Vísir - 23.06.1959, Blaðsíða 1
«». ár.
Þriðjudaginn 23. júní 1959
130. tbl.
Viil Framsókn geta
keypt sér fylgi ?
Ummæli Kirkjubólsmannsins verða
ekki skilin á annan veg.
Það er alkunna, hvers vegna Framsóknarmenn vilja
fyrir alla muni halda í núverandi kjördæmaskipun. Ástæðan
er sú, að hún veitir þeim margfalt meiri áhrif en þeir eiga
heimtingu á samkvæmt kjörfylgi beirra. En begar Fram-
sóknarmenn hafa ekki gætt sín, hafa þeir talað af sér, eins
og til dæmis Halldór nokkur á Kirkjubóli, sem komst svo
að orði í grein í Tímanum þann 24. október 1946:
„Lítil kjördæmi hafa þann ókost, aS íésterk-
ir og ófyrirleitnir flokkar ganga á það lagið að
kaupa sér þar fylgi. Nota þeir í því skyni bæði
heinar og óbeinar mútur úr eigin sjóði og ríkis-
sjóðnum. Reynslan bendir til þess að sérstök
ástæða sé til að gefa bessu gaum. Málefna-
baráttan ruglast, ef hægt er að ráða úrslitum
með því að draga í sinn dilk tiltölulega fáa
menn með gefnum og sýndum fríðindum og
fébótum ýmiskonar. Shku verður síður við-
urkomið í stórum kjördæmum.“
Margir munu nú spyrja sjálfa sig, hvers vegna Fram-
sóknarliðið heldur dauðahaldi í litlu kjördæmin. Svarið
liggur í augum uppi: Ófyrirleitni Framsóknarmanna gerir
ráð fyrir, að þá sé frekar hægt að kaupa atkvæði. Því ber
að þakka Halldóri fyrir þessar upplýsingar um áhuga
flokksmanna hans.
Treg síldveiði í nótt en
kyrrt veður.
Síldarbræðslan tók til starfa í gærkvoldi.
Frá fréttaritara Vísis.
Siglufirði í morgun.
Hér finnst okkur síldarver-
tíðin ekki raun og veru byrjuð
fyrr en fer að rjúka úr verk-
smiðjureykháfunum og ilmur-
inn úr bræðslunum leggur yfir
bæinn á kyrrum sumardegi.
í gær var byrjað að bræða í
Síldarverksmiðju ríkisins og
var lokið við að bræða það sem
í þrónum var í nótt. Það var
bezta veður á miðunum en lítið
var víst um veiði. Hins vegar
mun lóða á talsverðu af síld og
er að heyra á sjómönnum að
fremur sé veiðilegt um að lít-
ast og eru menn vongóðir um
að, ná talsverðu af síld á þess-
um slóðum. Síldin er enn langt
frá landi, um 100 sjómílna vega-
lengd frá Siglufirði. Enn hefur
ekki borizt söltunarhæf síld til
Siglufjarðar og söltunarleyfi
ekki verið gefið enn. Síldin sem
veiddist í gær er alveg eins og
fyrsta síldin sem barzt hér á
land.
Það er ekki komið sérstak-
lega mikið af fólki enn, og er
varla að búazt við því fyrr en
söltun hefst.
Nokkrir bátar voru að tínast
inn til Siglufjarðar í morgun
með smáslatta. Síldarleitin
sagði að í nótt hefðu margir
verið í bátum, en lítið fengið.
Þoka er yfir ísröndinni en veð-
ur kyrrt.
Ríkisstjórn Argentínu hefur
beðist lausnar.
Frondizi forseti hefur neitað
að taka til greina lausnarbeiðni
þriggja ráðherra, þeirra, sem
fara með mál landhers, flug-
hers og flota, en hefur lausnar-
beiðni hinna til athugunar.
Ókyrrð er áfram í landinu,
en eins og fyrri fregnir hafa
hermt, hefur komið til verk-
falla, uppþota og átaka í seinni
tíð. Svo virtist þó fyrir nokkr-
Hafa samvinnufélög ver-
íð látin gefa út kosninga-
áróður fyrir Framsóknar-
flokkinn?
Sjá 7. síðu.
Kyndiil fer tii
Grænfands.
Olíuskipið KyndiII er nú á
leið til Grænlands eða er kom-
ið þangað. Fór skipið héðan
með farm af brensluolíu fyrir
togara Bæjarútgerðar Reykja-
víkur.
Þegar íslenzku togararnir
veiða í salt við Grænland hafa
þeir orðið' að leita hafnar
þar til að taka vatn og olíu. Nú
vildi svo til, að olíulaust var
í Grænlandi og var Kyndill því
sendur vestur.
Kyndill losar oliuna í Fær-
eyjahöfn og mun hann verða
viku til 10 daga í ferðinni.
Biskupar heiðraðir.
Hinn 19. þ. m. sæmdi forseti
Islands, að tillögu orðunefndar,
biskup Ásmund Guðmundsson
stórkrossi hinnar íslenzku
fálkaorðu fyrir embættisstörf.
Sama dag sæmdi forseti pró-
fessor Sigurbjörn Einarsson
stórriddarakrossi fálkaorðunn.
ar fyrir embættisstörf.
um dögum, sem kyrrð mundi
vera að komast á aftur, en að
því hefur orðið skammgóður
vermir. Fréttaritarar segja, að
herinn hafi hótað að setja
forseta af, ef hann slíti ekki
samstarfi við róttæk öfl og
stuðningsmenn Perons fyrr-
verandi forseta.
Áður var kunnugt, að vax-
andi óánægja var ríkjandi í
hernum, með stefnu Frondizi
forseta.
Framh. á 12. síðu.
Herstjórn Argentínu hótar
að setja Frondizi af.
Argentínustjórn hefur
beðisf busaiar.
Þann 17. júní var þegar hafizt handa um að treysta það, sem
eftir var af stíflunni fyrir ofan jarðgöngin í Dráttarlieiði og var
þessi mynd tekin þá.
Góðar fréttir Efra-Sogi:
Alýr varnargaröur
stöivar vatnsflanminn.
Ekkert tjón á eldri orkuverum.
Stöðin á að geta tekið til starfa
Mm næstu árainóö.
Stjórn Sogsvirkjunai'innar
hélt fund í gærmorgun um ó-
happið við virkjunina við Efra-
Sog.
Þar fluttu skýrslur um málið
þeir Steingrímur Jónsson raf-
magnsstjóri, A. B. Berdal verk-
fræðingur, sem verið hefur ráðu
nautur um allar Sogsvirkjanir
frá upphafi, og fulltrúar verk-
taka,‘þeir verkfræðingarnir Kai
Langvad og Árni Snævarr. Sogs
stjórnin og ráðunautar hennar
hafa fylgzt nákvæmlega með
öllum gangi málsins frá upp-
hafi. Síðan varnargarðurinn við
Þingvallavatn brast í stormin-
um sautjánda júní hefur verið
unnið sleitulaust að því að
stöðva hinn gífurlega vatns-
flaum niður göngin, og undir-
búa aðrar ráðstafanir til að
bæta tjónið og draga úr afleið-
ingum þess. Nú er svo komið,
að í dag verður væntanlega bú-
ið að gera nýjan varnargarð og
stöðva að mestu vatnsflauminn
í gegnum Dráttarhlíðina, svo
að lækkun Þingvallavatns stöðv
ast, en þá hefur yfirborð þess
lækkað samtals um því sem
næst 85 sentimetra. Þá mun
vatnið byrja að hækka að nýju
um sem næst fjóra sentimetra
á sólarhring, unz það hefur náð
fyrra vatnsborði, og Sogið eðli-
legu rennsli eftir um það bil
þrjár vikur. Hafa þessar fram-
kvæmdir gengið betur en ýtr-
ustu vonir stóðu til í upphafi.
Engar skemmdir hafa orð-
ið á eldri orkuverum í Sogi;
við Ljósafoss og Irafoss. —
Sogsvirkjanirnar, það er
Ljósafoss- og írafoss-stöðv-
arnar, hafa nú og munu liafa
í sumar nægilegt vatnsmagn
til raforkuframleiðslu, þann-
ig að rafmagnsskortur mun
ekki verða að öðru leyti en
því, að Áburðarverksmiðjan
fær sennilega nokkru minni
næturorku en áður nú um
stuttan tíma.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri hefur sagt við Vísi, að
virkjun Efra-Sogs hafi sam-
kvæmt samningi og vinnuáætl-
un átt að vera lokið fyrsta nóv-
ember, eða réttara sagt það
langt komið, að þá mætti hleypa
vatni á og prófa vélarnar, en
stöðin sjálf átti að taka til starfa
til raforkuframleiðslu fimmt-
ánda nóvember.
Verkfræðingar telja, að ó-
happið 17. júní valdi um
fveggja mánaða töfum. Hins
vegar muni gerlegt með sér-
stökum ráðstöfunum að
hraða verkinu um hálfan
mánuð, þannig að raunveru-
leg töf verði um hálfur ann-
ar mánuður. Samkvæmt því
ætti stöðin að geta tekið til
starfa um áramót.
---•-----
Struku af sov-
ézkum togara.
Kanadiska riddaralögreglan
á Nýfundnalandi leitar tveggja
rússneskra togarasjómanna.
Hurfu þeir af skipi sínu, tog-
aranum Niman, er hann kom
til hafnar í St. Johns um helg-
ina, til þess að fá vistir.
Embættismaður úr sovézka
sendiráðinu í Ottawa er kom-
inn til St. Johns.