Vísir - 25.05.1959, Síða 1
q
12
sður
k\
I
V
i ?*
12
ss5ur
it. ir.
Mánudaginn 25. maí 1959
114. tbl.
Þrír menn fórust í gær
í flugslysi á Snæfellsnesi.
Sjúkraflugvél férst, er hún var
að flytja sjúkling að norðan.
Lúkin varu flutt tii
Reykjavíkur í tnorgun.
Það hörmulega slys varð í gærkvöldi að Iííil ílug-
vél, af Cessna-gerð, sem notuð hefur verið til sjúkra-
flutninga, fórst fyrir sunnan svokallaða Sátu, sem er
suður af Skógarströnd á Snæfellsnesi, um það bil inni
á miðjum fjallagarðinum. I flugvéíinni voru þrír menn,
flugmaðurinn Hilmar Daníelsson, Rauðalæk 63, og
öldruð hjón frá Heiði í Slétiuhlíð, Jón Gunnarsson og
Björg Sveinsdóttir. Hafði flugvélin verið fengin norður
til að sækja Björgu og flytja í sjúkrahús hér syðra, og
í fyrstu var ekki vitað hér, að Jón maður hennar væri
með.
Hilmar Daníelsson
flugmaður.
Nánari atvik eru á þessa leið:
Sjúkraflugvélar Björns Pálsson
Þrjátíu ár frá stofnun
Sjálfstæðisflokksins.
Hann var stofnaður 25. maí 1929
með samruna íhaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins.
I dag, 25. maí, eru liðin hrjátíu ár frá stofnun
Sjálfstæðisflokksins. Þenna dag fyrir 30 árum gáfu
þingmenn íhaldsílokksins og Frjálslynda flokksins út
yfiríýsingu um, að fíokkar. þeirra sameinuðust undir
einu merki og hét hinn nýi flokkur Sjálfstæðisflokkur.
Leikur ekki á tveim tungum, að þótt margir og merkir
atburðir hafi gerzt í sljórnmálasögu íslendinga siðustu
áratugina, verður stofnun Sjálfstæðisflokksins ævinlega
talin tií hinna merkustu og happadrýgstu.
Við stofnunina var flokknum
mörkuð stefna í aðalatriðum á
þessa leið, eins og fram kemur
í yfirlýsingu stofnendanna:
„Aðalstefnumál flokksins eru
þessi:
1. Að vinna að því og undir-
búa það, að ísland taki að
fullu og öllu sín mál í sínar
hendur og gæði landsins til
afnota fyrir landsmenn eina,
jafnskjótt og 25 ára samn-
ingstímabil sambandslag-
anna er á enda.
2. Að vinna £ innanlandsmál-
um að víðsýnni og þjóðlegri
umbótastefnu á grundvelli
einstaklingsfrelsis og at-
vinnufrelsis með hagsmuni
allra stétta fyrir augum.“
Undir yfirlýsinguna um stofn
un flokksins rita eftirfarandi
menn, allir þjóðkunnir skör-
ungar:
Björn Kristjánsson, Ejnar
Jónsson, Halldór Steinsson, Há
kon J. Kristófersson, Ingibjörg
Bjarnason, Jakob Möller, Jó*
hann Þ. Jósefsson, Jóhannes Jó-
hannesson, Jón A. Jónsson, Jón
Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jón
Þorláksson, Jónas Kristjánsson,
Magnús Guðmundsson, Magnús
Jónsson, Ólafur Thors, Pétur
Ottesen og Sigurður Eggerz.
Ólafur Thors, sem verið hef
ur formaður flokksins í fullan
aldarfjórðung, eða frá því að
Jón Þorláksson lagði niður for-
mennsku, hefur gefið út ávarp
til Sjálfstæðismanna, sem birt
er í Morgunblaðinu í gær, og
segir þar meðal annars svo:
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft forustu um eða léð fylgi
öllum helztu framfaramálum
þjóðarinnar á þessu mesta
framfaratímabili í sögu henn-
ar. Gildir þetta jafnt um and-
leg sem veraldleg efni og
hefði þó afkoma þjóðarinnar,
menning hennar og meðferð
ýmissa mikilvægra mála orðið
önnur og farsælli ef Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði haft fullt
bolmagn til að framkvæma hug
sjónir sínar. Nefni ég hér til al-
Fxh. á 2. síðu.
ar lögðu báðar af stað héðan
um sama leyti í gærdag. Það
var kl. 19,56, að Björn Pálsson
lagði af stað til að sækja sjúk-
ling til Vopnafjarðar. Á sama
tíma lagði Hilmar Daníelsson
af stað í hinni vélinni áleiðis til
Skagafjarðar. Hilmar hefur
verið flugmaður hjá Birni und-
anfarið og var áformað, að
hann tæki við þessari vél til að-
stoðar honum.
Lagt af stað suður.
Hilmar lenti að Mannskaða-
hóli í Skagafirði heilu og
höldnu, og tók þar lamaða
konu, Björgu Sveinsdóttur, og
eiginmann hennai’, Jón Gunn-
arsson, en þau bjuggu að Heiði
í Sléttuhlíð. Þaðan var síðan
lagt af stað áleiðis til Reykja-
víkur kl. 21,46. Voru þá farnir
að myndast þokuslæðingar á
leiðinni, en rofaði til öðru
hverju.
Þegar flugturninn í Reykja
Áburðarflug-
vélin stór-
skemmist.
Áburðarflugvélinni nýju
hlekktist alvarlega á í gær
við flugtak austur >' Gunn-
arsholti. Vísir hefur ekki
fengið nánari fregnir af
óhappi þessu, en víst er að
ekki hefur orðið slys á
mönnum. Sennilegt mun tal-
ið að vélin sé allt að því
ónýt, eða a. m. k. mjög mik-
ið skemmd. Verður nánar
sagt frá þessu síðar.
vík var farið að lengja eftir
fréttum af vélinni, var strax
hafin eftirgrennslan, en um
kl. 23,30 hófst leitin fyrir al-
vöru. Allar Iandssímastöðv-
ar á leiðinni, sem náðist til,
voru ræstar út, og haft sam-
band við alla bæi.
Björn Pálsson var á leið með
sjúklinginn frá Vopnafirði og
svipaðist um eftir því sem hægt
var á leiðinni. Hann sneri síðan
við og fór til Akureyrar, þar
sem hann lenti með sjúkling
sinn, en fór síðan í leitarflug.
Leitað á stóru svæði.
Má segja, að skipuleg leit
hafi verið gerð á öllu svæðinu
frá Reykjavík, vestur á firði og
allt til Akureyrar, því mögu-
leiki var talinn á, að Hilmar
Frh. á 11. síðu.
Óvenju sólríkur apríl.
I»« var marz Iilýrri.
Aprílmánuður var kaldari í
ár en marz, en hinsvegar var
meira sólskin í apríl en venju-
lega, talsvert fyrir ofan meðal-
lag.
Kuldi í apríl var þó ekki
óvenjulega mikill, heldur hitt,
að marz var venju fremur hlýr,
1 gráðu hlýrri en apríl. Mestur
hiti .í april var 10,5 gr. og var
það 22. apríl, en minnstur 7.
apríl ~ 7,5 gr. , ,. i
Úrkoma var aðeins yfir ofan
meðallag, 55 mm., en er í með-
almánuði 49. Mest rigndi á ein-
um sólarhringi nóttina milli 4.
og 5., 12,1 mm. Úrkomudagar
voru 12 í mánuðinum.
Sólskin var 188 klukkustund-
ir í apríl, og er það nokkuð
meira en venjulega, þar: sem
meðalsólskinstundafjöldi er 135
í apríl.
I