Alþýðublaðið - 08.12.1965, Qupperneq 7
ÍSLENZKAR LAUSAVÍSUR
hafa verið þjóðinni blessunarleg
daigrastytting langan aldur, og
svo mun enn, ef bærilega er
kvcðið sem stundum hendir.
Eigi að síður þola fáar þeirra
að prentast á bækur, og veldur
það ýmsum furðu. Slíkt er þó
næsta skiljanlegt. Oftast missa
þær marks, ef tilefni er ekki
jafnframt komið á framfæri, en
það telst naumast minni vandi
en yrkja vísurnar. Þess vegna er
ólíkt hæpnara að safna stökum
til útgáfu en kvæðum eða sög-
um, er mynda sjálfstæða heild.
Reynist jafnan erfitt að gera
smátt stórt, þó að hitt sé fljót-
unnið — að gera stórt smátt.
Lausavísan verður eins og ljós
kveikt á eldspýtu úti í íslenzku
veðri, nema skáldið lyfti henni
í æðra veldi en bregða snöggri
birtu á stund og stað. Þá lifir
hún lengi og berst víða.
Annað er íhugunarefni í þessu
sambandi. íslenzkir hagyrðingar
raða löngum brotum, þegar þeir
kasta fram lausavísum. Má gott
heita, ef tvær ljóðlínur falla sam-
an, venjulega eru þær sín úr
hverri áttinni. Maður les iðulega
f jölmargar stökur án þess að rek-
ast á eina, sem tengi upphaf og
endi. Sést á þessu, hver íþrótt
vísnagerðin er. Meistarar hennar
geta fáir talizt, þó að sitthvað
annað komi til, rímleikni, orð-
gnótt og sæmileg hugkvæmni.
Þess vegha sætir undrum að
kýnnast stökum vestur-íslenzka
skáldsins Kristjáns N. Jónsson-
ar, sem nefndist Káinn. Ber þar
tvennt til. Káinn er „géysir
gamanyrða,” éihs og Guttormur
J. Guttormsson komst að orði,
allra hagyrðinga skeinmtileg-
astur, og leikur sér auk þess að
því að skipa orðunum til sam-
býlis. Ég held meira að segja,
að punktar séu of margir í
„Vísnabók Káins,” nýju útgáf-
unni af kviðlingum hans, en lnin
er tilefni greinarkornsins. Það
Káinn (Kristján N. Júlíus)
verður þó sjaldan sagt um ís-
lenzkan skáldskap í bundnu méli.
Stökur Káins hafa tvisvar áð-
ur verið prentaðar á bók, „Kvið-
lingar” 1920 og „Kviðlingar og
kvæði” 1945. Annaðist Richard
Beck síðari útgáfuna og safnaði
til hennar öllum vísum, sem Ká-
in urðu eignaðar. Hins vegar
tókst svo illa til, að prófarka-
lestur af bókinni fór í handa-
skolum. Nýja útgáfan bætir úr
þeim galla, þar kennast varla
þvílík glöp nema tvær prentvill- j
ur, þnnur meinlaus, hin hvim-!
leið, þar eð hún er jafnframt
kynvilla. Raunar hafa verið felld-
ar niður nokkrar vísur úr fyrri
útgáfunni, en það kemur engan
veginn að sök. Hér finnst allt,
sem Káinn orti bezt. Tiltínslan
er fremur of en van. Þó undrast
maður, hvað Káinn lét eftir .sig
margar snjallar stökur:
Scrkenni Káins er kímnin.
Hann orti þannig um Saura-
Gísla
Þenna úrskurð þjóð má heyra,
þótt hann sé sláandi;
þú sérð blindur margfalt meira
en margur sjáandi.
Þetta er hnyttin lýsing. á
mannfagnaði:
Margur þaðan fullur fór,
freyddi á skálum malt og bjór;
brenriivín þar brast ei neinn,
því báðir seldu, Dóri og Sveinn.
Kvenfólk var með kaffisull,
karlmenn fluttu ræðubull,
þar var söngur, þar var dans;
þar var ég og séra Hans.
Snilldarlega er gletzt við lækni
í þessari stöku:
Um Sig hljótt þótt hafi stundum,
hugar rótt með þel,
léttasótt í ljúfum sprundum
læknar fljótt og vel.
Eða kímnin í eftirfarandi
tveimur vísum:
Þetta er frama og frægðar öld!
Eund á nú að halda í kvöld.
Hér kemur þjóð með káta lund
að kjósa nefnd og halda fund.
Utan fundar enginn má
annars skoðun fallast á.
Ef að þarf að hengja hund,
halda verður um það fund.
Tilefni þessarar vísu er naum-
ast vafa bundið:
Hægt er að láta líða betur
Lauga pósti og mér;
en eitt er víst, að okkur gétur
ekki liðið ver.
Káinn gat þó einnig túlkað al-
vöru. Honum mæltist svo að lok-
inni sýningu á „Fjalla-Eyvindi”
vestra:
Órór sveimar andi minn
upp til reginfjalla;
takið þið mig í útlegð inn,
Eyvindur og Halla.
Þetta orti hann til barns:
Hreina ást og hjartans yl
hef ég ekki að bjóða,
en allt, Sem skást er í mér til,
áttu, barnið góða.
er hjá okkur
Fljófasta hreinsunirt
„kílóhreinsim"
Góð bifreiðastæði.
Efnalaijgin UND,..
Skúlagöíu 51.
Hreinsum 4 kíló af fatnaði á 14 míii'
útum fyrir kr. 120,00
— Algjörlega lyktarlaus hreinsun.
Einnig hreinsum við og görigum frá
öllum fatnaði eins og áður.
Og þessa kveðju lét Káinn
fylgja Guðmundi Finnbogasyni
heim til íslands:
Biðja skal þig síðsta sinn:
Svani og bláum fjöllum,
hóli, bala, hálsi og kinn
heilsaðu frá mér öllum.
Eigi að síður var kímnin og á-
deilan löngum sá bogastrengur,
sem Káinn skaut af ljóðörvum
sínum. Þær voru þó samferða-
mönnum hans furðulega hættu-
lausar eins og skapferli og lund-
erni íslendinga er háttað. Káinn
stundaði íþrótt sína með þeim
hætti að skopast að sjálfum sér,
en sú háttvísi er sjaldgæf um
íslenzka hagyrðinga. Henni er að
þakka margt það, sem hann orti
snjallast og eftirminnilegast. Hér
er vissulcga af nógu að taka.
Káinn orti til dæmis þannig um
hlutskipti sitt í lífinu:
Ef einhver sér mig ekki vera
að moka,
þetta orða þannig hlýt:
X>á er orðið hart um skít.
Þessi tilmæli hans þarfnast
ekki skýringar:
Og ef þú hefur eitthvað vott,
að endingu þess ég bið
að hjálpa mér um heilan pott !
og hafa það bæði sterkt og
gott —■
því líf mitt liggur við.
Hvor sleppur betur við ámæli j
þessa skemmtilega samanburðar, *
presturinri cða hagyrðingurinn? |
1
i'
Ivristinri prestur, hvar sem fer, í
er K. N. meiri;
hann er beztur sjálfum sér —. i
og svo eru fleiri.
Iv. N. prestur enginn er —
og engum meiri;
hann er verstur sjálfum sér — j
og svo eru fleiri.
Káinn skrifaði eftirfarandi á
„Kviðlinga” til einhvers kunri-
ingja: '
Ég gjörðist skáld og orti lystug i
l.ióð
og lausavísur sendi minni þjóð,
þá báð hún mig að búa út lítið
kver
og bauðst svo til að kaupa það
af mér.
En bæði skömm og skaða af því ;
ég hlaut,
mig skorti vit að leysa slíka
þraut;
en skamma stund á skðmminni
ég lafði,
svo skaðinn var það eina, sem
ég hafði.
. I
Bjartan maídag í vor launiííð-
ist ég inn í Pembínasveit i
Norður-Dakota ög spurðist til
vegar að Eyfordkirkju án þess
að líta við kartöflubændunurn
þar um slóðir, en þeir muift*
einir íslendinga á síðari árati/g-
um hafi auðgazt af landbúnafei
svo, að vert sé frásagnar. Þá
hafði brugðið til góðviðris eftir
langan og harðan vetur, sóí
skein í heiði, gras spratt í hlý|u
logni, landslag bar svip af FIó-
anum, en minnti hvergi á átthaga
Káins í Eyjafirði. Þarna var gyöf
hans við kirkjuna, er hann lýsti
einhvern tíma þannig:
Dökkbrýn kirkjan drúpir hér;
dauða sveipuð trafi. ,
Hún er eins og eyðisker
úti í reginhafi.
Og satt’ var orðið. Bylgjandi
akur sléttunnar var yfir að Xita
Framhald á 10. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐjÐ — 8. des. 1965 J ^