Vísir - 22.08.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 22.08.1959, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir o" annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. irisiK. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 22. ágúst 1959 Það hefur víða verið fjör í síldinni í sumar — og nú síðast á Austfjörðum. Þessi mynd var tekin um miðja vikuna í Neskaupstað, en 'þá var saltað af miklu kappi. — IMorðmenn unnu 2:1 Þórólfur og Örn meiddust báðir. Landsleiknum milli íslend- inga og Norðmanna lauk með sigri Norðmanna, tveim mörk- um gegn einu. Ohöpp í byrjun leiks steðj- vðu strax að íslenzka liðinu •og var það ekki skipað eins og bezt hefði verið á kosið. Þór- ólfur Beck meiddist á fæti og Sveinn Jónsson kom í hans .stað. Fyrri hálfleik lauk með sigri Norðmanna. Höfðu þeir gert eitt mark. Snemma í seinni hálfleik settu Norðmenn annað mark sitt, en mark íslendinga var sett í miðjum seinni hálf- 'leik af Erni Steinsen, sem varð svo að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Léku þeir svo tíu það sem eftir var leiks. ‘ • Áhorfendur voru um 30 þús- und, geypileg aðsókn, endfi var haft á orði, að íslending- ar drægju fleiri áhorfendur en Ungverjar — og er þá mikið sagt. : Nýtt vitahús Geíti. Togararnir afla vel við Grænland og Nýfundnaland. Þar er þó ekki eins auðfenginn karfi og í fyrra. Togararnir haja jiskað sæmi- lega á Grœnlandsmiðum og Ný- jundnalandsmiðum undanjarið. Haja allir íslenzku togararnir verið þar nœr undantekninga- lítið. Að vísu er ekki um sama mokaflann að ræða og var í fyrra. Karfinn er meira í blett- Drengjameist- arantóL Drengjameistaramót íslands { frjálsum íþróttum fer fram um aðra helgi. Verður það haldið hér í Reykjavík. Athygli væntanlegra þátt- takenda skal vakin á því, • að þátttökutilkynningum þarf að skila nú fyrir helgina. — Ekki mun enn fullráðið hvort mótið verður haldið á Melavellinum ;;gamla eða inni 1 Laugardal, um, en yfirleitt er karfinn stór og feitur og því góður til fryst- ingar. Frá 10. þessa mánaðar hafa 10 skip lagt upp afla sinn í Reykjavík, Hvalfell 273 lestir, Þormóður goði 351, Skúli Magn ússon 304, Úranus 294, Marz 345, Austfirðingur 269, Geir 261, Hvalfell 90 lestir af heima miðum, Egill Skallagrímsson 287, Pétur Halldórsson 320. í gærmorgun kom Karlsefni og Fylkir síðdegis. Von var á Nep- túnusi í morgun og Ingólfi Arn- arson er væntanlegur bráðlega. Annríkt hefur stundum verið við höfnina í sumar og komið hefur fyrir að skort hefur mann skap til að losa skipin, en það hefur ekki átt sér stað nema þegar fjöldi verzlunarskipa og togara hefur legið hér sam- tímis, sagði Hallgrímur Guð- mundsson í Togaraáfgreiðsl- unni. " Jóni biskup Arasyni reistur minnisvarði. Það er myndastytta gerð af Guðmundi frá Miðdal. Frá jrettarxtara Vísis.— c , ísajirðl'í gœr' Nú er Verið að Ijúká endur- byggingú■GaUarvita. Hið nýja vitahús‘t sern ríú' er vérið að júllgéru; ‘siéridúr n'téfri gamla pitaíiúsinu. V.-,' • Galtarvitinn verður fadíóviti og' verður béejarlækurinn í Keflavík beizlaður til þess að fá orku handa vitanum og bú- stað vitavarðar. Því verki verður ekki lokið fyrr en á næsta ári. Hvað á barnið að heita? Brezk blöð segja, að í Ghana, sé sérstaklega mikill áhugi fyr-, ir væntanlegri harneign Elisa- betar Bretadrottningar. Segja þau, að blöðin þar í landi skrifi um málið af mikl- um áhuga, og stingi upp á því, að ef um sveinbarn verði að ræða, ætti að láta það heita Kwame Ghana, en hins vegar Amma Ghana, ef um mevbarn verði að ræða. Nú er spurning, hvort slík nafngift þyki hæfa svo tignu barni. .4 sunnudaginn verðv.r stytta af Joni biskup Arasyni afhjúp- uð viá hátíðlega athöfn að Grýtu í Eyjafirði og flytur séra Benjamín Kristjánsson, Akureyri í 1. deild, Akureyri og Vestinannaeyjar léku íil úrslita í 2. deild á Mela- vellinum í gær og sigruðu norðanmenn iheð 6 mörkum gegn 2. Eru því Akureyringar komn- ir í 1. deild aftur eftir 2ja ára fjarveru. Þeir eru komnir með svo til nýtt lið sem ætti að geta náð góðum árangfi. Þeir léku skefrimtilega á köflum og voru Tryggvi og Jakob þeirra beztu ménri. Eyjámer.n eru með órevnt lið sém getur þó komið tií með meiri æfingu. í hálf- leik stóðu leikar 3—1 og séinna hálfleik lauk einnig þannig. Jakob Jakobsson gerði 3 mörk (hat-thrick). Áhorfendur voru, margir enda veður fagurt. Laugalandi, aðalræðuna við það tækifæri. í sambandi við afhjúpun styttunnar, fer fram hátíðar- guðsþjónusta í Munkaþveráf- kirkju, sem hefst með skrúð- göngu klerka í kirkju kl. 1. Séra Sigurður Stefánsson pró- fastur þjónar fyrir altari, en séra Pétur Sigurgeirsson og séra Friðrik A. Friðriksson prófessor, Húsavík prédika. — Kirkjukór Munkaþverárkirkju og Glerárþorps annast söng undir stjórn Áskels Jónssonar, söngstjóra. — Að athöfn lok- inni verður kaffisamsæti í fé- lagsheimilinu Freyvangi. — Myndastyttan er gerð af lista- manninum Guðmundi Einars- syni frá Miðdal og verður hann viðstaddur afhjúpunina. 260 hvalir á land. Talsvert er nú liðið á hval- ^ veiðitímann, en þrátt jyrir! sæmilega veiði hejur borizt minna á land nú en á sama tíma i í jyrra. | Alls munu nú hafa veiðzt um 260 hvalir, þar af munu um níu hafa borizt að landi nú á ein-, um degi í vikunni. Eins og áð- ur segir fer nú að líða að ver- BOAC til Honohiki. Bandaríska loftferðaeftirlitið hefur yeitt brezka flugfélaginu BOAC leyfi til þess að lenda i Honolulu í hinum vikulegu ferðum sínum umhverfis hnött- inn. tíðarlokum, og vart verður veiði stunduð mikið lengur en fyrri hiuta september. Klrkjuklukkur klingja í fyrsta sinn. Við útvarpsguðáþjónustu kl. 11 árdegis á morgun verður kirkjuklukku Óháða safaðarins við Háteigsveg hringt í fyrsta sinn með nýjum rafmagnsút- búnaði. Þeim hefur verið handhringt síðan kirkjan var vígð í vor, en hljómurinn hefur ekki verið neitt svipað því sem nú verð- ur. Klukkurnar eru tvær og er önnur þeirra hin stærsta hér á landi að undanskildum klukk- unum í Kaþólsku kirkjunni í Reykjavík. Stærri klukkan í kirkju Óháða safnaðarins er 580 kíló og er 1.30 m. í þver- mál. Hún hefur tón G. Minni klukkan er 330 kíló að þyngd og hefir tón B. Hljómur þeirra er undurfagur, hreinn og vold- ugur, og mun ná eyrum all- flestra Reykvíkinga á logndög- um. Hann berst miklu lengra en ella sökum þess að turn kirkj- unnar er opin til austurs og vesturs. Nýjar mjólkurumbúðir væntanlegar bráðlega. Nú jer líklega senn dð líða að því, að Reykvíkingar geta jarið að kaupa mjólkina sína í pappaumbúðurri. ' (vi ,jy\ “ \ Það er nokkuð langt síðan farið var að hugsa um að út- vega vélar til þess að pakka mjólk í pappaumbúðir, og hef- ur málinu fleygt vel áfram. Vísir hefur hlerað, að vélarnar muni vera komnar til landsins, og að þess muni nú ekki langt að bíða að þær verði settar upp og teknar í notkun. Umbúðir þær, sem hafðar voru í huga, eru þríhyrndar að lögun, og eru allar hliðar jafn- ar að stærð, svo að sama er hvaða flötur snýr niður. Álitið er að þessar umbúðir taki öðr- um mikið fram, sérstaklega hvað hreinlæti viðvíkur. Mun þá mjólkin sennilega seld í öll- um matvörubúðum. Víst er, að hér er um mikla framför að. ræða, og munu hús- mæður fagna því að þurfa ekki að burðast með tómar flöskur ' á hverjum degi í biðröðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.