Vísir - 08.10.1959, Qupperneq 6
FfSl *
TÍSIJR
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskriístofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kcstar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Síðgæii til fyrirmyndar.
Það er greinilegt, að samkomu-
lagið hefir verið með alveg
sérstökum hætti innan hús-
næðismálastjórnarinnar, að
því er snertir fulltrúa Fram-
sóknarmanna og kommún-
, ista þar. Mun víst alveg ó-
hætt að slá því föstu, að allir
„beztu kostir“ í fari manna í
þessum tveim flokkum hafi
fengið að njóta sín alveg ein-
staklega vel innan þessarar
mikilvægu stofnunar. Víst
eru þær líka fróðlegar og
skemmtiiegar lýsingarnar,
sem þessir valinkunnu
sæmdarmenn í húsnæðis-
málastjórninni gefa nú hver
af öðrum, þegar upp hefir
komizt um enn eitt hneyksl-
ið í sambandi við vinstri
stjórnina.
Það hneyksli er mjög eftir
öðru, sem uppvíst hefir orð-
ið í sambandi við vinstri
stjórnina. Eitt helzta verk-
efni hennar var að hleypa
sem flestum stuðningsmönn-
um sínum að kjötkötlum
ríkisins, búa til ný embætti
handa gæðingum eða reka
menn frá störfum, sem þeir
höfðu gegnt aðfinnslulaust
eða jafnvel með prýði, til að
geta hlaðið undir sína menn.
Þótt vinstri stjórnin sviki öll
sín loforð vel og dyggilega,
sveik hún ekki það loforð,
sem minnst var talað um
opinberlega. Það íoforð var
að koma sem flestum sinna
manna á ríkisjötuna, því að
það er eitur í þeirra beinum
að þurfa að keppa við venju-
legt fólk á frjálsum vinnu-
markaði.
Framsóknarhetjan í þessu máli,
Hannes Pálsson frá Undir-
felli, fer ekki dult með, að
hann hafi stundað skoðana-
njósnir. Honum kemur ekki
til hugar að mótmæla því.
Sennilega er það af því, að
hann telur njósnir um skoð-
anir manna svo sjálfsagðar.
Það er mjög eðlilegt um
. Framsóknarmann. Hann
segist að vísu ekki hafa ver-
ið að forvitnast um stjórn-
málaskoðanir manna, en
samt taldi hann enga menn
hæfa til þessa trúnaðarstarfs
nema hreinræktaða Fram-
sóknarmenn. Og til þess að
fara ekki mannavillt, fékk
hann sjálfan erindreka
Framsóknarflokksins til að
velja spæjarana fyrir sig.
Skyldi vera hægt að hugsa sér
öllu gleggri og raunsannari
mynd af siðgæði og hugsun-
arhætti Framsóknai’manna
en hún hefir birzt í þessu
máli, hegðun Hannesar og
félaga hans úr kommúnista-
flokknum fyrst og síðan vörn
Hannesar, þegar allt hefir
komizt upp? Það er vafa-
samt. Og það mega menn
vita, að hvar sem Fram-
sóknarmenn hafa aðstöðu
til, beita þeir sams-kon-
ar aðferðum. Þeir eru sífellt
njósnandi, til þess að að-
gæta hvort óverðugur sé í
hóp þeirra, sem eiga undir
högg að sækja hjá þeim.
Sparifjársöfflun skólabarna hefir
staðið í 5 ár.
Mteilétawsöfnnu* á 5 árutn náitetji
3 ni ittjj- hróna-
ÞaS eru nú 5 ár liðin frá bví
er Sparifjársöfnun skólabarna
tók til starfa. Umsjón þessa
starfs og túlkun hefur annast
að mestu frá upphafi Snorri
Sigfússon fyrrv. skólastjóri.
— í tilefni afmælisins ávarpaði
hann skólamenn og fréttamenn
í gær og gerði þeim grein fyrir
starfinu.
Starfið var hafið að frum-
kvæði Landsbanka íslands í
samráði við yfirstjórn fræðslu-
málanna og kennarasamtak-
anna. Mark frá upphafi var eð
gæða ráðdeild með fjármuni
meðal uppvaxandi æskufólks.
í byrjun gaf Landsbankinn
hverju barni í landinu 7—13
Hvort er betra?
En vitanlega leitar ein spui'n-
ing á menn í þessu sam-
bandi: Eru nú kommúnistar,
vinir og samstai’fsmenn
Hannesar um langt skeið,
hótinu betri en hann? Hafa
þeir sýnt eitthvað af sér í
þessu máli, er gerir almenn-
ingi kleift að gefa þeim betri
einkunn, þegar ætlunin er
að gera upp á milli þeirra,
hvað afrekin snertir á sviði
siðgæðisins?
Það er óhætt um það, að al-
menningur mun líta svo á,
að þarna eigist við þeir tveir
aðilar í þessu þjóðfélagi, sem
einir geta orðið aðilar að
slíku máli. Til þess að menn
. geti gei’zt upphafsmenn að
skoðananjósnum eins og
þeim, sem Hannes Pálsson
hefir orðið uppvís að, þarf
sérstakt siðgæði, sem er —
sem betur fer — lítt þekkt
hér á landi. Á hinn þó"inn
þarf líka alveg séi'stakt sið-
gæði til að byrja á að stela
bréfi frá samstai'fsmanni
sínurn og birta það síðan
eins og ekkert sé. Svo er
líka fyrir að þakka, að það
siðgæði, sem er skilyrði til
slíkrar hegðunai’, er einnig
sjaldgæft hér á landi.
Það er erfitt að gera upp á milli
þeirra, sem hér eru að
glíma. Báðir standa afhjúp-
aðir frammi fyrir þóðinni,
og það er vonandi, að hún
gi'æði á þessu að því leyti,
að hún viti betur deili á
flokkum þeirra manna, sem
eru helztu aðilar málsins,
eftir en áður. En læri fs-
lendingar ekkert á þessu og
verði þetta ekki til að bæta
siðgæði í opinberu lífi hér á
landi, þá er örvænt um, að
siðábót megi nokkru sinni
verða hér.
Nú er aðeins röskur hálfur mán
uður, þar til gengið verður
til kosninga. Þann tíma nota
60 ára:
i
| Magnús
Símonarson !
hreppstjóri í Grímsey.
I Sextugur er í dag Magnús
^ Símonarson hreppstjóri í Grims-
ey.
Magnús fæddist 8. okt. 1899
að Sauðakoti á Upsaströnd og
ólst upp við sjómennsku og bú-
'skap. Árið 1920 fluttist hann til
.Gi’ímseyjar og hefur átt þar
Jheima síðan. Árið 1922 kvænt-
(ist hann Siggei’ði Bjarnadóttur
frá Þönglabakka í Þorgeirsfirði
j og hafa þau eignazt 7 börn.
I Fimm þeirra eru enn á lífi, öll
hin mannvænlegustu.
Eftir að Magnús fluttist til
Grímseyjar stundaði hann bæðil
sjó- og landvinnu, en brátt
hlóðust á hann ýmis opinber
störf í eynni, því hann var bæði
stai’fshæfur í bezta lagi, sam-
vizkusamur og trúr. Hann varð
hreppstjóri 1940 og verið það
síðan. Einnig í mörg ár oddviti
hi’eppsins, vitavörður frá 1947,!
auk fjölmargra annarra trún-|
aðarstarfa sem hann hefur ann-
ast fyrir sveit sína. Hann hefur
mjög látið til sín taka málefni
kirkjunnar, vei’ið í sóknarnefndj
í 20 ár og formaður hennar í
12 ár.
Auk búskapar og sjómennsku
hefur Magnús s.l. 2 ár haft
I talsverða síldarsöltun í eynni á
! sumi’in eða strax og sæmileg að
'staða skapaðist þar með hafn-
argerðinni. Hefur sú framtaks-
semi Magnúsar átt sinn þátt í
því að þar er oftast nóg að
starfa fyrir íbúana.
Magnús er góður drengur
sem öllum þykir vænt um og
bera vii’ðingu fyrir sem honum
kynnast.
Á. B.
menn væntanlega til að vega
og meta kosti og galla flokk- ^
anna. Vonandi gleyma
menn ekki framlögum
þeii-ra, sem hér hafa verið
gerðir að umtalsefni. ÞaðJ
væri hættulegur misskiln-
ingur, ef almenningur gerðij
sér ekki grein fyrir því, að
sjaldan hafa þessir tveirj
flokkar brugðið upp eins
sannri mynd af hvor öðrum
og í þessari deilu. >
ára 10 kr., er leggjast skyldu
inn í sparisjóðsbók — og síðan
hverju 7 ára barni í sparisjóðs-
bók í þeirri innlánsstofnun,
sem hver og einn velur sér.
Þetta framlag skyldi vera upp-
örvun til sparnaðar, hvöt til
þess að gæta fengins fjár.
Sparimerkjasala hefur farið
fram á þessu tímabili í öllum
barnaskólum kaupstaðanna og
flestra kauptúna og sumra
sveita, samtals s.l. vetur í 65
skólum, sem hafa samtals á 16.
þús. nemendur. Á þessu ári
hafa sparimei’ki verið afgreidd
til umboðsmanna fyrir nál. 825
þús. Og alls á 5 árum fyrir ná-
lega 5 millj. króna. Mun heild-
arsöfnun vera nálægt þeirri
upphæð. Samkvæmt ákvörðun
Seðlabankans 1957 eiga börnin
þess kost að vísitölutryggja
sparifé sitt. Verður það vænt-
anlega til að glæða en nsparnað
arvilja barnanna. Vísitölubók
geta sjö ára börn eignast á
hvei’ju hausti með 10 kr. gjöf
bankans.
Höfuðmai’k starfseminnar er
uppeldislegs eðlis. Mark allrar
sparnaðarviðleitni á að vera
ráðdeild með fjármuni og þann
skilning þarf að glæða snemma
með börnunum.
Mikið er unnið í þessa átt á
Noi’ðurlöndum og víðar. Þjóð-
bankinn hefur frá upphafi talið,
að hér væri um markvert upp-
eldismál að ræða, er að bæri að
vinna hér sem annarsstaðar, og
því varið til starfseminnar all-
miklu fé.
Nánara verður vikið að þess-
ari merku starfsemi hér í blað-
inu síðar.
Málverkasýning Jóns
B. Jónssonar opnuó a5
Freyjugötu 41.
Málverkasýningu opnar Jón
B. Jónsson í kvöld í Sýningar-
salnum Freyjugötu 41 og sýnir
þar 19 olíumyndir.
Myndirnar eru allar það, sem
flestir kalla abstrakt, en er víst
sanni nær að kalla „konkret“ og
nánar tiltekið geometrískar
myndir, einkum þær nýjustu,
en myndirnar eru málaðar síð-
ustu tvö árin, eða síðan Jón
sýndi síðast í Sýningarsalnum
við Hverfisgötu. Annars hefur
Jón tekið þátt í mörgum sam-
sýningum undanfarin ár og
myndir hans verið til sýnis í
Málaraglugganum við Banka-
stræti og Morgunblaðsgluggan-
um við Aðalstræti. Jón var einn
af stofnendum Myndlistarskól-
ans í Reykjavík.
Sýningin verður opin boðs-
gestum kl. 20.30—23 í kvöld,
en almenningi á morgun, og
verður hún opin til 18. þ. m.,
virka daga kl. 17—22, en sunnu
daga kl. 14—22.
- m ——
Frá Damaskus, Sýrlandi,
berast fregnir um kröfu-
göngur, sem menn fóru í til
þess að mótmæla því, að 13
menn voru teknir af lífi í
Irak fyrir þátttöku í Mosul-
byltingunni.
Fimmtudaginn 8. október 1959
111 " 1 •! jl .1 I I II II I I . I 'JI-' M
Frá formanni Reykjavíkur-
deildar BFÖ hefur Bergmáli bor-
izt eftii’farandi bréf:
Vegakort og
umferðarmál.
Nýlega sendi Reykjavikurdeild
Bindindisfélags ökumanna bréf
til vegamálastjóra, þar sem ósk-
að er eftir því að gefin verði út
vegakort af akvegakerfi landsins,
| og að kortin komi framvegis út
á fimm ára fresti, með breyting-
um og ástandi akvega með tilliti
til bilaumferðar. Kortin þurfa að
vera í ekki minni mælikvarða en
I 1:500 þús. og á fjórum kortblöð-
| um. Alla tækni og prentvinnu er
hagkvæmast og ódýrast að gera
í landinu sjálfu, en hér eru full-
komnustu tæki sem völ er á til
stórvirkrar kortagerðar úr lofti
og verð sambærilegt við erlend
kortafyi’irtæki. Erlendis sjá t.d.
olíu- eða hjólbarðafyi’irtæki sér
hag í að gefa út vegakort með
merktum tank og viðgerðarstöðv-
um.
Fyrir ókunnuga hafa það ver-
ið bein vandræði að komast leið-
ar sinnar um landið vegna skorts
á fullnægjandi og ái’eiðanlegum
vegakortum og þaif að ráða bót
á þessu hið fyrsta.
j Einnig var sent bréf frá B.F.Ö.
til umferðaryfir-valdanna, þar
sem lagt er til að gula biðljósið
! á götuljósunum sé látið loga ca.
10 sekúndum lengur, svo fólk
. hafi tima til að komast yfir göt-
una en grænt Ijós fyrir ak-
! andi og gangandi kviknar jafn
snemma eins og er.
I Sennilega mætti taka fyrir svo
til allan drykkjuakstur í Rvík á
stuttum tíma, með því að lögregl-
an vakti dansstaði og vínveitinga-
hús í nokki’ar vikur af og til og
athugi ástand þeirra sem þaðan
aka.
|
Stefnuljósanotkun.
1 8 mánuði befur Reykjavíkur-
deild B.F.Ö. haldið uppi skipu-
legum áróðri fyrir stefnuljósa-
notkun og að lögreglan taki upp
ákveðnari stefnu í umferðar-
málum gegn slysum, m. a.
með því að taka upp staðsektir
j í ákveðinn tíma á ári, sept. , okt.,
J og nóvember, þegar skammdegið
og illviðrin eru að síga að og
slysfjöldinn nær hámarki eins og
hin vikulegu stórslys sýna. Stað-
sektir eru leiðinlegar en hafa
þann kost að þær bitna á þeim
sem eiga þær skilið. Staðsektir
eru eina leiðin til að hemja og
útkljá smá umfei’ðai’brot og til
að ná til einstakra bílstjóra sem
engum sönsum vilja taka.en verð-
andi umferðarmenning er sam-
vinna og löghlýðni akandi cg
gangandi manna.
i Bindindisfélag öökumanna er
alþjóðlegur bilklúbbur og félag
áhugamanna um umferðarmál
og vinnur að bættri og öruggari
umfei’ð á öllum sviðum.
Viggó Oddsson.
Austurbæjarbíó
sýndi í gæi’kvöldi í fyrsta
sinn kvikmyndina „Sing,
baby, sing“, en það er þýzk
söngva- og dansmynd með
Caterina Valente, Peter Ai-
exander og Rudolf Platte í
aðalhlutverkum. Kvkimynd-
in er einhver albezta mynd
af þessu tagi, sem hér hefir
nokkurn tíma verið sýnd„
vel gerð og leikin, fjörleg og
fyndin, frá upphafi til enda,
alltaf líf og fjör. söngur,
gleði og gaman. Húsfyllir
var og var auðfundið, að
mvndin féll mönnum stórveJ
í geð. —1.