Vísir - 14.09.1959, Síða 9
Mánudaginn 14. september 1959
VtSIB
9T"
Hvers vegna hamast Kína
gegn Indlandi?
Þaö hefur veriö mesta vinaland þess utan
Fregnir frá Tokio herma, að
]>að sé öllum hugsandi mönn-
uin þar hið alvarlegasta íhug'
unarefni hvað fyrir Kínverjum
vaki með ágengni sinni á meg-
inlandi Asíu.
Bent er á, að éftir að þeir
bældu niður mótspyrnuna
Tibet fóru þeir að hafa í hótun
um við Indland og virðast seil
ast til yfirráða í fjallakonung
dæmunum Sikkim og Bhu tah
Menn spyrja hvort þeir standi
á bak við ofbeldisverknaði
kommúnista í Laos. Og loks i-
huga menn hvað það muni
boða, að þeir hafa meiri við-
búnað en nokkru sinni fyrr við
Formósusund.
Unitéd Press fréttastofan hef-
ur látið fréttaritara sína í Tokio
og öðrum höfuðborgum Asíu
kynna sér skoðanir ráðandi
manna á þessu, í von um að
geta brugðið upp skýrari mynd
af horfunum á mesta megin-
landi heims, þar sem horfurnar
vissulega verða að mörgu leyti
æ iskyggilegri með viku hverri.
Niðurstaðan af þessu athug-
unum leiðir aðeins þrennt skýrt
í ljós og það er, að
þrír menn aðeins geta leyst-
gátuna, Mao Tse Tung, Liu
Shaochi og Chou En Lai, all-
ir í Peking, — en ef til
mætti bæta við nafni fjórða
mannsins, Nikita Krúsévs.
1 löndum utan járntjalds
hljóta það að verða getgátur
einar á hverju það byggist, að
kinverskir kommúnistaleiðtog-
ar haga sér svo sem reynd ber
vitni, rétt fyrir fund þeirra
Eisenhowers og Krúsévs. Hvers
vegna er stofnað til verknaða,
sem tefla friðinum í hættu, á
þremur aðskildum svæðum í
Asíu, fyrir fund þeirra Krúsévs
og Eisenhowers? Allt framferði
kínverskra kommúnista miðar
að því að auka óvissuna og
spennuna. Er það til þess, að
Krúsév hafi betri spil á hendi,
þegar viðræður hans og Eisen-
howers byrja, en ýmsir stjórn-
málamenn eru þeirrar skoðun-
ar, að svo sé ekki, en langmest-
um áhyggjum veldur er það, að
kommúnistar hafa í hótunum
við Indland og hafa gert árásir
á landamærum fjalla-konungs-
ríkjanna, en Indland hefur á-
vallt verið mesta vinaland
Kína utan kommúnistaland-
anna. Á hverju ári hvetur Ind-
land til upptöku Kína í samtök
Sameinuðu þjóðanna. Og næst-
um vikulega hafa ráðamenn
Indlands hvatt til friðsamlegr-
ar sambúðar þjóða milli.
Hvers vegna?
Hversvegna ybbast þá kín-
verskir kommúnistar við Ind-
verja? Almennust er sú skoðun.
að kínverskir leiðtogar hafi
gerzt hroka- og metnaðarfullir,
eftir að þeir hafa komið fram
hverju áformi sínu af öðrum
heima fyrir. Gagnstæð skoðun
kemur fram hjá öðrum, nefni-
lega, að þeir séu að Ieiða at-
hyglina frá, að allt hafi síður
en ‘ svo gengið að óskum með
ýms áform innan lands. Það hef
ur verið viðurkennt nýlega af
sjálfri miðstjórn kommúnista-
flokksins og stjórninni, að ýms-
ar áætlanir hafi gersamlega
brugðizt. Þeir hafa orðið að
lækka seglin m. a. með fram-
kvæmd framleiðsluáætlana,
vegna þess að sýnt var, að ekki
var viðlit, að ná markinu, sem
upphaflega var ’sett fyrir árið
1959.
Bent er á, að þegar erfiðleik-
arnir á að koma á kommúnu-
fyrirkomulaginu s. 1. ár komu
til sögunnar, var byrjað á stöð-
ugum skotárásum á Quemoy —
og það er einnig gert nú.
En hvar sem skýringanna er
að leita eru flestir sömu skoð-
unar og Chester Bowles, sendi-
herra Bandaríkjanna á Ind-
landi, að árásir Kínverja á Ind-
land séu miklu alvarlegri en
venjulegar landamæraskærur
og geti haft miklu dýpri og al-
varlegri afleiðingar.
Hvað sögðu menn um flugið
fyrir 40 árum siðan?
Tvær frásagnir úr Vísi frá því í september 1919.
• Þegar blaðamaður Vísis var að fletta gömlu blöðum frá
árinu 1919, til þess að athuga hvað hefði verið skrifað á þeim
tíma um hið nýja fyrirbæri, flug, þá rakst hann m.a. á þessa
frásögn af flugferð með fyrstu flugvélinni, þar sem hún er all-
nýstárleg, var ákveðið að endurprenta hana ásamt annarri frá-
sögn sem rituð er í fornum stíl. Hinn fyrri birtist í Vísi 17.
september 1919, en hin síðari 19. scptember sama árs.
iq er að
Þannig spyrja menn um þess-
ar mundir. — Er það ekki ó-
þægilegt? Verður maður ekki
ringlaður og lofthræddur?
Við báðum ritara félagsins
að skýra þetta frá sínu sjónar-
miði og fórust honum orð á
þessa leið:
Óþægilegt er ekki að fljúga
nema maður sé smeikur. Ann-
ars er það þægilegra en að sitja
í bifreið. Það er að segja ef vél-
in er stöðug og stýrimaður hef-
ur á henni fulla stjórn. — Okk-
ar vél er að innsta kosti stöð-
ugri en þær sem notaðar hafa
verið í Danmörku, og stýrim.
mjög viss og taugasterkur. Sum
ir verða jafnvel sjóveikir á hest-
baki, og má vera að þeir geti
fundið til svima þegar vélinni
er snúið, er steypt niður á við,
enda ýms dæmi til þess, þó
varla hafi borið á því hér.
Stormur er auðvitað um vélina
sterkari en það sem menn kalla
ofsarok, en farþeginn er að
mestu í skýli gegn því ef hann
hefur vel búið um háls, höfuð
og augu.
Til þess að geta notið athygl-
innar verður farþeginn að vera
rólegur og óhræddur, en þá er
líka mjög nýstárlegt um að lit-
Eg fór dálítið á 4. þúsund fet
og þar var hreinasta unun að
útsýninu nærlendis. Loft-
hræðslu. í flugvél er tilfinning-
Eg fór einu sinni upp í annan
toppinn á Marconistönginni á
Melunum og það þótti mér ekki
laust við að vera dálítið glæfra-
legt, þótt ég harkaði af mér loft-
hræðslu. í fugvél er tilfinning-
in allt önnur, það gerir hreyf-
ingin og svo það, að maður á
ekki eins gott með að mæla
fjarlægðina frá jörðinni.
Landslagið lítur út eins og
lítið landabréf, og manni kemur
á ávart hvað Reykjavík er fal-
leg að sjá ofan að. Tjörnin og
höfnin eru eins og tærir stöðu-
pollar og sést alveg niður í botn.
Fjarlægðirnar hér í nágrenninu
verða að engu. Úr 3000 feta
hæð finnst mér ég geta kastað
, steini inn að Elliðaám. Álfta-
nesið er eins og rifinn skinn- !
skækill að sjá, þegar viðkomum (
út yfir Skerjafjörðinn, og svo
flatt að það sýnist vera að fara
í kaf. Auðvelt væri að leiðrétta
smáskekkjur, sem mér sýnist
hljóti að vera á landakortinu af
þessum nesjum. — Ekki þyrfti
annað en að taka af þeim ljós-
mynd og bera svo saraan. Þaim-
ig eru líka Þjóðverjar farnir að
haga landmælingum sínum.
Þeir gera þær allar úr lofti á
svipstundu með ljósmyndum.
Allt í einu reisist landið á
rönd. — Auðvitað er það skyn-
villa. Það er Faber, sem setur
vélina á hliðina, en svo hægt
að ég verð hreyfingarinnar alls
ekki var. í annað skiptið gerir
hann sneggra viðbragð, og þá
gríp ég ósjálfrátt í borðstokk-1
inn, en það er óþarft, því að
engin hætta er á því að detta út
úr, jafnvel þótt þetta breiða
belti væri ekki spennt yfir
mann í sætinu.
Nú er mótorinn stöðvaður og
við rennum af stað niður eins
og það væri aflíðandi brekka.
Jörðin færist nær smátt og
ast.
smátt, þangað til við lendunl
mjög mjúkt á flugvellinum. í '
Það er ríkt í myndun mannai/
að eitt af því glæfralegasta, só'
að fara hátt í loft upp. Það er
svo feikna rík hvöt hjá ófleyg-
um að halda sér við jörðina og
verjast falli. En þegar maður1
hefur kannað loftið á þennara
hátt, og hefur unnið bug á öll*
um beyg, þá tekur við hrifning,
— ekkert ferðalag, engin hreyf-
ing er neitt svipað því eins;
frjálsleg og viss eins og að ber-
ast á vængjunum — og núi
verður skiljanleg öll sú fífl-
dirska, sem freistar flugmanna.
Þeim finnst þeir hafa algerlega
yfirstigið allar ásteytingar og
torfærur og að aðdráttaraflið
sé ekki lengur til. En ekki má
mikið út af bera, til þess að
það minni fljótt á sig, og það
stundum full tilfinnanlega.
Þess vegna ber að gæta sterkr-
ar varúðar við þessa list, eigl
siður en svo margar aðrar.
Gandreíi.
Svo segir í Njáls sögu:
„At Reykjum á Skeiðum bjó
Runólfr Þorsteinsson ... Hanra
gekk út dróttinsdagsnótt þá
er tólf vikur váru til vetrar.
Hann heyrði brest mikinn, svá
at honum þótti skjálfa bæði'1
jörð ok himinn. Síðan leit hanra
í vestr-áttina. Hann þóttist sjá
þangað hring og eldslit á ok í
hringnum mann á grám hesti.
Hann bar skjótt yfir ok fón
hann hart. Hann hafði loganda
eldbrand í hendi. Hann reið svá
nær honum, at hann mátti gerla
sjá hann. Hann var svartr sem
bik. Hann kvað vísu þessa með
mikilli raust:
Ek ríð hesti • !
hélugbarða í
Svá er um Flosa ráð f
sem fari kefli.
Fth. á bls. 16.
Hlanstu eftir þessu....?
' - ' -3}
Það var í júní 1954 að 1,2 milljónir
kjósenda í rikinu Ghana (áður Gull-
ströndin) kusu í fyrsta skipti fulltrúa
á sitt eigið löggjafarþing, sem skipað
var eingöngu svörtum mönnum, eins og
fyrir var mælt í stjórnarskrá þeirra
er gekk í gildi 1952. Þjóðflokkurinn
undir forystu liins kunna Nikumrah
fékk í þessum kosningum 72 þingsæti
af 104. Flokkur hans mótaði stefnu
þjóðarinnar í frelsisbaráttuniii sem lauk
þann 6. marz 1957 þegar Ghana var
sjálfstætt ríki innan Brezka heims-
veldisins og skömmu síðar var tekið
í tölu Sameinuðu þjóðanna sem 81.
ríkið innan þeirra samtaka.
Hinn 8. sept. 1934 gaus upp eldur í
farþcgaskipinu Morro Castle er það var
statt skammt undan New Jersey á leið
til Ncw York-borgar úr áætlunarferð frá
Havana á Kúba. Hinu logandi skipi var
rennt á land og dreif þá að fjöldi smá-
báta og fiskíbáta og tókst að bjarga
fjögur hundruð manns af áhöfn og far-
þegum skipsins. 134 manns létu Iífið
er risaskipið brann. í nokkra daga
geisáði eldurinn í skipinu og þegar
Iiann Ioksins slokknaði var skipið al-
gerlega eyðilagt.
Og svo var það árið 1944, að Koward
Aiken prófessor við Harvard háskóla
lauk við að smíða reiknivél sem talin
var þá fullkomnasta reikningsvél I
heiminum. Vélin fékk nafnið Mark 1.
og var smíðuð hjá I.B.M. Með henni var
hægt að leysa viðfangsefni í æðri
stærðfræði. í henni voru 750 kílómetrar
af vírum. Þessi vél þóíti hin mesta
furðusmíði, en bað liðu ekki nema fjög-
ur ár þar til enn fullkomnari vél Marfc
2var fullgerð. Hún leysti viðfangsefni
sín 250 sinnum liraðara en fyrri vélin^