Vísir - 25.05.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 25.05.1959, Blaðsíða 3
Mánudaginn 25. febhiar 1959 VÍSIR Halló! Já, halló! Er þetta hjá Jónasi Jónssyni? Já, Jónasi frá Grjótheimi. Ég þekkist bezt undir því nafni. Það mun rétt vera. Má ég koma heim til þín Jónas, og rabba við þig smá-stund? Vertu velkominn. Mér er sagt, að þú sért flutt- ur af Frakkastígnum. Hvar ...? Já. Af Frakkastíg 13 er fluttur, ' fánýtan varnagla slœ. Álízt þó áfanginn stuttur, til óðalsins vestur í bœ. Og hvar áttu þá heima núna, Jónas? Einn tuttugu og átta sextíu og sex, símanum ég halda mun, ef dýrtíð ekki vex. í undirheimakjallara, og erum bara tvö, eigum heima á Bárugötu þrjátíu og sjö. Já, Bárugötu 37? Það er normal blóðhiti, vinur. Þú manst það. —★— Þú ert orðinn þó nokkuð full- orðinn, Jónas? Ja, gizkaðu nú á. Hvað held- urðu að ég sé gamall? Þú ert líklega 65—67 ára. Ég verð 78 ára núna í júní. Mér þykir þú halda þér al- deilis vel. Hvar ertu annars fæddur? „Bálkastöðum-Ytri alinn eftir sveita-reglugjörð. Miðfirðingur mun ég talinn, Þótt minn sé bær við Hfúta- fjörð.“ Ytri-Bálkastöðum? Já, Ytri-Bálkastaðir eru í vestanverðu Heggstaðanesi í Húnavatnssýslu. Hvenær fluttist þú til Reykja- víkur? Bíðum nú við. Ég fór á bún- aðarskólann á Hvanneyri 19 ára gamall. Var þar í tvö ár. Síðan ráðsmaður í Norðtungu í eitt ár, fór svo suður 1901 og >(Hlakka til að hleypa á sprett, réðst á skútu. Fór á Stýrimanna því honum mun um ganginn Ekki komið að Rœhhað nV) Jíónas í ímrjjú&hviai #. Módel 26, já. Nú, svo hefur þú fengið þér annan bíl síðar? Já. Næst kom ,,Þytur“ og svo „Léttir“. Um hann kvað ég: skólann, og útskrifaðist þar i létt, 1905. Var lengst af á sjónum. ’ Qg engum þykja undrafrétt, Annars hefur margt á dagana þótt ótal met hann geti sett; drifið. Ég hef verið veitinga-: Hann er líka sannkallaður húseigandi, kaupmaður, og svo! Chevrolet.“ bílstjói’i í fjöldamörg ár. Þú hefur víðá komið við,; Þá hefur þú nú verið vel sett- þykir mér. Og alltaf skapið ur með nýjan bíl? samt jafn gott? „Unnið hef sem húðarklár, hvergi hlotið frama, þótt í v'öngum gerist grár, geðslagið er sama.“ O-já. Svona til að byrja með. Alltaf vill þó eitthvað koma fyrir, þótt ekki sé alvarlegt. „Mikið undur á ég bágt, aldrei minnsti friður. „Glussinn11 ennþá dettur dátt í dropatali niður.“ En svo er það líka það, að Hvar varstu annars bílstjóri, i Jónas? Ég var á Vörubílastöðinni \ Þrótti. Já, átti lengst af gaml-: . an bíl, sem ég kallaði „Grána“. ”Þeir> sem blla!lðgerð Vmna’ Sæmileg kerra? S virðast marglr °ðrU smna’ trassa verkið meira og minna, „Býsna er góður bíllinn minn, markvisst að því státa, betri’ én flestir halda, að svíki þeir og svindli’ á ýrnsan en hann fær eins og eigandinn j máta; umbúðanna að gjalda.“ eyðileggi orðstír hinna, ! sem öðruvísi haga sér, ; en þetta’ er algengt, því er ver; ! góða’ og illa á að kynna, ' allir makleg gjöld að finna, mörgum slysum mundi linna, jmætti viðgerð treysta, ,enginn skyldi ógæfunnar freista; „Ef fartækin fjölga og skána, leynda galla’ að lokum finna, Hann var nefnilega ekkert sérlega fallegur, greyið. Gamalt módel? Módel? Einu sinni vantaði mig vél í bílinn. Þá auglýsti ég með smá-vísu, eins og ég oftast ^erði. framtak hjá þjóðinni vex, en mig vantar mótor í „Grána“ módelið tuttugu og sex.“ leita’ og ganga’ í kröfsin hinna, það hef ég reynt og því vil spinna þuluna sanna og skýra, reynslu fengið reyndar langt of dýra.“ Nú, það er alveg sama, hvar ég kem. Alltaf fæ ég kvæði í hausinn. „Hendingarnar hafa fært harla mörgum gaman; gjarnast hef ég getað hrært gremju og spaugi saman.“ Hvaðan kemur annars þetta Grjótheima-nafn? Það er síðan ég fékk lóðar- skika hjá bænum. Laugarás- blett 5. Einn hektari af urð ; og grjóti. Átti að gera það að túni á átta árum. Þetta var 1926. Mikið grjót? „Meiri urð hef aldrei spurt, eitt má hafa í sögnum: af þeim bletti ekið burt | ellefu þúsund vögnurn." Ég sé að þig vantar einn fingur á vinstri hönd. Hvernig misstir þú hann? Það var á síldveiðum 1913. Ég fór með fingurinn í spilið. Það var mesta mildi, að ég skyldi ekki missa alla höndina. Já, segðu mér einhverja sögu af sjónum. Þú hlýtur að kunna mikið af slíku. Ja, það var nú svo til dæmis með þessa ferð, þegar ég missti j puttann. Það var alveg eins og ég fyndi það á mér, að eitt- ; hvað mundi koma fyrir mig í ‘ ferðinni. Og þegar ég gekk nið- kofunum ur bryggjuna,. kom mér þessi vísa í hug: „Lundur stundar böli ver, beiskan undir svíða, lundin undir lömuð er, leyndum bundin kvíða.“ Og svona hefur það ætíð ver- ið, alla mína æfi meðan ég man eftir mér, að mér kom fátt á óvart. Segðu mér meira um það. Ég var lengst af með Guð- mundi Jónssyni hjá Kveldúlfi. Einu sinni fórum við út um miðja vertíð. Þá fannst mér undrum sæta hvað ég fékk að sofa lengi, því það var okkar dýrðardraumur, og eina hvíld. Svo er ég loks kallaður upp, og sagt að tvívegis sé búið að hífa trollið. Guðmundur sagði þá sí- sona: „Æ, — ég gat ómögulega verið að láta kalla í þig. Mig langaði líka til að vita hvernig lægi í þér, þegar þú værir bú- inn að sofa vel, á meðan við hífum tvívegis án þess að fá í soðið. Þú hefur fyrr getspakur verið, og nú ætla ég að’leita hjá þér hverju þú spáir. „Ég hef vaknað vel, en seint varla er því að leyna. Gjöra stöku get ég reynt, gjarnan fleiri en eina.“ Ja, þá held ég sé nokkurn veginn uppi á þér typpið,“ seg- ir hann, „en hverju spáir þú nú, Jónas?“ „Ef að veðrið verður stillt, vel- má þannig haga, að við „Skalla“ fáum fyllt, fjóra næstu daga.“ En það hafði aldrei komið fyrir. Þá þótti góður túr að fylla á 7—8 vikum, en við vorum búnir að fylla eins og hægt var — á fjórum dögum, og fullt dekk. Það hefur bara alveg skipt um eftir þessa vísu? Já. Það var alveg eins og ég fengi tilvísun. Einu sinni var ég á Skúla fógeta. Fiskiríið gekk illa, og ég fór niður að sofa. Þetta var á páskum 1913. Áður en ég sofn- aði, bað ég bæn: „Burt frá mér sérhver illur andi alla leið beint til Helvítis, heilagir englar hjá mér standi, hamli því mér grandi slys; leiddu mig, Guð, um land og sjó, láttu mig alltaf hafa nóg.“ „Gefðu, við fiskum vel í vetur, vernda frá slysum sérhvern mann; fylltu pokann með fiski betur, færðu’ oss hann alltaf þrískipt- an; láttu’ ekki upsa í því sjást og alla poka heila nást.“ „Þá gengi fljótt að fylla’ hann Skúla, á fimmta degi við kæmum inn, sumir gengu með gleiðan túla, glaðir að líta hlutinn sinn; Halldóri veitist verðugt lof, varla mundi það samt um of.“ — en við komum á fimmta degi, og það var alveg einsdæmi. Eftir það álitu þeir, að ég gæti sagt fyrir um óorðna hluti. Hefurðu ekki átt neitt við kraftavísur? O-nei, ekki hef ég gert það. Lét samt einhverju sinni fjúka smá-hótunarvísu í verzlun, þeg- ar ég fékk ekki það sem ég vildi. „Ykkar tæmist auraskrínur, allur lífs- og sálarfriður; fái ég ekki appelsínur, ykkur skal ég kveða niður.“ I — og appelsínurnar fékk ég. Áttu ekki einhverjar krafta* vísur um Bretann? Kraftavísur eru það víst ekki, en ég skal lofa þér að heyra. „Ólög fjandinn eflir flest, öll hans fræði kenna. Þeir, sem honum þjóna bezt, þrotlaust stikna og brenna.“ „Þjónum sínum þjarmar að, þarflaust góðs að vona. Hvernig stendur á því að andskotinn er svona?‘‘ „Arðrán Breta æðsta sport, ekkert bæta má þá. Þó er alveg óvíst hvort andskotinn vill sjá þá.“ „Bretar löngum breyttu flátt, bæði í verki og orðum. , Lengst þeir gátu leikið grátt lítilmagnann forðum.“ „Gæran hvergi gagnar meir, ! giftu og heiðri týna. En í hvers skjóli eru þeir úlfstrýnið að sýna?“ „íslendingar örðugt brýnt ýmsum leikið skjöldum. Fúlmennskunnar frumhlaup sýnt fyrir opnum tjöldum.“ „Bretar hafa einblínt á, öran gróða að taka, en andskotinn mun af þeim flá æruna til baka.“ „Eftir Breta ágangsrán auðjöfranna þvingu, verður talin víðtæk smán að vera Englendingur.“ „Óréttmætt í engu telst, ákvæðum að breyta. Og Englendingar ættu helzt andskotar að heita.“ Mér þykir þú aldeilis taka upp í þig. Ekki ertu alltaf svona höstugur í orðum, er ég hrædd* ur um. Nei, ég get verið kurteis líka. Einu sinni hringdi ég í vitlaust númer í símann, og þegar stúlku anginn svaraði mér hálfgerðum skæting, varð mér að orði: „Ef ég stœli annars mat, ei mér stœði’ á sama, en nú hef ég villzt í vitlaust gat. Verið þér sœlar, dama.“ G. K. Prír sækja um pró- fessorssmbætti. Umsóknarfrestur um prófes- sorsembættið í guðfræðideild háskólans rann út 15. þ. m. Um embættið hafa sótt: Síra Jakob Jónsson, sóknarprestur í Hallgrímssókn í Reykjavík, síra Jóhann Hannesson, sókn- arprestur á Þingvöllum, og síra Þorgrímsu Sigurðsson, sóknar- prestur að Staðastað. (Frétt frá , menntamálaráðuneytinu).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.