Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 3
ERUÐ ÞÉR AÐ BYGGJA? ERUÐ ÞÉR AÐ BREYTA? NÚ LÍKA Á ÍSLANDI! Leitarstjórar skoða landakort á sal í Mermtaskól anum, þar sem þeir höfðu aðsetur sitt. (Mynd: JV) Víðtæk leit aö týndri konu Reykjavík — ÓTJ. Á FJÓRÐA hundraS manns leit- uðu í gærdacj að þrjátiu og níu ára gamalli konu, sem hvarf að heiman frá sér um hálf þrjii léytið á þriðjudaginn. Hjálpar- sveitir skáta í Reykjavík og Hafn- arjirði og Slysavarnadeildin Ing- ólfur hófu leit strax í fyrrakvöld, og leituðu langt fram á kvold. Talið er að konan hafi tekið leigubíl heiman að frá sér, af Háaleitisbraut og farið út á Sel- tjarnarnes. Síðar er talið að liún hafi farið með leigubíl frá Grand- anum upp í Hlíðar, og enn síðar að hún hafi sést á gangi við Reykjanesbraut á móts við Eski- hlíð, þá á suðurleið. Hjálparsveit- in úr Hafnarfirði fór með spor- hund út á Seltjarnarnesið, og virtist sem hann gæti fylgt slóð liennar um fjörur þar, en missti liana þegar komið var upp á Eiðs granda, en þaðan er talið að hún hafi tekið leigubílinn. Fréttamenn Alþýðublaðsins heimsóttu sal Menntaskólans í Bókauppboð í Þjóöleikhúskj. BÓKAUPPBOÐ Sigurðar Bene- diktssonar fer fram í Þjóðleik- liúskjallaranum í dag og hefst kl. fimm eftir hádegi. Alls eru 117 númer á uppboðsskrá og eru þar á meðal margar og fágætar bæk- ur og tímarit. Meðal bóka og tímarita sem boðin verða upp, er þetta: Söngvar og kvæði Jóns Ól- afssonar, prentuð á Eskifirði 1877. 16 árgangar Dýrávinarins. fslandiea 1—30. Skýringar við fornyrði lögbókar eftir Pál Vída- lín. Óðinn, verkið allt. Angantýr og Hjálmar eí'tir Magnús Hj. Magnússon. Ævisaga Jóns Þor- Helssonar. Ævisaga Jóns Indíafara í útgáfu Sigfúsar Blöndal o. fl. Bækurnar verða til sýnis í Þjóð- ljeikhuskjallaranum til kl. 4 í dag. gærdag, en þaðan var leitinni stjórnað. Guðmundur Hermanns- son löigregluvarðstj. isagði, að þessa stundina væru leitarsvæðin tíu, og vandlega farið um þau öll. — Rektor Menntaskólans gaf frí í nokkrum bekkjum og tók stór hóp ur nemenda þátt í leitinni. — Al- þýðublaðið hafði aftur samband við Guðmund um hálf átta leytið í gærkvöidi, og liafði þá enn ekk- ert til konunnar spurzt. Þá hafði verið auglýst eftir sjálfboðalið-1 um sem var óðum að drífa að, og einnig voru send skilaboð í gegnum útvarpið til fólks. þar sem það var beðið að svipast um í kringum hús sín. Sem fyrr segir er kona þessi 39 ára gömul, meðalhá, 1.66, og ljóshærð. Hún er þýzk að ætt- erni og talar með erlendum hreim. Þegar hún fór að heiman var hún klædd dökkblárri kápu, með svarta loðhúfu og í uppháum stíg vélum með mjóum hæl. Má ■ i vegna Thaledomide-barna Stokkhólmi, 15. desember. (Nth.). — í DAG hófust í Söd- ertalje suður af Stokkhólmi fyrstu réttarhöldin vegna Thalidomide- lyfsins, hins róandi lyfs sem sænska fyrirtækið Astra setti á markaðinn fyrir sex árum og vald- ið hefur því, að mörg börn hafa fæðzt vansköpuð. Félag til vernd- ar börnum, sem fæðzt hafa van- sköpuð vegna Thalidomide-lyfsins, hefur hnfðað mál gegn Astra, og þegar málið var tekið fyrir i dag spnrði lögfræðingur félagsins fuUtrúa Astra að því, hvort þeir hefðu gert nægilegar varúðarráð- stafanir áður en þeir settu lyfið i markaðinn. Dómstóllinn í Södertalje á- kvað að fresta meðferð málsins þar til í marz og fyrir þann tíma á Astra að svara áðurnefndri spurningu. Félagið til verndar Thalido- mide-börnunum hefur 95 meðlimi. Málið er höfðað fyrir hönd fjög- Urra ára drengs frá Nyköbing, — Rolf Lager — að nafni, sem hafði engar (hendur eða fætur, þegar hann fæddist. Hér er um prófmál að ræða og er skaðabóta krafizt af Astra en engin upphæð til- greind. Þetta er fyrsta skaðabóta krafan í Thalidomide-málinu og ef dómstóllinn fellst á skaðabóta- kröfuna má búast við, því að fleiri skaðabótamál verði höfðuð á hend ur Astra og margra milljóna kr. verði krafizt af fyrirtækinu. TÍZKUELDHÚS ÚR STÁLI OG HARÐPLASTI Útvegum með stuttum fyrirvara eftir máli TX 64 eldhúsinnréttingar, TX 64 á varla sinn líka um stílfegurð og hugkvæmni: Vestur-þýzk gæðá- vara. Gerið samanhurð á verði. Fyrsta sending uppseld. HÚS OG SKIP sf. LAUGAVEGI 11 SÍMI 2 1515 INNBYGGÐIR SKÁPAR ÚR TEAK OG EIK Útvegum eftir máli frá Danmörku með stuttum fyrirvara. Ótrúlega lágt verð. Fyrsta sending uppseld. HÚS OG SKIP sf. LAUGAVEGI 11 SÍMI 2 1515 KARL OG KONA DRUKKNAIHÖFNINNI Re ykjavík. ÓTJ. KARLMAÐUR og kona drukkn- uðu í höfninni í fyrtinótt og gær- morgun. Karlmaðurinn var gest- ur í togaranum Agli Skallagríms- syni sem lá við Faxagarð. Þegar hqnn var að fara í land, skrikaði honum fótur og hann féll í sjó- inn. Bjarghring var fleygt til hans og einhverjir skipverjanna fleygðu sér til sunds eftir honum — en tókst ekki að ná honum. Andri , Heiðberg froskmaður kafaði eftir líkinu í morgun, og fann það eftir stutta leit. Nafn mannsins var Steinar Guðmunds- son, og hann var til heimilis að Hamraenda í Dölum. Konan hvarf að heiman frá sér snemma í gærmorgun. Hún var á sjötugs aldri, átti við vanheilsu að stríða og bjóst við að fa: a á sjúkrahús síðar um daginn. íétt eftir kl. 9 í morgun var hr ingt frá Fiskifélagshúsinu, og tilk; að konulík væri í sjónum fyrir framan. Reyndist það af fyrrnefndri konu. nnt þar Vejra ALÞYÐUBLAÐIÐ - 16. des. 1965 3 ■L'\. -\ ' . ;1 GULLMEDALÍUELDHÚSIÐ Höfum hafið innflutning á hinum heimsfrægu ESTO eldhúsum, sem er dönsk gæðavara. Af- greiðum eftir máli. — Oregon pine, harðplast, teak. Leitið upplýsinga. Sendum hvert á land sem er. Fyrsta sending uppseld HÚS OG SKIP sf. LAUGAVEGI 11 SÍMI 2 1515

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.