Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 8
8 16. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bratteli rifjar upp ár sín í fangabúðum FORMAÐUR norska verkamanna- flokksins og leiðlogi hans á þingi, Trygve Bratteli mætti nýlega sem vitni í stríðsglæparéttarhöldum í Heehingen í Vestur-Þýzkalandi, en hann sat í fangabúðum nazista á stríðsárunum eins og svo margir aðrir kunnir landar hans. I réttarhöldunum greindí Bratt- eli í fyrsta sinn frá því, hvernig félagar hans í fangabúðunum björg uðu lífi hans. Bratteli var álitinn dauður og var honum fleygt á bíl, sem ók burt með lík fanga úr fangabúðunum, en einn af félög- um Bratteli sá að hann var á lífi og tókst að bjarga honum. Sam- fangar Brattelis hafa þagað yfir þessu í öll þessi ár, og sjálfur vill Bratteli sem minnst um þetta segja. Hinir ákærðu í réttarhöldunum voru SS-menn, sem báru höfuðá- byrgðina á stjórn fangabúðanna í Dautmergen, þar sem Bratteli var hafður í haldi. Ég veit ekki hvers vegna þetta mál er ekki tekið fyrri en nú, segir Bratteli 1 viðtali við „Arbeidarblaðið“, en ég veit að aðalsakborningurinn hefur áður mætt fyrir rétti og verið látinn svara til saka fyrir stjórn sína á öðrum stríðsfanga- búðum, og að því er ég veit bezt hefur hann tvívegis verið dæmd- ur í ævilangt fangelsi. ★ UNGIR ÁHORFENDUR Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúma sex mánuði, heldur Bratteli áfram, og kvödd hafa Verið vitni svo að segja hvaðanæva að úr heiminum. Dómararnir hafa einn- ig dvalizt í Bandaríkjunum og Kanada og yfirheyrt nokkur vitni. Það er að sjálfsögðu mjög for- vitnilegt að mæta fyrir þýzkum rétti nú eftir að hafa kynnzt stjórn Þjóðverja á fangabúðunum, en um það snýst málið. Allt fór mjög lýtalaust, rólega og mér liggur við að segja elskulega fram. Þetta átti bæði við dómara, sækjanda og verjendur. Það var annars mjög forvitni- legt að sjá heilan bekk 16 ára pilta sitja á áhorfendabekkjunum og fylgjast með réttarhöldunum einn dag þeirra ásamt kennara sínum Fjórir norskir vinir mínir úr búðunum hafa borið vitni í málinu. 2000 LETU LIFJÐ — Það sem rétturinn hefur eink- um áhuga á eru beinir glæpir, sem beinlínis er hægt .að saka einn eða fleiri hinna ákærðu um. En bæði þar sem rúmlega 20 ár eru liðin síðan þetta gerðist og vegna þess hvernig háttað var í fanga- búðunum er mjög erfitt fyrir vitn- in nú að segja frá hreinum mis- þyrmingum af hálfu ákveðinna persóna. um hafði verið komið upp til bráðabirgða. Smám saman bættust fleiri fangar í hópinn. Búðirnar voru aðeins reknar í hálft annað ár. Samkvæmt tölum þeim, sem gefnar hafa verið upp, meðal ann- ars á minnismerkí því, sem hefur verið reist, tortímdust um það bil 2000 manns í búðunum. Sennilega KASTLJÓS Bratteli Iétust fáir í einni svipan af völd- um beinna misþyrminga og fáir voru beinlínis skotnir til bana. Það sem raunverulega gerðist var að allur aðbúnaðurinn varð flest- um að oíurliði á örfáum vikum — hungur, erfiðisvinna, skortur á klæðum og skófatnaði og — til þess að bæta gráu ofan á svart — hroðalegar misþyrmingar á hverj- um degi. — í Dautmergen voru um 2000 fangar hluta sumars 1944. Búðun — Flestir Norðmennirnir dvöld- ust í þessum fangabúðum í rúma tvo mánuði. Nokkrir voru fluttir aftur til Daehau og alls voru 29 fangar fluttir til Veihingen. Af þeim tíu, sem urðu eftir- í Daut- mergen, voru þrír á lífi sumarið 1945 og tveir þeirra komu aftur til Noregs. Sjálfur var ég sendur í nóvemberlok 1944 frá Dautmerg- en til Veihingen. Ég sagði frá því í réttarhöldunum, að Dautmergen hefðu verið verstu fangabúðirn- ar, sem ég dvaldist í í Þýzkalandi. Sakborningarnir fjórir eru ákærð- ir fyrir aðbúnaðinn í þessum fanga búðum. ★ ÞRJU BÆNDABYLI — Hechingen er kippkorn frá þeim stað þar sem fangabúðirnar voru, og oft hafa slíkir staðir að- dráttarafl og maður vill sjá þá aftur. Við ókum þangað, én þar var ekkert að sjá. Búðirnar voru horfnar og á svipuðum slóðum hafa verið reist þrjú stór bænda- býli. — Skammt þar frá hefur verið reist minnismerki um þá fanga frá mörgum löndum sem komust ekki lifandi úr fangabúðunum. — Við ókum áfram eftir vegin- um, sem við gengum um kvölds og morgna til og frá vinnustað. Veg- urinn lá í gegnum smáþorp, Daut- mergen, sem fangabúðirnar draga nafn sitt af, og eru þorpsbúar lítt hrifnir af því. Fyrir mig var það merkileg reynsla að sjá á ný þetta þorp, sem hefur yfirleitt ekkert breytzt — já manni fannst að það væru sömu gæsirnar, sem syntu á litlu ánni, sem rennur í gegnum þorpið, og fyrir meira en tuttugu árum .... ★ ENGIN OLIA — Á vinnustaðnum höfðu öll umméiki líka verið afmáð, öll mannyirkin sem kostuðu okkur svo mikið erfiði, voru horfin. Þetta voru iíika nokkuð sérstakar búðir, sem Við vorum sendir í. Fangarnir voru iánaðir Todt-samtökunum. í lok stríðsins gerði gífurlegur olíu- skortur vart við sig hjá Þjóðverj- um. Á þessu svæði voru þakhellu- búðir og ákveðið var að vinna olíu úr flöguleirnum. En mann- virkjagerðinni var aldrei lokið og Þjóðverjar fengu enga olíu — livorki þá né síðar. — Ég skrifaði ekkert niður í fangabúðunum. Aftur á móti skrif- aði ég það sem ég mundi í júní 1945 og þessa ritgerð hef ég nú dregið fram en ég notaði hana ekki í réttarhöldunum, segir Trygve Bratteli. PRAKKARARN OG MORITZ 10 Hin myndskreytta saga um um tvo litla myndasöguprakkar ,,Max og Moritz" hefur komíð a. Hann tók ekki einu sinni út á 30 tungumálum. Wilhelm Busch, höfundur Max og Moritz seldi myndskreytta sögu sína um prakkararía tvo fyrir 100 árum og fékk aðeins 1000 ríkis dali fyrir hana. Kaspar Braun, fyrsti útgefandinn gerði upp úr handritinu bók fyrir bö'rn á öllum aldri, en sú bók náði geysi vinsældum um allan heim Og eins og áður segir, hefur hún verið gefin út á 30 tungu málum, meira að segja á latínu og esperantó. Höfundurinn hagnaðist ekki á öllum þeim peningum, sem streymdu til út gefandans fyirir fyrstu söguna við ávísun fyrir 20 þús. gull- mörk, sem útgefandinn sendi honum á afmælinu hans þegar hann varð sjötugur. Franski rithöfundurinn Cart eret lý ti Wilhelm Busch þann ig í bók sinni um þýzka skop list, að liann væri konungur skoplistarinnar. Og Aréne A1 esandré, þekktur listagagnrýn andi í París lýrti þessum þýzka „humorista" þannig: „Wilhelm Busch var einn sá skophittnasti maður, sem uppi hefur verið. Með einu afká”alegu blýants- rfiki skapaði hann ógleyman legar sannar manngerðir, þar Úr bókinni um Max og Moritz. Prakkaramir tveir eru að stela steiktu kjúkling-unum af pönnu gömlu ekkjunnar, eftir a3 þeir höfðu áður kæft alla kjúMingana hennar með því að gefa þeim brauðbita, sem bundnir voru við þráð. Hreinsun á bakar Hjá sænsku rannsóknarstofnun inni hafa farið fram rannsóknir á mismunandi hreinsiefnum fyrir bakaraofna. Rannsóknin leiddi í ljós að flest ofnhreinsiefni eru ætandi (et- sende) og þess vegna hættulegt að nota þau. Að vísu birtir fram leiðandinn einhverja viðvörun á meðfylgjandi leiðarvísum, t.d. lífs- hættulegt er að borða hreinsiefn- ið, notið gúmmíhanzka, þegar þér gerið ofninn hreinan, látið ekki ræstiefnið koma á fatnað yðar eða á málaða fleti eða á gólfdúkinn og svo framvegis. En það er ekki alltaf auðvelt fyrir húsmæður að vera nógu varkárar, þegar þær krjúpa á kné fyrir framan ofninn í óþægi legri vinnuaðstöðu. Það getur t.d. komið fyrir, að eitthvað af hreinsi- efninu fari í augun eða niður á gólfið og skemmi gólfdúkinn o. s.frv. Er ástæða til að nota svo hættu- leg efni á heimilum? í því skyni voru 10 mismunandi' ofnahreinsi- efni rannsökuð. Flest þeirra voru mjög ætandi og sum þeirra skemmdu meira að segja glerung- inn í ofninum. Ekkert efnanna hreinsaði ofninn, að nokkru ráði, betur en grænsápa, en mörg þeirra hreinsuðu mun verr. Grænsápa er ekki ætandi og þar að auki ódýr. Að visu er mjög mis- munandi verð íá hinum ýmsu hreinsiefnum, en þess skal getið að hjá Svíum kostaði það 28 sinn um meira að gera ofninn hreinan með dýrasta hreinsiefninu en með grænsápu. Eini ókosturinn við grænsápuna er, að sápulykt kem- ur úr ofninum, en lyktin hvérfur, þegar ofninn er hitaður. Eftirfarandi aðferð er bezt, þeg- ar grænsápa er notuð til að hreinsa hainaraofna. Strjúkið sáp. unni um allan ofninn að innan- verðu með svampi eða þessháttar. Lo'kið s!ðan ofninum, stitlið Mta> stillinn á 100—125° og látið ofn- inn hitna þar til loft bólur koma á sápuna. Slökkvið á ofninum og lát ið hann kólna, og þvoið síðan sáp- una vand’ega burtu með vatni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.