Alþýðublaðið - 23.12.1965, Page 11
Pólverjar sigruðu
Frakka í handbolta
A myndinni eru nokkrir af leikmönnum Kentucky.
Kentucky sigraði
Urval KKl 75:59
ÍSLENDINGAR SÝNDU
GÓÐAN LEIK Á KÖFLUM
Háskólaliðið frá Kentucky sigr-
aði úrvalslið körfuknattleikssam-
bands íslands í íþróttahöllinni í
gærkvöldi með 75 stigum gegn 59.
Staðan í hléi var 35:24. Yfirburð-
ir Bandaríkjamanna voru mun
meiri en úrslitin gefa til kynna, en
Campell — beztur
á köflum sýndu landarnir þó góð
tilþrif.
Það voru ekki liðnar margar sek-
úndur af leiknum þegar hinn há-
vaxni Campell hafði skorað tví-
vegis og hann var sá af Kentucky
mönnunum, sem vakti mesta
athygli í gærkvöldi. Lengi vel
munaði aðeins 4 til 6 stigum, en
í lok hálfleiksins, sem var leikinn
rólega breikkaði bilið töluvert og
staðan var þá 35:24 eins og fyrr
segir.
Heldur meira líf færðist í leik-
inn eftir hlé og um tíma var mun-
urinn orðinn 20 stig, en landarnir
sóttu sig í lokin og þá munaði 16
stigum.
LIÐIN:
Það var mjög áberandi hvað
Bandaríkjamenn voru mýkri í
öllum hreyfingum, svo að ekki sé
talað um öryggi í skotum, bæði
af löngu færi og stuttu. Beztur í
liði Kentucky var Campell, en
Theard og Batiste voru einnig góð-
ir. Reyndar sýndu allir bandarísku
leikmennirnir góðan leik miðað
við það sem við erum vaniir.
Þorsteinn Hallgrímsson var bezt
ur í liði íslands og þó hefur hann
oft verið betri. Kolbeinn, Birgir
og Agnar Friðriksson sýndu einn-
ig góð tilþrif. í heild verður að
| segja, að íslenzka liðið hafi slopp-
ið vel frá leiknum, þar sem hér
er um mjög gott lið að ræða. Ým-
islegt þarf þó að lagfæra fyrir Ieik
inn við Pólverja eftir óramótin,
en þeir eru mjög sterkir. Áhorf-
endur voru um 800, sem er met
á körfuknattleik.
Dómarinn Guðmundur Þor-
steinsson og Guðjón Magnússon
stóðu sig ágætlega.
Eins og kunnugt er leika Pólverj
ar í riðli með íslandi í undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar
í handknattleik karla. Af þeim
orsökum fvlgjumst við vel með
Pólska landsliðinu og leikjum
þess.
Um síðustu helgi sigruðu Pól-
verjar Frakka í handknattleik í
Varsjá með 26 mörkum gegn 23.
Pólska liðið sýndi mun betri leik
heldur en á móti Dönum á dög-
unum, segir fréttaritari BT í Var-
sjá. Samt var ýmislegt í leik liðs-
ins sem handknattleikssérfræðing-
ar Pólverja eru ekki ánægðir með.
Pólverjar eru sérstaklega ánægð
ir með sókn liðsins, þegar miðað
er við leikinn við Dani. Það var
mikið skotið á mark og vel. Sér-
hver veikleiki í vörn andstæðing-
anna var notfærður fljótt.
Alls var 54 sinnum skotið á
mark og útkoman, 26 mörk, er
allgóð.
Hinar neikvæðu hliðar pólska
liðsins voru: Eftir 15 mín. leik
var staðan 9:4 fyrir Pólland og
Pólverjar höfðu yfirburði á öllum
sviðum leiksins. En vörn liðsins
var í molum annað veifið og Frans
mennirnir notfærðu sér það og
tókst oft að jafna metin. Heildar
Frjálsíþróttadeild ÍR efnir til
hins árlega jólamóts 29. desember
kl. 6. Keppt verður í hástökki með
atrennu, langstökki, þrístökki og
langstökki án atrennu. Keppnin
fer fram í ÍR-húsinu.
frammistaðan er þess vegna ekkl
nógu góð. Það er út af fyrir sig
gott, að sókn liðsins hefur batnað
en það er fullmikið á kostnað
varnarinnar. Slíkt er að sjálfsögðu
ekki nógu gott, finnst Pólverjura.
iwm
Danir og Norðmenn léku tvo
landsleiki í handknattleiek karla
um síðustu helgi. Við höfum skýrt
frá úrslitum siðari leiksins, Danir
sigruðu með 19:9. F-yrri leikurinn
var jafnari, en honum lauk einnig
með sigri Dana, 18:17.
Sovétríkin sigruðu Alsír í knatt-
spyrnu nýlega, 1 mark gegn engu.
Leikur fór fram í Alsír.
Liverpool hefur nú tekið foryst-
v.na í I. deild í Englandi; er með
32 stig eftir 14 leiki. Burnley er
næst með 30 stig eftir 13 leiki,
en Manchester Utd. er í þriðja
sætti með 28 stig eftir 11 leiki.
Huddersfield er efst í II. deild
með 32 stig eftir 13 leiki, Manc-
hester City er næst með 29 stig
eftir 11 leiki og Coventry í þriðja
sæti með 27 stig eftir 10 leiki.
Fram varð' Reykjavíkurmeistari í handknattleik karla 1965. Á myndinni sjást meistararnir og hiisn
glæsilegi verðlauna gri pur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. des. 1965 1%