Alþýðublaðið - 24.11.1965, Page 9

Alþýðublaðið - 24.11.1965, Page 9
Ia veiffiferð. í eldhús til Maríu Petrovnu, sem svo matreiðir úr fiskinum Ijúf- fengustu rétti. Og Sholokov býð- ur gestunum til ekta kósakkamál- tíðar. Á borðum eru heilsteiktir aborrar, krydduð fiskisúpa, fugla kjöt og saltaðar vatnsmelónur, og með þessu er drukkið vodka og rússneskt koníak. Rithöfundurinn, sem er í mjög góðu Skapi, skemmtir gestum sínum með ýms- um sögum. Mikið er skálað fyrir nóbelsverðlaunahafanum, konu hans, vinum og gestum. Sænsku blaðamennirnir eru gerðir að heiðurskósökkum, en það felur í sér meðal annars, að þeir verða að drekka til botns í einum teyg úr hverjum bikar. Og þegar kvöldar yfirgefa blaðamennirnir þennan gestrisna kósakka, sem lofar því að koma til Stokkhólms til þess að sækja verðlaunin sín. Og þegar þeir yf- irgefa Vesenskaja, tæma þeir kveðjubikar fyrir hvatningarorð kósakkahöfðingjans. Það er hvasst á steppunni, himinninn er kol- svartur, og dauft ijós við sjón- deildarhring. ;ja :ihús nóbelsverfflaunahafans Alyktanir frá andðlagi kvenna ★ UPPELDIS- OG SKÓLA- MÁL. I. Fundurinn skorar á Al- þingi það, sem nú situr, að taka nú þegar til meðferðar frumvarp það um vernd barna og ung- menna, sem lagt var fyrir þing- ið í fyrra, svo að það megi hljóta afgreiðslu á þessi þingi. II. Fundurinn leggur til: a. að ályktanir þær og athuga- semdir, sem gjörðar voru við frum varp til laga um vernd barna og ungmenna, og samþykktar voru á síðasta aðalfundi Bandalags kvenna, verði sendar öðru sinni- til Alþingis. b. að tillaga sú, sem skóla- málanefnd samþykkti á fundi f febrúar sl. um aðstoð ríkisins við rekstur og byggingu almennra barnaheimila og fóstruskóla, verði einnig send aftur til Alþingis. III. Fundurinn skorar á menntamálaráðherra, að hafin verði nú þegar endurskoðun á fræðslulöggjöfinni frá 1946. — Fundurinn krefst þess ennfrem- ur, að konur eigi sæti í þeirri nefnd, sem væntanlega verður skipuð til að undirbúa þessa end- urskoðun. IV. Fundurinn skorar á alla foreldra og uppalendur að beita sér eindregið gegn því, að fram- leidd séu og seld leikföng, sem eru eftirlíkingar af stríðstækjum. Sérstaklega vill fundurinn beina þeim eindregnu tilmælum til for- eidra, að gefa ekki börnum sín- um slík leikföng eða leyfa þeim að leika sér að þeim. V. Fundurinn átelur, að barna heimili þau við Dalbraut í Reykjavík, sem taka áttu til starfa í árslok 1964, skuli enn vera í byggingu. Fundurinn skor- ar einnig á borgarstjórn Reykja- víkur að gera sitt ítrasta til að standa við gerðar áætlanir um byggingu slíkra heimila. VI. Fundurinn beinir enn á ný þeim tilmælum til skólayfir- læknis, að hann hlutist til um, að eftirlit með heilbrigðisástandi skólabarna verði aukið þannig: a. að berklapróf sé, ef unnt er, gert strax og skólaár hefst. b. að sjón og heyrn barna sé áriega prófuð af sérfræðingum og gengið sé eftir því, að fram- kvæmdar séu aðgerðir, sem nauð- synlegar kunna að reynast. Mætti í þessu sambandi vekja athygli á heyrnarprófunarstöðinni, sem nú starfar í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Nauðsynlegt er, að komið sé á fót hliðstæðri sjón- prófunarstöð í Heilsuverndarstöð- inni. c. að unnið verði að því, að tannlæknaþjónusta verði á ný tekin upp við barnaskóla borgar- innar. VII. Fundurinn skorar á fé- lagsmálaráðherra að koma á fót ströngu eftirliti með atvinnuleyf- um til þeirra manna, er flytja unglingum skemmtiefni. Nærtæk dæmi sýna, að erlendir skemmti- kraftar hafa valdið hér múgæs- ingum og skrílslátum. VIII. Fundurinn vill leyfa sér að benda fræðsluyfirvöldum borg arinnar á, hvað óheppilegt er, að hlé verði á kennslu barna á unglingastigi milli kl. 12—1 á daginn. Greirmrgerð: Börnin eiga mörg það langt heim, að þau komast ekki í mat á þessum tíma. Hætt er því við, að þau og reyndar fleiri, freistist til að leita I „sjoppurnar” svo- nefndu, sem eru í nágrenni hvers skóla, neyti þar sælgætis og gos- drykkja og eyði peningum á ó- æskilegan hátt. IX. Fundurinn tekur undir á- lyktun frá 16. landsþingi Kven- félagasambands íslands, sem haldið var í ágúst sl. um að skora á Alþingi og ríkisstjórn að veita sem allra fyrst fé til þess að byggja fullnægjandi húsnæði fyrir starfsemi Húsmæðrakennara skóla íslands. Greinargerð: Húsnæði Húsmæðrakennara- skóla íslands er ófullnægjandi. Þar rúmast ekki nema 12 nem- endur í senn og því aðeins hægt að útskrifa nemendur þriðja hvert ár. — Fyrirsjáanlegt er, að ekki. verður hægt að svara eftirspurn eftir kennurum með slíku fyrirkomulagi. í lögum um Húsmæðrakennara skóla íslands er heimild til að stofna ráðskonudeild við skól- ann. Mjög er orðið aðkallandi, að það sé gert, þar sem mikil vönt- un er á sérmenntuðum ráðskon- um við sjúkrahúsin og mötu- neyti skólanna í landinu. ★ BARNAGÆZLUMÁL. I. Fundurinn fagnar því, að nú skuli fyrsta systkinaheimili Reykjavíkur vera tekið til starfa, að Skála við Kaplaskjólsveg. II. Fundurinn beinir því til viðkomandi aðila (Stéttarfélags- ins „Fóstru” og Barnavinafélags- ins Sumargjafar), hvort ekki sé tímabært að breyta fyrirkomulagi á dagheimilum þannig, að það sé scm líkast -venjulegu heimili í sniðum. Greinargerð: Það er almennt talið eðlilegast og þroskavænlegast fvrir börnin, að þau séu saman í hóp á ýms- um aldri líkt og systkini, en ekki flokkuð eftir aldri, eins og nú er gert. III. Fundurinn fagnar því, að skólaheimili fyrir ungar stúlkur skuli vera tekið til staría og þar Framhald á 10. síðu. Fallegar gjafavörur FRÁ HOLMENGAARDS GLASVÆRK Síðasta sending fyrir jól. Pantanir óskast sóttar, sem fyrst. G. B. Silfurbúðin Laugavegi 55. — Sími 11066. Nýkomið Skozkar peysur og peysusett úr ull og ka'smir Sérlega vönduð vara. Eninfremur pils úr terylene og criplyn. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Vikublaðið ALÞÝÐUMANNINN á Akureyri vantar duglegan umboðsmann í Reykjavík. Símanúmer blaðsins er: 96 - I - 1399 Vikublaðið ALÞVÐUMAÐURiNN Vikublaðið ALÞÝÐUMAÐURINN; á Akureyri vill vinsamlega vekja athygli auglýsenda í Reykjavík og nágrenni á því að útbreiðsla blaðsins hefur stóraukist að undanförnu t. d. hefur sala blaðsins á Ak- ureyri 100 faldast. Blaðið er í stöðugri sókn og því er gott að auglýsa í ALÞÝÐUMANNINUM. Vikublaðið ALÞVÐUMAÐURBNN TEPPABÚTASALAN STENDUR YFIR Axminster Grensásvegi 8. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. nóv. 1965 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.