Vísir - 15.10.1959, Side 3

Vísir - 15.10.1959, Side 3
Fimmtudaginn 15. október 1959 VÍSI? Við-lifurn á tímum eldflauga og hraða, en þrátt fyrir sífelt styttri vinnutíma hefur enginn tíma til að „lifa“vegna hins sí- felda kapphlaups við samtíðina. Barnið er varla orðið talandi, þegar það er drifið í skóla, og hver sem ætlar sér að komast eitthvað „lengra" í lífinu, þarf að stunda nám fram til þrítugs eða lengur. Allir hlutir eru að verða sérhæfir, en séu þeir það ekki í eðli sínu, skipuleggja stéttarfélögin þá, svo að við ligg xu’, að sömu mennirnir, sem skurðina,er við höfum ávalt fyrir augunumí götunum, hafi -ekki ,.rétt“ til að moka ofan í þá aftur. Þetta er kariske viss þáttur í tækni nútímans, og án fækni getur ekkert þjóðfélag þiróazt. Aðlögunarhæfi lífsins er rnikil, en þrátt fyrir það er áríðandi, að nám og uppeldi barnanna takist vel frá byrjun, því það getur ráðið úrslitum um hamingju þeirra og framtíð jþjóðarinnar. Skóla- ,,apparatið“ kostar mikið, en hve stór „pró- senta“ það er af þjóðartekjun- um, er mér ekki kunnugt, enda ræður þar miklu um, „hvaða“ reikningsaðferð er notuð, en hvað um það, á miklu ríður, að það notist sem bezt. Ég geri ráð fyrir, að kennarastéttin okkar íslendinga standi stéttarbræðr- um sínum erlendis fyllilega á sporði, sérstaklega þó, ef mið- að er við fólksf jölda. Ég er ekki heldur að halda því fram, að kjör þeirra séu of góð, en mér er ekki grunlaust, að mörgum „púlsmanninum" sem verður að vinna allt árið, utan síns stutta sumarfris, verði oft hugsað til þeirra, er fá minnst þriggja vikna frí um jólin og tíu til tólf daga frí um páskana, einmitt á þeim tíma, sem allir aðrir hafa mest að gera. Auk þessa fá þeir einn aukfrídag í mánuði, að ótöldu nær fjögurra mánaða .sumarfríi hjá flestum. Þá má ekki gleyma, að þeir munu öðru hverju eiga rétt á árs fríi á full- um launum, sérstaklega þá til dvalar erlendis. En deilt upp í árslaunin, mundu þeir ekki bera líkt því eins mikið úr býtum og vegg- fóðrarar, sem leika sér að því, aðþví er sagnir herma, að „vinna“ fyrir 1200. á dag, að minnsta kosti við að leggja gólfflísar. Það er nú reyndar akkorð og þess vegna afla þeir duglegu miklu meira en hinir lélegu. Kennarar eru líka mjög misjafnir að „gæðum“, en jafn- aðarmennskan innan þeirrar stéttar er svo mikil, að skuss- arnir „græða“ jafn mikið og af- burðamennirnir, nema að hinir síðarnefndu njóta ánægjunnar af starfi sínu og þakklæti stöku foreldra fvrir góða leiðsögn barninu til handa. Yfirleitt mun kennarastarfið vera vanþakklátt og erfitt við unglingana að fást, enda hefur árangurinn af kenningum upp- eldisfræðmganna greinilega komið í ljós hin síðari ár, að ekki mætti aga -börnin, heldur láta þau sem frjálsust. Það er rétt, að börn eru dýrmætari en húsgögn og bækur, en annað mál er, hvort rétt sé að láta þau umgangast slíka hluti að algjörri vild, eins og kenningin var. Ef svo vildi samt til, að á heimilunum væru til bækur, er sérstök ástæða væri til að vernda, var ekki annað en að hafa bókahillurnar „upp við loft“ svo að þau næðu ekki til þeirra. Hver maður með „comm on sense“ getur ímyndað sér, hvílíkt virðingarleysi slíkt upp^ eldi leiðir af sér. Því miðui' urðu ýmsir' foreldrar til að láta blekkjast af þessum falskenn-' ingum „fræðimannanna", ásamt ( því að skaðlegt væri að láta börnin njóta nokkurrar móður- umhyggju. Það skildi bara láta J þau orga „þegandi og hljóð-. hann í prósentum, getur hann verið nauðsynlegur. Eg veit um einn skólamann, sem er afkastamikill blaðaút- gefandi og rithöfundur. Eg veit, að hann vinnur þjóð sinni vel og er í á-liti fyrir ritstörf sín, bæði innan lands og utan, enda hef ég lesið í hans eigin blaði, að hann „hefði áhuga fyrir öllu milli himins og jarðar.“ Blað hans flytur margar góðar grein- ar og fréttir úr hans heimahér- aði, og þar sem ritstjórinn er, Hugleiðingar um uppeldismál o» prósentreikning laust“, þar til hinn víindalegi ákveðni tími væri kominn til að sinna þeim. Sem betur fer mun tími þessarar kenningar að mestu liðinn, og svo er kom- ið, að „fræðimennirnir“ eru farnir að skilja, hvaða glap-( ræði hér var verið að fremja. Eins og fyrr er getið hafa kennarar frekar rúman tíma frá ^ kennarastörfum. Tími þessi er að sjálfsögðu notaður á ýmsan hátt. Sumir eru sívinnandi sér og heimilum sínum til tekna, og með tilliti til þess, að vinnu- stundir fólksins séu þau verð- mæti, er þjóðfélagið byggir af- komu sína á, eru þeir betri þjóð- félagsþegnar. Aðrir vinna og leika sér á milli eða hafa það náðugt“, en nokkrir gera hreint ekki neitt. Þeir eru verst- ir, því það er áreiðanlegt, að okkar þjóðfélag hefur ekki efni á, að þegnarnir vinni aðeins rúmlega hálft árið. En hvað um það, við lifum í frjálsu þjóð- félagi, þar sem einstaklingarn- ir eiga að vera nokkuð sjálfráð- ir gerða sinna innan þeirra tak- marka að gera öðrum ekki mein. Hafi þeir svo góðar tekj- ur af kennslunni, að þeir þurfi ekki að grípa til hendi allt sum- arið, þá þeir um það. Spursmál- ið er aðeins, ér þeim þá ekki borgað of mikið, eða hafa allir þjóðfélagsþegnarnir möguleika eða ,,rétt“ á slíku fríi? Engin regla er til án undan- tekningar. Það eru til skóla- menn, sem vinna enga erfiðis- vinnu í frítímum sínum en vinna þó. Þeir sinna ýmsum andlegum viðfangsefnum. pnda er það þeim s.jálfum og þióðar- heildinni ekki síður nauðsvn- legt, því að iífið er ekki tómt brauðstrit, þó í „praksis“ verði hin andlega vinna oft að sölu- vöru ekki síður en það, sem við „business“-mennirnir erum að plata inn á fólkið. En það er nú sama samt, .að þó það sé bisness og þó að hægt væri að reikna eins og fyrr segir, skólamaður og lætur sér fátt mannlegt óvið- komandi, lætur að líkum, að hann fer stundum inn á prós- entreikning í fréttaflutningi sínum. En þar sem reikningsað- ferð hans stangast verulega á við það, sem ég á að venjast úr viðskiptalífinu og mundi tals- vert raska þeirri tímalengd, sem Sputnik eða Lunik þyrfti til að fara til tunglins, þarf að fást full niðurstaða á því, hvort minn eða hans prósentreikning- ur er réttur. Eg er ekki svo vel að mér í þeirri stærðfræði, sem beitt er við útreikninga himingeimsins, og fer því ekki meira út í þá sálma, en þar sem verulegur hluti þjóðfélagsþegnanna er far- inn að tileinka sér brask, ,eins og Tíminn heldur fram, skiptir verulegu, að rétt sé reiknað. A miðjum túnaslætti var í um- ræddu blaði sagt frá útsvörum í einum heimahreppnum, en ' þau höfðu hækkað úr kr. 593 þúsund í 801 þús. frá í fyrra, eða eins og sagt var blaðinu, um „26%“! Ég efast ekki um, að 1 það er á vissan hátt nærgætn- islegt að segja svona frá þess- ■ um „dráps-klyfjum“, en þó býst | ég ekki við, að það sjónarmið hafi ráðið. Mérfinnst að þetta 1 séu 37%. Nú í lok sláttar var sagt frá útsvörum í öðrum ' hreppi. Þau voru í fyrra kr. 682 I þús. en eru nú 866 þús., hækk- | un „21%“. Það fer á sama veg, mér reiknast hækkunin 27%. Við Reykvíkingar erum því ekki óvanir, að útsvörin okkar séu reiknuð út eftir alls konar aðferðum, sérstaklega þó þegar fer að líða að kosningum, en ef ofangreind aðferð er almennt notuð í barna- og unglingaskól- um, veit ég ekki hversu haldgóð hún verður, þegar út í lífið kemur. Það mundi þó skipta okkur, sem fáumst við verzlun, nokkuð miklu máli, ef við mætt um viðhafa þessa reikingsað- ferð við álagningu vörunnar, og þá mætti segja mér, að kaupfé- ^ lögin hér í Reykjavík og ná- grannakauptúnunum, sem ekki geta grætt á að afsetja fram- leiðluvörur bændanna, þyrftu ekki að stynja undir halla- rekstrinum. En það hefði verið glæsilegt fyrir Alþýðublaðið í gær að nota þessa aðferð, í frásögninni af lækkuninni á lyfjum. Þá hefði magnyl, sem | margir borða verulega af, lækk að um 137%, en hálstöflur um 245%. Það skiptir sennilega ekki miklu máli, því minna mun af þeim étið. Gera mætti þó ráð fyrir, að þetta hefði ein- hver áhrif á vísitöluna. Þessar upplýsingar blaðsins um verð- lækkunina vekja reyndar upp þá spurningu, hvort „hinir op- inberu aðilar“, sem eftir þessu 1 eiga að líta og í vaxandi mæli seilast eftir því að verða okkur vernd og forsjá, hafi' staðið í J stöðu sinni, og hverjir það eru 1 þá, sem virkilega hafa „misst J glæpinn". Af trúarlegum ástæð- um gagnvart rekstri kaupfé- laga, skiptir okkur nokkru máli,! hvort þau kaupfélög, sem reka •lyfjabúðir, hafi einnig tekið þátt í þessum leik, og ef svo er, hvort „pillu“-viðskiptin við ut- anfélagsmenn hafi skilað þeim gróða, að hann væri útsvars- skyldur. Það mun þó skipta minna máli fyrir þá, sem vita, að „samvinna skapar sann- virði.“ ! „Tíminn“ segir í dag, að það eigi að svíkja bændur um 3,18% af „skýlausum rétti“ þeirra til hækkunar landbúnað- arafurða. Eg vil láta fara fram athugun á því, hvort þetta sé ekki hægt án þess að hækka út- söluverðið. Því ekki að setja verðlagsákvæði um, hve mörg prósent það má kosta að afsetja landbúnaðarafurðir, eins og innfluttar vörur og iðnaðarvör- ur? Ef „samvinnunni" er ekki trúandi til að leggja sanngjarn- lega á erlendu vöruna og þær iðnaðarvörur, er hún framleið- ir, er henni þá nokkuð frekar trúandi til að verðleggja land- búnaðarvörur eða taka „hæfi- lega“ þóknun fyrir að afsetja þær? Það er kannske í lagi vegna þess, hve samkeppnin er þar er lítil við „auðvaldið"! En er ekki einmitt þarna að finna skýringuna á hinni „góðu“ af- komu kaupfélaganna úii á landi, eða geta þau kanske notað „hina prósentuaðferðina“ við landbúnaðarvörurnar? Reykjavík, 20. sept. 1959. Verzlunarmaður. Húsmæðrafelagið byrjar vetrarstarfsemi. Vetrarstarfið er þegar hafið hjó Húsmæðrafélagi Reykjavík- ur. Sýnikennsla í matreiðslu hef- ur verið haldin og var mjög vel tekið hjá konum. Þá eru og byrjuð saumanámskeið og mun þeim haldið áfram í vetur. Bast nárriskeið hefst í kvöld, eins og auglýst hefur verið. Á fimmtudagskvöld verður haldinn fundur, og þá mun frk. Steinunn Ingimundardóttir ráðunautur K. í. halda erindi um rétta vinnustöðu kvenna við heimilisverk. Myndir verða sýndar, en á eftir verður sýnd hraðfrysting matvæla. Allar konur eru að sjálfsögðu velkomnar, og er þeim á það bent að nota þetta tækifæri til að kynna sér aðferðir við betri vinnunýtingu. Þessi fundur verður á fimmtudagskvöld kl. 8.30 í Borgartúni 7. Þá skal minna á það að bastnámskeiðið hefst í kvöld. Flestir kannast víst við söguna um Þumalínu litlu, og þessi mynd minnir vafalau.síjá hana, þótt það sé drengur, sem standi á blómablöðunum. Myndin er tekin úr grasgarði|jjm í KhöfnT

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.