Vísir - 23.06.1959, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Þriðjudaginn 23. júní 1959'-
CECIL AT. ,, .
ST.
LAJJRENT: /
/>O Y JÚANS
* -K
' ■» 50
skal láta þig fá svo vel úti látna ráðningu, að þú flýir ekki aftur.
— Láttu þessa konu í friði, liún tilheyrir okkur og þér eigið
engan rétt til hennar.
— Engan rétt, sagði stórskotaliðsmaðurinn, og skók hnefana
framan í Juan. Það voru þessar krumlur, sem fyrst var þuklað á
henni með, og ef þið sleppið henni ekki góðfúslega, skal eg lumbra
svo á ykkur, að þið bíðið þess ekki bætur. Stelpan er min!
Gueneau kom út á hælum Juans og með samanbitnar varir og
knýtta hnefa gekk hann móti risanum, sem glotti háðslega, og
tók sér bardagastöðu.
En ekki kom til slagsmála, því að ofurstinn gekk á milli.
— Hættið ekki á neitt, hvíslaði hann að Gueneau, þvi að þá
getur flóttatilraunin farið út um þúfur. Svo sneri hann sér að
risanum:
— Eg viðurkenni, að þú getur með nokkrum rétti gert kröfur
til stúlkunnar, og .þess vegna skulum við útkljá málið í vinsemd.
Alklædd ætti hún að vera um 30 bauna virði, en þar sem við
fengum hana nakta að kalla gæti sanngjarnt verð talist 10—15
baunir. Ertu ánægður með tíu?
— Tíu baunir! Fari i heitasta, nei. Haldið þið, að eg sé einhver
fábjáni. Og ekki er hún nakin núna, sýnist mér.
Hann benti á Rósettu, sem stóð þögul og angistarfuíl að baki
Juans.
— Það er vegna þess, að eg gaf henni frakkann minn, sagöi
Juan djarflega.
— Hvort sem hún er nakin eða ekki er stelpan mikils virði,
þrefaði risinn áfrani. Hún getur búið til mat og hjúkrað. Og svo
er vaxtaríagið, piltar, vaxtarlágið . . . ,
Áður en ofurstinn og Juan gætu hindrað hann i því svifti hann
af henni kápunni og benti á brjóst hennar:
Og þið ætlið að selja slíkan kjörgrip fyrir tiu baunir.
Nú fór kapteinninn að reyna að sannfæra hann um hve konur
væur í litlu verði „nú á dögum og einkum hér á eynni“.
— Og svei, vitið þér annars nokkuð um verðlag á kvenfólki
hér á eynni? Hvers virði væri til dæmis einn kvenmaður í saman-
burði við vænt kálhöfuð?
Tinteville tók nú til máls og hótaði íefsingu æðri máttarvalda,
ef hann talaði svo óvirðulega um konur, og þegar háöshlátra-
sköllin loks þögnuðu, kom Juan með sína tillögu:
— Við látum þig fá 13 baunir í dag og 13 til viðbótar, þegar
næsta úthlutun fer fram.
Meðan rifist var byrjaði að húma og kvöldsúpan beið. Risinn
frá Marseille sætti sig við þetta tilboð, að því er virtist, og nú
sötruðu menn súpuna og ræddu áfram horfurnar. Taugar Juans
voru spenntar til hins ítrasta og ofurstinn var allt af að líta á
klukkuna, en um klukkan ellefu fór Gueneau á vettvang, til þess
að athuga hvort nokkur hætta væri sjáanleg nokkursstaðar. Væri
hann ekki kominn aftur eftir hálfa klukkustund áttu hinir aö
koma á eftir, fyrst kapteinninn og Tinteville, með haka, sem þeir
höfðu fundið og keðju, og drógu þetta inn í byrgið, ef þeir fengju
þessa not, þar næst ofurstinn og Rósetta, og loks Juan einn.
Ekki skyldu þeir fara sömu leið, til þess að vekja ekki neinn grun.
Þegar þeir fyrstu voru farnir jókst spenningurinn, og þegar
svo ofurstinn fór með Rósettu, lagðist það þungt á Juan, að vera
þarna einn. Hann var einhvern veginn ekki undir það búinn, að
vera þarna, án þess að hafa nokkra mannlega veru í kringum sig.
Hann skalf allur og titraði og vissi vel, að þar var ekki vegna
kvöldkælunnar einnar. En loks leið einnig hans biðtími og hann
laumaðist burtu.
Þá heyrði hann allt í einu fótatak og var stigið þungt til jarðar
og hann sá risavaxinn skugga færast í áttina til sín. Fyrst hélt
hann.að það væri einn af félögunum, sem hefði aftur snúið, en
enginn þeirra hafði sama göngulag eða dró svo þungt andann.
K'annske var þaö einn fanganna, sem gekk eirðarlaus um sár-
þjáður, eins og mjög var títt?
En það kom brátt í ljós, að það var risinn frá Marseille, fyrr-
verandi eigandi „Rosettu", sem hér var að snuðra.
— Hvað viljið þér? hvæsti Juan.
Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en hann iðraði fljótfærni
sinnar. Hann hefði átt að reyna að leynast. Hvernig ætti hann að
geta komist úr klóm heljarmennisins — og í tæka tið til félaga
sinna á oddanum.
— Eg vil fá minn kvenmann, sagði risinn og var hótunar-
hreimur í röddinni.
— Þú átt hana ekki lengur. Þú seldir hana síðdegis í dag.
— Fyrir þrettán skitnar baunir — því að eg tel ekki hinar
þrettán! Þið ætluðuð að gabba mig, helvítis hundaxmir.
Juan í-eyndi að tala rólega.
— Hafið ekki svona hátt, þér vekið félaga mína. Og ef þér
hafið ykur ekki hægan skulum við sjá um, að þér verðið að gegna
skyldustörfum við hjúkrun í tjöldunum, þar sem menn liggja í
tugatali í skyrbjúg og taugaveiki.
Risinn var hugsi um stund.
— Heyrðu, litli minn. Heldurðu, að þú lokkir hana ekki út til
mín. Eg skal láta þig fá fjórar baunir.
— Kemur ekki til mála. Þar að auki liggur hún innst. Faiúð
strax, ella vek eg hina.
Og hann lét, sem hann byggist til þess, en þá hugsaði risinn
sig um, að bezt væri að fara í’ólega.
— Jæja, jæja, sagði hann, en eg kem aftur.
Þegar Juar* sá hann hverfa út i myrkrið flýtti hann sér af stað,
kolamyrkur var og svalt, og hann reif fatagarma sína á þistlum og
í'unnum, villtist af götunum, og lenti loks hjá rústum kofanna,
sem brunnu, og sá þá, að hann hafði gengið í hálfhring.
Hann hljóp af stað„ dauðskelkaður. Klukkan hlaut að vera
orðin tólf, en allt í einu var mælt til hans:
— Farðu þér hægt, öllu er óhætt!
Hann nam staðar þegar. Það var ofurstinn, sem talað hafði.
Juan leit á haf út og sá, að fiskibáturinn nálgaðist hægt.
— Við höfum ályktað rétt með tímann. Og eins og við frekara
gerðum ráð fyrir ætla þeir að vai'pa akkeri á víkinni. Takið stöðu
þarna á klettatanganum. Um hitt sjáum við.
Juan hlýddi. En það blés svalan um hann þar sem hann stóð
og hann sá eftir, að hafa gefið Rósettu frakkann. Hún fékk
kápuna hjá mér, en Tinteville þakkirnar, hugsaði hann biturlega.
En nú sveigðust hugsanir hans í aðra átt, því að mannamál frá
bátnum barst honum að eyrum.
Hann svaraði köllunum:
— Hér er eg, sagði hann og veifaði.
Nú heyrði hann skruðning í keðju, er akkeri var varpað, og
kallað var grófri röddu:
— Hreyfið yður ekki!
Þá er stundin komin, hugsaði -Juan. Framundan var lífið,
fi-elsið, ástin og ævintýrin, og innan stundar að baki fangelsi og
þjáningar og dauði á eyðiey. Og þegar hann á næsta augna-
bliki sá fiskimann kom upp úr sjónum rétt hjá klettunum varð
honum svo bylt við, að honum varð fyrst fyrir að signa sig.
Fiskimaðurinn hafði náð taki á klettasnös og hóf sig upp á
klettana. Hann var alls nakinn, nema að hann hafði húfu á
höfði. .
— Eruð þér Juan? spurði hann.
— Já,
E. R. Burroughs
TARZAN
3009
WITH A CHALLEN&INS
KOAE, NU//iA,THE
LION SPKANG OVEE.
P’ALISAP’E.
PAVIf STEEL P’KEW’ HiS
FISTOLTO P’ISBATCH THE
SEAST, B>JT KIOW WE BECAME
TgAtslSFIXEP* IN TEggQE.—.
Núma, Ijónið stökk yfir bj'ssu sína til drepa ljónið, af skelfingu. Á eftir ljóninu skepnum með gapandi gin.
garðinn í miklum vígahug. en allt í einu stirðnaði hann kom heill skaiú af loðnum Þetta voru apar Akuts.
L David Steel tók upp skamm-
?
KVðLDVÚKUNNI
■ B 3 -V
Málarinn frægi, Picasso, hefur
oft gaman af að gera grin að'
sjálfum sér. Fyrir nokkru var
gestur hjá honum í heimsókn.
„Er ekki hættulegt að hafa
svona mörg dýrmæt málverk
eftir yður hangandi hér á
veggjunum án þess að hafa
sérstakan gæzlumann. Er ekki
hætta á að þeim vei'ði stolið?**
„Nei,“ svaraði Picasso hug-
hreystandi, „það er engin hætta
á því. Eg hef það fyrir reglu:
að setja aldrei nafnið mitt á
myndirnar, fyrr en eg hefi selt
þær. Og án undirskriftár minn-
ar eru þær einskis virði. Það
getur hver sem er, málað þær.“
★
Nr. 44: — Myndi lautinant-
inn skamma mig fyrir það, sem
eg hefi ekki gert?
Lautinantinn: — Vitanlega
ekki.
Nr. 44: — Eg kom ekki til
herkönnunar í morgun.
Berðu þig vel —
Framh. af 3. síðu.
Og í slíkiú mælgi koma oft fran*
niðrandi skriftamál.
Það er gott að vera orðvai',
alveg burtséð frá því hvort
menn gera lítið út sjálfum sér
eða ekki. Alveg eins og gufu-
ketil, sem enga útrás hefur, ger
ir gufuna kraftmeii'i, þannig er
því varið um þagmælskuna, hún
gefur mönnum meiri kraft. Hún
lyftir mönnum og gefur þeini
meira sjálfsálit. T. d. pilturinn,
sem er vanskapaður og kvartar
ekki t—> nefnir það ekki; og
stúlkan, sem skortr fegurð eni
þegir um það og reynir að
skara fram úr á annan veg;
konan, sem þjáist en lætur eng-
an vita af því; og karlmaður,
sem hefur orðið fyrir vonbrigð-
um, en heldur sinu stryki bros-
andi — þau sýna öll meiri hug-
rænan og siðgæðislegan þroska
en sá sem lætur tungu sína
hlaupa í gönur með sig. Þau eru
að styrkja skapgerðina. Þau
skapa sjálfu sér meira gildi. Þau
vaxa að mætti, vizku og áhrif-
um.
Þegar tjaldið
fer upp ....
Sögur af leikurum við þján-
ingar og óhöpp eru sígildar —
og að mestu leyti sannar. Þegar
tjaldið fer upp verða menn að
gleyma einkareynslu sinni.
Ég þekkti einu sinni frægau
leikara, sem var svo þjáður af
liðagigt, að hann varð að búa í
búningsherbergi sínu dag og
nótt í því nær mánuð. Og hann
kom á leiksviðið á hverri sýn-
ingu og lék hlutverk sitt svo
vel að engan í áhorfendahópn-
um grunaði þ'áningar hans —•
þetta var kjarkur. En hann bók-
staflega bannaði hverjum manni
i leikendahópnum að minnast á
það, hvernig hann væri stadd-
ur — það var hyggilegt.
„Sýningin verður að halda á-
fram!“ Þetta er regla leikhúss-
ins; og það ætti jafnframt að
vera reglan í lífinu. Við ætturn
,að gera það fyrir vipi okkar, að
leika hlutverk okkar án þess að
kvarta.
Þýtt og endursagt.