Vísir - 17.03.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 17.03.1959, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 17. marz 1959 Vf SIB ^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆TwT SLJSAN INGLIS: & HJ t^ödd ar I aN ☆ ☆ ☆ 'ÁBTARSAGA ☆ ☆ ☆ " ’ U * ##☆☆☆☆☆☆ 14 aði í borginni fyrir næstu helgi, án þess að kvarta. Lafði Kathleen var í sjöunda himni. Þær gengu í búðirnar og öskjur og pinklar með fatnaði komu í gistihúsið frá morgni til kvölds. ,Það er hollast að gæta að sér,“ sagði lafði Kathleen íhugandi, „því að þetta sæluástand getur varla haldist lengi. Kristínu fer bráðum að leiðast og langa til að komast til Los Quebranchos aftur, til hestanna sinna. Við verðum að hamra járnið meðan heítt er.“ Og þess vegna var Kristín fötuð og skinnuð upp betur en nokkumtíma áðm’ á æfinni, og Penny fékk sjálf fatnað, sem hún var sem steini lostin yfir. Nú var enginn vafi um það leng- ur, að hún ætti að nota sér þau fríðindi með. tilliti til fatakaupa, sem áskilin voru í samningnum — og hún hafði látið sér skiljast að henni veitti ekki af ríkulegum fatnaði, ef hún ætti að taka þátt í samkvæmislífinu með Tínu. „Aldrei á æfi minni hef eg átt svona mikið af fallegum föt- um,“ sagði hún hugfangin við lafði Kathleen, sem gerði ekki annað en brosa þurrlega á móti og segja: „Það hefur Tína ekki heldur.“ Þegar helgin var liðin hjá fluttu þær úr gistihúsinu heim í hús Brands. Það fór einhverskonar hrollur mn Penny er Tomaso opnaði dyrnar fyrir þeim. Hafði Andrew Brand virkilega haldið loforð sitt um að flytja sig í Siglingaklúbbinn, svo að hún og Kristín hefði húsið eingöngu fyrir sjálfar sig? Hún gat ekki betur séð en að hann hefði gert það. Tína, sem vissi ekki um samkomulagið, sem orðið hafði milli Penny og bróður hennar, varð ekkert hissa á þó að hann væri fjarverandi, og stúlkurnar tvær komu sér sem bezt fyrir í húsinu. Lafði Kathleen hélt áfram að vera einskonar Ijósmóðir þeirra beggja og fór með þær í Casino og á önnur mannamót. Oft slóst Juan Moreira í ferðina, og Penny tók eftir þvi með velþóknun, að hins unga vinar Tínu var sjaldan saknað. Þrátt fyrir bágborna enskukunnáttu .hans var hún farin að kynnast honum talsvert vel, og henni féll vel við hann. Luis Gomez, sem var einkasonur forríks föður, var furðu lítið kenjótt- ur, þrátt fyrir allan auðinn. Hann var mikill hestamaður, ekki síður en Tína, hestamaður af lífi og sál. Einn daginn kom Tína kafrjóð i kinnum og með ljómandi augu til Penny, og ságði henni frá tillögu, sem Gomez hafði borið fram. „Þetta er Ijómandi góð hugmynd,“ sagði Tina hrifin. „Hlust- aðu nú á, Penny. Þú veist að Gomez á flugvél? Faðir hans notar hana þegar hann er i kaupsýsluerindum, en Luis getur notað hana þegar hann vill. Þess vegna segir hann — hvers vegna ekki að fá vélina og fljúga saman til Los Quebranchos? Þú og eg og hann? Eustacia frænka er þar, svo að ekkert er við þetta að athuga. Ó, góða Penny, segðu nú já.“ Hún dansaði um stofuna. „Við getuum orðið þar einn eða tvo daga, eða heila viku, eða svo lengi sem þú villt, og siðan flúgurn við til baka.“ Penny gat ekki að því gert að augun í henni fóru að ljóma E. Rb Burrougha CHIEF AAATULA AU’PSESSEP’ THE CAFTIVES. VOU HAVE EESN ACCUSEP CF CONSPIEACy ANP’ OF PLOTTTNÖ AW P'EATH--' TARZAN 2848 ‘RIP’ICULOUS!' SMAPPEP’ TASZAN. ‘VvPAT PEOOF can you oive fck this CHARGE ?' líka. Þetta væri yndislegt. En svo mundi hún eftir ábyrðinni. Væri þetta rétt? Ætti hún ekki að spyrja Andrew Brand ráða áður? En tilhugsunin um að eiga að tala við hann, var henni kvöl. En gat hún fallist á þetta upp á eigin ábyrgð? Alit í einu datt henni ráð í hug. „Það væri afar gaman,“ sagði hún. „En eg held að eg verði að hringja til lafði Kathleen og heyra hvernig henni líst á það. Ef henni finnst ekkert við það að athuga....“ Ef lafði Kathleen féllist á það gat Andrew Brand ekki fett fingur út í það eftir á. Lafði Kathleen féllst á það. Henni leist meira að segja alveg prýðilega á það. Hún hló einhvernveginn þannig, að heyra mátti að áform hennar gagnvart Tínu næðu lengi en til þess að láta hana eignast ný föt. „Ungi Gomez,“ sagði hún, „er einn af viðfeldnustu ungu mönn- unum, sem eg þekki. Og hann er ekki í þessari Herrera-klíku. Mér þykir innilega vænt um að Tína og hann skuli vera orðin svona góðir kunningjar.... Farið þið bara til Los Quebranchos og skemmtið ykkur vel.“ Hún beið meðan Penny var að þakka henni fyrir, og svo spurði hún forvitin: „Hvernig semur ykkur Andrew núna?“ Penny þótti vænt um að enginn sá hvernig hún roðnaði, og svaraði stutt: „Vel, þökk fyrir. Eg hef ekki séð hann síðan við komum hingað. Finnst yður að eg þurfi að biðja hann um leyíi til að fara?“ „Nei, ekki ef þér finnst það óþarfi sjálfri. Hann hefur gefið þér frjálsar hendur hvað Tínu snertir. En hvernig stendur á að þú hefur ekki séð hann?“ „Hann er ekki heima,“ svaraði Penny. „Jæja,“ sagði lafði Kathleen og virtist ánægð. En mundi henni ekki þykja það skrítið, er frá liði, að Andrew var aldreí heima? Og þá mundi hún fara að spyrja, hugsaði Penny með sér, og þá neyddist hún til að segja henni frá samkomulaginu, sem þau höfðu gert með sér, en það vildi Penny helzt losna við. En svo gleymdi hún Andrew Brand næstu klukkutímana. Tína var i sjöunda himni. Og unga Gomez var auðsjáanlega hrifinn líka og boðinn og búinn til að leggja af stað hvenær sem væri, en Penny vildi ekki heyra nefnt að fara fyrr en eftir sólarhring, svo að þær gætu búið sig út í næði. Hún gekk að því vísu, að hún mundi ekki geta mjakað Tínu burt frá Los Quebranchos fyrr en eftir heila viku — og því skyldu þau líka ekki vera þar vikuna, eða kannske lengur? En þá datt henni í hug að líklega væri réttara að láta Andrew Brand vita af þessu ferðalagi, svo að hann gæti flutt sig heim til sín á meðan, ef hann kærði sig um. Hann hafði haldið samn- inginn fyrir sitt leyti, hingað til. Þess vegna var ekki nema rétt .... Hún skrifaði honum nokkrar línur og lét Tomaso vita hve- nær hann ætti að senda bréfið í Siglingablúbbinn. Hún var nærri þvi eins eftirvæntingarfull og Tína, morguninn eftir er þær fóru út á flugvöllinn, sem var utan við bæinn. Hún hafði aldrei flogið áður, og ekki laust við að henni væri dálítið órótt. En þegar þær voru komnar þangað var hún svo hrifin af öllu, að hún gleymdi að vera hrædd. Flugvélin létti og hóf sig hátt á loft. Eftir nokkrar mínútur var E1 Paradiso langt fyrir neðan þau, og blátt hafið í kring. Penny sá rauðu húsaþökin við höfnina, og Casion-byggingarnar, hvítar með grænum görðum í kring. Og á næsta augnabliki sá hún greinilega Siglingaklúbbshúsið. Penny fór að hugsa um hvort Andrew hefði fengið bréfið hennar, en svo reyndi hún að hugsa um eitthvað annað en hann. Þessi flugvél var stór og vistleg. Þegar Penny spurði Luis, svar- aði hann að stundum stýrði hann flugvélinni sjálfur, og að hann hefði flugskírteini,- en að hann hefði látið flugmann föður síns fljúga þessa ferð til þess að geta talað við Tínu á leiðinni. Svo sagði hann eitthvað við Tínu á spönsku, sem hún þýddi jafn- harðan. „Luis segir að það sé likt að stýra flugvél og að sitja á hesti. Maður verði að kunna taumhaldið....“ Penny kinkaði kolli. Hún var farin að skilja ýms orð og setn- ingar á spönsku, en það yrði langt þangað til hún gæti haldið uppi samræðum á málinu. Þess vegna hallaði hún sér aftur í sætinu r A KVÖLDVÖKUNNI Matúla ávarpaði band- ingjana. Þið eru sökuð um að hafa ráðgert að drepa mig. — Fjarstæða, svaraði Tarzan. Hefurðu nokkra sönnun fyrir ásökun þinni. Töfralæknir okkar mún bráðlega koma út úr töfra- húsi sínu. Hann mun bera fram sannanir. Það hlýtur að vera þægilegtí í bili að vera Brigitte Bardot. Hún hefur nýlega fengið svo- hljóðandi tilboð frá einni af hinum stóru stofnunum í Las Vegas, Kaliforníu: „Þér getið á leiksviðinu gert það sem þér viljið. Þér getið lesið ljóð, þér getið lesið úr símaskránni eða þér getið lesið dagblaðið yðar fyrir yður sjálfa — þér þurfið aðeins að vera klukkutíma í augsýn almennings og þér fáið 5.000 dali fyrir tímann. Og Brigitte Bardot hefir sagt nei við því. * í bænum Nottingham á Eng- landi er ágætur prestur sem trúir á mátt auglýsinga — líka þegar um trúmál er að ræða. — Og hann hefir fest upp mörg skilti í kirkju sinni. Á einu þeirra stendur: Áfengi er versti óvinur þinn. Það er eðlilegt að prestur tali svo — en það er dálítið einkennilegt að á meðal hinna skiltanna er eitt sem hljóðar svo: „Gerðu versta ó- vin þinn að bezta vini þínum.“ ★ Það var stórt uppboð í París og uppboðshaldarinn hætti skyndilega að halda uppboðið til þess að tilkynna þetta: Mér hefir verið bent á það, að mað- ur hérna í salnum hefir misst vasabókina sína með 100 þús- und frönkum. Hann býður hverjum sem geti útvegað honum hana 10 þúsund franka.“ Þá heyrðist hávær rödd aftur úr salnum seg sagði: „Eg býð 15 þúsund franka.“ ★ f Portland, Oregon, var kona í miklu húsnæðishraki. Aug- lýsti hún þá í Oregonian, að hún skildi losa sig við Chin- chilla kanínur sínar, skemmti- legan ' hund, Siamskött, páfa- gauk og gullfiska. En son sinn, níu ára, vildi hún hafa hjá sér. SKIPAUTGCKÐ RIKISINS M.s. Esja austur um land til Akur- eyrar hinn 21. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarð- ar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Mjóafjarðar, Seyðis- fjarðar, Þórshafnar, Rauf- arhafnar, Kópaskers cg Ilúsavíkur í dag. — Fai’- seðlar seldir á fimmtudag. M.s. SkjaEdhresð vestur um land til Akur- eyrar hinn 21. þ.m. Tekið á móti flutningi til Tálkna- fjarðar, áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, svo og Ólafsfjarðar á morgun. — Farseðlar seld- ir á föstudag. M.s. Helgi Helgasot] fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.