Vísir - 05.08.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 05.08.1959, Blaðsíða 10
 VlSIR Miðvikudaginn 5. ágúst 195§ 12 Nú varð þögn aftur. Linda ókyrrðist. — Setjurn svo — að hann tiðji mín, sagði hún hægt. — Það er ekki um neitt „setjum svo“ að ræða. Hann biöur þín, svo framarlega sem þú ekki varnar honum þess, sagði Betty. — Bónorðið skín út úr augunum á honurn hvenær sem hann lítur á þig Linda brosti. Henni hlýnaði um hjartaræturnar við þessi orð. — Ekkert er jafn dásamlegt og að vera elskaður, sagði hún dreymandi. — Það er alveg eins og Errol hafi vakið mig til lífsins aftur. Stundum er ég að velta því fyrir mér, hvort nokkur munur Eé á glöðu þakklæti og því að endurgjalda ást manns. i. — Mm! Það virðist ofur svipað, þegar þú segir það svona. — En — ég er svo hrædd við að segja honum þetta — um Roger. — Segja honum frá Roger? Hvað er þetta! Betty varð upp- væg. — — Eg mundi aldrei láta mér detta í hug að segja Errol frá þessu. Það mundi þurfa nærgætinn mann til að kingja því. Errol hefur sínar góðu hliðar, en hann rnundi ekki taka þessu þegj- andi. — Eg gæti ekki gifst honum án þess að segja honum frá því. — Jú, það gætirðu. Og það mundi eg gera, væri eg í þínum sporum. — En það er það sama sem að ljúga. — Æ, Linda, það verður ekki við þig átt! Það er nógu bölvað að láta sér finnast að maður verði að segja frá því slæma, sem maður hefur gert, en það er fábjánaháttur að segja frá því, sem maður hefur ekki gert. Sérstaklega þegar Errol er annarsvegaer. — Það mundi alltaf verða eins og veggur á milli okkar. — Hvað þá? Þetta er alls ekki neitt Þú ókst á burt með þess- urn Roger, og hann, mannauminginn, beið bana. Það er allt og sumt. Það var leitt fyrir hann, en það bjargaði þér frá að gera þig seka um ófyrirgefanlega flónsku. Ef þú heldur því til streitu að gera syndajátningu ur þessu, heldur Errol auðvitað, að þaö hafi veriö enn ve i a en það var. Og þá verður veggur á milli ykkar meðan þið lifið. — Ó, Betty.......Linda brosti dauft. — Þú ert svo lík henni mömmu þegar þú talar svona. — Líklega er talsvert af heilbrigðu skýnseminni hennar mömmu í mér, sagði Betty alvarlega. — Veit hún nokkuð um þetta? — Já. — En nokkrir fleiri? — Nei. Ekki einu sinni hún Jeanne. — Þú skalt geyma þetta hjá sjálfri sér, telpa mín. Þaö eru allar horfur á að þú verðir hamingjusöm ef þú giftist Errol Colpar. Og síðar — þegar þið hafið verið gift nokkur ár, getur þú sagt honum það, ef þig langar. Eg man ekki neitt, sem mér er ekki óhætt að segja Gerry núna. En að létta á samvizkunni í byrjun ástarvímunnar er öruggasta ráðið til að missa unnustann. — Heldurðu það? — Eg veit það, sagði Bretty einbeitt. — Komdu nú. Við skulurn fara að hátta. Linda stóð upp. henni hafði létt, en sannfærð var hún ekki. Ef Betty hafði rétt fyrir sér, og hægt var að slá striki yfir þetta gamla atvik, þá mundi undursamleg framtíð vera fyrir höndum. Kannske var það satt að hún gerði sér óþarfar kvalir. Bara að hún gæti trúað því! sagði hún við sjálfa sig. Það væri dá- samlegt að geta byrjað nýtt líf, meö dimma íortíðina langt í fjarska. Þetta kvöld sofnaði hún með nýja von í brjósti og ánægðari en hún mundi til að hafa nokkurn tíma verið. Peter og Ijónið. Þegar Linda vaknaði morguninn eftir sat Peter við rúmgaflinn. — Hvað ertu að gera hérna, væni minn, sagði hún syfjuleg. — Komdu og leggstu í rúmið hjá mér. Þér verður kalt að sitja þarna. Hann skreið undir sængina hjá henni. — Hve lengi hefurðu setið þarna? — Nærri klukkutíma. — Þá er engin furða þó bjórinn á þér sé eins og para á gæs. Vildurðu mér nokkuð sérstakt? — Já, mig langar til að fara í dýragarðinn. Linda lokaði augunum. — Ha? Núna strax? — Nei, seinna í dag, sagði Peter eins og skynsamlegt var. — Eg hef hálfvegis lofað honum Errol að fara út með honum í dag. Hún opnaði augun aftur og sá vonsvikið lítið andlit á kodd- anurn við hliðina á sér. — Hvað gengur að þér, væni minn. — Kannske Errol frændi langi til að koma meö okkur. Peter horfði á hana á báðum áttum. — Eg veit ekki. Heldurðu að honum þyki vænt um mig, sagði hún hlæjandi. Og svo hélt hún áfrarn með alvörusvip: — Eg skal athuga hvort við getum gert þetta, Peter. Og ef hann vill ekki korna þá förum við ein. Nú ljómaði andiitið á Peter af gleði. — Æ, það var líka satt — við eigum að borða hádegisverð hjá henni ömmu þinni, bætti Linda við. — Já, en við þurfum ekki að vera lengi að því, sagði Peter. — Og mamma og Beta geta verið hjá henni. Beta er ekki nógu görnul til að fara í dýragarðinn. — Það er kannskæe rétt hjá þér. Jæja við sjáurn nú hvað við getum, sagði Linda. Errol tók því fegins hendi að fara með þeirn í dýragarðinn, og svo var afráðið að hann skyldi borða hádegisverð með þeim og aka þeim í dýragarðinn á eftir, en Betty og Beta yrðu hjá frú Garriton. — Það verö eg að segja, að þetta var góð sönnun fyrir inn- rætinu í yður, herra Colpar, sagði írú Garriton. Ef nokkuð er verra en að fara með frænkur úr sveit á British Museurn, þá er það það, að fara með krakka í dýragarðinn. Frú Garriton hafði auðvitað aldrei farið með frænkur úr sveit i British Museum eða börn í dýragarðinn, en enginn hafði neitt við það að athuga. — Eg hef gaman af því, frú Garriton, sagði Errol og brosti alúðlega til hennar. — Það er bara af því aö hann er skctinn í henni frænku, sagöi Peter með sannfæringu. — Vertu ekki að neinurn bjánaskap, Peter, sagði frú Garriton. — Eg.... eg er enginn bjáni, stamaði Peter. — Frænka sagði að honum litist kannske ekki svo vel á sig, að hann vildi koma með okkur, en nú ætlar hann að koma, svo að þá líst honum á hana, sagði ahnn sannfærandi. — Frænka hélt að hann kærni af því að hann er góður maður. En annars eru það ekki nema strákabjánar sem vilja sjá ljón og tígrisdýr í dýragarðinum, en ekki á kvikmynd, sagði frú Garriton snefsin. — Æ, mamma, þarftu endilega að tala svona, sagði Linda biðjandi. — Hvort sem þið viljið trúa því eða ekki þá er eg alveg' eins KVÖLÐVÖKUNNI Þorkell og eg höfum komið okkur saman um að lesa ekki hvors annars bréf. En meinið er bara, að honum stendur ai- veg á sama um mín bréf, en eg er alveg að drepast úr forvitni í hvert skipti, sem hann fær bréf. ★ „Hvað er að þér Marteinn„ þú ert alveg eins og truflaður á. svipinn?“ ,,Já, konan mín var 4 vikur í burtu.“ „Já, og svo?“ „Eg skrifaði henni alltaf að; eg sæti kvöld eftir kvöld heima — og svo kemur raf- magnsreikningur fyrir 4 vikur — hann var 4.50 aurar.“ „Þér voruð reglulega hug- prúður ungi maður, að stökkva úr þessari hæð og í öllum föt- urn til þess að bjarga gamalli konu,“ sagði áhorfandi að slysinu. „Já, já, það er svo sem gott,“ sagði Emil hinn snyrtilegi, ergi- legur og leit í kringum sig á hópinn. „Mig langar bara mest til að vita hvaða fáviti það var, sem hrinti mér út í.“ Hr. og frú Rehbein fengu sér kvöldgöngu meðfram sjónum. áður en þau færi að sofa. Hr.. Rehbein stendur á sandinum og horfir út yfir sjóinn. „Hvað heldur þú kona,“ segir hann 'dreymandi, „ef maður byrjaði á því að byggja bryggju hérna 'og byggði svo alltaf lengra og lengra, hvert heldurðu að mað- ur kæmist þá?“ „Líklega á vitlausraspítala,. hugsa eg,“ sagði frúin þurr- lega. ★ Þrír einbúar bjuggu í helli. og eyddu öllum deginum í að 'stara í vegginn og töluðu ekki. ^orð. Dag nokkurn hljóp stóð- hestur fram hjá hellisopinu. Sex mánuðum síðar muldraði 'einn einbúinn: „Þetta var fal- ilegur hvítur hestur.“ Tveirn 'árum síðar svaraði annar ein- búinn: „Það var ekki hvítur hestur, hann var jarpur.“ Hér jum bil ári síðar stóð þriðji ein- búinn upp og stikaði út að hellisopinu. „Ef á að halda á- fram að jagast hérna,“ sagði hann, „þá er eg farinn.“ E. R. Burroughs T A R Z fk N s mi ★ Amerísk leikkona var að sækja um vegabréf. Ógift? spurði afgreiðslumað- TNEY WEEE TAKENTOTHE CHIEE'S QUAKTEES ANP &EEETEP WAE/ALY "CONGEATULATK»J9! >OUE PATIENT AWAKENEP FRDfA HIS COfAA AT FAYLISHT! Dutr. by bnited Feiture Syndicite, Inc. „Hana“, andvarpaði Harry. „Bíðið nú þar til bóluefnið tekur að hrífa“.---Kvíða- full nótt leið og þá voru þeir Harry og Tarzan vaktir af varðmanni.------Þeir voru leiddir , jnn í bækistöðvar höfðingjans og heilsað hjart- anlega: — „Til hamingju! Sjúklingurinn þinn vaknaði úr dái í dögun!“ unnn. Stundum, svaraði leikkonan. Heyrðu pabbi, * sagði Siggi litli við pabba sinn, sem var kaupmaður. Hér stendur í tíma- ritinu, að orðaforði kvenfólks- ins sé ekki nema 5000 orð. Já, það er ekki mikill höfuð- stóll, en veltan, drengur minn, veltan. ★ Er það satt, að konan þrái ekki svo mjög kossinn sem vit- undina um að vekja löngun einhvers til að kyssa sig'. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.