Vísir - 25.05.1959, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
LatlS hann færa yður fréttir eg annað
tesuraretnl heim — án fyrirhaínar aí
yðar hálfu.
Rími 1-16-60.
VISIR
Mánudaginn 25. maí 1959
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaSið
ákeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fjögur umferðarslys í gær.
Tveir ungir drengir meiddust altmikið og
telpa hlaut stæman heilahristing.
„Paradísar-
missir“
Eisenhower segir Bandartkja-
menn syrgja Duiies.
I lior hans fer fram með fyllsta
í gær urðu fjögur umferðar-
slys í Reykjavík ög nágrenni,
og í a. m. k. tveimur þeirra um
mikil meiðsl að ræða.
A fjórða tímanum í gær lenti
sex ára drengur, Jónatan Ás-
björn Líndal að nafni, fyrir
leigubifreið á veginum í lægð-
inni fyrir neðan Grafarholt.
Drengurinn kastaðist í götuna
og hlaut mikinn skurð á höfði
auk þess sem hann meiddist á
fæti. Hann var fluttur í slysa-
varðstofuna.
Um klukkustund seinna varð
umferðarslys á Kaplaskjólsvegi.
Þar hljóp ungur drengur, Gunn
ar Jóhannsson til heimilis að
Skálholti við Sauðagerði, út á
götuna móts við Meistaravelli.
í sömu andrá bar að leigubif-
reið og skipti það engum togum
að drengurinn varð fyrir bif-
reiðinni og lentiundir henni.
Þar lá hann þegar bílstjórinn
kom út. Drengurinn var lær-
brotinn og talsvert skaddaður
á höfði. Hann var fyrst fluttur
í slysavarðstofuna en síðan í
sjúkrahús.
Síðdegis í gær eða gærkveldi
urðu tvö önnur umferðarslys í
bænum. Rétt fyrir klukkan 8 í
gærkveldi varð hjólríðandi
drengur, níu ára gamall, fyrir
bifreið á mótum Sundlaugaveg
ar og Gullteigs. Hann var flutt-
ur í slysavarðstofuna, en meiðsli
hans ekki talin alvarleg. Hann
meiddist eitthvað á fæti.
í gærkveldi stakkst átta ára
telpa af reiðhjóli á Hólmgarði
móts við hús nr. 14, skrámaðist
í andliti og fékk slæman heila-
hristing. Hún var að athugun
lokinni í slysavarðstofunni flutt
í Landspítalann.
Á föstudagskvöldið slasaðist
Innbrot í
fyrrinóti.
í fyrrinótt var brotizt inn í
söluturninn í Veltusundi, en
innbrot hafa gerzt þar alltíð.
Þar inni hafði mikið verið
rótað og sýnilega ýtarleg leit
gerð að verðmætum. Peninga
fann þjófurinn enga, en hins
vegar stal hann um 30 pakka-
lengjum af vindlingum, miklu
af nylonsokkum og allmörgum
Vindlakveikjurum.
Aiþjóðaknattspyrna:
Mexikó sigraði
England 2:1.
Enska knattspyrnuliðið, sem
er í Vesturálfu, hefur ekki far-
ið þangað neina sigurför.
í gær beið það ósigur fyrir
mexikanska liðinu, er sigraði
með 2:1. — Áður hafði liðið
tapað fyrir Brazilíu og Perú.
Næst verður keppt í Los
Angeles.
maður illa, sem var ásamt öðr-
um mönnum að fella niður múr-
pípu að Vatnsstíg 3 hér í bæ.
Maður þessi, Valdimar Vigfús-
son Laufásvegi 20, hlaut opið
beinbrot á fæti, auk fieiri á-
verka og var fluttur í Landspít-
alann.
Á laugardaginn féll 2ja ára
telpa út um opinn glugga bif-
reiðar, sem var á ferð eftir Ei-
riksgötunni. Sem betur fór
meiddist barnið lítið, enda bif-
reiðin á hægri ferð. Hins vegar
er þessi atburður ábending til
ökumanna, sem flytja ung börn
að hafa ekki glugga farartækj-
anna opna.
Mönnum finnst gaman,
þegar hnífur þeirra kemst í
feitt að einhverju Ieyti. Kött
um þykir einnig garnan,
þegar þeir hafa tækifæri til
að veiða mýs eða rottur.
Þess vegna þótti ketti einum
— vafalaust — gaman um
daginn, þegar hann komst
inn í músadeild Oakridge-
kjarnorkustöðvarinnar í
Tennessee • Bandaríkjunum.
Þar eru nefnilega geymdar
að jafnaði um 150.000 mýs
til alls konar tilrauna. Kött-
urinn var handsamaður, þeg-
ar hann hafði gætt sér á 8
músum.
Þessi mynd af hvalveiðiflotanum var tekin nú um helgina, er
skipin voru nýkomin úr slipp, og liggja hlið við hlið hér í
höfninni. Hvalveiðiskipin eru tekin árlega í slipp til skoðunar,
eftirlits, viðgerðar og málunar, fyrir hverja vertíð.
Islandsmótið í bridge
hófst í gær.
Vormót ÍR fór fram í gær.
íslandsmótið í bridge var
sett kl. 2 í gær af formanni
Bridgesambandsins, Ólafi Þor-
steinssyni. Tólf sveitir eru þátt-
takendur, þar af aðeins 2 utan
af landi, sveit Mikaels Jóns-
sonar frá Akureyri, og sveit Óla
Kristinssonar frá Húsavík. Hin
ar sveitirnar eru úr Reykjavík.
Spilaðar verða 7 umferðir og
keppt eftir Monradkerfi. Þ. a. 1.
koma allar efstu sveitirnar sam-
an, sem ekki hafa spilað áður.
Fyrsta umferð fór sem hér
segir:
Sveit Sófusar Guðmundsson-
ar vann sv. Eggrúnar Arnórs-
dóttur með 71:55. Sv. Hjalta El-
íassonar vann sv. Vigdísar Guð-
jónsdóttur með 77:35. Sveit
Stefáns Þ. Guðjohnsen vann sv.
Nikaels Jónssonar, 43:25. Sv.
Ásbjarnar Jónssonar vann sv.
Svavars Jóhannssonar, 49:32.
Sveit Sigurhjartar Pétursson-
ar vann sv. Ragnars Þorsteins-
sonar, 55:38. Sveit Halls Símon
arsonar (núverandi íslands-
meistarar) vann sveit Óla
Kristinssonar, 49:41.
Önnur umferð var tefld í gær
kveldi, og fóru leikar á þessa
leið: Sv. Hjalta vann sv. Sófus-
ar, 61:46. Sv. Stefáns vann sv.
Ásbjarnar, 50:37. Sv. Sigurhj.
vann sv. Halls, 58:36. Sv. Mika-
els vann sv. Svavars, 57:43. Sv.
Óla vann sv. Ragnars, 69:37 og
sv. Vigdísar og Eggrúnar gerðu
jafntefli með 52:49.
Mótið heldur áfram öll kvöld
kl. 20 í Tjarnarkaffi, og verður
3. umferð í kvöld.
Albaniuheimsókn
Krúsévs hafin.
Albaniuhcimsókn Krúsévs
hófst í morgun.
Hún stendur í 12 daga. —
Ekkert hefur enn verið látið
uppi um hvers vegna þessi
heimsókn á sér stað nú.
Kínverskir kommúnistar
héldu upp á hvítasunnudag
með því að skjóta 400
sprengikúlum á Matsu-
eyjar.
lieiðri n.k.
John Foster Dulles fyrrver-
andi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna andaðist í svefni á
Walter Reid-sjúkrahúsinu í
Washington undir morgun í
fyrrinótt og fékk því hægt
andlát. Hann var 71 árs að
aldri
Eisenhower forseti hefur fyr-
irskipað, að útför hans skuli
gerð á ríkisins kostnað og
minningu hans sýnd fyllsta
hernaðarleg virðing. Lík hans
á að liggja á viðhafnarbörum í
sólarhring og standa hermenn
þar vörð, en að lokinni minning
arathöfn í Washington-dóm-
kirkju verður lík hans jarðsett
í Arlington-kirkjugarði, þar
sem er hinnsti hvílustaður
þeirra, sem látið hafa lífið í
þjónustu við ættjörðina.
Utanríkisráðherrafundi Fjór-
veldanna í Genf verður
frestað á morgun, til þess að
utanríkisráðherrar Vesturveld-
anna, Christian A. Herter, Sel-
wyn Lloyd og Couve de Mur-
ville, geti farið til Washington
og verið viðstaddir útförina. —
Eisenhower tilkynnti sjálfur
Herter andlátsfregnina og þeg-
ar á eftir var Bandaríkjafáninn
með sorgarslæðum dreginn að
hún í Genf. — Utanríkisráð-
herrafundinum var frestað með
fullu samþykki Gromyko, sem
lét í Ijós samúð sína í tilefni af
andlátinu. Utanríkisráðherra-
fundurinn hefst að nýju mið-
vikudag næstkomandi.
Bandaríkin
syrgja mikilmenni.
Einsenhow Bandaríkjaforseti
og frú hans fóru í gær í sam-
úðarheimsókn í tilefni af and-
látinu, en áður hafði hann lýst
John Foster Dulles sem mikil-
menni, er öll Bandaríkjaþjóðin
syrgði. — Samúðarskeyti hafa
borizt að í stríðum straumum
úr löllum löndum heims og
einnig þeir, sem harðast gagn-
rýndu hann, keppast nú við að
lofa hann fyrir ýmsa mikla
kosti í fari hans.
Höfuðleiðtogi
í 6 ár.
Hann var einn af helztu leið-
miðvikisclag.
togum vestrænu þjóðanna í 6
ár og sá, sem framar öðrum
markaði stefnuna. Hann tók við
embætti 10 janúar 1953 og átti
Dewey fyrrverandi ríkisstjóri í
New York, forsetaefni republik-
ana, sem féll fyrir Truman
mikinn hlut að því, að hann
var valinn í embættið. Dulles
var lögfræðingur, las alþjóða-
lög við Sorbonne-háskólann og
tók próf í lögum við Washing-
ton-háskóla.
Dulles vann mikið að því að
treysta samheldni Bandamanna
gegn kommúnismanum. Hann
ferðaðist meira en nokkur leið-
togi annar, kom í flest þjóð-
lönd og kynntist fjölda leið-
toga.
Fáir birair
unnir.
Yfir 100 veiðinienn lögðu
upp frá Timmins ■ Ontaric,
Kanada, fyrir nokkru — á
hjarndýraveiðar.
Borgarstjórinn ■' Timmins
skipulagði veiðiferðina, eftir
að fregn hafði verið birt um,
að loðhúfur lífvarðar Elísa-
betar drottningar — en þær
eru gerðar úr bjarndýrsfeld-
um — væru mölétnar!
En ekki eru „allar ferðir
til fjár“ eða frama — því að
í leiðangrinum mikla voru
aðeins felld 3 dýr.
Þjónusta við kommún-
isma er meginmark.
Nýlokið er í Moskvu Þriðja
rithöfundaþinginu. Lauk því
með ályktun um hvernig rit-
höfundar gætu hezt þjónað
kommúnismammi.
Birt hefur verið ræða, sem
Krúsév flutti á þingi þessu, en
þar komst hann m. a. að orði
á þá leið, að létta bæri undir
með þeim rithöfundum, sem
horfið hefðu frá villu síns
vegar.
Meginmark er sem fyrr:
Þjónusta við kommúnismann.
Tólfta hvalveiðive rtíð m hafin.
130-140 manns hafa atvinnu við þær.
Hvalveiðivertíðin er hafin.
Fóru hvalveiðibátarnir út í
gærkvöldi.
Hvalveiðarnar verða reknar
með sama hætti og undan-
gengin ár. Hvalveiðibátarnir
eru samtals fimm, og fjórir að
veiðum, en einn er jafnan til
vara og liggur inni í Hvalfirði.
Veiðarnar standa langt fram í
september.
Það er 12. hvalveiðivertíðin,
'sem nú er hafin. — Þær hafa
yfirleitt gengið vel. f fyrra
veiddust óvanalega margir
hvalir eða 508. Veiddust þá 135
búrhveli og hækkaði það mjög
taöluna. — Fæstir hvalir á
vertíð veiddust 265.
130—140 manns hafa at-
vinnu við hvalveiðarnar og eru
þá áhafnir hvalveiðiskipanna
með taldar.
w . U' r V' ,\0:! .