Vísir - 16.09.1959, Qupperneq 6
vfsm
Miðvikudaginn 16. september 195ff
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritsíjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
^ Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00 18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 ('fimm línur).
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Tunglskot Rússa.
Það verður vafalaust lengi tal-
ið mikið afrek sovézkra vís-
indamanna, að þeir skyldu
hæfa tunglið með eldflaug
sinni á sunnudagskvöldið.
Hafa þeir þó tekið fram af
óvenjulegu lítillæti vísinda-
manna þar eystra, að ekki
verði hægt að færa sönnur
á, að ’skotið hafi hæft í mark,
því að ekki sé hægt að sjá
leifar eldflaugarinnar á
tunglinu. Þrátt fyrir það
virðist ekkert vera þessari
„skotfimi“ til fyrirstöðu, því
að það er þegar á undan
gengið, sem færir sönnur á
dugnað þeirra vísindamanna,
er þarna hafa verið að
verki. Þeir hafa unnið afrek,
sem aðrir hafa ekki leikið
ennþá.
En þetta tunglskot sovézkra
vísindamanna getur þó ekki
ger( þjóðskipulag það sem
kommúnistar berjast fyrir,
hótinu betra en það hefir
jafnan verið. Mun þetta af-
rek þó verða notað, til þess
að telja mönnum trú um, að
það sé sönnun fyrir ágæti
; kommúnismans á öllum
sviðum. Eftir sem áður
vantar þó sannanir fyrir
því, að kommúnisminn geti
til dæmis komizt af án þess
að hafa milljónir manna í
þrælabúðum. Eftir sem áður
liggur ekkert fyrir um það,
að stjórnin í Sovétríkjunum
hafi í hyggju að láta fram-
leiða meira af allskonar
neyzluvarningi handa þegn-
um sínum, eða að hún ætli
að búa svo um hnútana, að
þegnarnir geti veitt sér
meira af slíkum lífsins gæð-
um, ef þau verða framleidd.
Og eftir sem áður stendur það
óhaggað, að innan Sovét-
ríkjanna eru menn ekki
frjálsir ferða sinna eða
frjálsir að því, við hvað og
hvar þeir starfa. Menn mega
ekki fara úr landi, ef þeim
býður svo við að horfa, og
það er víst líklegra, að sov-
étborgurum verði leyft að
fara til tunglsins, án mögu-
leika til að lenda á ein-
hverjum óæskilegum stað á
jörðinni aftur, en að þeir fái
að sækja sitt vegabréf og
skreppa til þess grannríkis,
sem þá langar þá stundina
til að skoða eftirlitslaust.
VEGIR
OG
VEGEEYSER
EFTIR
Víöförla
Hverjfr eiga heiðurinn?
Annars er ekki að vita nema
það komi í Ijós, að það sé
ekki fyrst og fremst vís-
indamenn Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, sem eiga
heiðurinn af þeim hinum
miklu framförum, sem orðið
hafa á sviði eldflauga og því-
líkra t ækja síðustu árin.
Báðar þjóðirnar hafa haft
vísindamenn að „láni“ við
þessar framkvæmdir.
Það er ekkert leyndarmál, að
þýzkir vísindamenn voru
fluttir í stórhópum austur
fyrir járntjald eða vestur um
haf, þegar styrjöldinni var
loksins lokið, því að það var
þegar ljóst orðið á stríðsár-
unum, að vísindamenn Þjóð-
verja voru öllum fremri I
þessu efni. Það sýndi notkun
þýzka hersins á vopnunum,
sem kölluð voru V-1 og V-2.
Vel getur því vgrið, að þegar
öllu sé á botninn hvolft, sé
það fyrst og fremst þýzkir
víísindamenn, sem eiga heið-
urinn af þessu fyrsta tungl-
skoti, sem hæfir í mark. Það
verður sennilega aldrei sann
að, því að slíku verður -að
sjálfsögðu haldið vandlega
leyndu, en ef farið væri
stranglega eftir reglunni:
Heiður þeim, sem heiður ber,
gæti vel farið svo, að hann
lenti hjá svo „óverðugum'
Alvarteg ábending.
En hvað um það — tunglskotið
er staðreynd eins og fleiri
furðanlegir atburðir, sem
gerzt hafa á líku sviði á síð-
asta ári, og það minnir á, að
með aukinni tækni stafar
manninum vaxandi hætta af
sjálfum sér. Sá, sem vill
hefja strð, gengur nú ekki á
haslaðan völl eins og endur
fyrir löngu. Hann getur setið
skýli sínu og stjórnað tor-
tímingu milljóna í órafjarð-
lægð.
Eng'inn bl'ttur á hnettinum er
lengur óhultur, þegar cld-
flaugar, sprengjur og tor-
tíming er annars vegar. Það
er þess vegna nauðsynlegra
en nokkru sinni fyrr, að þeir,
sem mestu ráða í heiminum,
komi sér saman um það í
einlægni og af drengskap að
mannkynið geti raunveru-
lega búið við frið. Hingað til
hefir tortryggnin — og ef
til vill má segja eðlileg tor-
tryggni — komið í veg fyrir,
að þjóðirnar gætu losnað
við sífelldan stríðsótta. Ef
hægt verður að eyða henni
og hvor aðili, austur og
Flugfélag íslands hefur verið
mikið í fréttunum í sumar,
vegna flugs til Grænlands og
Mallorka og svo útlendra blaða
manna. En það hefur verið afar
hljótt um þann þáttinn í starf-
semi þess, sem er þó merkastur
og skiptir landsmenn mestu
máli, en það er innanlandsflug-
ið. Eg fór um daginn í eina af
lengri ferðum þess innanlands,
eða til Þórshafnar, og nú æt-la
ég að segja frá þeirri ferð og
hvað mér fannst um hana.
Frá Reykjavíkurflúgvelli var
farið kl. 12 á hádegi, í þetta
sinn alveg réttstundis. Brosleit
flugþerna kom með hinn venju-
lega brjóstsykurmola og bað
farþega að spenna beltin, síðar
bað hún velvirðingar á því að
blöðin hefðu gleymzt. Ekkert
bar til tíðinda fyrr en hún kom
aftur með mola og áminningu
um beltin en þá var komið til
Akureyrar. Þangað voru fáir
farþegar og lítill flutningur og
viðstaðan því um 25 mín. Eg
var hálf þyrstur og ranglaði inn
í afgreiðsluna til að fá mér eitt-
hað að drekka en sölulúgan var
lokuð og ekkert að fá. Nú kom
einn molinn til og 20 mín. síðar
annar áður en lent var á Kópa-
skeri. Þar var fagurt veður og
í kring um vélina hópaðist skari
af börnum. Skömmu síðar kom
„rúta“ með hóp af fólki og
stafla af farangri. Þernan og
annar flugmaðurinn röltu út
fyrir lendingarstæðið og þar
var krökt af stórum krækiberj-
um.Eg var á vakki við vélina og
horfði á er verið var að láta far-
angurinn í hana, koffort, poka,
töskur og allt þetta hafurtask,
sem manni er svo gamalkunn-
ugt frá strandferðaskipum og
rútum. Þetta gekk frekar rösk-
lega en skyndilega kom babb í
bátinn. Það er ekki pláss fyrir
meira sagði sá, sem í vélinni
var og nú var ekki hægt að hafa
sömu aðferð og á rútunum, að
stafla ofan á þakið. Nú skeður
eitthvað sögulegt hugsaði ég og
fór inn i vélina til sætis míns
en þá voru aðrir farþegar þegar
sestir. Eftir góða stund kom
maður í dyrnar á vélinni og
kallar til konu, sem þar var
með tvö börn, að það ætti að
skilja farangur hennar eftir. Út
úr þessu varð mikið fjaðrafok
og skvaldur en litlar fram-
kvæmdir. Þernan tók þann kost
inn, sem vænstur var, stóð bros-
andi við dyrnar og þagði. En
von bráðar kom flugstjórinn,
grannur maður, hógvær og yfir-
lætislaus og tilkynnti að það
væri 180 kg. umfram það sem
mætti taka af farangri. Það
myndi sent með bíl til Akureyr-
ar og þaðan með flugvél til
vestur, getur sannfært hinn
um, að tortryggni sé ástæðu-
laus„ ætti raunverulegur | jæt.
Reykjavíkur. Þetta sansaði fólk
ið og nú var farið að sortéra,
það sem helzt mátti skilja eftir.
Eftir klukkutíma viðdvöl var
svo lagt af stað aftur, enn einn
moli og svo annar 15 mín. síðar
áður en lent var á Þórshöfn.
Mér láðist að geta þess að á
Kópaskeri var nýbyggður af-
greiðsluskúr en ekkert var þar
á boðstólum til hressingar.
Á Þórshöfn gekk afgreiðslan
afarvel. Á tæpum hálftíma var
búið að losa töluvert af vörum
og koma farþegum (þar af ein-
um sjúkling í körfu) og öllu
þeirra dóti inn í vélina og hún
farin af stað. Þarna á flugvell-
inum var heldur óhrjálegur
skúr og þar var ekki heldur
neitt að fá.
Mín upprunalega áætlun var
að fara beint til Bakkafjarðar
með bíl en það er stundarferð
eða meira. Úr því varð nú ekk’
en ef svo hefði orðið myndi ég
ekki hafa komið þangað fyrr er
um kl. 6—7 og ef svo hefði stað-
ið á að ég hefði ekki þekkl
neinn á Þórshöfn myndi ég hafr
verið allslaus hvað mat eða
aðra hressingu snertir un:
þangað kom, því á Þórshöfn ei
ekkert veitingahús. Það má
segja að fullfrískur karlmaður
geti þolað slíkt, en nú skulum
við athuga með fólkið, sem kom
um borð á Kópaskeri. Sumt af
þessu fólki kom frá Raufarhöfn,
þaðan er klukkutíma ferð og
svo mættist annar við á vellin-
um. í þetta sinn kom vélin á
réttum tíma en mér er tjáð að
slíkt sé undantekning og oft sé
löng bið. Svo kom flugið til
Þórhafnar, viðstaða þar, flug til
Akureyrar og viðstaða þar og
síðast flugið til Rej’kjavíkur.
Þarna voru eins og ég'sagði áð-
Fyrir nokkru var rætt um
fréttamyndir í aðsendnum pisli,
sem birtur var í þessum dálki.
Þar var minnzt á það, sem alloft
hefur verið minnzt á áður, einnig
í þessum dálki, að margir sökn-
uðu fréttakvikmyndanna, sem
kvikmyndahúsin bjóða ekki upp
á lengur. „Kvikmyndavinur"
skrifar um þetta:
„Eg vil taka undir þær óskir,
sem fram 'komu í bréfi í Berg-
máli, að fréttakvikmyndir væru
sýndar sem oftast.
Afturför.
Mér finnst vera hér um hreina
afturför að ræða, þar sem slíkar
myndir sjást ekki lengur. Eg fer
að vísu ekki á hverja kvikmynda-
sýningu, en langt er síðan ég hef
séð fréttakvikmynd á sýningu
hér, og aldrei er þess getið í aug-
lýsingum, að fréttamyndir séu
sýndar. Nei, þetta er nú víst ekki
alveg satt, nýlega var auglýst
hér aukamynd, sem var a. m. k.
eins konar fréttamynd, — hún
var frá fegurðarsamkeppni á
Langasandi, en viti menn, hún
var ekki alveg ný af nálinni, held
ur frá árinu 1956! En það var a.
m. ;k. heiðarlegt af forstjóra kvik
myndahússins, að geta þess, og
vel má vera, að myndin hafi ver-
yfirleitt verður að gera þær kröf-
ur, að sýndar séu nýjar frétta-
myndir, um atburði, sem menn
hafa lesið um í fréttum og enn
eru i fersku minni.
Hvers vegna?
Hvers vegna eru fréttakvik-
myndir ekki sýndar hér? Það er
spurning, sem æskilegt væri að
fá svarað. Mér finnst það vera
sjálfsögð þjónusta, þar sem þær
eru mjög vinsælar, að fá slíkar
myndir hingað til sýningar. Þáð
er ekki ýkja langt síðan Nýja
Bió sýndi iðulega ágætar þýzkar
fréttamyndir, Stjörnubíó dansk-
ar og Tjarnarbíó enskar. Ef til
vill voru fréttakvikmyndir sýnd-
ar í fleiri kvikmyndahúsum. Nú
virðist þetta alveg eða nær dottið
niður. Þessar fréttakvikmyndir
voru ekki eins nýjar og æskilegt
væri, en það var samt góðra
gjalda vert, að fá þær.. Nú er þess
að vænta, að skýring fáist á
þessu, og vonandi rennur sá dag-
ur upp fljótlega, að farið verði
að sýna slíkar kvikmyndir aftur
og að þá verði gerð gangskör að
ur konur með smábörn og allan ' Því> að fá þær nýjar. Eins og
þennan tíma var engin leið fyr-
ir þær að fá nokkra hressingu,
hvorki í vélinni eða á þeim stöð
um, þar sem komið var við.
Þetta er afleitt og á því verður
að ráða bót.
friður ekki að
undan.
vera langt
i
Eg var svo heppinn að öll
mín ferð gekk greiðlega og veð-
ur var gott. Mér fannst að
starfsfólk og áhöfn gengi vel til
verks en að ósekju mætti ætlast
til einhvers meira af blessaðri
þernunni. í leiðinda veðri og
kulda hefði sagan orðið önnur
og þá hefði sannarlega verið
þörf fyrir einhverja hressingu,
t. d. kaffisopa. Vilja nú ekki
forráðamenn Flugfélagsins taka
þetta mál til gaumgæfilegrar
athugunar. Eg veit að þeir
myndu uppskera ríkulegt þakk-
læti þó að þeir gerðu ekki ann-
að en hafa hitabrúsa með góðu
kaffi með í hinum lengri ferð-
um. Eg held að þernurnar gætu
séð um það, þeim að vandræða-
lausu. Flugstjóranum vil ég svo
senda kveðju mína og þakk-
ir góða frammistöðu.
Víðförli.
samgongum er nú háttað ætti
það að vera unnt.
Kvikmyndavimir..“
Ath.: Bergmáli væri að sjálf-
sögðu ánægja að birta athuga-
semdir forstjóra kvikmyndahúss-
anna við bréf um ofannefnt efni,
sem birt hafa verið í þessum
dálki.
Friðrik og Fischer:
biðskák.
5. umferð á
í Bled, og
í gær var tefld
áskorendamótinu
lauk öllum skákum nema þeirra
Friðriks og Fishers, sem fór í
bið.
Keres vann Benkö og Gli-
goric vann Smysloff, en jafn-
tefli varð með Petrosjan og
Tal. í biðskák Friðriks og
Fishers hefir Friðrik betra.
Nú standa leikar þannig:
1. Pertosjan: 4 vinningar.
2. Keres: 3 v.
3. Fisher: 214 og biðskák.
4. —5. Tal og Benk. 2(4.
6.—7. Smysloff og Gligoric: 2^
8. Friðrik: 14 og biðskák.