Alþýðublaðið - 26.11.1965, Page 5
STJÓRNTURN í
STAD BRÚAR
* BILLINN
Rent crn Icecar
Skrifstoíur Alþýðuflokksins
verða lokaðar í nokkra daga
vegna viðgerða.
Skrifstofur Alþýðuflokksins.
NORSKA útgerðarfyrirtækið Fred
Olsen & Co. tók nýlega við nýju
olíuskipi, sem smíðað var austur
í Japan, en Japanir eru sem kunn
ugt er afkastamiklip skipasmiðir
og standa frarmarlega í þeirri
grein.
Þetta nýja skip heitir „Borgila"
og er 258 metra langt og 95 þús.
dwt tonn að stærð. Skip þetta
er að mörgu leyti afar nýstárlegt
samkvæmt frásögn norska Ar-
beider-blaðsins. Skipið var smíðað
í einni af skipasmíðastöðvum jap
anska stórfyrirtækisins Mitsui í
Tamano. i
Yfirbygging skipsins er öll aft
ur á og er hún aðeins á tveim
hæðum. í stað hinnar venjulegu
brúar er á skipinu stjórnturn,
sem er sambyggður við skorstein
inn. Öll siglingatæki og fjarstjórn
artæki fyrir vél eru samankomin
í einu stjórnherbergi framan til í
yfirbyggingunni.
Samgöngur miili mikilvægra
staða í yfirbyggingunni aftur á
eru taldar mun auðveldari og greið
ari en tíðkast á flestum öðrum
skipum. í þessu skipi er svo
kölluð stjórnmiðstöð, en þar er
skrifstofa skipstjóra, aðalskrifstof
og loftskeytastöð. í aðalskrifstof
unni eru yfirvélstjóri, 1. stýrimað
ur, og loftskeytamaður sem jafn-
framt er titlaður ritari.
Þá er í skipinu sérstök birgða
miðstöð, þar sem er vistageymsla
eldhús og sameiginlegt búr fyrir
matsal yfirmanna og undirmanna
Þeir sem eru á vöktum hafa sér
stakan matsal til afnota.
Þá er um borð í þessu nýstár
lega skipi svokölluð mennta- og
tómsjlundamiðstöð, e)n það eru
þrju herbergi, einsetustofa, tóm
stundaherbergi og sérstakt fund
arherbergi. Þessi herbergi eru að
skUin með léttum skilveggjum
sem taka má niður eftir vild.
Viðgerðam’ðstöð er í skipinu
og þar er velbúið verkstæði og
birgðir af varahlutum bæði fyrir
vél og þilfar.
ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOÖOOOOOOOOC'OOOOOOOOOOOOOÖOOÖOOOOOOOOOOOOÖOOC
Peningar og stjórnmál
ÞAÐ er athyglisvert, að fjár-
mál stjórnmálamanna og flolcka
eru nú meira l sviðsljósi en
áður fyrr. Á Alþingi er rætt
um aðstöðu ráðlierra, sérstak-
lega hve lengi þeir megi hafa
frí frá embættum til að sitja
í ráðuneytum. Þá er deilt um
fjármál dagblaða, en þau eru
nátengd fjárhagslegri getu
flokkanna.
Vonandi má af þessu draga
þá ályktun, að almenningur
skilji nú betur en áður sam-
hengi þessara mála og vilji
skyggnast sem dýpst inn í
þau. Væri það í samræmi við
lýðræðislegan þroska erlendis,
þar sem víða þótti sjálfsagt
fyrlr mörgum árum að setja
lög unl fjármál frambjóðenda
og flokka. Er í sumum löndum
skylda að birta eftir hverjar
kosningar skýrslu um, hve
miklu fé hafi verið varið í
kosningabaráttunni, og sum
lönd hafa þar hámarksupphæð.
Er hugsunin á bak við þetta sú,
að auður megi ekki skapa mis-
rétti í stjórnmálabaráttu, ríkir
menn og rlkir flokkar eigi ekki
að hafa betri aðstöðu en hinir
fátækari til að koma skoðunum
sínum á framfæri hjá álmenn-
ingi.
Hafnarfjarðarmálið spratt
upp af þeim atvikum, að Guð-
mundur í. Guðmundsson var
ráðherra í 9—10 ár samfleytt.
Þykir nú hin mesta goðgá, að
hann skyldi halda opnu emb-
ætti í Hafnarfirði svo lengi.
Að vísu hefur Steingrímur
Steinþórsson nýlega verið í
ríkisstjórn á sjöunda ár sam-
fleytt og haldið embætti bún-
aðarmálastjóra opnu allan tím-
ann, og Hermann Jónasson hélt
tveimur stöðum opnum á sama
hátt samtals tólf ár. Framsókn-
ármenn hneyksluðust ekki á
þessum mönnum, en þeir eiga
nú varla íil nógu Ijót orð um
Guðmund í.
Hvað um það. Þetta niál
snýst að einu leyti um aðstöðu
manna til að verða ráðherrar.
Ef þeir mega ekki fá frí frá
öðrum störfum, kemur af
sjálfu sér, að eingöngu auð-
menn og atvinnupólitikusar
geta orðið ráðherrar. Ef til vill
verður þetla svo i framtíðinni,
því færa má sterk rök að því,
að tæplega helmingur allra
álþingismanna sé nú þeg'ar orð-
inn „atvinnumenn”. Þeir lifa
á meira eða minna pólitískum
störfum, þ. e. þingmennsku, cr-
indrekstri fyrir flokka, póli-
tískri blaðamennsku, ráðherra-
störfum, verkalýðsforustu eða
öðru slíku.
VandamáI dagblaðanna er al-
varlegt fjárhagsatriði. Öll ís-
lenzku d'agblöðin berjast í
bökkum, nema eitt. Það er
þungur kross fyrir stjórnmúla-
foringja að útvega fé til að
halda þessum blöðum úti og
það tekst ekki nema með þoí
að annað flokksstarf, sem kost-
ar fé, situr meira eða minna
á hakanum. í þessu felst ekki
aðeius nýtt misrétti, þar sem
ráðamenn fjármagnsins liafa
óeðlilega mikil völd i þjóðfé-
laginu, heldur er raunverulegt
sjálfstæði flokksleiðtoganna í
hættu. Af þessum sökum er
mjög eðlilegt, að hið opinbera
greiði fyrir dagblaðaútgáfu
flokkanna., og nauðsynlegt lýð-
ræðislegri skoðanamyndun að
það sé gert.
Það er gott, að ahnenningur
fái sem mestar upplýsingar um
þessi mál og geri sér grein
fyrir, hvernig íslenzk stjórn-
mál í rauninni ganga fyrir slg,
og hvaða vandamál flokkar og
flokksforingjar eiga við að
stríða. Það mun styrkja lýð-
ræði í landinu, ef þjóðin gerir
raunhæfar aðgerðir varðandi
fjárhag stjórnmálabáráttunn-
ar.
Sjálfvirkni er þarna um borð
mjög mikil og frá sérstöku stjórn
herbergi í vélarrúmi er liægt að
fylgjast með öllu þar niðri. Þetta
herbergi er hljóðeinangrað og loft
ræsting á þar að vera sérstaklega
fullkomin, en allt er þarna miðaft
við að liægt sé að komast af með
ehin mann á vakt í vélan-úmi.
Sérstök mælitæki fylgjast með 100
mismunandi atriðum í samband*-
við vélarnar, sem þarna eru sam
ankomnar, og 'allar upplýsingar em
ritaðar n;ður með sjálfvirkurpj
tækjum.
í aðalsti/jmklefa skipsins er
umhorfs svinað og í stjórnklefa
stójwrar farlbegabotu. Úr einum
stól er bar hægt að ná til allra
stjórntækia skipsins og þaðan er
vélinn' stiórnað. ,
Allt er að siálfsögðu miðað við
að rekstrarútgiöld skiosins verðt
sem mínnst. og er útgerðarfélag
ið nú að leita hófanna um að fá
að fækka í áhöfn sk;psins. en eí-
bað revnist ekki unnt, að hafa þá
færri menn á vöktum en venja
er til. en setia fleiri til að vinna
að marmn’siegu viðhald’, en samn
inpar s‘anda nú ”fir um bað ntuj*
;ði. Tnii« er nnoeilegt að um borð
séu 38 menn.
OOOOOOOOOOOOOOOC
z>oooooooooooooooooooo<x><x>oooooooo oooooooooooooooooooooooooooooooo
ALÞYÐUBLAÐIÐ vantar
blaðburðarfólk í nokkur
liverfi í Reykjavík. Þar á
meðal eru þrjú stór íbúðar
hverfi. Blaðið beinir því hér
til foreldra stálpaðra barna,
að þeir hlaupi nú undir
bagga með blaðihu og léyfi
börnum sínuni að' bera það
út.
Umrædd hverfi eru þessi:
ERÆÐRABORCAR-
STÍGUR
LAUFÁSVEGUR
LINDARGATA
Auk þess vantar blaðburð
arfólk ’á Seltjarn'áfnéSi svo
og í miðbæinn, Laugaveg og
^ Hverfisgötu.
>000000000000000
Lesið ÁiþýðubiaðiS
ÁskrifíasímÍRn er 14900.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. nóv. 1965 $