Alþýðublaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ: Sigurjón Guðnason frá Tjöm á Stokkseyri lézt að Elliheimilinu Hlévangi í Keflavík, sunnudaginn 19. þ.m. og verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju í dag. Sigurjón var fæddur 7. ágúst 1867, í Gíslakoti í Holtum. Hann var því á 99. aldursári er hann lézt. Foreldrar Sigurjóns voru Guðni Eyjólfsson og kona hans Ragn- hildur Sigurðardóttir. Þau áttu tvo syni, Sigurjón og Guðleif, sem var þrem árum yngri. Bjuggu þau í Götu í Vetleifsholtshverfi í Holt um í nokkur ár, en slitu þá sam vistum. Fylgdi yngri sonurinn, Guð leifur móður sinni ,sem þá flutti suður á Miðnes og ólst Guðleifur upp í Klöpp á Miðnesi hjá þeim sæmdar og merkishjónum Magn- úsi Stefánssyni og Gróu Svein bjarnardóttur, en Sigurjón fylgdi föður sínum, sem nú varð fyrir vinna ekkju, er Margrét hét Þórð ardóttir og bjó í Vestastabænum í Vetleifsholti. Var Guðni síðan oft við þann bæ kenndur og kall aður Guðni í Vestastabænum. Var Sigurjón síðan með föður sínum þar til faðir hans dó, en þá var Sigurjón á 11. ári. Sigurjón átti síðan heimili á ýmsum stöðum þar í sveitinni og nágrpnni næstu árin eða þar til hann giftist fyrri konu sinni, Ó1 öfu Jónsdóttur, 18. júní 1895. Ólöf var frá Hrúti í Holtahireppi, er seinna varð Ásahrepur. Hún var fædd 4. des 1852. Þau Sigurjón og Ólöf bjuggu fyrstu fimm árin í Ráðagerði í Vetleifsholtshverfi. Eitt ár bjuggu þau í Framnesi í Ás hverfi, en fluttu þaðan til Stokks eyrar 1903 og bjuggu fyrsta árið á Strönd. Á Stokkseyri byggði hann 1904 myndarlegt timburhús á landi Eystri-Pálsbæjar, er hann nefndi Tjörn. Hann ruddi og slétt aði landið umhverfis og ræktaði þar túnblett og matjurtagarð. Hest hús og hlöðu byggði hann á lóðinni Hann átti lengi hest, því þá var ekki síður nauðsynlegt að eiga siikan grip en nú að eiga bíl. Hann hirti einnig og fóðraði hesta fyr ir aðra yfir veturna, og þóttu þeir þar jafnan vel gevmdir. Húsið á Tjörn stækkaði Sigurjón síðar og var það á þeim tíma stórt og reisu legt hús, ein hæð á lágum grunni portbyggt með risi og tveimur kvistum. Vií5 þennan stað var Sig urjón síðan á vallt bundinn sterk um tryggðarböndum og vildi gjarn an vera við hann kenndur. Eftir 17 ára sambúð missti Sigurjón Ólöfu, en hún lézt 30. nóv. 1912. Árið 1915 var Sigurjón í Reykja vík. Vann hann þar á ýmsum stöð um, þar kynntist hann síðari konu sinni Ingibjörgu Grímsdóttur frá Gljáholti í Stokkseyrarhreppi. Ingibjörg var af svonefndri Bergs ætt. Hún var móðursystir Sigur gríms bónda Jónssonar í Holti, Ingi mundar kaupm. í Keflavík og Ingi bjargair í Fjalli. Þau giftust 16. okt. 1915 og bjuggu sinni búskap á Tjörn. Ingibjörg lézt 27. apríl 1932. Eftir að Sigurjón missti seinni konu sína, bjó hann með ráðs- konu, Guðbjörgu Ögmundsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Hann bjó á Stokkseyri til 1953 og hafði þá átt þar heima í 50 ár. Þar hafði hann lifað sína björt ustu 'og liamingjuríkustu daga, en en þar hafði hann einnig átt erf Sigurjón GuSnason iðar stunditr, en það var þegar sjúkdómar sóttu hann heim og þó einkum þegar ástríkar eigin konur hans féllu frá eftir erfiða sjúkdóma. Hann var tengdur þess ari byggð sterkari taugum en nokk rum öðrum stað og því bar hann ávallt hlýöjan saknaðarhug til Stokkseyrar og þá sérstaklega til býlisins að Tjörn, sem hann ásamt konum sínum og ráðskonu hafði gert að snotru aðlaðandi heimili, með snyirtimennsku og góðri um gengni, þar sem gestrisnin átti alltaf heima. Þegar Sigurjón ^uttist frá Stokkseyri fór hann til Hvera gerðis og var þar á Elliheimilinu | í eitt ár. Þaðan flutti hann til, Reykjavíkur og bjó í Ingólfsstræti 19, húsi Aðventista, næstu fjög ur árin. Þá flutti hann til Kefla víkur og dvaldi þar síðan, síðustu 6 árin á Elliheimilinu Hlévangi. Síðustu árin, sem hann bjó á Stokkseyri kynntist hann Aðvent istum og gekk í söfnuð þeirra. Var hann í þeim söfnuði síðan. En þrátt fyrir það bar hann ávalt sterk an og hlýjan hug til Stokkseyrar kirkju. Kom þessi hlýi hugur vel fram, er kirkjan var lagfærð nú fyrir skömmu. Þá var mér kunnugt, að hann hugsaði mikið um á livern hátt hann gæti hlynnt að gömlu kirkjunni sinni, sem svo margar minningar voru við tengdar. Gaf hann þá nokkra pen ingaupphæð til kirkjunnar til minningar um konuf sínar. Ég minnist þess líka þegar kirkjan var endurvígð að viðgerð lokinni hve mjög hann þráði að fara aust ur og vera við athöfnina. Þess var þó enginn kostur, vegna þess hve heilsu hans var þá tekið að hraka í uppvexti sínum vandist Sigur jón snemma að vinna, og sem að líkum lætur vann hann þá öll algeng störf í sveit. Seinna, eftir að hann fluttist til Stökks eyrar, stundaði hann sjóinn. Fyrst á opnum róðrarbátum, síðar á skút um og síðast á vélbátum. En eftir miðja ævi voru trésmiðar aðal störf hans. Árið 1915, er hann var í Reykjavík, sem áður er getið, vann hann við húsasmíðar hjá byggingarmeisturum. Þarna sagð ist hann hafa lært að telgja grind i hús og fengið sína aðalundirstöðu í húsasmíðinni. Mér var ekki sagt til, því ég var ekki lærlingur, sagði Sigurjón eitt sinn við mig, en ég tók eftir handbrögðum smið anna og reyndi að notfæra mér það. Þegar heim kom aftur hófst hann handa við smíðar. Byggði hann íbúðarhús á Stokkseyri og í nálægum sveitum, einnig úti- hús, fjós og lilöður. Sigurjóji var smiður góður, fljótvirkur og jafn framt vandviirkur. Er aldurinn færðist yfir hann og hann hættj að vinna úti, hélt hann smíðunum áfram inni. Hann hafði komið sér upp vinnustofu í húsi sínu á Tjörn. Þar smíðaði hann hú°gögn fyrir nágrannana, borð, skápa kommóður og fleira. Og eft ir að hann fluttist frá Stokkseyri reyndi hann að stytta tímann við smiðar. Smíðaði Jiann þá litla kistla með kúptu loki, sem hann ýmist seldi eða gaf. Seinasti kist ilinn smíðaði hann 1958, þá 91 árs gamall. Þann kistil gaf hann Margréti systur minni, sem hún geymir til minja. Þá var siónin svo mjög farin að daprast. man ég hve honum féll það þungt að geta nú ekki lengur notið þessarar tóm stundaiðiu sinnar. Sigurjón var meðalmaður á vöxt þrekinn en svaraði sér vel. Hann var fríður maður, góðlegur og glað vær í viðmóti, en þó alvöru og skapmaður nokkur. Hann var vel a3 manni og verkmaður góðuv, enda alinn upp í þeim anda att~ ganga heilshugar að hvérju verí-.>- og hlífa sér hvergi . Hann. naut lítillar menntunar t' æsku, eins og þá var títt um a> múgaböm. Þó sagði hann mér, hann hefði notið tilsagnar góðs kennara tíma úr vetri. Kennarí sA var Guðmundur Hannesson, er sít}~ ar fluttist til Keflavíkur og var þar verkstjóri hjá Duusverzlun. Sigurjón minntist þessara skóla veru sinnar með hlýjum hug og þakklæti. Þá minntist hann einn ig ánægjulegra stunda, er hann gekk til spurninga tii þjóðskálo.9 ins séra Matthíasar í Odda, sem fermdi hann. Sigurjón var söng maður góður og ljóðelskur og vav því í hópi góðra vina hrókur alis fagnaðar. Sigurjón átti ekkert barn, og ég veit ekki um aðra nákomna ætt ingja hans en okkur fjögur broð urbörn hans: Guðni, Margrét og undirritaður, öll búsett í Kefla vik og Sigríður búsett í hafnar- firði, svo og frændkona í föðurætt Októvía Jónsdóttir, Marargötu 2 Reykjavík. Ég hefi hér í fáum línum reyht að drepa á helztu æviatriði ganila mannsins eftir því sem föng vont til. Og þótt þær segi ekki stóra ,oöCTn. Híi irndi ,bó lesa á milli lnú anna að hann fæddist og ólst up.p á þeim tíma, þegar fæstir hér á landi ihöfðu til hnífs og skeið- ar svo nægilegt mætíi neita. Hann fór á mis við umhyggiu ásti'íkra • móður og mÞsti föður sinn i bernsku. Einkabróður sinn Guð leif sá liann ekki fyrr en hann. 21 árs gamall fór til sió"óðra 'á Suðurnesium. Viðburðarríkri, nær heillar aidar ævi lokið. Við kveðium big gamli frændl með virðingu og hiartans þökk. Ragnar Guðleifsson. Færeyingar byggja ný- tízku stálfiskiskip Fyrir nokkru skýrir blaðið Fish ing News frá því að Færeyingar séu þegar farnir að smíða stál skip og þau allstór. í Thorshavn er ein stöð, sem smíðar stálskip og gerir við stál skip, en nú ekki alls fyrir löngu hóf ný stöð starfsemi sína í Skála firði. Heitir fyrirtæki þetta Skála Skipasmiðja. Eigandi hennar er hinn kunni stórútgerðarmaður J. F. Kjölbro í Klakksvík. Skipin eru byggð í stórum skála og er hægt að byggja 2 skip samtímis. Hægt er að byggja þar allt að 175 feta löng stálskip. S.l. vor afgreiddi þessi stöð 700 lesta strandsiglingaskip til Dana og hafa þeir pantað annað í við bót. Og er talið að stöðin hafi næg verkefni langt út á árið 1967. Þá hefuir stöð þessi nýlokjð smíði fyrir Færeyinga sjálfa. Er það af nýrri gerð og talið mjög fullkomið. Kostar skipið 180 þús. sterlingspund og hlaut nafnið As ur. Því mun ætlað að stunda línu veiðar, en hægt er að koma fyrir hringnót og kraftblökk. Á Asur eru 2 þilför, sem bæði skapa skipshöfnum meira öryggi, en á opnu þilfari og skapar betri nýtingu á afla. Á Asur vinna skip verjar sem sagt undir þiljum. Lín an er lögð og dregin gegnum sér stök op, sem bæði opnast og lok ast sjálfvirkt. Með þessum út- búnaði getur skipið verið að veið um í lakara veðri en skip með opnu þilfari. Skipið hefur aukaskrúfur, sem snúa þvi á sama blettinum eða á lengd sinni. Talið er að með þessu sé hægt frekar að halda nót frá skipi, jafnvel móti stormi og straumi. Er talið að aðeins eitt annað skip í Evrópu hafi þcnnan útbúnað, þ. e. skrúfuútbúnað og er það Höfrungur frá Akranesi. Asur er 425 lestir að stærð, 145 f. á I. með 28 manná áh'öfn, í skjp ínu er 2 frystil’eymslur, sem taka 60 lúmmetra. Fiskilestin er Útbúin þannig, að aflann er hægt að geyma kældan. Fiskgeymslur eru tvær um 13000 kúbikfet. Stundi skipið síldveiðar er hægt að frysta og gc-yma 150 lestir af sild og salta 1000 tunnur í einni og sömu veiðiferð. Þetta er aðalefni fréttarinnar í Fishing News. Fregn þessi er athyglisverð fyr ir okkur íslendinga. Hún sýnir að Færeyingar eru komnir á undan okkur í skipasmíði stálskipa. Væri rétt fyrir íslendinga að fylgjast vel með ferli Asur á næst unni, Það má ætla að ef vel tekst muni Asur skapa byltingu í ör yggi skipshafnar, í nýtingu afla og loks meiri afla en, ella. En svo er hin leiðin á málinu, sem sé sú, að ríkur dugnaðarkarl i Klakksvík hefir af eigin rammleik komið þarna á fót stóru iðnfyrirtæki, sem farið er að selja — jafnvei Dönum — haískip út stáli. Hingað til hafa Danir selt Færeyingum skip, en nú er þetta að verða öf ugt. Er þetta sannaríega saga til næsta bæjar. Og ætti að vera öll um vinum Færeyinga gleðiefni. Og í iraun og veru lærdómsríkt fyrir íslendinga. Hversvegn.a byggja íslendingar ekki mcira af stálskipum en nú er gert? Segja má að nú sé aðeins þessi start'- semi að hefjast í litlum stíl og en» eru flest stálskipin keyþh ifrá Noregi og Austur-Þ‘zkalandi. Það virðist nú vera orðið e}tt aðalnauðsynjamál þjóðarinnar, að koma hér á fót öflugum stálskipa smíðastöðvum, sem smíðað gæut öli stálfiskiskip fyrir landsmenn og ef til vill selt skip til annar -a landa. Þannig mætti spara gjaifl- eyri og afla gjaldeyristekna. Þetta ættu viðkomandi aðilar ið' athuga og sérstaklega væri ath ig andi að fylgjast vel með nýja st if> inu Asur sem sagt var frá hér þð framan. Ef það lánast vel, gætu slík skip valdið stórkostlegri b; Tt ingu í útvegsmálum íslendinga., Óskar Jónsson. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. des. 1965 ff úlGAJaUOÝdJA - 3351 ,29b

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.