Alþýðublaðið - 12.12.1965, Síða 8
I
»
FLAUELSKJÓLAR
FYRIR TELPUR
■
víl’
Éimm
\ - - A -
'■'■'■■V .-1
. ;
1 ■'/
, tr*.
lÍÉÍ
' '
mmmwmáfSi
4
Telpan á myndinni er í flauel-
iskjól með kraga og uppslögum
úr hvítri blúndu. Kjóllinn er úr
svörtu flaueli, en það segir Marc
Bohan, tízkumeistari í París, að
sé litur litlu stúlknanna núna —
jafnt sem þeirra stóru. En hvað
sem Marc Bohan segir, þá er
kjóllinn ennþá fallegri i rauðu
eða bláu flaueli, sérstaklega, ef
um jólakjól er að ræða. Við flau-
elskjólinn notar telpan ísaumaða
sokka og svarta lakkskó — með
spennum.
Um stofur
og fleira
í FLESTUM nýjum húsum eru
setustofa og borðstofa sameinaðar
í einni mjög stórri stofu, og veit-
ir það ; oft meira rými en tvö
minni herbergi. Vandamálið er
þó, hvernig á að koma öllum
nauðsynlegum húsgögnum smekk
lega fyrir í einu herbergi og samt
hafa nóg pláss.
Og hvernig á svo stofan að
vera? Hún á að vera smekklega
búin húsgögnum, þægileg sem í-
verustaður fyrir heimilisfólkið
og í henni þarf að vera einn
þægilegur hægindastóll fyrir
hvern fjölskyldumeðlim. Stofan
má þó ekki vera svo yfirfull af
húsgögnum, að ekki sé hægt að
ganga um eða setjast niður án
þess að hafa það á tilfinriing-
Framhald á 10. síðu.
Og hér koma jólaskreytírigar,'
sem sérstaklega eru ætlþðar
börnum að útbúa. Ef að tiljeru
gamlir plastic-tappar á heimilinu;
t. d. af shampoo-glösum eða af
öðru, þá er hægt að búa til úr
þeim skreytingar eins og sjást á
myndinni. Fyllið tapp'ana ;með
leir. Síðan er stungið ofan í
leirinn • smágrenigreinum > eða
furuköngium, og eru þá kpmin
lítil jólatré, sem má skreyta
með glitkornum til dæmis. Það
má skreyta þessa litlu „blóma-
Pótta” á margan hátt, og vafa-
laust gera börnin það hvert eftir
sínum smekk og finna upp enri
fleiri skreytingarmöguleika' en
hér hafa veríð nefndir. |
í
Snjókarlinn á myndinni er jóla-
legur, og það er auðvelt að búa
hann til. Bezt er að nota í hann
hvitt frotté-efni, einnig er gott
að nota hvítt filt-efni. Sniðið fylg-
ir hér með og bæði má hafa snjó-
karlinn i sömu stærð og sniðið
er, einnig má stækka sniðið, það
er þá allt stækkað jafnt. Á höf-
uðið á snjókarlinum er svo búinn
til lítill hattur og trefill úr filt-
efni settur um hálsinn á honum.
Síðast eru svo búnir til tveir
dúskar og lítill sópur. Fyrir sóp
má nota t. d. litla trjágrein: Með
svörtu garni eru svo saumuð augu
og nef á snjókarlinn og munnur
með rauðu garni.
mm
■v ' ■■■•■.;:, ■ ■
.7- : 77
■■; f
774 7.7:
.
7 f
iýt 8 U- cJM- 1965.. f:. ALÞÝÐUBLAÐIÐ