolíu
SOVÉZKAR
frá V/0 AVIAEXPORT, Maskvu
eru marg-prófuð úrval's flutninga og leit-
artæki. Þyrluval: lallt frá smávélum til
þyrlukrana, er flutt geta bifreiðir, þunga
vinnuvélar og smáhýsi. — Upplýsingar:
BORGAREY HF.
Óðinsgötu 7. — Sími 20880.
KÓPAVOGUR
Böm eða unglingar óskast til að bera Al-
þýðublaðið til kaupenda í Kópavogi.
Upplýsingar hjá útsölumanni í síma 40319.