Vísir - 22.08.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 22.08.1959, Blaðsíða 1
49. ár. Laugardaginn 22. ágúst 1959 182. tbl. Nýtízku gistihús með 120 her> bergfum verður reist hér í bæ, Þessi mynd er og verður fræg í veraldarsögunni. Samsærið er fullkomnað milli Hitlers .og Stalins: Styrjöldin getur hafizt. — Á morgun eru 20 ár frá undirritun griðarsáttmála Hitlers og Stalins. Tuttugu ár frá griðasátt- mála Stalins og Hitlers. I>. 23. ágúst 1939 drukku russnesklr rá5a- menn skál hinna nýgerðu samninga. Nú um bessar mundir eru liðin 20 ár frá því að undir- ritaður var griðasamningur milli Rússa og Þjóðverja. 23. 4gúst héldu rússneskir ráða- jmenn hátíðlegan til t>ess að fagna ]>ví að samningaviðræð- •ur hefðu loks verið leiddar til lykta. Á þeim árum, þegar allur heimurinn leit óhlýju auga hin- ar hörðu aðgerðir nazita, litu margar þjóðir þennan samn- ing sem undarlegt skref í .þróun mála. 1 Nú, tuttugu árum síðar, þeg- ar Sovétríkin halda uppi alls • konar andróðri gegn hinu unga V.-Þýzka ríki, hefur minningin um hinn gamla samning verið vakin upp á ný. Það kom í ljós, eftir að heimsstyrjöldin síðari •hafði komið Þjóðverjum á kné, og skjöl hinna ýmsu þýzku 'ráðuneyta voru kunngerð, að ■þess var þar getið, að rúss- neskir ráðamenn drukku oft minni Þjóðverja. Það var eins og fyrr segir fyrir 20 árum. Meðal annars hefur þessi setning, úr munni Stalins, orð- 'ið fleyg: „Eg veit hve mikið 'þýzka þjóðin metur foringja sinn. Þ^s$. vegna drekk eg skál hans,“ : A.;,, Eftir því sem leið á sumarið 1939, kom í ljós af hálfu Rússa, að þeir óskuðu eftir því, að umræðum yrrði hraðað eins og unnt væri, og þeir vildu að samningar yrðu undirritaðir sem fyrst. Þýzki sendiherrann, Schulenburg, skrifaði þeim til Þýzkalands, 16. ágúst þess árs, að hann hefði orðið þess var í viðræðum sínum í Moskvu, að þess væri óskað að málið yrði ^ afgreitt hið skjótasta. Hluti af samningnum var aldrei kunngerður á þeim ár- um, en þar var að finna sam- komulag um að Þjóðverjar réð- ust á Pólland úr vestri, en síðan skyldu Rússar koma og þrengja að þeim úr austri. Ætlunin var síðan að skipta landinu upp á milli hinna tveggja stórvelda. Sá hluti samningsins var einna bezt haldinn. „Kl. 6, að morgni hins 17. september skal her vor verða tilbúinn til að skerast í leikinn," sagði Stalin. Og öllum eru kunnar efndir hans í því máli. 17. júlí þessa árs, sagði Nikitá 'Krústsjoff, forsætisráðherra Rússlands, að samningur Rússa | og Þjóðverja frá 1939 hefði ekki -verið annað en bragð af hálfu ; Rússa til þess að þeir fengju Móf Sjáifs!æ5isni9Rn3 á Vestfjöríum. Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í gær. Aðalfundur Fjórðungssam- bands Sjálfstæðismanna og héraðsmót Sjálfstæðismanna verður haldið að Núpi í Dýra- firði i dag og á morgun. Aliir þingmenn Vestfjarða verða við- staddir og flytja ávörp, en að- alræðumenn fjórðungsmótsins verða alþingismennirnir Sig- urður Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Am. Humarveiðin treg. Frá fréttaritara Vísis...— Vestm.eyjum í morgun. Humarveiðileyfin hafa verið framlengd um einn mánu& •eða fram um miðjan september, en þangað til hafa Vestmannaey- ingar hugsað sér að stunda þes$ ar veiðar. En veiðin hefur verið mjög treg það sem af er þessum mán- uði. Um humarinn gildir það sama sem um fisk, að hann kemur í göngum og getur þá mokveiðst, en þess á milli veið- ist ekkert eða þá mjög lítið. Fjöldi fólks í Vestmannaeyj- um er að heiman um þessar mundir og í atvinnu annars staðar, bæði síldarvinnu og við annan starfa. Þorvaldur Guðmundsson hefir fengt‘5 fjirfesJngarleyff fyrir slíkri byggingu. Þorvaldur Guðmundsson (í Síld og Fisk), er enn einu sínni á ferðinni með stórfyrirtœki hér í bce. Þess er skemmst að minnast, er hann stofnaði veitingahúsið Lidó, sem þegar er öllum Reykvíkingum að góðu kunn- ugt. Hefur það verið rekið með mikilli prýði, eins og önnur þau fyrirtæki, er Þorvaldur á. Þeg- ar Lidó hóf rekstur sirrn, voru uppi sögusagnir um það, að Þor valdur hyggðist reka þar næt- urklúbb, en hann bar það til baka, enda mun ekki vera fyr- ir því heimildir í lögum. Nú hefur Þorvaldur fengið leyfi Innflutningsskrifstofunn- ar til að byggja nýtízku gisti- hús hér í bænum. Staðfestingu á þeirri fregn fékk Vísir hjá skrif stof ust j óra Innfluthings- skrifstofunnar í morgun. Leyfi þetta miðast við að gistihúsið hafi allt að 120 gistiherbergj- um. Til samanburðar má geta þess, að Hótel Borg hefur 40 gistiherbergi, svo hér er um þrisvar sinnum stærra hús að Indverjar leita álits Norð- manna um Indverska ríkisstjórnin hefur sýnt norskum trúboða, WiIIiam Glad þann lieiður og tiltrú að leita álits hans um nýjan laga- bálk sem taka á gildi innau skamms á Indlandi. Eru þetta lög um hjónaband og skilnað. Hinn góðkunni trú- boði hefur um langan aldur dvalið í Indlandi ræða. Ekki hefur fregnazt hvar húsið verður, né hve hátt, ■ en Þorvaldur mun hafa sótt um byggingarlóð hjá bæjaryfirvöld unum, og hefur augastað á lóð í gömlu „Aldamótagörðunum“ sunnan Hringbrautar. Þar er og áformað að byggja hin nýju „Umferðamiðstöð“ bæjarins. Óhætt mun að segja, að hér sé gistihúsamálum Reykvíkinga vel borgið í bili, og víst að ekki stendur á framkvæmdum, þar sem Þorvaldur á í hlut. Það er kunnara en frá þurfi að segja hve miklu tjóni gistihúsavand- ræði höfuðstaðarins hafa valdið okkur íslendingum, og bægt frá mörgum ferðamönnum, sem fullan áhuga hafa á að heim- sækja okkar fjarlæga land. Er gott til þess að vita, að ríkis- stjórnin hefur veitt þetta leyfi, enda má það ekki síðar vera, svo við fælum ekki frá okkur allan ferðamannastraum. Nágrannaþjóðirnar hafa all- ar gert sér mikinn mat úr því að taka á móti ferðamönnum, og hafa flestar milljónatekjur af. Það hefur lengi verið hamr- að á því hér á landi, að eitt- hvað þyrfti að gera í gistihúsa- málum til þess að gera ferða- mönnum sæmilega hérvist, en löngum hefur verið daufheyrzt við þeirri ábendingu — og ein- lægu ósk framsýnna manna. Fleiri aðilar munu hafa full- an hug á að koma upp gisti- húsum hér í höfuðstaðnum, og er þess að vænta, að þeirra málaleitan verði með álíka skynsemi og nú hefur komið á yfirborðið. í Frakklandi er veitingakrá á hverja 50 menn, enda áfengið hvergi mannskæðara. Þar var5 ofdrykkja næstum 16,000 manns a5 bana á síðasta ári. Hvergi drekka eins margir menn sig í hel í heiminuni og í Frakklandi — og fer þeim þó fækkandi, sem það gera. Franska stjórnin hefur gefið úr skýrslu um afleiðingar áfengisbölsins, og segir meðal •. • ■ meiri tíma til að undurbúa sig undir hin óumflýjanlegu átök við þýzku nazistana. „Stalin sagði mér þá,“ sagði Krústsjoff, „við verðum að berjast við Hitler,' en . við erum einnig a?S vinna tíma.“ • annars í henni, að á síðasta ári hafi alls 15,853 menn látizt af ýmiskonar afleiðingum of- drykkju. Jafngildir þetta því, að tíu menn af hverjum 100,000 deyi af völdum áfengisins, og verður það fleiri mönnum að bana en berklarnir, sem eru þó landlægir þar. Eitt gott er þó um þetta að segja,, og það er, að þeim fækkar til muna, sem látizt hafa af þessum ástæðum síðan 1956 því að þá dóu um ; 22,00 menn af völdum áfengis. i Frakkar munu drekka. meira en nokkur önnur þjóð í heimi — eða næstum 90 lítra á mann á ári. Kostnaður hins opinbera af áfengissjúklingum nemur um 25 milljörðum króna á ári, en það er um það bil sama upp- hæð og það kostar að halda uppi hernaðinum í Alsír. í Frakklandi er veitingakrá á hvei’ja 50 landsmenn, en til samanburðar má geta þess, að í V.-Þýzkalandi er veitinga- staður á hverja 286 menn og í Noregi einn á hverja 3000 menn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.