Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 7
Nytsamasta jólagjöfin er Luxo lampinn agt út í oröum Tveggja ára ábyrgrð. Varist eftirlíkingar. Munið Luxo 1001 Oskar Aðalsteinn: BREYSKAR ÁSTIR Skáldsaga vestan úr fjörðum Almenna bókafélagið, Reykjavík 1965. 213 bls. BREYSKAR ÁSTIR er haglega gerð og hressileg saga, segir fyrstra orða í kynningu forlags-. ins á bókarkápu Óskars Aðal- steins. Aldrei sliku vant má þetta til sanns vegar færa þó. heiti sögunnar Sé að vísu æði hjákátlegt. Þetta er gamansaga, gamantilraun öllu heldur, um grafalvarlegt efni, sögð í samfelld, um en dálítið-tilbreytingárlausum hálfkæringstóni. Og Breyskar ástir er á sinn hátt ekkert ó- hressileg saga. Sagan gerist í afdal vestur á fjörðum sem er að leggjast í auðn. Ungur maður tekur sig heiðinni Björn Bjarman: í HEIÐINNI Heimskringla, Reykjavík 1965. 103 bls. í FYRSTU bók Björns Bjarmans eru söguþættir af Vellinum, auma blettinum í íslenzku þjóðlífi, — smánarblettinum mundu sumir segja. Björn fjallar að vísu ekki um ¦ Keílavíkurflugvöll sjálfan, herstöðina sem slíka. En hún er baksýn þeirra svipmynda sem hann dregur af uppflosnuðu fólki, mannlífi í skjóli og skugga hersins. Þær eru æði sundurleit- ar. Hér er fitjað upp á skop- sögum, ekki óefnilegum, til að mynda Að eiga skáld. Hér er reynt til við spott og ádeilu. Árekstrar, yngsta og síðasta sagan í bókinni er meinhæðin lýsing íslenzkrar þjónustulundar undir herinn; þar er ádeilubroddurinn berastur. Ell- egar fimiur Björn Bjarman gagn- rýni sinni slungnara form; hún er fólgin í sjálfri lýsingu hins of- vaxna hverfis á nesinu og þess volaða lýðs sem tayggir það. Hag- lega er að þessu farið í Fjárhættu spili, Brottrekstri, Smalamennsku á heiðinni þar sem ein einasta setning að sögulokum birtir full- komna andstæðu þess mannlífs sem sögurnar lýsa, hvelfir yfir því heiðan himin: „Það hafði 'rignt um morgun- inn, en er ég kom út vár sól hátt á lofti og langt í norðri hillti undir jökulinn þar sem hann sigldi með reisn í tíbranni, laus við landið, og jaðrar hans runnu í eitt við hvítbláma himinsins." Hreinleiki þessarar skynjunar er annað skautið í frásögn Björns, öndvert sjálfri lýsingu Vallarins; sú sársaukakennd sem sögurnar Björn Bjarman miðla með yfírlætislausum hætti einlægnislegri en mörg stórorð ádeilan. Það er mjög misjafnt sögusnið á þáttunum í bókinni en enginn- þeirra 'er verulega heilsteyþtuí; minnisverð saga sjálfrar sín einn- ar vegna. Hinir beztu þeirra miðla samanlagðir trúlegri lýsingu fólks á villustigum í lífi sínu og hið innra með sjálfu sér. Auðsæilega er sá persónulegi skipreiki, sú' kennd uppgjafar, sektar, örvænt ingar sem í þrælakistunni lýsir sameiginleg sögufólkinu öllu. í þeirri sögu færist Björn Bjarman einna mest í fang þótt hún tak- ist til engrar hlítar. En með þeirri könnun og umræðu óverð- ugs lífs sem hafin er í þes'sari bók fitjar Björn Bjarman, upp á efnivið sem kann að éndast til veigameiri verka. " Bókirtér snyrtilega gorð nema kápumynd í pop-stíl óþarflega klúðruð. — ÓJ. upp úr firðinum handan heiðar með, konu og börnum, flyzt á eyðikot í dalnum og fer að búa. En barátta hans er til einskis; það tjáir engum að erfiða móti straumi tímans. Hann missir börnin sín frá sér, sum flytja stálpvið í uppganginn í firðinum, sum týnast, sum deyja nýfædd eða ófædd. Dalurinn tæmist að fólki. Síðast eru ekki eftir nema þau hjónin í kotinu og einn úti- legumaður. Eftir tuttugu ára erf- iði í dalnum á bóndinn ekki ann- ars úrkosta eh flytjást afUir í fjörðinn. Honum lánast að kom- ast yfir hús í þorpinu út á jörð- ina; það eru sömu kaup og hann gerði í upphafi sögunnar. Og þar með er sagan komin í kring — með dálítið spélegum eftirmála. Þegar dalurinn er endanlega far- inn í auðn er semsé stofnað átt- hagafélag dalbúanna suður í höf- uðstaðnum. .... Tvímælalaust er þetta söguefni Og Óskar Aðalsteinn fer óvana- lega og ekki óhaglega með það. Sízt af öllu fæst hann við að segja neina beina harmsögu; — bóndi hans í sögunni, Jónatan, er alls enginn harmkvælamaður. Þvert á móti. Hann tekur lifi sínu með léttri lund eins og það kemur fyrir; honum er sú list lagin að bera efri hlut í flestum skiptum og það þótt hann fari halloka. Hann elskar jörðina sína, kindurnar sínar og kúna sína, konuna sína, og konur ná- unga síns, og börnin sín. En hann leggur -ekki út af lífi sínu, hann lifir því,' hiítir möglunarláust ó- hagganlegum rökum þess. Allur andi sögunnar mótast af þessari mannlýsing. Og það grynnkar hvergi til neinna muna á alvöru söguatvikanna undir hálfkærings- legri gamansemi söguháttarins. En það er meginljóður á ráði þessarar sögu að höfundur virðist ætla að Jónatan sinn sé miklu skemmtilegri mannlýsing .en raun ber vitni í bókinni. Af þeirri skoðun léiðir lángdregin drýgindi í frásögninni sem verða heldur en ekki ¦ þreytandi þegar frá líð- ur; ^ámansemi Óskars Aðalsteins er því miður aldrei verulega gam- ansöm, né þá alvara hans alvar- leg heldur; allt hafnar í tómum hálíkæringi. Enda er persónu- sköpun í sögunni, Jónatans og annarra, með allra einfaldasta rnóti; sögufólkið er dregið upp einum drætti eða tvéimur og helzt óbréytt í þeirri mynd síð- an. Þannig er Jónatan sjálfur ölduiígis. óbreyttur alla söguna en sterkasta auðkenni hans er ein- hvers konar frjósemisdýrkun; — hann tekúr sömu tökum á kven- fplki og kindunum síhum — og þæf umla í örmum hans. Fólkið sem kringum hann stendur tekur allt lit af þessari riiannlýsing, öllu lýst af sömu einhæfni, stað- hæmzf við ,kæki, látbragð, ein- falda útlitslýsing. Slíkt fólk bregzt ekki hvert viS öðru né at- vikum sögunnar svo að veki á- huga og endist ekki til að halda uppi heilli skáldsögu. Enda verð- ur sagan furðulega kyrrstæð og tilbreytingarlaus, tímalaus þótt hún taki yfir langan tíma, mann- íaus þó svo margir komi við sögu. Það væri tómt mál að tala um háð eða ádeilu í þessari sögu þó fjallað sé um tilfinninga- og deilumál, því síður alvarlega samfélagslýsing. 0g því miður bregzt hún einnig sem skemmtr- saga þó sýnilega starfi höfundur að henni með umtalsvérðri hag- virkni. „Lífið er ekki til að leggja það út í orðum." Satt er það. Engu að síður er það einmitt þetta Oskar" Að'alsteinn sem hver einn höfundur tekur sér fyrir hendur, hver með sinu lagi. Útlegging Óskars Aðalsteins reynist ekki áhugaverð. Prentvillur eru í bókinni og línubrengl á einum stað. — ÓJ. Alþýbublaðið óskar að ráða blaðburðarbörn í eftirtalin hverfi: Miðbæ Laugaveg, neðri Hverfisgötu, efri Kleppsholt Hverfisgötu, neðri Laufásveg Lindargötu Laugaveg efri. Stórholt # BILI Sl^l^ Rent an Icecar 18 833 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. des. 1965 J ftiO;VHUGYtUA - c&i .zsb 11 n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.