Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 03.11.1958, Blaðsíða 3
V t S I K 'Mánudaginn 3. nóvember 1958 3 £fic hefomis&gMr pess ebssíbí reS'ÍE BS tj tí& MS fo»€fU fc EBæSÍBS sácWvÍrlkjEEBB á vesÉB5rl«BBBBEi 8 ítrBBin eflii’ að Lfra-° Sogsveri er lokið. og Svíþjóð, en kerfisbundnar og samanhangandi vatnamæl- ingar hafa þó farið fram hér á landi nokkuð á annan ára- tug. Aðkallandi er að auka þær enn f-rá því, sem verið hefur, einkum að því er tekur til mæl- inga á stóránum inni á öræfum landsins. Þar er ekki hægt að komast að til mælinga á vetr- um nema með miklum erfið- leikum og tilkostnaði, og verð- ur því að setja upp sjálfvirka vatnshæðarmæla, sem ekki þarf að vitja um nema á nokk- urra mánaða fresti. 8—10 slík- ir mæla verða settir upp í ár, en að undirbúningi þess hefur verið unnið síðustu tvö árin, og hefur þurft að fara nokkrar vetrarferðir inn á öræfin í því skyni. Síritandi mælar verða nú settir í Köldukvísl og Tungnaá; í Þjórsá við Norðlingaöldu og undir Búrfelli; í Hvítá við Hvít- árvatn og neðan við Jökulfallið; í Jökulsá á Fjöllum við sælu- húsið og loks í Fossá í Þjórs- árdal. Kortagerð af virkjunarsvæðum. Annað atriði í virkjunarrann- sóknum er að fá nægilega ná- kvæma og ábyggilega upp- drætti af virkjunarstöðum og vatnasvæðum ánna. Mjög mik- ið vantar á, að herforingja- ráðskortið nægi í þessum efn- um og einn aðalþáttur virkj- unarrannsóknanna hefur því til þessa verið í því fólginn, að framkvæma mælingar og gera uppdrætti. Eins og kunnugt er, þá hefur í því skyni verið tekin í notkun tiltölulega nýlega að- ferð við kortagerð, nefnilega kortagerð í sérstökum vélum eftir ljósmyndum af svæðinu, teknum úr lofti. Á þann hátt hafa þegar verið gerðir upp- drættir af stórum svæðum með- fram Þjórsá og Hvítá, Jökulsá á Fjöllum, Laxá og Lagarfljóti. Þessu landmælingastarfi er þó hvergi nærri lokið, heldur verð- ur að reikna með umfangsmikl- um mælingum í nokkur ár ennþá. Kortagerð eftir ljósmyndum úr lofti af umhverff Urriðafoss og af Laxárdal, S.-Þingeyjar- sýslu, var framkvæmd af er- | lendu kortagerðarfirma. Upp- drættir af svæðunum við Lag- | arfljót, Hvítá undir Bláfelli, Þórisvatni og nágrenni og nokkru svæði við Jökulsá á Fjöllum, hafa verið gerðir hér heima. Sem stendur er í teikn- un í kortagerðarvélinni svæðið 1 allt milli Köldukvislar og Þjórs- ár, þar á meðal h.in svonefndu Þjórsárver. Mælingarflokkur vann í sumar að undirbúningi ljósmyndatöku og kortagerðar á svæðunum við Blöndu og Vatnsdalsá, einkum við Sand- árhöfða og Friðmundarvötn, við Jökulsá á Fjöllum bæði ofan Dettifoss, milli Mývatns og Jök- ulsár og upp við Möðrudal. Enn- fremur hér sunnanlands á svæð- inu milli Tungnaár og Langa- sjós, þ. e. á Tungnaárfjöllum og við Breiðbak. Jarðvegsrannsóknir veigamiklar. Þá eru jarðvegsrannsóknir og leit að steypuefni og öðrum byggingarefnum einn þáttur þessarra rannsókna og í sumar voru gerðir út leiðangrar í þessu skyni, bæði upp með Jök- ulsá á Fjöllum og með Þjórsá og Hvítá hér sunnanlands. Eru þar að verki bæði verkfræðing- ar þeir, sem virkjunaráætlan- irnar gera, svo og jarðfræðing- ar og jarðeðlisfræðingar. Er hér um að ræða bæði almennar jarðfræðilegar athuganir og ýmsar sérathuganir, svo sem athugun á því, hvers konar efni eru íáanleg til stíflugerða, sum- part í jarðstíflur, sem geta ver- ið af mismunandi gerðum, og Allt vatnsafl íslands hefur verið áætlað yfir 38 milljarða kílówattstunda á ári eða rúm- lega 4 milljónir kílówatta. Um verulegan hluta vatnsaflsins er þó það að segja, að aðstæður til virkjunar hans eru svo erfið- ar, að tæplega mun verða talið svara kostnaði að nýta hann. Þegar til þess kemur að nýta vatnsafl landsins í stórum stíl, verður ekki um að ræða nema stórar virkjanir. Því stærri sem hver einstök vatnsaflsvikjun er, því ódýrara er að tiltölu aflið úr henni. Ef teknir eru líkleg- ustu virkjunarstaðirnir hér á landi, þeir sem eru 500 milljón- ir kílówattstunda á ári, eða um 70000 kílówött og þar yfir, er samanlögð orka þeirra talin nokkru innan við 20 milljarða kílówattstunda á ári, en aflið kringum 2 milljónir kílówatta. Smærri virkjanir skipta ekki miklu máli í þessu sambandi, og má því segja, að sem stend- ur sé búizt við, að um það bil helmingurinn af öllu vatnsafli landsins verði í framtíðinni tal- inn nýtanlegur. í Þjórsá mest orka. Hið nýtilega vatnsafl lands- ins er aðallega í stóránum þremur: Þjórsá, Jökulsá á Fjöll- um og Hvítá í Árnessýslu, og er næstum helmingur þess í Þjórsá. Með Þjórsá teljast þá þverár hennar Kaldakvísl og Tungnaá. Á vegum raforkumálastjórn- arinnar fara fram umfangs- miklar rannsóknir á virkjunar- skilyrðum í þessum ám og nokkrum öðrum, svo sem Blöndu og Vatnsdalsá, Laxá úr Mývatni og Fossá í Þjórsárdal. Nánari rannsóknir á ám eins og Jökulsá á Dal og Skaftá, Norð- lingafljóíi o. fl., bíða hins veg- ar síðari tíma. Það er nokkuð langt síðan þessar rannsóknir hófust, en þær verða umfangs- meiri með hverju ári og er nú varið til þeirra á þriðju milljón króna á ári. Margra áraíuga vatnsmæiingar.. Undirstöðuatriði virkjunar- rannsóknanna eru að sjálfsögðu mælingar á rennsli ánna. Það er kunnugt, að vatnsrennsli er mjög misjafnt frá einni árstíð til annarrar og frá ári til árs og þarf því margra ára vatns- mælingar, eða jafnvel öllu held- ur áratuga mælingar, áður en rennslishættir faí 1 vatnsins eru svo þekktir, sem helzt' verður á kosið, áður en en lagt er út í virkjun. Hér á íslandi eru vatnamælingar því miður miklu yngri heldur en í öðrum löndum, svo sem t. d. í Noregi i Flugmynd af austurhluta Langasjós. Austan við Langasjó sér í skriðjökulsrönd úr Vatnajökli Sigurjón Rist vatnamælingamaður að dýptarmælingum vatna. sumpart í steinsteypustíflur. Á Þjórsársvæðinu við efri hluta Þjórsár hefur enn ekki fundizt neitt steypuefni, annað en blá- grýtisbergið, þar sem það kem- ur upp á yfirborðið. Þá er og enn óvíst hvort finnanleg eru efni í jarðstíflur, er gera þær nægilega þéttar. Á efri hluta Þjórsársvæðisins er mikið um móberg, vikur og hraun, og er þetta allt misjafnlega eða illa vatnshelt, og er það eitt af vandamálunum í sambandi við virkjunarfyrirætlanirnar að tryggja það, að stífluundirstöð- ur og vatnsuppistöður verði ör- uggt gegn leka. Stórvirkjanir í Þjórsá og Hvítá. Helztu virkjunarstaðir, sem nú eru haíðir fyrir augum í stóránum, eru tveir í Jökulsá á Fjöllum, nefnilega annar við Dettifoss, en hinn neðar, kennd- ur við Réttaríoss, en í Þjórsá’ fyrst og fremst virkjun úr Þór- isvatni, og er þá haft í huga að veita öllum ánum, Köldu- kvísl, Þjórsá og Tungnaá, í Þórisvatn, og yrði það þá vænt- anlega stærsta virkjun hér á- landi, og síðan nokkru neðar önnur virkjuri, sem ýmist hefur verið kennd við Sultartanga eða Búrfell og yrði lítið eitt minni' en Þórisvatnsvirkjun. Eamtímis eru þó í athugun sérvi 'kjanir í Tungnaá, svo sem við Hraun- éyjafoss.,Neðst í-Þjórsá er Urr- iðafossvirkjun, en á milli henn- ar og Sultartanga 2 eða 3 smá- virkjanir, sem þó kur.na að verða sameinaðar í eina virkj- un, er til framkvæmda kemur síðar meir. í Hvítá er talað um að virkja í einu lagi fallið úr Hvítárvatni niður fyrir Bláfell og næst þar fyrir neðan kæmi Gullfossvirkjun, sem yrði stærsta virkjunin í Hvítá, en auk þeirra koma til greina nokkrar smærri virkjanir neð- ar, svo sem t. d. Hestvatnsvirkj- un og Selfossvirkjun. Undirúningur vatnsaflsvirkj- ana tekur einatt langan tíma. Jafnvel eftir að búið er að á- kveða hvar skuli virkja, þarf margra ára athuganir og undir- búning á virkjunarstaðnum, áð- lir en framkvæmd verksins get- ur hafizt. Sjálf framkvæmd virkjunarinnar tekur síðan, sem kunnugt er, nokkur ár. Sam- Frh. á 9. s. . Jakob Gíslason raforkumáiastjórí:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.