Vísir - 25.05.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 25.05.1959, Blaðsíða 6
VfSIB Mánudaginn 25. febrúar 1959 TISIE DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. yf«ir kemur út 300 daga á ári, ýmlst 8 eða 12 blaBsíBur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 8,00—18,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðian h.f. Að vestan: Vígreifur flokkur. Næstkomandi miðvikudags- kvöld verður framboðsfrest- ur til kosninganna þann 28. júní á enda, og berast fram- . boð nú úr öllum áttum, er flokkarnir girða sig til bar- daga. Þó hafa þeir verið mjög misfljótir að taka á- kvarðanir sínar um fram- , boðin, hvaða mönnum skuli i tefla fram á hverjum stað, og geta verið ýmsar ástæður fyrir þvi, að sumir eru síð- búnir. En enginn vafi leik- Ur á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir verið t flokka fljótastur til að búa , sig undir kosningarnar að ; þessu leyti, af því að hann i er í senn vígreifur og ein- huga um land allt. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var í marz- mánuði síðastliðnum, var glöggt og glæsilegt dæmi um áhuga og kapp Sjálf- stæðismanna um land allt. Fleiri fulltrúar hafa aldrei sótt landsfund flokksins, og ■I enginn flokkur hér á landi i hefir nokkru sinni haldið eins fjölmennan fund til að , ráða ráðum sínum um , framtíðarstefnuna. Það er líka eðlilegt, því að Sjálf- , stæðisflokkurinn er ekki að- ; eins stærsti flokkur landsins, heldur er, hann eini flokk- J inn, sem er í mjög örum vexti, svo að segja hvar á j landinu sem er, en þó mest, þar sem fólkið er flest. A landsfundinum var mörkuð stefnan í höfuðmálúm þjóð- arinnar, sem krefjast úr- lausnar á næstunni — kjör- dæmamálinu, mesta réttlæt- ismáli þessarar kynslóðar, og efnahagsmálunum er munu ráða mestu um heill og hamingju þjóðarinnar inn á við. og út á við um mörg ókomin ár. Stefnan var mörkuð af einhuga flokki, sem veit hvers þjóð- in þarfnast í þessum efn- um, af því að hann er sjálf- ur spegilmynd af henni, og hann er einnig einhuga um að láta ekki sitt eftir liggja til þess, að fundin verði sú lausn á hverju máli, sem samræmist bezt hagsmun- um allra stétta. Annars staðar ríkir úrræða- leysi og hræðsla við dóm þann, sem þjóðin mun kveða upp að tæpum fimm vikum liðnum. Gleggsta dæmið um það berst frá herbúðum Framsóknar- flokksins. Hann efndi til flokksþings í marzmánuði og gaf út yfirlýsingu um, að ekkert kæmi til greina annað en einmenningskjör- dæmi nema i Reykjavík. Það var. það eina, sem sú samkunda vildi, en fáeinum vikum síðar tilkynnti flokk- urinn þó á þingi, að hann vildi ekki kljúfa tvímenn- ingskjördæmin og væri ííka fús til að fjölga þingmönn- um á ýmsum stöðum. Greinilegt tákn um uppgjöf og hræðslu þess, sem veit, að hann verður dæmdur fyrir að sitja yfir rétti annarra. Þetta er gott tímanna tákn, því að öruggasta skilyrði fyrir ósigri fjandmanna rétt- lætisins er að þeir finni and- ann gegn sér og skelfist af honum. Það er einmitt þessi kuldi og fyrirlitning, sem Framsóknarflokkurinn hefir fundið og hræðist af eðlilegum ástæðum, er birt- ist í því að þingflokkurinn hleypur frá öllu, sem flokks- þingið hafði skipað honum að berjast fyrir.; Þegar ótt- inn skín svo í gegn, er ekki til neins að vera með hreystiyrði eða mannalæti. Pólitík og atvinna Fólh vœntir wnikits nf sstntrinu. ísafirði, 19. maí. Alþingi hefir nú loks lokið störfum um sinn. Fer nú að hefjast hin póli- tíska vertíð, sem standa mun Islandi og sumarið heilsað jafn fuglar vappa þegar í kring í von um mikinn feng. Virðist mörgum svo, að pólitíkin sé orðin sú atvinnutegund sem bezt borgar sig. Vinnuhraðinn virðist hægur og margur dag- ' urinn verkasmár, en telur þó sín hundruð, svo vel hækkar í pyngjunni, sem kvað vera að hálfu leyti undir borði, svo skattavöldin sjái ekki hvað í hana kemur, eða eiga ekki að sjá það. Aldrei hefir vorað betur á íslandi og sumarið heilsað jafn blíðlega. Menn vænta mikils af kom- andi sumri. Útlit er fyrir, að það skili rikulegum jarðar- gróðri og miklum feng sjávar- afla. Teikn um góða síldveiði eru mörg. Mun þá einnig þorsk- afli fylgja. Það er hlálegt, að í jafn kostaríku landi og ísland er, sem ekki er enn fullnumið, skuli áþján hafta, ofríkis og skattánauðar lama allt ein- staklingsframtak. Þetta er I hættulegt. Meiri hætta en menn I gera sér grein fyrir í fjótu , bragði. Hér þurfa allir kraftar að njóta sín í sem mestu frelsi. |Nú er það svo, að eigi eitthvað ^að gera þarf að fylla út og jundirrita margar umsóknir; jfinna ráð og nefndir. Bíða með veikri von um samþykki. Halda sjálfum sér og öðrum í fánýtri spennu. Meðtaka svo oftast blákalt nei, eða áfram- haldandi bið, sem" öllu ruglar og eyðdleggur. Má þetta ekki hverfa? Er það nauðsynlegt? Eg held að þetta ætti allt að hverfá sem fyrst. Lofa mönnum að nota kaftana og brjótast áfram eftir beztu getu. Engin hætta, að þeir fari of langt. Það eru svo margir aðilar ríkisvaldsins, þeim, sem vilja og ætla að geisast áfram, að þeim getur ekki mistekizt að ná þeim á hentugum tíma. A íslandi, sem ekki er full- numið, kemur það sérstaklega illa við að þurfa margvísleg leyfi til hverskonar fram- kvæmda. Það er t. d. engin stóreflis framkvæmd að freist- ast til þess að koma upp þaki yfir höfuð sér. Til eþss þarf þó mörg leyfi og mikla bið ^ eins og margir þekkja. Ríkis- og bæjarvaldið er orðið skelf- j ing og skrugga fyrir þegnana. t Það teygir anga sína í allar átt- ir og til hinna ólíklegustu atriða. Er þetta ekki ofþensla og einum of mikið. Vill ekki ^ einhver hinna voldugu flokka j fækka þessum afskiptum af daglegum athöfnum þegnanna. Það er alltaf tækifæri, ef vilji er fyrir hendi. Gleði og alvara þurfa að vera í jafnVægi. | Gleði vorsins og gróandans grípur margan að vonum. Hann ekur um sveitir eða fjöll og firnindi á gljáfægðum jkádilak. Vorið er komið og sumarið með fyrsta skrúð. Það er ekki bara fyrir utan, held- ur líka inn í þessu skinandi farartæki. Gleðin stígur hátt á loft hjá honum og samferða- fólkinu. Alls staðar er vakn- andi líf; höfug vorgleði. En alvaran er líka á næsta leiti. ^Önn dagsins. Áhyggjur og nýtt franjtak hrópar á alvöruna. Þú þarft að leggja þig allan fram. Þetta verður einskonar I veðhlaupasprettur. Þú átt að sigra. Þú þarft að sigra. ^Geymdu gleðina um stund. Nú ræður alvaran. Hvort tveggja jverður að vera í jafnvægi samkvæmt vilja þínum. Hann ræður. Þú ert að skapa á þína j vísu, og þér má ekki mistak- ast. Gleðin og alvara eiga að 'vera í jafnvægi. Arn. sem sjá um að ná í skottið á I Hann þarf 5000 kg. af málningu Skilyriin eru tvö. Enginn efast um það að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir mikla möguleika til að vinna í kosningunum í næsta mánuði enn glæsilegri sig- ur en hann vann í bæjar- stjórnarkosningunum á síð- asta ári. Þetta vita andstæð- ingarnir og þegar þeir gera sér það ljóst, er þegar hálf- ur sigur unninn. Það er mikilvægt skilyrði fyrir því, að hægt sé að sigra, að and- stæðingarnir hætti að gera sér vonir um að geta hindr- að það. En annað skilyrði þarf einnig að vera fyrir hendi, og því verður hver Sjálfstæðismað- ur að gera sér grein fyrir. Enginn úr þeirra hópi má segja við sjálfan sig, að það geri ekkert til með hann, það komi ekki að sök, þótt hann sitji heima, því að aði'ir muni ekki gera það og sig- urinn vinnist þrátt fyrir það. Sigur Sjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosningunum á síðasta ári byggðist á hinu gagnstæða. Hver einstakur sagði við sjálfan sig: „Sigur- inn veltur á minu atkvæði og skal það ekki vanta!“ Það er þetta, sem hver Sjálf- stæðismaður verður að gera sér ljóst, þegar að kjördegi kemur, og menn eiga að hafa það hugfast alla tíð. r r • a ari Fyrir nokkru var frá því sagt, að Eiffelturninn í París ætti 70 ára afmæli £ maímánuði. Einn lesandi blaðsins vildi fá heldur meiri fróðleik en þá kom fram í blaðinu og skal reynt að leysa úr vandræðum hans að því leyti. Þá má til dæmis geta þess, að turninn er gerður úr 18,038 stálbitum, og eru þeir festir saman með samtals 2,5 milljón- um bolta. Turninn þarf vitan- lega að mála, og hann heimtar hvorki meira né minni en fimm lestir, 5000 kg. af málningu á ári hverju, en af því að verkið sækist seint og ástæðulaust þykir að hafa alla málara Par- ísar í vinnu við þetta, er yfii’- ferðin látin taka hvörki meira né minna en 7 ár. Eiffel-turninn er éign borg- arstjérnarinnar í París, en hann hverju. er samt starfræktur af félag- inu sem byggði hann upphaf- lega, og enda þótt hluthafar hafi fengið framlag sitt endur- greitt þegar á fyrsta ári — að- sóknin var svo mikil — fá þeir enn arð af hlutabréfum sínum. Enginn maður beið bana við turnsmíðina, en milli 50 og 100 menn hafa framið sjálfsmorð með því að fleygja sér ofan af turninum, en aðeins einn, kona að nafni Jeanne-Marie Galant- iér, féll alla leið til jarðar og köm hvergi við á leiðinni. I Norður-Nigeriu var efnt til 5 daga hátíðahalda nú í vikunni í tilefni af því, að landið fær sjálfstjórn. (Það er þrisvar sinnum stærra en Bretland að flatamiáli og hefur 18 millj. íbúa). Frá Leifstyttan eim. „Reykvíkingur" skrifar: „Eg átti leið skammt frá Leifs- styttunni fyrir nokkrum dögum og notaði tækifærið til þess að ganga að henni og skoða hana, en það gerði ég oft áður, er ég átti heima í Austurbænum, en ég fluttist fyrir alllöngu í Vestur- bæinn, og fer sjaldan nú „austur fyrir læk“. En þetta var nú útúr- dúr. Það, sem ég vildi segja, er það, að mér var það til sárrar raunar, að sjá óþrifnaðinn kring- um styttuna. Hve lengi á styttan að vera þarna í vanhirðu? Það kann að hafa verið góð hugmynd á sínum tima, að setja styttuna þarna, en hún nýtui’ sín þar ekki lengur, eftir að byggt var allt í kringum hana. Leifur á að vera, þar sem hann „horfir til hafs.“ Góð hugmynd. Það var góð hugmynd, sem fram kom í Visi eitt sinn, að flytja styttuna að Dvalarheimili ^ aldraðra sjómanna. Hugmynd- .inni var vel tekið af ráðamönn- , um þar og lýst yfir, að henni yrði valinn þar ágætur staður og vel um hana hirt. Þar mundi hún njóta sín og ferðamenn og aðrir, er færu þangað til að skoða hana, myndu fá aukna virðingu fyrir landi og þjóð, að sjá styttuna á hentugum, vegleg- um stað í góðri hirðingu, í stað þess, að nú er það til skammar hvernig umhorfs er kringum styttuna. — Eg vona, að þessi orð min verði til þess, að um- ræður hefjist aftur um flutning hana. — Eg vona, ad þessi stað — eða annan, ef jafn ákjós- anlegur finnst, en það di’eg ég í efa. — Reykvíkingui'." Sjoppur og skólar. „Húsmóðir" skrifar: „Mig langar að koma á fram- færi fyrirspurn um það hvort þeir tímar séu komnir, að ekki sé gerlegt að girða fyrir það, að starfræktar séu svokallaðar sjoppur í nágrenni skólanna? Það kveður hér svo ramt að, að það er ekki fyrr búið að reisa nýjan skóla í einhverju út- hverfinu, en upp er risin sjoppa alveg á næstu grösum. Ef ekki er hægt að koma í veg fyrir þetta, er þá ekki hægt að gera neitt til þess að stöðva hlaup barna og unglinga á slika staði, í fristundum? Eitthvað eftiriit mun vera í þessu efni, en viða slælegt, og sums staðar hópast unglingar úr skólunum í sjopp- urnar, en auraráð virðast flest hafa. Foreldrarnir þurfa líka að hjálpa hér til með því að láta unglingana ekki hafa „fullar hendur fjár. — Eg á sjálf syni, sem hafa nýlokið gagnfræða- prófi, og aldrei hlaupið úr skóla í sjoppur, enda alltaf „haft með sér í skólann", og aldrei kvart- að, þótt þeir hefðu lítil auraráð. Þeim hefur að vísu aldrei verið neitað um aura, en þeir hafa aldrei beðið um neitt, nema til kaupa á því sem þörf var fyrir. Nú mundi einhver segja, að þessi kona þurfi ekki að kvarta, en ég skrifa ekki min vegna, heldur af þvi að ég hef horft með hryggð á þessa þróun, sem margir för- eldrar, og sumir, sem ég þekki persónulega, hafa miklar áhyggj- ur af. En hér fæst áreiðanlega ekki leiðrétting, nema allir legg- ist á eitt. Húsmóðir.“ Bretlandi fóru á liátíðina , hertogalijónin af Gloucester og Lennox-Boyd nýlendu- málaráðherra. Aðalhátíða- höldin eru í Kaduna bæ sem aðeins er hálfrar aldar gamall.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.