Vísir - 17.03.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 17.03.1959, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 17. marz 1959 VÍSIR Silvio Senegallia: Nýr vinstri flokkur Italíu. Hann er stofnaður af fyrr- verandi kommú'nistum. Fjölskrúðugur páskamark aöur í Ingólfsstræti 8 Veröur meö svipuöu sniði og í fyrra. Xvö hundruð fyrrverandi kommúnistar komu nýlega sam- an í Brancaccio-leikliúsinu í Kómaborg-. Eftir tveggja daga umræður tilkynntu þeir að ný sósíalista- hreyfing væri stofnuð á Italíu og skyldi heita Alleanza Sosial- ista. Flokkurinn var stofnaður af fyrrverandi öldungadeildar þingmanni kommúnista og fyrr- verandi ítölskum ambassador í Varsjá, Engscnio Reale, og voru á þessu fyrsta þingi fyrrverandi kommúnista fulltrúar frá fimm- tíu bæjum, bæði í Róm og úr sveitunum. Sósíalista-sambandið er ekki — að minnsta kosti ekki enn — stjórnmálaflokkur, en það von- ast til að hafa foryztu í nýjum, lýðræðislegum, sameinuðum verkamannaflokki á Italíu. Flokkurinn samþykkti einróma þessa ályktun: að vonum verka- mannaflokksins, skrifstofu- manna, bænda og vitsmuna- menna hefði ekki verið fullnægt. Valdi þvi, sem afturhaldsöflin Iiöfðu, hefði ekki verið hnekkt af vinstri flokkum, var ennfrem- ur sagt. Kommúnistaflokkurinn ber mikla ábyrgð á núverandi máttleysi lýðræðisins á Ítalíu. Á síðastliðnum 12 árum hefur hann barizt fyrir stefnu, sem styður áhugamál Ráðstjórnar- ríkjanna, en láðst að geta þeirra vandamála, sem ítalskir verka- menn standa andspænis. Það hef- ur hefur skort sterkan lýðræðis- legan sósíalistaflokk á Ítalíu, segir að lokum í ályktuninni, það er aðalveikleikinn. Sósialista-sambandið býður öllum fyrrverandi kommúnist- um, sósialistum og verkalýðsfé- lögum að ganga í flokk sinn. Stefnuskrá hans er í þrem aðal- greinum: 1. Ráðstjórharríkin eru ekki leiðarljós sósialista og kommún- istaflokkur Ráðstjórnarrikjanna er ekki beztur af öllum verka- mannaflokkum. 2. Sósialismi og frelsi er óað- skiljanlegt og lýðræðinu verður að halda uppi. Það er bæði mark mið og tækið. 3. Sósíalista-sambandið vill vinna að þvi, að móta sameinað- an lýðræðislegan sósíalistaflokk. Fyrir þjóðina i heild hugsar flokkurinn sér að berjast gegn kommúnisma með blaði Eugenio Reales, Corrispondenza Socíal- ista, sem er bæði áleitið blað og hugrakkt. Reatle og fimm af starfsmönnum hans eru í fram- kvæmd Sósíalistá-sambandsins. En vald framkvæmdanefndar- innar er takmarkað. Margir af fulltrúum á þinginu lögðu á- herzlu á það að þeir hefou slæma reynslu af kommúnista- flokknum í því efni og væri þvi tregir til að veita framkvæmda- nefndinni mikið vald. I borginni mun verða háður bardagi við kommúnista af ýms- isum flokkum, sem eru í sam- bandinu til dæmis þeim, sem ' greinir á við kommúnista, verka mannaflokkinn, stjórnmála- klúbbum, menningarstofnunum og sósíalistum. En í flestum til- fellum, ef eitthvað á að aðhafast, verður ákvörðun um það tekin í borginni, því að sambandið er enn laust í reipunum. Það er þó víst að í gegnum Sósíalista-sambandið munu fyrr- segja fleirum frá hinu sanna eðli kommúnistaflokksins á ítal- íu og hvernig hann hefur svikið ítalska verkamannaflokkins. Til- gangur þeirra mun vera sá að sýna fram á það að kommúnisía flokkur Italíu beri ábyrgð á' því að verkalýðsöflin biðu ósigur á siðastliðnum 10-árum og að sem stendur þegar Kristilegi lýðræð- islokkurinn hefur einkaleyfi á völdunum, eigi sósíalistar einsk- is úrkosta gagnvart borgara- flokkunum ítölsku. Sósíalista-sambandið hugsar sér að koma á nýjum sameinuð- um sósíalistaflokki. Foryztu- mennirnir gera mönnum það al- veg ljóst, að þeir ætla sér ekki að taka þátt i átökúnum milli sósíalista Petrós Vemi og lvð- ræðisjafnaðannanna Giuseppe Saragats. En þeir vilja vinna með félögum úr báðum flokkum, sem hallast að sameiningu og eru ekki of bundnir kommúnist- um til vinstri eða Kristilegum lýðræðissinnum til hægri. Forustumenn sósíalista-sam- bandsins álíta að stefnuskrá þeirra sé meira i samræmi við jafnaðarmennsku en grundvall- arstefnur hinna tveggja sósíal- istaflokka. Þeir álita lika að að- alstarf sitt og mest ái’íðandi ’Sé, að draga að sér mikinn hóp af fólki, sem er lýðræðislega sinn- að, en styður þó enn kommún- istaflokkinn ítalska. Hinir fyrrverandi kommúnist- ar eru sannfærðir um að þeir geti talað við félaga sína írá í gær með meiri árangri en nokk- ur sósíalisti eða lýðræðisjafnað- armaður. Reale lýsti því svo: „Við blygðumst okkar ekki fyrir að hafa verið kommúnistar. Við afneitum því ekki að við börð- umst gegn fasisma, né þeim fómum, sem við færðum þeim málum, sem við álitum réttlát og göfug. Við vorum með ykkur í bardögunum, fyrir réttu eða röngu, þegar við börðumst eftir 1946. Við getum nú beðið ykkur að brjóta þá hlekki, sem ennþá binda ykkur við flokk, sem sveik hugsjónir okkar og losa ykkur úr samstarfi við hann og sam- særi þagnarinnar. Afmælisgjöf til Í.S.Í. í afmælishófi, sem Fram- kvæmdastjórn Í.S.f. bauð fil í tilefni 45 ára afmælis sam- bandsins tilkynnti formaður f. B.A., Gísli Halldórsson, að í til- efni afmælisins mundi íþrótta- hreyfingin x Reykjavík færaj sambandinu að gjöf skrifborð ‘ fyrir forseta f.S.f. til þess að vinna við á skrifstofu sam- bandsins. S. 1, miðvikudag afhenti Framkvæmdastjórn Í.B.R. sam- bandinu stórt og vandað ma- hogny-skrifborð frá íþrótta- þandalagi Reykjavíkur, sér- ráðunum og íþróttafélögunum í Reýkjavík. • • ' Fórse'ti Í.S.f., Benedikt Waage flutti á ársþingi- Í.B.R. íþrótta- samtökunum og íþróttafélögun- um í Reykjavík kveðjur Fram- kvæmdastjórnar. Í.S.f. og þakk- ir sambandsins ifyrir giöfina. Verzfunarsamningur viö Póiiand. Að undanförn hafa farið fram í Varsjá viðræður mn viðskipti nji.Hi íslands og Póllands. Lauk þeim hinn 5. niarz s'.I. með und- irskrift samkomulags, sem gild- ir frá 1. marz 1959 til 31. marz 1960. Samninginn undirrituðu Eug- eniusz Leszcynski, formaður pólsku samninganefndarinnar og Svanbjörn Frímannsson, banka- stjóri, formaður íslenzku samn- inganefndarinnar. I samkomulaginu er gert ráð fyrir, að íslendingar selji Pól- verjum freðsíld, saltsíld, fiski- mjöl, lýsi, gærur og garnir, en kaupi i staði’nn kol trjávörur, járnvörur, vefnaðarvörur, búsá- höld, vélar og vei’kfæri, efna- vörur fyrir málningarverksmiðj ur, kartöflur, sykur, ávexti, síkoriurætur o. fl. Islenzku samninganefndina Fyrir hclgina hófst páska- markaður bóka í markaðssaln- um, Ingólfsstræti 8. Að honum standa ýmis bókaforlög, svo sem Leiftur, Bókaútgáfa Þor- steins M. Jónssonar, Iðunn o. fl. Á boðstólum verður fjöldi bóka: ódýrar skáldsögur, ferða- sögur og ævintýri, þjóðlegur fróðleikur, ljóðabækur, ágætt úrval ódýrra barna- og ung- lingabóka og margvíslegra skipuðu auk Svanbjörns Frí- mannsson þeir dr. Oddur Guð- jónsson og Pétur Pétursson al- þingismaður. annarra bóka. Enn fremur má búast við, að nokkur eintök gamalla og sjaldséðra bóka og tímarita verði á boðstólum, og verður reynt að hafa eitthvað nýtt á hverjum degi, meðan. markaðurinn stendur — fram að páskum. í fyrra var haldinn páska- markaður á sama stað. Varð hann mjög vinsæll og fjölsótt- ur, og má búast við, að margir leggi nú enn leið sína á páska- markaðinn og kaupi sér ódýrt lestrarefni í páskaleyfinu eða leiti eftir bókum, sem þá kann, að vanta í safnið. Myndin hér að neðan er af líkani af mjólkurbúi framtíðarinnar, sem auðvitað á að vera fullkomnara en þau sem nú bykja bezt og er bó nokkuð við að jafna. Það er nemandi í arkitektur við Kungliga Högskolan í Stokkhólmi, sem er höfundur þessarar liugmyndar. Kúnum verður ekki beitt, þær eru fóðraðar í rétt. Fóðrið er geymt í hinum stóru fóðurgeymum. Mjólkin er flutt til mjólkurvinnslustöðvarinnar augnabliki efitr að hún er kom-t in úr spenunum. Þarna er tæknin og vinnusparnaðurinn í önd- vcgi. í mjólkurbúinu eiga að vera 400 kýr og til að annast þetta allt saman þarf aðeins tvo menn. (Kaup bóndans eins og það er liugsað í íslenzkri vísitölu verður bví örlítið brot af framleiðslu- kostnaði mjólkurinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.