Vísir - 09.10.1959, Side 4

Vísir - 09.10.1959, Side 4
Föstudaginn 9. október 1959 VlSIB Sidonée IViatsner Grunberg: iiti nönxiy HEIMILISHARDSTJORAR? Fjölskylda og vinir voru sam- ankomnir til þess að dást að frumburði ungu hjónanna, n.l. þrjár hálvaxnar stelpur bentu á hinn sofandi hvítvoðung og mæltu: Látið það ekki blekkja ykkur þótt hann mrðist hjálp- arvana. Ég fullvissa ykkur um það, að þið standið hjá væntanleg- um heimilis-harðstjóra. Hann ligggur nú hér og þess mun ekki langt að biða að hann fari að hugsa um á hvern hátt hann geti stjórnað ykkur næstu átjón árin. Þetta var auðvitað sagt í gamni. En það var sannleikur fólginn í þessum orðum, það er eðlilegt, að börn þreifi fyrir sér með það, hve miklu valdi þau geti náð yfir foreldrum sínum, og þau færi sér vald sitt í not svo sem unnt er. Ég hef þekkt fjölda barna og ungl- inga á öllum aldri allt frá smá- börnum til unglinga á gelgju- skeiði. Og öll þessi börn og ung- iingar hafa undantekningar- laust, á einhverju aldursskeiði reynt til þess af alefli, að vera harðstjórar á heimilum sínum. Það er illa farið, ef foreldr- ai'nir skilja það ekki, að nauð- synlegt' er að tekið sé tillit til allar meðlima fjölsyldunnar, en ekki hugsað um það eitt, að dekra við börnin. Það er því aðeins trygging fyrir þvi að fjölskyldan sé hamingjusöm, að foreldrarnir standi við stýrið. Af eftirfarandi dæmum getið þér gert yður Ijóst, hvort börn- in yðar ráða yfir yður og heim- ili yðar, og, ef svo er, hve mikil brögð eru að því. Hefur lengi verið komið fram við börnin eins og þau væru ungbörn eða hvítvoðungar? Lísa, sem er fjögurra ára, er sérfræðingur í því að hag- nýta æsingaköst til þess að láta foreldrana dekra við sig. Þau höfðu lesið um það, hve nauð- synlegt það væri að barn þegar frá fæðingu væri umvafið kær- ■ leika. Þessvegna vögguðu for- eldrarnir til skiptis Lísu í svefn, á hverju kvöldi, þegar hún var smábarn. Er hún stækkaði sögðu foreldrarnir henni sögur á kvöldin. Höfðu bæði foreldr- arnir og barnið ánægju af þessu. En svo fór að foreldrun- um þótti nóg um heimtufrekju Lísu viðvíkjandi sögunum. Lísa dró allt á langinn, bað um fleiri sögur til þess að faðir- inn eða móðirin færi ekki strax frá henni. Einkum var hún kröfuhörð í þessu efni, ef hún vissi að foreldrarnir ætluðu út: í fyrsta sinn er foreldrarnir ætluðu að láta barnagæzlu segja kcöldsöguna varð Lísa hamslaus af gremju. Foreldr- arnir létu undan henni og hættu við að fara út. Þau voru heima og hugguðu stelpuna. Að lokum sofnaði hún. Með þessu höfðu þau rétt Lísu hinn fræga „litla fingur“. Nú fara foreldrar Lísu ekki , heimboð nema síð- ari hluta dagsins. Ekki á kvöld- in. Þegar þau bjóða gestum verða þeir oft að taka á þolin- mæðinni. Þeir eru látnir bíða von úr viti eftir veitingunum vegna þess að faðir eða móðir Lísu þarf ag lesa fyrir hana, eða segja henni sögur þar til hún sofnar. Er það undarlegt þótt Lísa sé sannfærð um að það borgi sig að koma fram eins og smábarn, sem krefst allrar um- hyggju foreldranna eftir að hún er kominn á þann aldur, er börn geta leikið sjálf? Er það Iéttara að láta undan en vera strangur? Dorrit er þrettán ára. Allir meðlimir fjölskyldunnar hjálp- ast að við húsverkin og það er skylda Dorrit að þvo matarílát- in og áhöldin að loknum mið- degisverði. En hún er á „tal- símaaldrinum“ og þegar eftir ^ að hún stendur upp frá borð- inu flytur hún að símanum. Er hún hefur talað í simann í hálfa klukkustund, koma vinkonur hennar og hún flýtir sér fram i anddyrið til að taka á móti þeim. „Þú hefur ekki vaskað upp“, segir móðir hennar. ,,Ó mamma. Vinkonur mínar | bíða eftir mér. Á ég að —? Er: það óhjákvæmilegt?“ Móðirin I kennir í brjóst um dóttirina og j segir „Nei farðu bara, elskan mín — og góða skemmtun —.“ Kalli á meðal annars að hjálpa föður sínum við að þvo bílinn síðari hluta hvers sunnudags. En þar sem hann bíður ætíð með að lesa lexíur sínar til síð- ustu stundar, er ekki tími til þess að gera þetta þrennt, þvo bílinn reikna og fara í bíó með félögunum. „Það er afar góð kvikmynd í bíó í kvöld“ sagði Kalli. „Það er í síðasta sinn sem hún verð- ur sýnd, ég þarf að reikna heimadæmin, þarf ég að þvo bílinn að þessu sinni?. Faðirinn vill vera vinsæll — eins og allir feður — og þorir þú ekki að fara að þrefa og þræta við son sinn. Hann mælti: „þá er réttast að þú farir upp og reiknir þegar í stað svo þú geti farið í bíó í kvöld.“ Að svo mæltu fór faðirinn út til þess að þvo bílinn. „Þau eru ekki ung nema einu sinni og þau gleðjast af litlu“ segja þvílíkir foreldrar og hugsa ekki um það, að börn sem fá allar óskir sínar upp- fylltar, læra ekki að hafa hemil á sér. Þau verða ábyrgðarlaus og skilja ekki hversu þýðingar- mikið það er að hjálpa öðrum. Er hyggilegra að vera þjónn barnsins í stað þess að kenna því að bjargast af sjálfsdáðun? Thomas er átta ára, og hon- um er kunnugt, að hann á gera hreint baðkerið og herbergið eftir að hann hefur baðað sig. þessu, að baðkerið er að tuttugu mínútum liðnum, h. u. b. eins óhreint og það var eftir að Thomas kom upp úr því og baðherberið er ófrýnilegt eins og eftir stórflóð. Systkini Thomasar eru orðin óþolinmóð eftir að komast í bað og móðirin, þótt lúin sé, kemur til hjálpar. „Farðu frá vinur minn,“ segir hún. „Eg er miklu fljótari að þessu en þú.“ Henni hefði verið nær að kenna drengnum að vinna verk ið svo fullnægjandi væri. Lilian og Anna koma þjót- andi heim úr skólanum og þrá- biðja um leyfi til þess að búa til „karamellur". Móðir þeirra gefur þeim leyfi til þess með því skilyrði, að þær komi öllu í gott horf í eldhúsinu fyrir kl. fimm. Er hún ætlar að fara að fást við tilbúning miðdegis- verðarins, eru pottar og diskar óhreinir eftir karramellugerð- ina. Auðvitað er hún fljótari að hreinsa potta og diska, en telp- urnar. En ef móðirin gerir ætíð hreint eftir börnin, venjast þau á að koma öllu á móðurina, og halda því áfram er þau komast á unglingsárin. Óttist þér að taka ákvarðan- ir, sem eru andstæðar óskum barnsins? Elisabeth, sem er þrettán ára, kom dag nokkurn að morgun- verðarborðinu með málaðar var ir og skugga undir augum. Fað- ir hennar segir: „Viltu gera svo vel og fara upp þegar í stað og þvo þetta „skraut" af þér!“ „O, pabbi. Vertu ekki svona gamaldags. Allar aðrar telp- ur snyrta sig. Á alltaf að fara með mig eins og ég væri lítið barn? Hvað segurðu um það, mamma?“ „Nei, það er ekki svo að skilja, Lis. En mér þykir þú ekki nógu gömul til þess að fara í skóla með málaða vanga og varalit,“ svaraði móðir hennar. Hún var hrædd við að segja á- kveðið nei. Bjóst við að geta gert báðum aðilum til hæfis. En það er ógerningur. Vegna þess- arar hálfvelgju risu upp leiðin- legar deilur. Foreldrar þurfa að vera sam- hendir. Frh. af 3. síðu: Unnsteinsson og Unnar Jóns- son. Ólafur setti nýtt unglinga- met, en þetta er hans síðasta ár sem slíkur. Björgvin náði strax í upphafi þrautarinnar prýðilegum ár- angri í langstökki, stökk 6.97 m, og var þó eina 13 sm frá plankanum er hann stökk. í Það er misskilningur, ef menn halda, að aðeins sé plægt að vorlagi. Það er einnig gert á haustin, því að þá sá bændur vetrar- hveitinu. Þessi mynd er frá Norður-Þýzkalandi, þar sem jörð er skrælþurr, eins og sjá má, vegna 'þurrkanna í sumar. Séu foreldrar ekki samhendir gagnvart uppeldi barna sinna, læra börnin fljótt, það sem en hættulegast fyrir gott samkomu lag innan fjölskyldunnar. Þau tefla goreldrunum hvorum. gegn öðrum. Margir foreldrar óttast það að missa ást barna sinna, ef þau koma vilja sínum fram viðvíkj- andi því, að láta börnin hlýða. En þetta er misskilningur. For- eldarnir vinna því aðeins ástir barna sinna, ef þeir hjálp'a börn unum við það að beizla eða hemla hinar eigingjörnu hvatir barnanna, og kenna þeim að hagnýta kraftana til þess að: leysa þörf störf af hendi. Auð- vitað eiga börnin kröfu á því að við hlustum á óskir þeirra. For- eldrar geta verið stjórnsöm án. þess að vera harðstjórar. Fjölskylduiífið hefur afar- mikla og sérstæða þýðingu viðvíkjandi skapgerðaruppeld- inu. Ekkert getur komið í þess stað. Þegar eftir fæðinguna' komur nauðsyn á viturlegu skapgerðar uppeldi til sögunn- ar og að þv.í þarf að hlynna öll bernsku- og æskuárin. Kærleik- urinn er bezta meðalið í þessu' tilefni. Það þarf að kenna barn- inu að skilja ágæti og nauðsyn' ábyrgðartilfinningarinnar og tillitsemi við náungann. í sam- ræmdri fjölskyldu lifa foreldr- arnir ekki fyrir börnin sín. Þeir lifa í samfélagi við þau, í ham- ingjusömum innbyrðis félags- skap, þar sem enginn meðlimur fjölskyldunnar misnotar valcS sitt á kostnað annarra. spjótkasti náði hann 55.97 sem er gott, en þó nokkuð frá hans bezta. í 200 m var tíminn; 23.1 sek. Hann setti persónu- legt met í kringlukasti með 42.28 m og 1500 m hljóp hann á 4.46.8 mín. í þeirri grein var, Björgvin einnig talsvert frá sínu bezta, og ef hann hefði náð sínu bezta þar, hefði Norður- landametið fallið, en það er 3300 stig. — Hinn samanlagði árangur í þrautinni nam þvx 3206 stigum, 116 stigum betra en gamla metið. — Björgvin hefur hug á að reyna enn við fimmtarþraut á þessu hausti, ef viðrar, þar sem aðeins vant- ar 94 stig á hið gamla Norðui- landamet Svíans. i Framh. af 3. síðu. mótstjórnarinnar var enginii vindmælir við höndina. Að vísu var alveg blæjalogn, svo að ekki bærðist hár á höfði, en reglurnar tala sínu máli. — Hitt er það, að til þess að geta talizt Evrópumethafi í einhverri grein, verða menn að teljast ríkisborgarar þess lands sern ( þeir keppa fyrir. Seye, sem er i fæddur 30. júlí 1934 í Saint- , Louis-deSenegal, kom til Frakk- lands sem hermaður í desem- ber 1954, og hefur því ekki dvalið full fimm ár í Frakk- landi, en það er skilyrði fyrir i því, að hann geti öðlast ríkis- borgararéttindi. En Seye hafði ekki þar með sagt sitt síðasta orð á þessu: sumri. Nú síðari hluta sumars keppti Seye fyrir Frakkland í landskeppni við Júgóslavíu. Þá Framh. á 11. síðu, j íþróttir úr öllum áttum —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.