Vísir - 28.08.1959, Qupperneq 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendiu
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Eisenliower í Iíússlandi.
„Það er sama í hvaða smáþorpi er komið, alls staðar hafa hús-
mæðurnar þvottavé!ar“. T.h.: ,,Náðu í steppuvagn fyrir mig. Eg
er boðinn á samyrkjubúið hans Nikiia.“
7TT KHRUSHCHfÍr 'IH amerTca ’ ~
Krúsév í Bandaríkjunum.
„Náðu í hest fyrir mig. Hann Ike er búinn að bjóða mér á bú-
garðinn sinn^" T.h.: „Við liöfum engar svona styttur í Rússlandi.
Við höfum ekkert að gera við þær.“
Golfmeistaramót Reykjavíkur:
Olafur Loftsson og Olafur Ag. Olafsson
keppa um meistaratitilinn.
Undanúrslit fóru fram í gær
og fóru leikar þannig að Ólafur
Loftsson vann Helga Jakobsson
(6—4). Ólafur Ág. Ólafsson
vann Ingólf Isebarn (9—8).
Eru Helgi og Ingólfur hér
með úr leik og er Ingólfur bú-
inn að missa tækifærið til að
vinna bikarinn til eignar að
.sinni.
Keppa þeir Ólafur Loftsson
og Ólafur Ág. Ólafsson á morg-
un um titilinn Golfmeistari
tReykjavíkur og hefst keppnin
,kl. 2 e.h. Vallardómari verður
Sigurjón Hallbjörnsson.
1. umferð í meistaraflokki
Listi Framsóknar
á Vestfjörðum.
Frá fréttaritara Vísis. —
ísafirði í morgun.
Listi Framsóknarmanna í
Vestfjarðarkjördæmi er þannig
skipaður:
Hermann Jónasson, Sigurvin
Einarsson, Bjarni Guðbjörns-
son, Halldór Kristjánsson
Kirkjubóli, Þórður Hjaltason
‘Bolungarvk, Hafliði Ólafsson
Ögri, Gunnlaugur Finnsson
Hvilft, Önundarfirði, Jón Jóns-
son Stóra-Fjarðarhrauni, Ól-
afur Ólafsson kaupfélagsstjóri
Króksfjarðamesi, Ragnar Ás-
geirsson héraðslæknir fsafirði.
Alls eru þrír Önfirðingar á list-
aftum.
lauk s.l. þriðjudag og fóru leik-
ar þannig:
Helgi Jakobsson vann Arnkel
Guðmundsson (1—0). Ólafur
Ág. Ólafsson vann Albert Guð-
mundsson (4—2). Ólafur Lofts-
son vann Jón Thorlacius (7—6.
Ingólfur Isebarn vann Jóhann
Guðmundsson (9—8).
1. flokkur:
1. umferð:
Halldór Bjarnason vann Hall-
dór Magnússon (6—5). Pétur
Björnsson vann Geir Þórðarson
(2—1). Guðlaugur Guðjónsson
vann Jóhann Eyjólfsson (3—2.
Úlfar Skæringsson vann Gunn-
ar Þorleifsson (3—2).
Undanúrslit:
Halldór Bjarnason vann Guð-
laug Guðjónsson (3—2). Úlf-
ar Skæringsson vann Pétur
Björnsson (3—2).
Eru þá Halldór og Úlfar
komnir í úrslit og keppa þeir
einnig á morgun (36 holur).
Kjötlausir dagar.
Argentínar leggja nú alla á-
herzlu á að auka útflimtning
sinn af öllu tagi.
Það er vitanlega fyrst og
fremst kjötið, sem þeir reyna
að flytja út í ríkara mæli, og til
þess að auka útflutninginn á
því hefur stjórnin bannað kjöt-
neyslu tvo daga í viku hverri.
: Þá á einnig að vera unnt að
auka nautgripastofninn.
Bréf Krústsjoffs
var birt í gær.
Krústsjoff, forsætisráðherra
Rússlands, hefur látið birta efni
bréfs hess, er hann sendi Ad-
enauer kanzlara á dögunum.
Segir í bréfinu, að hin bezta
lausn á Þýzkalandsmálinu sé
undirritun friðarsamninga. Þá
segir enn fremur, að V.-Þjcð-
verjar verði að gera sér ljóst, að
þótt herstyrkur þeirra sé mik-
ill, þá muni styrjöld einungis
hafa í för með séi' tortímingu
fyrir þjcðina.
Þess gætir í bréfinu. að
Krústsjoff finnst Adenauer
leggja meira upp úr að afla
sér nýtizku vopna, svo sem á
eldflauga, en að vinna að sam-
einingu Þýzkalands.
Nýr bátur
Steingrímur trölli.
ísafirði í morgun.
Drangsnes í Steingrímsfirði
fœr bráðlega einn af hinum
austur-þýzku togbátum. Heitir
báturinn „Steingrímur trölli“,
eftir landnámsmanni Stein-
grímsfjarðar.
Báturinn er um 70 rúmlestir
og búinn öllum nýtízku tækj-
um. Skipstjóri er Guðmundur
Halldórsson frá Drangsnesi. Frá
Drangsnesi hafa verið gerðir út
stórir þilfarsbátar, en útgerð-
in hefur gengið erfiðlega undan-
farin ár.
Hafnarframkvæmdir í Hólma-
vík eru nú í fullum gangi. Verð-
ur stálþil rekið niður framan
við uppfyllingu, sem nú er ver-
ið að gera.
Hólmavíkurkirkja er í smíð-
um. Ekki verður kirkjubygg-
ingunni lokið í sumar, verið
er að setja járn á þakið, og
mun ekki verða gert meira í
vetur. Einnig er verið að reisa
félagsheimili á Hólmavík. Verk-
ið hefur gtöðvazt í bráð.
Tíðarfar í norðanverðri
Strandasýslu hefur verið erfitt.
Sjö ferðaskrifstofiímenn frá
Sviss í heimsókn.
Fara m. a. til Akureyrar, Mývatns, Þingvalia
Gullfoss og Geysis.
Hingað til lands komu í gær
sjö svissneskir ferðaskrifstoíu-
menn frá stærstu ferðaskrif-
stofunum í Sviss svo og frá
svissneska flugfélaginu Swissa-
ir.
Hópur þessi keraur hingað í
boði Flugfélags íslands og nýt-
ur ennfremur fyrirgreiðslu
Ferðaskrifstofu ríkisins á með-
an hér er staldrað. Mennirnir
eru frá ferðaskrifstofunum
Kuoni, American Express, Vac-
on-Lits-Cooks, Hótel Plan Tour-
ist Office, Danzas og Muller &
Co, en ferðaskrifstofur þessar
eru staðsettar í þrem stærstu
borgum Svisslands, Zurich,
Basel og Genf.
í morgun fóru ferðaskrifstofu
mennirnir til Þingvalla og
snæddu þar hádegisverð. Um
kl. hálf fimm í dag var ætlunin
að þeir ræddu við fulltrúa ferða
mála, veitingamenn og ■ gisti-
húsaeigendur í Reykjavík í
kjallara Þjóðleikhússins. Þar
verður þeim ennfremur sýnd
íslenzk landkynningarkvik-
mynd.
í fyrramálið fer hópurinn
| flugleiðis til Akureyrar og
j væntanlega þaðan í bíl áfrara
j til Mývatns, en koma síðan
með kvöldferðinni til Rvíkúr.
Á sunnudaginn verður farið
með þá austur að Gullfossi og
Geysi en á mánudaginn halda
þeir heimleiðis aftur.
Áætlunin
brást.
Kínverska stjórnin hefur til-
kynnt, að ekki muni lengur
verða kept að því markmiði í
framleiðslumálum þjóðarinnar,
sem kunngerð hafi verið
snemma á bessu ári.
Ein aðalástæðan er sögð sú,
að einn aðalgrundvöllurinn,
sem upphaflega var byggt á,
það er landbúnaðar fram-
leiðslan ársins í fyrra, hafi
reynzt um 50 af hundraði minni
en í fyrstu var ætlað.
Vegna þessi hafi fleiri verið
komið til iðrtaðarstarfa en rétt
hefði verið, þar á meðal bænd-
um. Mun nú flesta þeirra verða
komið til starfa í landbúnaðin-
um á ný.
Framleiðslunminnkunin mun
einkum stangast á við áætlanir
stjórnarinnar-hvað snerti gtál,
kol og baðmull.
Flestir Eyjabatar
hættir síldveiðum.
Frá fréttaritara Vísis.
Vestm.eyjum í morgun.
Flestir Vestmannaeyjabátar,
sem verið hafa á síldveiðum i
sumar eru komnir heim, en
samt eru nokkrir ennþá að veið-
tun fyrir Austurlandi.
Fremur dauft er yfir öllu at-
hafnalífi í Eyjum sem stendur.
Sjómenn eru sem óðast að
þurrka síldarnætur sínar og
koma þeim í geymslu. Síðustu
dagana hefur verið sæmilegur
þurrkur í Eyjum og viðrað vel
til að þurrka næturnar.
Humarveiðarftar eru sem óð-
ast að dragast saman, Tólf bát-
ar eru þegar hættir veiðum, en
alls hafa eitthvað milli 20 og 30
Vestmannaeyjabátar stundað
þessar veiðar í sumar. Sumir
bátanna eru farnir á ýsuveiðar
með net.
Tvær ferðlr F.í.
á ntorgun.
Ferðafélag íslands efnir til
tveggja ferða á morgun, og eru
enn nokkur sœti laus í þœr
báðar.
Önnur ferðin er í Þórsmörk,
en hin norður á Kjalveg, það
er til Hvítárness, Hveravalla og
í Kerlingarfjöll, og verður lagt
af stað í báðar fetrðirnar kl. 2
e. h. á morgun, en komið aftur
á sunnudagskvöld.
Um Þórsmörk skal þess sér-
staklega getið, að hvað úr
hverju tékur skógurinn á sig!
haustliti, og þá klæðist Mörkin j
sínu fegursta skrúði. Þár eri
því aldrei fegurra en þegarj
byrjar að hausta að. j
Stífia brast —
níu Sétu líflð.
Stærsta stífla á Indlandi, við'
Bhakra, um 260 km. frá N,-
Dehli varð fyrir skakkaföllum
nú fyrir síðustu helgi, er vegg-
ur í göngum brast og níu menn
drukknuðu.
Stíflan hefur verið í smíðum
undanfarið af indverskum
verkamönnum og verkfræðing-
um, undir aðalstjórn banda-
rísks sérfræðings. Um 300
manns voru að vinna, er vegg-
urinn brast. Ekki mun þó fleiri
haaf sakað alvarlega, en að
ofan er greint.
Ætlunin er að stíflan verði
740 feta há og kosti fullgerð 130
milijónir sterlingspunda. Þeg-
ar hefur stíflan náð 540 feta
hæð. Nehru, forsætisráðherra,
hafa verið send gögn um
skemmdirnar, og sendi hann
einn af ráðherrum sínum til að
rannsaka með hverjum hætti
slysið hefði orðið.
USA sendir fé og
vopn til Laos.
Bandaríkjastjórn hefur nú
sent stjórn Laos svar sitt við
beiðni henar um vopna- og
fjárhagsaðstoð vegna ófriðarins
í landinu.
Hafa Bandaríkjamenn fallizt
á að senda nokkurt fé og létt
vopn, og annan útbúnað, en
taka fram að ekki verði nein
þungavopn né hermenn, enda
myndi slíkt brjóta í bága við
samning þann er gerður var í
Genf 1954.
Ástandið í Laos er svipað og
í gær, en stjórnarherinn mun
hafa náð aftur á sitt vald smá-
borg, um 18 mílur fyrir norðan
Vientiane. Þá hafa verið sagðar
nokkrar skærur í grennd við
Luang Prabang.
Hvergi fleiri morð.
Morð eru tiltölulega hvergi
fleiri en í Thailandi, segir í
skýrslum frá Sþ.
Á síðasta ári voru hvorki
meira né minna en 2000 morð
framin þar í landi. Er lögreglan
of fáliðuð til að koma í veg fyr-
ir hryðjuverkin, þar sem stjórn,
arvöldin þora ekki að efla hana
-— óttast að hún kunni að verðæ
ofjarl sinn.