Alþýðublaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 9
oooooooocoooooooooooooooooooooooooc><c><x>oooooooooo ú fyrr rinnar munu Hagar þeirra i stækkunar- ;um fortíðar alveg óvænt 5 um áður. norkustyrjöld nútímans í rfa fornleifa ins að grafa a par strax í hvelfingu í Georgiu í byggt langt breytt og allt gleymt, unu eirna<:+ 'herbergi er en árið 8113! einangrað með asfalti og klætt postulíni og samkvæmt útreikningum á innihaldið að geymast óskemmt í mörg þúsund ár. f neðanjarðarherberginu eru líkön af öllu og skjöl um allt, sem hefur verið skapað hingað til í vísindum og tækni. í fimm ár voru Ijósmyndaðar 960 þúsund bókasíð ur á mikrófilmur. 250 kvikmyndaspólur sýna framfarir í verksmiðjum, framfarir í skurðaðgerðum, ýmis atriði úr þjóðlífi o. s. frv. Þar er frásögn af sögu kvikmynd anna frá 1895 og Ijósmyndanna frá 1840. í herbergi þessu munu fornleifafræðing arnir einnig finna líkön af mikilvæg- ustu uppfinningum nútíma tækni sem áreiðanlega verða mjög frumstæðar- á þeim tímum. Bílarnir, segulböndin, hljóð færin, setjaravélarnar og þoturnar verða skoðuð með sama meðaumkunarbrosi, sem við brosum þegar við skoðum fornminjar á þjóðminjasöfnum. Sýnishorn af mat- og drykkjarvörum nútímans hafa heldur ekki gleymzt þarna, og ekki tyggigúmmi og eit urlyf. Einnig er þarna heilmikið af ame- rískum dagblöðum. 27. maí 1940 var þykku stáldyrunum læst eftir stutta viðhöfn. Tafla utan á dyrunum skýrir í stuttu máli frá tilgang inum og biður allar komandi kynslóðir að hreyfa ekki við klefanum, fyrr en árið 8113. Til þess að betta glevmist svo ekki, er lýsing á staðnum töluð inn á plötur, sem hafa verið sendar á mörg bókasöfn og vísindastofnanir víða um heim. Eftir rúm 6000 ár verður svo þetta minjasafn opnað með eins mikilli eftir- væntingu, eins og þegar gröf Tut-Aukh- Amons var opnuð. Og hvp>-:- ’-idi heim urinn verða þá, — árið 8113? - O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Þessi mynd er tekin í Danmörku fyrir skö nmu, á sýningn, sem árlega er haldin til kynningar á alls kyns jólaskrauti og öðru, til gluggaskreytinga fyrir jólin. Þarna geta verzi anir og fyrirtæki gert pantanir á útstillingar ?,fni og fengið leiðsögn við uppsetningu þess, — en eins og allir vita er allt gert til þess að vekja athygli vegfarenda á jólavörunum, þeg- ar þeir eiga leið framhjá þeim verzlunum, sem slíkar vörur hafa á boðstólum. Og það er óneitanlega margt, sem freistandi væri að kaupa af því, sem fyrir augun ber í búðar- gluggunum þessa dagana. JÓLABLAÐ 1965 níunda síða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.