Vísir - 17.03.1959, Síða 1

Vísir - 17.03.1959, Síða 1
c k\ I y tl. iig. Þriðjudaginn 17. marz 1959 62. tbl. ISIasser svarar Bírúsév. Segir íranskosaii vina hans í í írak ó|iolandi. írak fær efnahagsaðstoö hjá Rússum. Nasser forseti Egyptalands liefur begar svarað Krúsév, sem í gær gerði að umtalsefni afstöðu Nassers til Kassems forsætisráðherra Iraks og stuðn- ingsamnna hans. Sagði Nasser, að Arabiska sambandslýðveldið gæti ekki sætt sig við fram- komu hinna kommúnistisku vina hans (þ.e. Krúsévs) í Irak. Krúsév talaði á fundi með vióskiptasendinefnd frá Irak, en samningar hafa tekist um, að Sovétríkin láti Irak í té efna- hagslega og tæknilega aðstoð, að verðmæti um 40 millj. stpd. Álit blaða. Brezk blöð, sem ræða af- stöðu Nassers til hins „rauða einræðis“, sem skotið hafi upp kollinum í Irak, og geti breiðst út um Arabalöndin, og svar Krúsévs og telja hann hafa að- varað Nasser óbeint með því, er hann sagði, að Sovétríkin geti ekki látið sig engu varða það, sem gerist í jafn nálægu landi og Irak sé Sovétríkjun- um. Skilja þau þetta sem að- vörun eða bendingu um, að beita ekki hervaldi Arabíska sambandslýðveldisins gagnvart Irak. Þá segja blöðin, að Nasser geri sé nú Ijóst, er hann hafi Menn flýja land Maos. Mikill fjöldi flóttamanna kemxu: stöðugt frá Kína til portúgölsku nýlendunnar Mac- ao. Kvarta þeir mjög undan harðstjórninni síðan komm- únu-fyrirkomulagið nýja var tekið upp. Þeir segja, að verið sé að gera Kína að allsherjar- þvingunarvinnustöð. horft upp á dvínandi áhrif vestrænna þjóða í Arabalönd- um og vaxandi áhrif Sovétríkj- anna, í hvaða átt stefni og því hamist hann nú gegn kommún- istum og rauðu einræði, en áður hafi hann hamast gegn vdstrænum þjóðum og heims- valda- og nýlendupólitík þeirra. Megi nú Krúsév og sjá hversu háll vinur Nasser sé. Krúsév harinar. — Krúsév kvaðst harma versn- andi sambúð Arabíslca sam- bandslýðveldisins og Iraks. — Taldi hann ekki heppilegt, að Arabíska sambandslýðveldið reyndi að knýja í gegn aðild Iraks að því, meðan skilyrði væru ekki fyrir hendi, en í þessi innanríkismál ætlaði hann ekki að blanda sér. Hann kvaðst hafa vitað um skoðanir Nassers, en skilja þó ekki í honum, að vera að flytja þess- ar æsingaræður, og vonandi yrði sambúð þjóðanna góð sem verið hefði. Gott heilsufar í bæuum. Ileilsufar er dágott í bænum, a. nr. k. engu verra en vanalega á þessum tíma árs. Engar far- sóttir ganga. Mislingatilfelli eru engu fleiri en vanalega, en nokkuð ber á kvefpest og magapest, sem raun- ar er alltaf um að ræða allt árið. Mislingar eru að fjara út. Mislingar bárust, sem kunnugt er fyrir nokkru til Siglufjarðar, þeir hafi ekki breiðzt út til ann- með þýzku skipi, að talið er. að arra staða, svo vitað sé. Mikill útflutningur á fiski til Bandaríkjanna. Ekki hægt að fullnægja eftirspurn eftir vissum tegundum. Frá því um áramót hefur átt sér stað fiskútflutningur frá íslandi til Bandaríkjanna Eftirspum eftir ákveðnum fisktegundum og sérstökum pakkningum hefur verið það mikil að ekki hefur verið hægt að fullnægja eftirspurninni. Fyxir helgi var verið að lesta kánadiskt leiguskip Blue Peter, sem lestar 400 totln af freðfiski. Spennan milli Italíu og Austurríkis fékk útrá; m.a. í stúdentakröfugöngu í Róm. Þar voru borin spjöld með áletrunum eins og „Niður með samkomulag de Gasperis-Grubers“ viðvíkjandi Suðurtýról. Af hálfu ítala er Austurriki álasað fyrir íhlutun í baráttu Týrólbúa, sem óska eftir að snúa aftur til Austurríkis. Eisenhower kveést mm taka Jsátt í fnndi með æilstu uiönnum í sumar - Auk þess var Goðafoss að lesta fisk þangað og fer hann með | fullfermi. Dettifoss mun einnig: fara með fullfermi af freðfiski! vestur um haf innan skamms. Samkvæmt upplýsingum, sém Vísir hefur fengið eru það ekki sérstaklega ný markaðssvæði í Bandaríkjunum, sem orsaka' þessa auknu eftirspurn, Tslenzki fiskurinn fer mestmegnis til j Pennsylvaniu og Kalifomíu. ! £lnn á báti - fékk á 6. þús. kr. hSut. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun. Véiði handfærabáta hefur glæðst upp á síðkastið. Einn maður reri á bát sínum í gær og fékk 1,8 tonn, en það gerir á sjötta þúsund króna hlutur. Flestir bátar voru á sjó í gær, en afli varð ákaflega misjafn. Þeir hæstu fengu um og yfir 20 tonn, en svo var aflinn líka al- veg niður í 4 tonn hjá þeim óheppnustu. Margir bátanna höfðu tekið netin í sig og voru sumir heilan dag að flytja sig yfir á vestur- svæðið. Missti meivitund wepa kolsýrings. Frá fréttaritara Vísis. Vestmannaeyjum í gær. Aldraður Vestmanneyingur Þorvarður Stefánsson var á sunnudaginn fluttur meðvitund- arlaus upp úr trillubát sinum, sem lá við bryggju í höfninni. Hafði hann misst meðvitundina vegna kolsýrings í vélarhúsinu, þar sem hann var að lagfæra vél- ina. Var Þorvarður fluttur á sjúkrahús og var mjög tvísýnt um líf hans í gær. ef þróun málanna réttlæti að slíkur fundur verði haldinn. “ Eklki verðnr hvikað um jiiiEiiIiiBi^ frá réíti ®g skvldinai að því er Berlín varðar. Eisenhower Bandaríkjafor-j seti flutti ræðu í gærkvöldi og var henni útvarpað og sjón- varpað. í ræðu þessari boðaði Eisenhower, að hann myndi taka þátt í fundi æðstu manna' á þessu sumri, ef þróun mál- anna reyndist slík, að hún rétt- lætti slíkan fund. I j En hann tók það fram, að j hann færi ekki til þess að verzla! með réttindi hinna frjálsu íbúa! Berlínar, né heldur mundi hann i fallast á skiptingu Þýzkalands til frambúðar. Hann kvað Bandaríkin verða að horfast í augu við þrennt, og eitt væri afleiðingar þess, ef þeir létu af hendi rétt sinn í Berlín vegna hótana, annað væri möguleikinn á styrjöld, en auk þessa þyrfti að ræða hvort samkomulagsumleitanir myndu bera árangur. Hann endurtók, hver afstaðan væri varðandi íbúa Berlínar og skiptingu Þýzkalands. Styrjaldarhættan. Um styrjaldarhættuna sagði hann, að ef bandamenn væru á- kveðnir og stæðu saman mundi draga úr henni. Um samkomulagsumleitanir sagði hann, að svo virtist af seinustu orðsendingu Rússa, að þeir vildu samkomulag, „og vér“, sagði forsetinn“, erum reiðubúnir til þess að gera allt sem í voru valdi stendur til þess að málin leysist friðsamlega og réttlátlega." Ræðu Eisenhowers war út- varpað um gervöll Bandaríkin og allt sjónvarpskerfið einnig tekið í notkun, og út um heim var ræðan endurtekin í útvarp- inu „Rödd Ameríku“. Nokkur helztu atriði. Bandaríkjamenn og banda menn þeirra eru reiðubúnir að ræða við fulltrúa sovéí- stjórnarinnar hvenær sem er og hverjar sem aðstæðurnar eru, ef líkur eru fyrir árangri sem er eftirsóknarverður. „Að því er Berlín varðar verður ekki hörfað um þnml- ung frá skyldum vorum. Vér munum halda fram rétti vor- um til friðsamlegra sam- gangna — til Berlínar og frá. Vér erum reiðubúnir til samkomulagsumleitana á Framh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.