Alþýðublaðið - 14.12.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.12.1965, Blaðsíða 9
Gísli Jónsson, rafveitustjóri: Er verðjöfnun á rafmagni lausnin? I NIÐURLAGI leiðara Alþýðu- blaðsins sl. sunnudag kom fram sú mikla fullyrðing, að fjárhagsvand ræði rafmagnsveitna ríkisins og hóraðsrafmagnsveitna ríkisins verði ekki leyst a annan hátt en þann, sem framlagt frumvarp um sama efni felur í sér. Samkvæmt frumvarpinu eiga rafmagnsnotend ur að greiða 35miIIj. króna, ekki aðeins árið 1966, eins og skilja má á leiðara Morgunblaðsins sl. sunnudag, heldur árlega um ókom inn tíma. Þegar slíkt frumvarp kemur fram, verður manni á að hugleiða hvort það sé óhjákvæmilegt að setja á slíkt verðjöfnunargjald, og ennfremuir hvort nauðsynlegt sé, að það sé svona hátt. í grein argerðinni með frumvarpinu eru alls ekki færð fram nægileg rök fyrir þessum þungu álögum á bæj arrafveitur og þeirra notendur né heldur fyrir upphæðinni. Áður en lengra er haldið tel ég rétt að ?kýra frá heitum umræddra ríkisstofnana, en um þau hefur gætt nokkurs misskilnings. Hér er um tvær stofnanir að ræða, sem skv. raforkulögum skulu reknar sem fjárhagslega sjálfstæð fyrir tæki með sérstöku reikningshaldi og undir yfirumsjón. þess ráð- hérra sem fer með raforkumál. Önnur stofnunin heitir Rafmagns veitur ríkisins, sem er firamleiðslu og heildsölufyrirtæki, og sem ým ist framleiðir eða kaupir raforku og dreifir henni og selur í heild- sölu til héraðsrafmagnsveitna ríkis ins og bæiarveitna. Hin stofnun in heitir héraðsrafmagnsveitur rík isins elr kaupir raforku af rafmagns veitum ríkisins og dreifir henni og selur í smá ölu, beint til hins almenna rafmagnsneytanda. Það sem eír sameiginlegt með bessum tveimur stofnunum er það, að skv. raforku'ögum skulu rafmagns veitur ríkisins annast rekstur hér aðsrafmagnsveitna ríkisins en bær skulu endurgreiða rafmagnsveitum ríkisins allan kostnað, sem þær hafa af stjórn og rekstri héraðsraf magnsveitnanna. Þegar það kom fram í greinar gorð með frumvá'pi til fjárlaga Ifyrir árið 1966 að létt verði af ríkRsjóði að greiða rekstrarhalla jríkisrafveitnanna en raforkuverð hækkað, sem þvií næmi. ritaði iSamband íslenzkra rafveitna raf orkumálaráðherra bréf og óskaði -upplýsinga um forsendur fyrir jhækkun rafmagnsverðsin® og nán mri tilhögun hækkunarinnár. Um 'beðnar upplýsingar fengust ekki len hins vegar boðaði ráðherra jstjórn SÍR. á sinn fund þann 6. jþ.m. og upplýsti að það yrði lagt Sfram frumvarp, sem gerði ráð -fyrir verðjöfnunargjaldi 190 kr. |á lcw og 1,5 aurum á kwst. og að frumvarpið væri í prentun. Þegar :svo frumvarpið var lagt frant á A1 þingi sl. föstudag, var verðjöfnun argjaldið komið upp í 200 kr. á kw og 2.0 aura á kw st. í greinargerðinni með frumvarp inu eru að mínum dómi alls ekki færð næg rök fyrir nauðsyn þess verðjöfnunargjalds, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, né held ur þeirri upphæð, 35 millj. kr. sem það á að nema svo Iengi sem lög in eru í gildi. í greinargerðinni er mjög villandi samanburður á kostn aði við dreifingu raforku í dreif býli annars vegar og þéttbýli hins vegar. Enginn efast um hinn mikla kostnað, sem rafvæðing- dreifbýlisins hefui í för með sér, en það hlýtur að vera skýlaus krafa þeirra alþingismanna, sem eiga að taka til meðf. frumvarp ið, að í greinargerðinni sé ekki verið með villandi tæknilegar upp lýsingar, sem þeir margir hverjir eiga erfitt með að dæma um. Samanburður á lengd háspennu ]>na rafmagnsveitna ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvírkjunarinnar gefur enga hugmynd um rekstraraðstæður. ' T.d. er verð pr. lengdareiningu í 132 bú und volta línu Sogsvirkj unarirmar margfalt hærra heldur en í háspennulínum rafmagns- veitna ríkisins. Varðandi samanb. á lengd háspennulinu héraðsraf maansveitna ríkisins og bæjar- veitna má geta þess, að sveita veita »amanstendur nær eingöngu af básnenniIíniTm, skúraspenni- stöðvum og heimtaugum, en til við bótar hjá bæiarveitu kemur allt láesnennukerfið. Ætla má, að greinargerð, með jafn mikilvægu frumvarní sem þessu, sé gerð af meiri nákvæmni en bað, að segja að tala spenni stöðva sé 10 til 20 sinnum meiri hjá hé "aðsrafmagnsveitum ríkis- ins heldur en þéttbýlisveitunum Enda þótt þessi samanburður væri nákvæmari mundi hann litlar upplýnngar veita í þessu máli, því i sveitaveitunum er mikill fjöldi lítilla stauraspcnni' töðva, en í þéttbýlissveitum eru spennistöðv arnar hlutfallslega færri en mun stærri og dýrari. Samkv. 8. gr. frumvarpsins eiga rafmagnsveitur ríkisins, þ.e. mót takandi verðjöfnunargjaldsins að hafa eftirlit með mælingum á gjaldskyldri raforkusölu í heildsölu. Ef athugaðir eru árs- reikningar rafmagnsveitna ríkis- ins fyrir árið 1964 og raforkusala þeir.-a til hinjia einstöku héraðs rafmagnsveitna ríkisins, þ.e. Ár ne'veitu Rangárvallaveitu o.s. frv. og hún borin saman við niðurstöð ur mælinga á orkusölu til þe^sara veitna, sem rafö’kumálastjóri hef ur birt í opinberri skýrslu, Orku málum, kemur í ljós, að mæling arnar hafa ekki verið lagðar til grimdvallar við skiptingu raforku sölunnar milli hinna einstöku veitna. Við nánári athugun hef ur komið í Ijós að ástæða hefur verið talin til að vantreysta þess um mælingum og ekki talið lengúr fært að leggja þær til grundvallar við skiptingu orkukaupa. Þess í stað hefur verið farið út í þá vafa sömu framkvæmd að skipta orku kaupum hinna einstöku héraðsraf veitna íríkisins i hlutfalli við heild arorkusölu þeirra í smásölu. Slik ráðstöfun verður að teljast óbein yfirlýfing um að tölur þær, sem raforkumálastjóri birtir í Orku- málum sem orkusölu rafmagns- veitna rikisins 1964 og án nokk urra athugasemda, sé markleysa. í 30 gr. raforkulaga segir, að bók haldi héraðsrafmagnsveitna ríkis ins skuli eftir því sem kostur er, hagað þannig, að það sýni stofn ko'tnað tekjur og gjöld veitnanna innan hverrar sýslu um sig. Er fyrr nefnd ákvörðun um raforkukaup einstakra héraðsrafmagnsveitna ríkisins í samræmi við 30. gr. raf- orkulaga? Nú eiga rafmagnsveitur ríkis ins, sem geta ekki mælt orkusölu sina til einstakra héraðsrafmagns veitná ríki'ins, að hafa eftirlit með •mælingu á aðDri raforkusölú í heildsölu. Væri ekki eðlilegra, ef verðjöfnuna'gjald reynist óhjá- kvæmilegt, að eftirlit með mæl ingu og innheimtu veirði fram kvæmd af óvilhöllum aáilum, t.d. nefnd, skipaðri fulltrúum bæði greiðenda og móttakanda verðjöfn unargaldsins. í áróðri fyriir auknum styrk til héraðsrafmagncveitna ríkisins hef ur því verið haldið á lofti, að þær annist dreifingu raforku í striálbýli. í árslok 1964 munu um 60% af notendum héraðsrafmagns veitna ríkisins hafa verið í þétt býli, þ.e. í kaup~töðum og kaup túnum og um 50% á veitukerfum sem sveitarfélög höfðu að meira eða minna leyti byggt upp og hér aðsrafmagnsveitur ríkisins yfirtek ið. Síðastliðin 10—15 ár hafa hér aðrafmagnsveitur ríkisins sótzt eftir að yfirtaka sem flestar bæj arrafveitur og lögðu þær t.d. und ir rig allar rafveitur á Austfjörð um að undanskyldum Reyðarfirði Það væri fróðlegt að láta fara fram könnun á því, hvort þessi sveitarfélög hefðu ekki fullan hug á að taka aftur við rekstri raf veitna sinna. Geta má þess að rúmlega helm ingur véitukerfis héraðsrafmagns veitna ríki ins er byggður upp fyir ir óendurkræf og vaxtalaus fram lög. í frumvarpinu er gert :ráð fyrir að í.drðjöfnunargjaldið komi á heildsöluna. Með því móti kem- ur söluskattur á verðjöfnunargjald ið, Útgjöld írafmagnsnotenda vegna verðiöfnunargjaldsinf.; verða því um 37,6 millj. kr. árlega, í stað 35 millj. kr. ef verðjöfnunargjald ið yrði sett á smásöluna. Þegar verið er að tala um að Framhald á 15. síðu ( / i 4 > 5 ) Ung stúlkai berst fyrír lífi ungs drengs I og ást sinni \ ^feálíjolt ijf. ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. des. 1965 Q Ást spenna giæpur j i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.