Alþýðublaðið - 26.11.1965, Síða 6
DAGBÓK
F’tamhald af 7. síðu.
því er bezt verði séð — sé hand-
rit Penkovskys á rússnesku ekki
til.
í greinum sínum tekur Zorza
fyrir orð og orðtök í „Penkovsky-
skjdlunum”, sem hann telur að
sovézkur borgari eins og Penkov-
sky mundi aldrei nota. Þannig
mundi enginn Rússi segja „Sovét-
Rússi”, segir Zorza. Það sé jafn
óhugsandi og að Ameríkumaður
kallaði sig „Bandaríkja-Ameríku-
mann.” Nokkur svipuð dæmi er
að finna i bókinni, og ástæðan er
ekki mistök í þýðingu, segir Zor-
za. Sá, sem þetta hafi skrifað sé
fáfróður um rússnesk hugtök. —
Hann nefnir nokkur dæmi, er sýni
á sama hátt að bókin sé ekki
I jsamin af Penkovsky sjálfum.
★ CHUIKOV OG ZHUKOV
RUGLAÐ SAMAN.
í bókinni segir „Penkovsky,”
að margar tilraunir Rússa til að
skjóta mönnuðum geimförum á
loft hafi mistekizt og að áhafnir
þessara geimfara hafi farizt. Zor-
za bendir á, að vestrænir sérfræð-
ingar hafi hvað eftir annað kveðið
þennan orðróm niður, einfaldlega
vegna þess, að menn á Vestur-
löndum hafa getað fylgzt með
geimskotum í gegnum fjarskipta-
samband. Fjarskipti milli geim-
farsins og jarðar hefðu leitt í Ijós
hvort menn væru um borð.
í greinum sínum kveðst Zorza
einnig hafa fundið beinlínis rang-
ar upplýsingar á nokkrum stöðum í
„Penkovsky-skjölunum.” í bókinni
segir m. a. að Chuikov marskálkur
(sem ekki má rugla saman við Zhu
kov marskálk, sem er miklu fræg-
ari), fyrrverandi yfirmaður sov-
ézka landhersins, hafi verið svipt-
ur embætti sínu 1961 og því næst
skipaður yfirmaður sovézkra al-
mannavarna. Það er rétt, að Chui-
kov marskálkur varð yfirmaður
almannavarna á þessum tíma, en
hann hélt áfram starfi yfirmanna
landhersins — þannig var hann
alltaf titlaður í sovézkum blöðum,
sem fjalla um hermál. Chuikov
marskálkur var ekki sviptur emb-
ætti yfirhershöfðingja fyrr en ár-
ið 1964. tæoum tveimur árum eft-
ir handtöku Penkovskys. Zorza
nefnir fleiri dæmi, er geta bent
til þess að sá sem tók „Penkov-
sky-skjölin” saman hafi ruglað
saman ýmsum atburðum og dag-
setningum.
★ HERMÁLAKAFLINN SAM-
INN Á VESTURLÖNDUM.
Victor Zorza telur, að allur kafl-
inn um sovézka herfræði hljót' að
Hafa verið saminn á Vesturlönd-
um. í þessum kafla segir, að Pen
kovsky hafi látið hinni vestrænu
leyniþjónustu í té allan texta sér-
staks „safns” viðhorfa sérfræð-
inga til her- og varnarmála. Samt
vitnar hann í langa kafla úr „safn-
inu” síðu eftir síðu í dagbók sinni.
Zorza spyr hvort Penkovsky hafi
í rauninni þurft að skrifa upp
langa kafla úr slíku safni, sem
hann hafði þegar Ijósmyndað og
sent til Vesturlanda.
í kaflanum um sovézk hermál
og víðar í bókinni varar Penkov-
sky við því, að það sé eindreg-
inn ásetningur Rússa að verða
fvrri til í kjarnorkustríði og gera
skvndiárás á Vesturl.önd með
kjarnorkuvopnum.
Með þessu er gefin röng mynd
af stefnu Rú«sa í hermálum, seg-
ir Zorza. Föfundur „Penkovsky-
sk.ialanna” lætur talsmann þess-
arar kenninvar, Gastilovitch hers-
höfðineja. sýna fram á, að Rússar
séu búnir undir (eða undirbúi?)
skyndiárás á Vesturlönd. En ekki
er minnzt á hað. að jafngóðir sov-
ézkir hermálasérfræðingar lögð-
ust eindregíð gegn kenningu Gas-
tilovitrh f bessu sama efni. — í
þessu tilviki hikar Zorza ekki við
að kalla kaflann fölsun.
Victor Zorza harmar mjög það,
sem hann kallar rangtúlkun á
safninu á skoðunum sovézkra lier-
málasérfræði'nga. Birting þessa
safns mundi stuðla mjög að aukn-
um skilningi Vesturlandabúa á
sovézkri herfræði. Nú hljóti menn
að óttast að safnið verði aldrei
hirt í heild.
Brezki séríræðingurinn telur, að
„Penkovsky-skjölin” séu svar CIA
i við ítrekuðum tilraunum Rússa til
að kasta rýrð á CIA.
— En í sálfræðilegum hernaði
af þessu tagi liafa leyniþjónust-
urnar í vestrænu lýðræðisríkjun-
um við það alvarlega óhagræði að
stríða, að í tilraun sinni til að
skaða andstæðinginn vefða þær
að villa þeim sýn, sem þær vernda.
Og það er hlutverk hinna frjálsu
blaða að afhjúpa slíkar blekking-
ar, segir Zorza.
@ Westinghouse(§) Westinghouse@
8 vandlátir -f
| velja sg.
Westinghouse ^
IWESTINGHOUSE
heimilistæki
fást hjá okkur
RafbúS S. í. S.
við Hallarmúla.
WMMMMMtWIMMMMMMMVMMMMMMMMMMMMMMW
NÝKOMNAR
HEKLAÐAR KVENPEYSUR
FALLEGIR LITIR
Bergnes sf.
BÁRUGÖTU 15. — Sími 21270
TILKYNNING
frá lögreglu og
slökkviliði um
áramótahrennur
' Þeir, sem hafa í (hyglgju að lialda áramóta-brenn-
ur, verða að sækja um leyfi til þess hjá lögreglunni,
svo sem, áður hefur tíðkazt.
Umsækjendur skulu snúa sér til . lögreglimnar með
þessar beiðnir í síma 1-4819 og verður beiðnum þar
svarað allt lil 30. desember n.lk.
Umsækjendur skulu lýsa staðnum og skýra frá hvar
Ihann er og hvort þar hafi verið haldin brenna. Einn-
ig skulu þeir tilnefna einhvem ábyrigan mann iyrir
ibrennunni.
Tilnefndir hafa verið af lögreglunnar ihendi Stefán
Jóhannsson, aðalvarðstjóri, og frá slökkvRiðinu Leó
Sveinsson, brunavörður, til að meta, hvort hægt sé
að halda brennur á hinum umbeðnu svæðum og líta
eftir bálköstilnaim. Hafa þeir úrskurðarvald í því nefni.
Lögreglan beinir þeirri beiðni til foreldra bai’na
og umsjónarmaninia blálkastanna, að ekki verði kveikt í
þeim fyrr en á igamlárskvöld og á þeim tíma, sem lög-
reglan leyfir.
Varað er við, að ibörn, án eftirlits fuillorðinna, fari
með eldfim efni við foáfkestina.
Slökkviliðið vill foeina athygli almennings að 152.
gr. brunasamþykktar fyrir Reykjavík varðandi sölu
skotelda, að þeir kaupmdnn, sem fá leyfi til að selja
skotelda, flugelda og skrautelda, hafi þá í öruggri
geymslu í verzlunum sínurn.
Komi eldur upp í bálkesti, mun slökkviliðið ekki veita
aðstoð til að slökkva í þeim, nema um eldhættu frá
þeim sé að ræða.
KÓPAVOGUR
Böm eða unglingar óskast til að bera Al-
þýðublaðið til kaupenda í Kópavogi.
Upplýsingar hjá útsölumanni í síma 40319.
Jólaalmanök fyrir börnin - Bókabúö Máls og menningar, Laugavegi 18
*
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOCXX'OOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOO
£ 26. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ