Alþýðublaðið - 12.12.1965, Síða 7
□JÆ
o
'Ozz/
lagt út í orðum
Nytsamasta jólagjöfin er
Luxo Iampinn
Tvegg-.ja ára ábyrgð.
Varist eftirlíldngar.
Munið Luxo 1001
Óskar Aðalsteinn:
BREYSKAR ÁSTIR
Skáldsaga vestan úr fjörðum
Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1965. 213 bls.
BREYSKAR ÁSTIR er haglega
gerð og hressileg saga, segir
fyrstra orða í kynningu forlags-
ins á bókarkápu Óskars Aðal-
.steins. Aldrei slíku vant má
þetta til sanns vegar færa þó.
heiti sögunnar -sé að vísu æði
hjákátlegt. Þetta er gamansaga,
gamantilraun öllu heldur, um
grafalvarlegt efni, sögð í samfelld
um en dálítið-tilbreytingárlausum
hálfkæringstóni. Og Breyskar
ástir er á sinn hátt ekkert ó-
hressileg saga.
Sagan gerist í afdal vestur á
fjörðum sem er að leggjast í
auðn. Ungur maður tekur sig
upp úr firðinum handan heiðar
með konu og börnum, flyzt á
eyðikot í dalnum og fer að búa.
En barátta hans er til einskis;
það tjáir engum að erfiða móti
straumi tímans. Hann missir
börnin sín frá sér, sum flytja
stálpuð í uppganginn í firðinum,
sum týnast, sum deyja nýfædd
eða ófædd. Dalurinn tæmist að
íólki. Síðast eru ekki eftir nema
þau hjónin í kotinu og einn úti-
legumaður. Eftir tuttugu ára erf-
iði í dalnum á bóndinn ekki ann-
ars úrkosta en flytjást aftur í
fjörðinn. Honum lánast að kom-
ast yfir hús í þorpinu út á jörð-
ina; það eru sömu kaup og hann
gerði í upphafi sögunnar. Og þar
með er sagan komin í kring —
með dálitið spélegum eftirmála.
Þegar dalurinn er endanlega far-
inn í auðn er semsé stofnað átt-
hagafélag dalbúanna suður í höf-
uðstaðnum.
falda útlitslýsing. Slíkt fólk
bregzt ekki hvert við öðru né at-
vikum sögunnar svo að veki á-
huga og endist ekki til að halda
uppi heilli skáldsögu. Enda verð-
ur sagan furðulega kyrrstæð og
tilbreytingarlaus, tímalaus þótt
hún taki yfir langan tíma, mann-
íaiis þó svo margir komi við sögu. |
Það væri tómt mál að tala um háð
ieða ádeilu í þessari sögu þó
fjallað sé um tilfinninga- og
deilumál, því síður alvarlega
samfélagslýsing. Og því miður
bregzt hún einnig sem skemmtr-
saga þó sýnilega starfi höfundur
að henni með umtalsvérðri hag-
vii'kni. „Lífið er ekki til að leggja
það út í orðum.” Satt er það.
Engu að síður er það einmitt þetta
Óskar Affalsteinn
sem hver einn höfundur tekur sér >
fyrir hendur, hver með sínu lagi. ;
Útlegging Óskars Aðalsteins
reynist ekki áhugaverð.
Prentvillur eru í bókinni og
línubrengl á einum stað. — ÓJ.
heiðinni
Tvímælalaust er þetta söguefni
Og Óskar Aðalsteinn fer óvana-
lega og ekki óhaglega með það.
Sízt af öllu fæst hann við að
Alþýðublaðið
Björn Bjarman:
í HEIÐINNI
Heimskringla, Reykjavík 1965.
103 bls.
í FYRSTU bók Björns Bjarmans
eru söguþættir af Vellinum, auma
blettinum í íslenzku þjóðlífi, —
smánarblettinum mundu sumir
segja. Björn fjallar að vísu ekki
um Keflavíkurflugvöll sjálfan,
herstöðina sem slíka. En hún er
baksýn þeirra svipmynda sem
hann dregur af uppflosnuðu fólki,
mannlífi í skjóli og skugga
hersins. Þær eru æði sundurleit-
ar. Hér er fitjað upp á skop-
sögum, ekki óefnilegum, til að
mynda Að eiga skáld. Hér er reynt
til við spott og ádeilu. Árekstrar,
yngsta og síðasta sagan í bókinni
er meinhæðin lýsing íslenzkrar
þjónustulundar undir herinn; þar
er ádeilubroddurinn berastur. Ell-
egar finnur Björn Bjarman gagn-
rýni sinni slungnara form; hún er
fólgin í sjálfri lýsingu hins of-
vaxna hverfis á nesinu og þess
volaða lýðs sem byggir það. Hag-
lega er að þessu farið í Fjárhættu
spili, Brottrekstri, Smalamennsku
á heiðinni þar sem ein einasta
setning að sögulokum birtir full-
komna andstæðu þess mannlífs
sem sögurnar lýsa, hvelfir yfir
því heiðan himin:
„Það hafði rignt um morgun-
inn, en er ég kom út var sól hátt
á lofti og langt í norðri hillti
undir jökulinn þar sem liann
sigldi með reisn í tibránni, laus
við landið, og jaðrar hans runnu
í eitt við hvítbláma himinsins.”
Hreinleiki þessarar skynjunar er
annað skautið í frásögn Björns,
öndvert sjálfri lýsingu Vallarins;
sú sársaukakennd sem sögurnar
Björn Bjarman
miðla með yfirlætislausum hætti
einlægnislegri en mörg stórorð
ádeilan.
Það er mjög misjafnt sögusnið
á þáttunum í bókinni en enginn-
þeirra 'er verulega heilsteyþtur,
minnisverð saga sjálfrar sín einn-
ar vegna. I-Iinir beztu þeirra miðla
samanlagðir trúlegri lýsingu fólks
á villustigum í lífi sínu og hið
innra með sjálfu sér. Auðsæilegá
er sá persónulegi skipreiki, sú
kennd uppgjafar, sektar, örvænt
ingar sem í þrælakistunni lýsir
sameiginleg sögufólkinu öllu. í
þeirri sögu færist Björn Bjarman
einna mest í fang þótt hún tak-
ist til engrar hlítar. En með
þeirri könnun og umræðu óverð-
ugs lífs sem hafin er í þeSsari
bók fitjar Björn Bjarman upp á
efnivið sem kann að endast til
veigameiri verka. '
Bókin ér snyrtilega gerð nema
kápumynd í pop-stíl óþarflega
klúðruð. — ÓJ.
segja neina beina harmsögu; —
bóndi hans í sögunni, Jónatan, er
alls enginn harmkvælamaður.
Þvert á móti. Hann tekur lífi
sínu með léttri lund eins og það
kemur fyrir; honum er sú list
lagin að bera efri lilut í flestum
skiptum og það þótt hann fari
halloka. Hann elskar jörðina
sína, kindurnar sínar og kúna
sína, konuna sína, og konur ná-
unga síns, og börnin sín. En hann
leggur -ekki út af lífi sínu, hann
lifir því, hlítir möglunarláust ó-
hagganlegum rökum þess. Allur
andi sögunnar mótast af þessari
mannlýsing. Og það grynnkar
hvergi til neinna muna á alvöru
söguatvikanna undir hálfkærings-
legri gamansemi söguháttarins.
En það er meginljóður á ráði
þessarar sögu að höfundur virðist
ætla að Jónatan sinn sé miklu
skemmtilegri mannlýsing .en raun
ber vitni í bókinni. Af þeirri
skoðun leiðir lángdregin drýgindi
í frásögninni sem verða heldur
en ekki þreytandi þegar frá líð-
ur; gamansemi Óskars Aðalsteins
er því miður aldrei verulega gam-
ansöm, né þá alvara hans alvar-
leg heldur; allt hafnar í tómum
hálfkæringi. Enda er persónu-
sköpun í sögunni, Jónatans og
annarra, með allra einfaldasta
móti; sögufólkið er dregið upp
einum drætti eða tvéimur og
helzt óbréytt í þeirri mynd síð-
an. Þannig er Jónatan sjálfur
öldungis. óbreyttur alla söguna en
sterkasta auðkenni hans er ein-
hvers konar frjósemisdýrkun; —
hann tekúr sömu tökum á kven-
fólki og kindunum sínum — og
Þær umla í örmum lians. Fólkið
sem kringum hann stendur tekur
allt lit af þessari mannlýsing,
öllu lýst af sömu einhæfni, stað-
næmzt' við ,kæki, látbragð, ein-
óskar að ráða blaðburðarbörn í eftirtalin
hverfi:
Miðbæ
Laugaveg, neðri
Hverfisgötu, efri
Kleppsholt
Hverfisgötu, neðri
Laufásveg
Lindargötu
Laugaveg efri.
Stórholt
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. des. 1965 J
aio/uauot^iA wí 11 %