Alþýðublaðið - 23.12.1965, Síða 15
Nytsamasta jólagjðfin cr
Luxo lampinn
Tveg-gja ára ábyrgö
Varist eftirlíkingar.
Munið Luxo 1001
Farartæki
Framhald af 6. síðu
flaugin flýgur þá að nokkru leyti
lárétt, en algjörlega lárétt flýgux-
hún ekki fyrr en í 195 km. hæð.
í þeirri hæð er flogið í um 20—
25 mínútur, en þá er byrjað á
því að stöðva flaugina og hún
t'ekur að nálgast jörðina aftur. Þá
koma upp úr flauginni sérstakir
stýxúsvængir úr stáli. Um leið
færast farþegaklefarnir til og far-
þegarnir .liggja út af, en hálfsitja
aftur þegar lent er. Farþegarnir
finna fyrir þyngdarleysi í fimm
eða sex mínútur af leiðinni, þegar
klefarnir færast til. Farþegarnir
geta ekki farið úr sætum sínum
meðan ferðin stendur yfir. Þeir
eru í venjulegum fötum, ekki í
geimbúningi. Öryggiskerfi farþega
klefanna með fullkomnum súrefn-
i.sútbúnaði á að verða svo fulkom-
ið um 1980 að ferðir farþegaflaug-
anna eiga'að geta verið lausar við
óþægindi og óeðlilega áhættu.
Og hvað munu svo farþegaeld-
flaugarnar kosta? Um það bil 150
milljarða, en þá er reiknað með
öllum undirbúningskostnaði. Hver
eldflaug á ekki að þurfa að kosta i
meira en 1500 milljónir. Farþega i
flaugin verður ekki ódýrari í
rekstri en nútímaþotur, þvert á
móti, en sennilega verða margir
sem eftir 25 ár vilja borga vel
fyrir að komast svo fljótt ferða
sinna um hnöttinn. Pegasus-flaug-
in mun flytja farþega 20 sinnum
hraðar heldur en þoturnar gera
nú. Og þeir, sem sérstaklega
lilakka til þessara „hraðferða”
fjru t.d. verzlunarmenn, tækni-
menn, erijDdrekai', verkfræðihg-
ar ... . og margir eru alltaf í kapp
hlaupi við tímann, og fyrir þá
verða það ómetanleg þægindi,
að liægt verði að ferðast milli
gtaöa á hnettiiium okkar á 45 mín.
staða-á hnettinum okkar á 45 mín-
útum aðeins.
í JÓLAMATINN
Hangikjöt
Fyllt lambalæri
Grísakótelettur
London lamb
Hamborffarhryg'gur
Léttreyktur
lambahryggur
Grísasteikur
Alikálfabuff
Rjúpur
Fylltur grísahuakki
Dilkalæri
AlikálfaguIIash
Kjúklingar
Dilkakótelettur
Útbeinað dilkalæri
Útbeinað hangilæri
Grænar baunir
Blandað grænmeti
Rauðkál í glösum
Rauðbeður í pökkum
Agúrkur I pökkum
Asíur í pökkum
Þrívíddakíkinnn „VIHWMASTER" (Steroscope) hefúr forið
sigurför um víða veröld og nöð miklum vinsældum hjd
börnum jafnt sem fullorðnum.
Myndirnar t „View-Master" eru í eðlilegum litum og í
þeim verða fjarlægðir auðveldlega greindar.
Jdfnan er fyrirliggjandi hjá os's fjölbreytt Orval mynda
frá ffestum löndum heiiins, auk mikils úrvals
ævintýramynda .fyrir börn.
„View-Master-kíkir kr. 135.00.
— 1 myndasería (3 hjól) 21 mynd kr. 83.00.
TVEIR uppfinningamenn hafa
fundið upp sjálfsala leikhúsmiða.
Við hliðina á sjálfsalanum er
mynd af öllum áhorfendasalnum,
þannig að sá sem er að kaupa
miða, velur þau sæti er hann vill
fá og setur peningana í sjálfsal-
ann Um leið þarf að snúa skífu,
sem bendir á sætin, sem kaupand-
inn vill sitja í og eftir rúma sek-
úndu koma miðarnir út úr vélinni.
□ 25 ára gamall maður í Banda-
ríkunum hefur með góðum ár-
angri undirgengizt uppskurð, þar
sem. skipt var tvisvar sinnum al-
gjörlega um blóð í líkama hans.
Læknar álíta þetta fyrstu lækn-
ingu þeirrar tegundar í heimin-
um. Maðurinn þjáðist af banvæn-
um lifrarsjúkdómi og var algjör
blóðgjöf eina leiðin til björgunar.
Læknar spítalans segja, að mað-
urinn virðist hafa náð góðri heilsu,
og þeir búast við að hann muni
ná algjörri heilsu. Álitið er að um
1200 manns deyi árlega úr bráðri
lifraveiki.
GERALDÍNA, dóttir Charlie Ch
aplin gekk einn daginn inn á veit-
ingastað í Róm til þess að fá sér
drykk. En hundurinn hennar var
líka þyrstur og Geraldine fékk
þess vegna fulla fötu af vatni
handa honum. Það virðist alls ekki
vera eins slæmt að vera hundur
núna eins og þegar pabbi Gerald
ínu gerði kvikmyndina „Hundalíf”.
Þrír af togurum
BÚR inni um jólin
Reykjavík, GO.
Samkvæmt viðtali við Martein
Jónasson hjá Bæjarutgerð Reykja-
víkur komu tvö af skipum þeirra
frá útlöndum í gær og verða hér
yfir jólin, það eru þau Hallveig
Fróðadóttir og Jón Þorláksson.
Ingólfur Arnarson kemur af veið-
um í dag og siglir beint til út-
landa, þar sem hann selur afla sinn
á milli hátíðanna. Þorkell máni
er á veiðúm, en Þormóður goði
verður sennilega inni um hátíð-
ina.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Auglýsingasíminn 14906
Blómðskálinn við Nýbýlaveg
Biómaskálinn Laugavegi 63
tilkynna:
Jólasalan er í fullum gangi. — Allskonar
jólaskreytingar og skreytingarefni.
GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFL
Gerfiblöm í miklu úrvali. — Mjög ódýr
Eitthvað fyrir alla.
Góð þjónusta — Gott verð.
Blómaskálinn við Nýbýlaveg
Opið alla daga frá kl. 10—10.
Blómaskálmn við Laugaveg 63.
Vinnuvélar
Frh. af 1. síðu.
að meðaltali orðið einu sinni á
dag allt árið.
Um götuljósakerfið segir svo í
ársskýrslunni, að þáttaskil hafi þar
orðið á árinu því tekizt hafi að
fækka glóperum og auka notkun
kvikasilfurslampa að miklum mun
Segir einnig, að glóperurnar þyrftu
að hverfa úr kerfinu næstu 5—10
áíin, en meiri nýtni og betri end
ing kvikasilfurslampaíina geri
miklu meira en vinna upp það sem
munar á því sem stofnkostnaður
þeirra er hærri en glóperanna.
Aukning götuljósa varð með
mesta móti á árinu 1964, eða 499
en var 1963 283.
Á árinu var alls skipt um 21.
797 perur og þar af voru 17.883
brunnar, (82%) en 3914 brotnar
(18%) þá var skipt um alls 1880
lampahlífar, sem flestallar reynd
ust brotnar.
Heildarálag á veitukerfinu varð
mest á aðfangadag jóla 1964 milli
klukkan 16,30 og 17,30, eða þeg
ar flestar húsmæður eru með jóla
steikina í ofninum. Þá varð heild
arálagið 48,2 MW og var þar um
að ræða 8,2% aukningu frá fyrra
ári. Mesta álag aðveitukerfisins
varð hinsvegar 18. desember kl.
11,30 31,8 MW.
Niðurstöðutölu'- tekna og gjalda
á eignabreytingareikningi Raf-
magnsveitu Reykiavíkur 1964 eru
79,4 milljónir. Eienamegin á efna
hagsreikningi er niðurstöðutala
263 milljónir. Skuldlaus eign í
ársbyrjun nam 158.3 milljónum,
en hagnaður á árinu var 22,3 millj
ónir.
Á. rekstrarreikningi Sogsvirk.i-
unarinnar eru niðurstöðutölur
tekna og gjalda 77.3 milliónir. en.
á efnahagrireiknin<?i er skuidlaus
eign á árinu 82 5 milliónir og hagn
aður 15,9 milljónir.
Tck aí mér hvers koner hýfsintr
úr og á cnsku.
EIÐUR GUÐNASON
IBggiltur dómtúikur og sK)aliv
þýðandl
Skipholti 51 - Sími
HANS PETERSEN-
Bankastræti 4
ími 20313
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. des. 1965 J5