Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 16
ft Bókmenntagagnrýni getur verið býsna skemmtileg. Að minnsta kosti hló ég vel og lengi, þegar ég las eftirfar andi hjá Indriða í Tímanum í gær.: í einni bók skilst mér að höfundurirxn hafi hreinlega g^fizt upp við að lýsa aðfara satnneytis karls og konu, og hafi séð þann kost einart að, láta konuna f alla úr lausu lofti ofan á karlmanninn. Slíkt mundi Kristmanni aldr ei detta í hug og mættu ung ir höfundar nokkuð af því læra. om^gjftiáíM V \i b lí' Kallinn veiktist. Læknir inn kom og skoðaði hann. Að því búnu sneri læknir inn sér að kellingunni og sagði: — Þetta er nú ekk ert alvarlegt. En mér geðj ast ekki að því, hvernig hann. lítur út. Kellingin svaraði um hæl: — Nei, ekki mér heldur. En hann hefur samt veriðgóður við börn'in. Víðförull Ameríkumaður kom til ítalíu og m.a. skoð »8i hann eldf jallið Vesúvíus. Hann horfði ofan í gíginn og síigói: — Well, finnst ykkur þetta ekki eins og í víti. — Víða hafa þessir Amerík aiiar komið, svaraði Frakki sem var þarna nærstaddur. m æ&l wm* mm m ra JORFJA Það er víst ekki svo ýkja langt síðan menn voru að drepast úr ófeiti hér á landi og fjöldinn aíl ur átti varla ofan í sig að éta. Nú hefur þetta snúizt við. Allir hafa nóg að bíta og brenna, og þegar menn hættu að drepast úr ófeiti fóru menn að hrökkva upp af í hrönnum úr feiti og allskyns óáran sem henni fylgir. Nú er meira að segja svo kom ið í þessu ágæta landi, að við framleiðum miklu meira af mat vælum en við getum sjálfir torg að, og þær landbúnaðarafurðir, sem .við framleiðum umfram eigin þarfir seljum við úr landi, og greið um með þeim svo einhver fáist til að kaupa þær og éta. En okkur gengur samt misjafn lega að losna við blessaða um fram fsramleiðsluna þrátt fyrir meðgjöf. Og nú er svo komið að hér á landi hefur haugazt upp eitt mikið smjörfjall, sem enginn virðist vita hvað á að géra 'við, því kaupandi fyrirfinnst enginn. Einu sinni þurftu íslendingar ekki að vera í vandræðum með sitt smjör. Þá átum við allt okk ar smjör og meira til, og er okk ur því hér nýr vandi á herðum En enjginn skyldi samt ráða laus deyja, og ef þjóðin tekur höndum saman verður henni áreið anlega ekkii skotaskuld úr þvi að koma smjörfjallinu fyrir katt arnef. Einfaldasta leiðin, sem til er í "þessum efnum ||J sjálfsagt sú að skikka þjóðina til að éta meira smjör og hætta um leið öðru feit metisáti sem veitir landbúnaðin um ekki minnstá stuðning. Fyjrir nokkram árum var smjör skammt að og menn urðu að skila mið um til að fá keypt smjör á við ráðanlegu ve'rði. Nú er ekki anriað en að deila smjörfjallinu niður á landsfólkið og 'ajkikka hvern mann til að éta það sem kemur í hans hlut. Yrðu þá væntanlega gefnir út nýir smjörmiðar um hver áramót að viðlagðri hegn- ingu og sýna þannig, að þeir hafi lagt fram sinn skerf í baráttunni við isnrjörfjaUið. Sjálfsagt væri líka að skylda veitingahúsin til að hafa smjörlagið á hverri brauð sneið af ákveðinni þykkt að við lagðri réfsingu að lögum, ef út af væri brugðið. Þá ætti ríkið auk þess að dreifa ókeypis matreiðslu bókum, þar sem væru uppskrift ir að smjörfrekum réttum. Til eru réttir eins og smjörgrautur og smjörkaka, og þótt vafalaust megi búa þá til án þess að nota svo mik ið sem smjörklípu, þá er engin ástæða til að láta fólk komast margt er að athuga í þessu sam bandi. Sjálffagt er til dæmis og upp með slíkt. Árásin á smJQrfjallið verður að sjálfsögðu að vera þrautskipu Margt er að athuga í þessu sam bandi. Sjálfsagt er til dæmis og lögð og er rétt að nefnd verði skipuð til að annast alla skipulagn ingu og samband við blöð og út varp. Vel væri til fallið, að í upp hafi herferðarinnar gegn smjör fjallinu léti nefndin taka mynd af sér á smjörfjallstindinum, og gæti hún til dæmis haft einhvern ráð herrann með sér. Eins mætti taka mynd af nefndarmönnum á fundi í einhvérju frystihúsinu, þar sem þeir allir sætu á smjörkössum og borðuðu smjörkökur. Þetta gæti vafalaust orðið fyrsta flok^ks for -r spaug Ég- hef verið í spilatímum í næstum þrju ár og nú ætla ég að leyfa ykkur að heyra hve lítið maður fær fyrir penihgana nú á tímum. i eðlilegt, |að verðlauna þá fjöl síðumynd fyrir dagblöðin. skyldu íslenzka, sem mest-. borð aði á einu ári vísindalega útreikn að og niðurdeilt á hvern fjöl skyldumeðlim. Þetta gæti einnig gefið tilefni til góðrar blaðamynd ar, það er að segja ef fjölskyld an rúmast á einni mynd. Þá er rétt að minna á eina leið Lækka mætti vetð á smjöri til að freista þess að auka neyzlu innanlands. Þættu það vafalust talsverð tíðindi ef smjörverð lækk aði. En þessi Ieið er víst álíka vei fær og Þorskafjarðarheiði venju lega er um þorrann, og að smjör verð hafi lækkað, ja, slíks eru víst engin dæmi í allri- íslands sögunni og væri ekki rétt að fara að byrja nú á slíkri ósvinnu. Nei, smjörfjallið stendur enni óklifið, og enginn ræðst til at lögu við það. Þjóð sem gefur háíB í sjö milljónir í herferð gegn hungri, getur ekki látið það um sig spyrjast að hún ráði ekki við eitt lítið smjörfjall, sem öllum virðist þó ofviða þessa stundina. o<x>o<><><><><><><><><x><>c •OOOOOOOOOOOOOOOi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.