Vísir - 09.10.1959, Side 9
Vf SIB
Umdeildasti maður
índlands.
Vengall! Krishnan Krishna
lyienon
Föstudaginn 9. október 1959
Það hefur oliið á ýmsu á ævi-
ferli indverska sfjórnmála-
mannsins heimskuuna, Vengal-
ins Krishnan Krishna Menons.
Oft hefur virst svo, sem flej’ta
hans væri hætt komin í öldu-
róti stjórnmálanna, en alltaf
hefur hann komið henni í höfn,
en oft þurft aðstoðar Nehrus
með.
Fyrir skömmu var talið, að
Menon væri hætt við falli. út af
deilu við yfirmann hersins, K.
S. Thimayya, er. mun hafa vilj-
að vera einráður um aðgerðir
á landamærunum gagnvart inn-
rásarhersveitum kínverskra
kommúnista, en Menon vildi öll
æðstu yfirráð í höndum ríkis-
stjórnarinnar, og þar með hafa
hemil á Thimayya. Nehru
studdi Menon með því að Iofa
hann fyrir áhuga og dugnað og
taka afstöðu með honum varð-
°noi æðstu stjórn. Hélt Menon
þannig velli.
Nýlendustefna.
Menon hefur oft þótt berorð-
ur og harðskeyttur á allsher jar-
þinginu um nýlendustefnu vest-
rænna þjóða. Hann hefur for-
dæmt stefnu og framkomu
Frakka í Alsír og Togolandi, og
Suður-Afríkustjórn fyrir af-
stöðu hennar gagnvart Suðvest-
ur-Afríku.
Kashmir.
En hann reis upp og flutti
þrumandi ræður gegn sjálfsá-
kvörðunarrétti Kashmir til
handa, er Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna hafði borið fram
tillögu í því efni, og Pakistan
aðhylst hana. Setti Menon met
með því að halda ræðu, sem
stóð samfleytt í 7 klst. og 48
mín. (í janúar 1957) — til þess
að halda fram rétti Indlands í
Kashmir. Við annað tækifæri
sagði hann: Það er ekkert Kas-
hmir-vandamál. Vinsældir sínar
á Indlandi á hann mikið að
þakka skeleggri afstöðu í þessu
máli. Kvikmynd af • Menon í
ræðustól hefur verið sýnd um
allt Indland, er það mynd, sem
tekur 20 mínútur að sýna. Aug-
Ijóst er, að Nehru lítur á þenn-
an aðstoðarmann sinn nánast
sem þjóðhetju.
Aðild Kína.
Kommúnistar í Kína virðast
ekki meta það mikils,-að Menon
rýndi hann fyrri afstöðu hans
maður fyrir því, að Kína fengi
aðild að Sameinuðu þjóðunum.
Þegar Knowland fyrrv. öld-
ungadeildarþingmaður gagn-
rýndi hann fyrri afst.öðu hans
í þessu máli, ráðlagði Menon
honum. að „leita til læknis eða
sálfræðings eða einhvers ann-
ars.“
Ungverjaland.
■ .Hann greiddi atkvæði (í nóv.
1956) gegn tillögu á vettvangi
S. þj., þar sem krafist var, að
Rússar kveddu heim herlið sitt
frá Ungverjalandi.
Og svo virðist, segir í grein
um hann í New York Times,
að það sem að undanförnu hefir
gerzt í Tibet, hafi ekki snortið
hann djúpt.
Vinátta og samsíarf.
Vináttu og samstarf Menons
og Nehrus má rekja til ársins
1936, er Nehru kom til London,
þar sem Menon þá bjó, og var
Nehru þá bara „indverskur
þjóðernissinni í heimsókn“, eins
og það var orðað. Menon kynnti
hann verkalýðsleiðtogunum
Harold Laski og Stafford
Cripps. Þegar Indland varð
sjálfstætt ríki 1947 skipaði
Nehru hann fyrsta Indlandsfull-
trúann á Bretlandi íHighcomm
issioner), og síðar aðalfulltrúa
á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og gerði hann jafnframt
að „fljúgandi ambassador" og
talsmanni sínum og stjórnar-
innar.
Fjendur.
En Menon á sér fjendur marga.
Margan mann svíður undan orð
um hins haðskeytta leiðtoga,
sem engum hlifir, ef í það fer.
Svo óvinsæll er hann meðal
margra, að ýmsir ætla, að ef
hann félli í pólitíska ónáð
myndu einhverjir fjendur hans
reyna að koma honum alveg á
kné.
Menon var fæddur fyrir 62
árum í Calicut á Suður-Ind-
landi. Hann las hagfræði og lög
í London. Hann gerðist þjóðern-
issinni og var formaður Ind-
lands-félagsins þar (India Le-
ague). Hann er ókvæntur.
Færri árekstrar
síöustu dagana.
Svo virðist scm nokkuð hafi
dregið úr umferðarslysum og
meiri háttar árekstrum í bæn-
um síðustu dagana.
Að því er rannsóknarlög-
reglan tjáði Vísi í morgun virt-
ist sem drægi alltaf nokkuð úr
umferðarslysum ef blöðin hæfu
áróður fyrir gætilegri umferð,
eins og þau hafa gert undan-
farið. Virtist svo sem bílstjór-
arnir íhuguðu mál sitt a. m. k.
um stundarsakir og færu sér
gætilegar á eftir.
Hins ber þó að geta að á-
rekstratalan er orðin ískyggi-
lega há það sem af er þessu
ári, eða rúmlega hálft 14.
hundrað. Það -er nær 200 á-
rekstrum fleira en á sama tíma
í fyrra.
Við djúpar lindir.
LjóBabók Jakobs lóhanns Smára.
Bókar þessarar sem er 10 ark
ir (163 bls.) í Skírnisbroti, hef-
ur ekki ennþá verið getið í
neinu blaði, það er ekki vansa-
laust, og skal nú reynt að bæta
úr því á sjötugsafmæli skálds-
ins. Betra er seint en aldrei.
Mér er að vísu markað rúm
til þess og Verð því að stikla
á stóru.
Frumortu kvæðin ná yfir
fyrstu 100 blaðsíður bókarinn-
ar, hitt eru þýðingar.
Það hefur ekki farið mikið
fyrir tækifæriskvæðum í fyrri
bókum skáldsins, en í þessari
eru þau áberandi, slíkt ber þó
eigi að lasta, þegar um jafn
mörg ágæt kvæði er að ræða,
og í þessari bók. .
Efni bókarinnar er fjölbreyti
legt og er hverjum þeim er láta
sig slíkt varða hollt að lesa
hana.
Náttúrurómantíkin á sem
fyrr hug skáldsins í formi sonn- '
ettunnar og snildar vel fer
skóldið með list sína, því form'
cg efni hæfa hvert öðru sem
„Hár og greiða" sem ,.Brók og
læri“ eins og segir í Pétri Gaut,
Ibsens.
Eg þekki ekkert annað nú-
liíandi ljóðskáld sem gengur á'
vit Ijóðdísar sinnar jafn hljóð-
látt sem Jakob Smári. Hann
lýtur skáldgyðjunni í djúpri
lotningu, hún er honum lielgi-
dómur og hann tilbiður hana
af öllu hjarta, ann henni fölskva
laust, hún er blóðið í æðum
hans, hjartsláttur lífs hans fyr-
ir Guði og mönnum. Glöggt
dæmi um það er kvæðið „Þú
kemur“ bls. 31.
V
Þú kemur.
Þú kemuc líkt og ósk sem
er að rætast,
um allt það, sem hér finnst
á jörðu sætast.
Sem opinberun alls hins fagra
og góða
er andlit þitt, með vanga
feimnis-rjóða.
Mér finnst, að sérhvert böl
nú muni bætast,
og brjóstið muni’ af nýjum
undrum kætast,
því sérhver dagur ber þér
lofsöng Ijóða,
og lágmælt um þig hvíslar
nóttin hljóða.
Þú ert sem vorsins unga
undursýn,
og um þig jafnan blessuð
sólin skín,
en tímans þunga’ og dular-
djúpa Rín
af dásemd ljómar nú með
brosin sín.
Veginum þykir vænt um
sporin þín.
Víðförul ertu um drauma-
löndin mín.
Af söguljóðum bókaiúnnar
vil ég nefna kvæðið um Ara
fróða Þorgilsson bls. 11. Það er
gott innlegg í íslenzkar bók-
menntir.
Trúarskáld er Jakob Smári
einnig, kvæði eins og Ó, Jesú-
barn, bls. 27, bera höfundi sín-
um fagurt vitni, fyrsta erindið
er þannig:
Ó, Jesúbaim, þú kemur nú í nótt
og nálægð þína ég í hjarta finn.
Þú kemur enn, þú kemur
undra-hljótt;
í kotin jafnt og hallir fer þú
inn.
Þá má og nefna „Sálm“, bls.
Að vesían:
Vermihús vih jnkulrðnd
SkyEdi smokkurin/n köuia?
Suðureyri í Súgandafirði er’áttin gefa góðar vonir um að
nú loks að fá raforku frá Mjólk-
árvirkjun,
Undanfarin ár hafa verið
mikill uppgangstími á Suður-
smokkurinn láti sjá sig til veru
legra nota.
Arnarfjörður hefur að fornu
og nýju verið mesta og bezta
eyri. Þar er ört vaxandi útveg- smokkveiðisvæðið, en oft hefur
ur nýrra vélbáta. Miklar húsa- líka veiðzt vel í ísafjarðardjúpi.
byggingar og margvíslegarj Meðan smokkveiðin stendur
framkvæmdir aðrar. Þar starfa er eins konar gullgrafartíma-
tvö hraðfrystihús og fiskimjöls-: bil. Allir sem vetlingi valda fá
verksmiðja. Mun óvíða hérlend-[ sér smokkfæri og fleytu til að
is hafa verið meiri framkvæmd veiða smokk og unna sér lít-
ir síðustu ár en á Suðureyri. illar hvíldar meðan hrotan
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru stendur. Reyna að verða sem
margar, en þá stærstu og nauð- j aflahæstir, bæði vegna metn-
synlegustu má hiklaust telja aðar og til þess að ná í sem
byggingu bátahafnar á Suður-1 mesta peninga. Einkum er
eyri. Hefur þegar verið gerðurj smokkveiðin mikið ævintýri
nokkur undirbúningur að þess-j ungum piltum. Það er oft fyrsta
ari framkvæmd og byrjunarfé
þegar fengið.
Útflutningsframleiðslan hef-
ur aukizt hröðum skrefum. —
veiðin, sem þeir taka alvarleg-
an þátt í. Þegar smokkurinn er
óður er um það eitt að gera að
vera nógu fljótur að draga fær-
Fiskafli Súgfirðinga var á síð-, ið og losa sig við blekfiskinn
ustu vetrarvertíð nær 3 millj.
kgr., og voru þeir í næsta sæti
við ísfirðinga, hærri en Bol-
ungavík, eins og sjá má í afla-
skýrslum Fiskifélags íslands.
Vart þarf að efa, að Súgfirð-
ingar hyggi gott til að vera ekki
lengur afskiptir af gæðum raf-
orku frá vatnsvirkjun, en ies-
elstöð hefur starfað á Suður-
eyri allmörg ár. — Nýr skóli
var byggður í fyrra og nú í ár
er verið að byggja læknisbú-
stað og prestsetur.
Kemur smokkurinn?
Það þætti öllum Vestfirðing-
um sem kóróna á gott og afla-
sælt sumar, að í haust kæmi
smokkfiskurinn. Það þýðir mik-
ilsverða auðsuppsprettu og
tryggingu um góðan afla á
næstu vetrarvertíð. Ennþá hafa
engar fréttir borizt um smokk-
veiði,en hlýindin nú og sunnan- á Laugalandi til
gróðurhúsaræktar
68—69.
Um ljóðaþýðingar bókarinn-
ar mætti skrifa langt mál út af
fyrir sig. Hér verður það ekki
gert. Höfundar frumkvæðanna
eru ekki af verri endanum og
má þar til nefna m. a. Thomas
Moore, Byron, Woodsworth,
Tennyson og John Keats. En þó
að þetta séu stór nöfn í heims-
bókmenntunum þá er þó ekki
síður fengur að hinum óþekkt-
ari, og vil ég aðeins nefna ljóð
eftir nokkur japönsk fornskáld.
Það er ekki ónýtt fyrir skáld
að vera lærður málfræðingur,
(af gamla skólanum). Jakob
Smári er hvorttveggja og Orða-
bókahöfundur svo sem kunnugt
er.
„Við djúpar lindir“ er fjórða
Ijóðabók skáldsins. Sú fyrsta
eftir hann kom út árið 1920, og
nefnist hún „Kaldavermsl“.
Heiti þessara tveggja bóka er
þó eitt og hið sama.
Kvæði Jakobs Smára eru
hrein. í þeim er engan sora að
finna. Þau eru bæði tær og
fögur.
Útgáfa bókarinnar er vönduð.
Eg þakka skáldinu fyrir haná,
og árna því allra heilla á sjö-
tugasta afmælisdegi þess.
Rvk. 9. okt. 1959
Stefán Rafn.'
áður en hann spýtir. Það er
metnaður þeirra ungu, að geta
skákað þeim gömlu. Þetta tekst
stundum á smokkveiðum. Þá er,
lundin létt og lífið glatt.
Vermihús við jökulrætur.
Jón Þórðarson, Halldórsson-
ar á Laugalandi í Skjaldfann-
ardal er að byggja gróðurhús
og íbúðarhús á Laugalandi. Ætl
ar Jón sér að hafa eingöngu
grænmetisrækt, úti og inni, en
engan lifandi pening. Afurðir
sínar ætlar Jón einkum að selja
hingað til ísafjarðar. Jón lærði
garðyrkju á garðyrkjuskólanum
að Reykjum í Hveragerði, og fór
síðar til framhaldsnáms 2
Bandaríkjunum. Vann þar að-
allega við blómarækt. Sumuml
þykir ótrúlegt, að gróðurhús
séu skammt frá rótum Dranga-
jökuls, en nógur er jarðhitinrt
stórfeldrar
og margs
fleira, því jarðhitasvæðið þar
er vítt ummáls.
Gróðurhúsin á Laugalandl
eru ekki einu gróðurhúsin í ná-
munda við Drangajökul. t
Reykjarfirði á Ströndum en
jarðhiti. Hefur þar verið gróð-
urhús til heimilisnota í smáurtt
stíl, nokkur undanfarin ár.
Jarðhitinn í Reykjarfirði og
Skjaldfannardal bendir til að
Drangaijökull hafi í fyrnd legið
fast að jarðhitasvæðum, norð-
an og vestan jökuls. Ekki er
heldur ósennilegt að jökullinn,
hafi lagst yfir hitaæðar, þótt
þess sjáist ekki merki nú.
í Hnífsdal
hefur í sumar verið byggð ný
rækjuverksmiðja og verið er að
byggja þar brunastöð fyrir at-
beina Brunabótafélags íslands.
Hinir bráðu brunar víðsvegar
um land sýna ljóslega þörfina
á því, að eldsvarnatæki séu
jafnan tiltæk og 1 sem beztu
lagi.
Arn.
_ 0 —--
Fregnir frá London í gær
herma, að gull- og dollara-
forði sterlinglandasina hafi
í septemberlog verið meirii
en nokkurn tíma á 8 sujuirt
eða síðan 1951. Er nú 117$
?, milIÞ stPd-