Alþýðublaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 11
f KIRKJ5J ...
Fiamhald af 7. síðu.
að titra og skjálfa og við lá
að röddin brysti. Þar sem stúlk
an var svo gott sem við hlið
mér, komst ég ekki hjá því að
sjá munnvatn renna úr munnvikj
um hennar og hverfa í sjalið
hvíta. Augu hennar voru star
andi og fjarræn og hún virtist
álls ekki vita af því sem var að
gerast í kringum hana. Hún
var ein með guði sínum.
Loks kom hámarkið. Þá stundi
hún og dæsti og augun rang
hvolfdust. Inn á milli stunanna
mátti heyra: „Ó guð, ó guð, hvf
lík sæla, hvílík sæla“, Undir
lokin hafði hún hálfkropið á gólf
ið, en reis nú upp og fór £ sæti
sitt. Þar sat hún síðan eins
og slytti lafmóð og másandi það
sem eftir var. Þessu hefði ég
aldrei trúað, nema af því að ég
sá það með eigin augum.
Nú steig Cobbs í stólinn og
hóf ræðu sína. Talsvert var hún
styttri en ræður stéttarbræðra
hans hérlendis. Ekki man ég íeng
ur út af hverju hann lagði, eða
inntak í ræðu hans. Safnaðar
fólkið gerði góðan róm að máli
hans. Margir jánkuðu upphátt
öllu sem klerkur sagði, og enn
fleiri kinkuðu kolli til áréttingar
og auk'nnar áherzlu.
Þegar séra Cobbs hafði lokið
máli sínu, hófust almenn sam-
skot, en þannig er aflað launa
handa presti og fjár til annarra
útgjalda, sem trúariðkun og
kirkjuhald hefur í för með sér.
Frá ríkinu kemur ekki króna.
Fólkið á fyrsta bekk stóð allt
upp og gekk í skipulegri röð
að pallinum. Þar lét hver maður
seðil detta í skál, en klerkur stóð
yfir, kinkaði kolli og muldraði
þakkarorð. Síðan stóð fólkið upp
á næsta bekk og lagði sitt af
mörkum og gekk svona koll af
kolli unz allir voru búnir að
gauka að skálinni seðli. Þarna
voru varlega áætlað sex til sjö
hundruð manns. Hafi hver mað
ur gefið 1 dal, engan sá ég gefa
minna, og margir hafa vafalaust
gefið þá upphæð fimmfaldaða
eða tífaldaða, allt eftir efnum og
ástæðum, þá hafa þarna safn
ast 25—30 þúsund krónur við
þessa einu messu. Meðan sam
skotin stóðu yfir voru stöðugt
sungnir sálmar, en allt gekk þetta
afar fljótt fyrir sig.
Þegar allir liöfðu gefið, upp
hófst enn á ný sálmasöngur.
Fylgdarkonur okkar voru nú
farnar að örvænta um að fá sýnt
okkur nokkuð af borginni, sem
AlCapone og kollegar hans gerðu
alræmda á sínum tíma, en sem
nú státar af bezta lögregluliði
og fæstum glæpum og afbrotum
allra stórborga Bandaríkjanna.
Við sátum þó enn um stund
og hlýddum á sönginn. Klukkan
tólf fannst okkur, að nóg hefði
verið messað yfir okkur þann
daginn a,ð minneta kosti, (og
bjuggumst því til að fara. Er við
gengum út stóð fullorðna konan
sem áður hafði boðið okkur vel
komi" orosahdi við dyrnar. Þakk
aði hún okkur kærlega fyrir
komuna, og kvað okkur velkom
in á ný, hvenær sem við vildum.
Þökkuðum við henni vinsemdina
og kváðumst allir af vilja gerð
ir til að koma aftur, en að líkind
um gæti þó orðið nokkur bið á
því.
Hafi þetta verið ný reynsla
fyrir okkur Islendingana tv«
var svo ekki síður fyrir banda
rísku stúlkurnar, sem með okk
ur voru. Gátu þær ekkl um ann
að talað alla leiðina til gistihúss
okkar. Fjölyrtu þær um hve allir
hefðu verið alúðlegir og elskuleg
ir, og var engu líkara en það
hefði komið þeim svolítið á óvart
Bar okkur á endanum sam
an um það, að fyrrnefnd kirkju
ferð hefði verið á við mörg minn
ismerki og söfn og virtist eng
inn harma, þótt ekki hefði orð
ið úr borgarskoðun þann daginn.
HIN HEIMSÞEKKTU
HEIMILISTÆKI
Einkaumboð: MAGNÚS KJARAN
SÖLUUMBOD:
VERZLUN VALDEMARS LONG
Hafnarfirði — Sími 50288.
JÓLABLAÐ 1965
ellefta síða
Ryksugur við allra hæfi:
Tvær stærðir af tepparyksugum, sem
hrista teppin um leið og þær soga.
KÚLU-ryksugur, sérlega mikill sogkraftur
Tvær gerðir af liggjandi ryksugum.
Handryksugur, hentugar fyrir hifreiðir.
GUFUSTRAUJARN
Þvottavélar við allra hæfi:
Sjálfvirkar þvottavélar.
Þvottavélar með þeytivindu.
Þvottavélar með rafmagnsvindu,
með og án suðu.
Þvottavélar með handvindu,
með og án suðu.