Alþýðublaðið - 08.12.1965, Síða 8

Alþýðublaðið - 08.12.1965, Síða 8
Or Garðshorni Leikfélag Reykjavíkur: GEÁMANN Sjónleikur fyrir börn í 7 sýn- ingum eftir Stefán Jónsson Leikstjóri: Helga Bachmann Leikmyndir og búningar: Stein- þór Sigurðsson Tónlist: Knútur Magnússon Dansspor: Lilja Hallgrímsdóttir GRÁMANN Stefáns Jónssonar, sem Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi í Tjarnarbæ á laugardag, sver sig í ættina við aðra barna- leiki sem hér hafa tíðkazt að því leytinu að þetta er ekki eigin- legur sjónleikur heldur mynda- sýning, eins konar myndasaga fyrir börnin. Sá er munurinn að hér er unnið úr íslenzkum þjóð- .sögum í stað alþjóðlegs ævintýra- efnis Mjallhvítar og Almansors kóngssonar í fyrra. En eins og þessar sýningar leitast Grá- mann við að vera falleg, fjörug og fjölbreytileg skrautsýning, skemmtileg dægradvöl börnunum sem í bland flytji þeim einhvern „hollan” boðskap. Auðvitað er ekkert athugavert við slíkar leik- sýningar, ef þær lánast samkvæmt sinnf tilætlun. En víst væri það skemmtilegra ef upp kæmi höf- undur sem semdi handa börnun um eiginleg leikrit, skáldskapar- verk á leiksvið eins og t.d. sag- an um hann Hjalta litla er skáld- skapur á bók; það væri kannski ekkert óhollara uppvaxandi leik- húsgestum en réttur mórall. Það er sem sagt sagan af Grá- manni í Garðshorni sem myndar uppistöðuna í leikriti Stefáns Jónssonar þó ekkr sé klækjum hans lýst út í æsar. Þess í stað er ýmsu öðru efni fléttað inn í sýninguna, vikið að sögunum af Búkollu, grautardallinum góða og síðast en ekki sízt honum Brúsa- skegg í brekkunni, og þar er barnaefni af yngri móð um brauð og kökur í mannsmynd. Hæpnast af öllu þessu er þáttur „vordís- ar”, sem líka er alveg utangarna við aðalsöguna; það hefði ég haldið fyrirfram að Stefán Jóns- son væri hafinn yfir svonalagað- an barnaskap sem börnin sjálf leiddu líka auðheyrilega Iijá sér. En að þessu atriði slepptu er sýn- ingin skemmtileg, fjörug og fynd- in með köflum og vakti eftirtekt og ánægju hinna ungu leikhús- gesta. Sjálfsagt hefði hún notið sín betur á rúmbetra sviði með betri búnaði, en sýningin í Tjarnarbæ, skipuð mörgum viðvaningum, virtist að sönnu vönduð eftir öll- um föngum undir stjórn Helgu Bachmann. Fjör og glettni og gáski auðkenna sýninguna án ó- þarflegra ærslabragða, hún er gerð fyrir augu og eyru barn- anna jafnt. Fjöldi fólks tekur þátt í sýn- ingu þessari og verða fæstir nefndir hér. Guðrún Stephensen og Guðniundur Pálsson léku karl og kerlingu í Garðshorni skil- merkilega, en kátlegri voru kóng- ur og drottning í ríki sínu sem þau lékú Sigríður Hagalín og Steindór Hjörleifsson. Rúgbrauð, hveitibrauð og rjómaterta koma við sögu í einu kátlegasta atriði leiksins, þau Bjarni Steingríms- son, Auróra Halldórsdóttir og Kristín Anna Þórarinsdóttir sem líka fór vel með þulu vordísar. Og Jóhann Pálsson lék kerlingu Brúsaskeggs með miklum tilþrif- um. Náungar tveir leiða leikinn, opna hann og tengja saman at- riðin, eða segja söguna, þeir Borgar Garðarsson og Arnar Jónsson, og flytja sitt mál með mikilli kátínu og fjöri. En ekki þori ég að dæma um hverriig börnunum gengur að fylgjast með leiknum rímrunum þeirra. Grámann sjálfan leikur ungur leikari, Sigmundur Örn Arngríms- son, lítið hlutverk og heldur dauf- legt eins og títt er um kóngssyni. Kóngsdóttirin er Stefanía Svein- bjarnardóttir, ung og öldungis ó- reynd leikkona sem fátt verður ráðið um af þessari frammistöðu. Það er líklegt að þessi leiksýn- ing verði til að vekja áhuga áhorf- enda sinna á þjóðsögunum sjálf- um, koma þeim á lagið að lesa þær — sem sjálfsagt er gott og þarflegt á bítlatíð. Áreiðanlega er Grámann með betri skemmt- unum sem börnum bjóðast um þessar mundir. En hann er líka til vitnis um að þjóðsögurnar geyma leikhúsefni sem betur mætti hagnýta sér handa börn- um ekki síður en fullorðnum. Ef vitnis var þörf. — Ó.J. Leiðétting: í umsögn minni um Borgarlíf eftir Ingimar Erl. Sig- uðsson í blaðinu á sunnudag féll burt orð úr setningu svo merking raskaðist þar sem bókin var bor in saman við Torgið eftir Krist mann Guðmundsson. Rétt er setn ingin svona: „Báðum höfundum Kóngur og drottning, Grámann og kóngsdóttirin eru yfirburðir söguhetju sinnar svo hugstæðir að þeim verður um megn að skipa henni í nothæft sögusamhengi.” Nokkru síðar, þar sem rætt er um feril söguhetjunnar, átti að standa: „hann er einungis ný og ný tilbrigði sömu sjálfsspeglunar.“ Fleiri prentvillur voru í grein- inni en auðlesnar í málið. — Ó.J. Minningarsjóður Norðurlanda MENNINGARSJÓÐUR Norð- urlanda, sem stofnaður er af rík- isstjórnum Norðurlandaríkjanna 5 að tillögu Norðurlandaráðs, tekur til starfa 1. janúar 1966. Á fyrsta starfsári menningar- sjóðsins verður ráðstöfunarfé hans samtals 600 þúsund danskar krón- ur, sem eru framlög aðildarríkj- anna. Fé sjóðsins skal varið til að styrkja norrænt samstarf um menningarmál, svo sem á sviði vísindarannsókna, skólamála, al- þýðufræðslu, bókmennta, tónlist- ar, leiklistar, kvikmynda og ann- arra listgreina. Styrkir skulu einkum veittir til þess háttar sam- starfsverkefna, er varða fleiri en tvö lönd. Meðal þess, sem til greina kemur, að sjóðurinn styrki, má nefna: Ragnar Meinander, skrifst.stj. Frá íslandi: Birgir Thorlacius ráðuneytisstj Varamaður hans:: Árni Gunnarsson fulltrúi. Framhald á 15. síffu. FRÍMERKJ a) Sannnorræn nefndarstörf. b) Námsferðir milli Norðurlanda. c) Einstök eða tímabundin sam- starfsverkefni. d) Upplýsingastarfsemi varðandi Norðurlönd og norræna menn- ingarsamvinnu. Með stjórn sjóðsins fer til bráða birgða fimm manna nefnd, skipuð af menntamálaráðherrum Norð- urlanda. í þessa bráðabirgðastjórn hafa verið skipaðir: Frá Danmörku: W. Weincke, skrifstofustj. Varamaður hans: Helge Thomsen fulltrúi. Brauðið og tertan dansa fyrir kónginn Hrá Finnlandi: Hinn mikli fjörkippur sem jafn- an kemur í allar teg. póstsend- inga fyrir jólin, er nú að byrja Á jólapóstinn setja menn gjarn' an jólamerki til hátíðabrigð: þótt ekki hafi þau gildi, sen burðargjald. Hér í Reykjavík erc það jólamerki Thorvaldsensfé iagsins, sem nær eingöngu eri notuð á jólapóstinn. — Nú í ái eru merki þessi í rauðum lit meí mynd af opinni bók í. miðju. Bókin mun eiga að vera Biblían enda er hið ísl. Biblíufélag ein mitt 150 ára um þessar mumjir í hinni onnu Biblíu má lesa: !— „Dýrð sé Guði í upphæðum !of friður á jörðu .. . ” og „Leyfif börnunum að koma til mín of bannið þeim það ekki, því a t slíkra er Guðs ríki.” — Þe.9$ai tilvitnanir eru prentaðar irief gylltu letri. Fnnfremur stendur í merkinu: Barnauppeldissjóíjui Thorvaldsensfélagsins, JöSir 8 8. des. 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ -K/t y. ■' ■ ;■ k \ ;v

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.