Vísir - 16.10.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1959, Blaðsíða 9
Vl SIB FöstudSginn 16. október 1959 „iþróttir fyrfs' fiöldann #/kjör- ©rS ÁrEisasins. Veðrarsíarfið er haiíd íeí liappi. Noregsfarar 1958. BRIDGEÞÁTTIJR ▲ A 4 VÍSIS ó V D-9-8-2 A Á-K-G-10-7-4 4 D-9-7-2 4> A-3 Ármann hefir nú liafið vetr- arstarfið, og verður reynt að ná til fjöldans, eins og jafnan áður, svo að flestar vinsælustu íþróttagreinar eru á starfsskrá félagsins. Þær greinar, sem nú eru stundaðar, eru þessar: Sund, fimleikar, íslenzk glima, frjáls- ar iþróttir, judo, handknatt- leikur, körfuknattleikur og skíðaíþróttin. Sundíólk Ármanns æfir í Sundhöllinni. Er kennt bæði sund og sundknattleikur, en í honum hafa Ármenningar ver- ið fremstir siðastliðin tuttugu ár. Kennari er Ernst Bachman. Fimleikar eru kenndir í öll- um flokkum, fyrir fólk á hvaða aldri sem er. Fer kennslan fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. Karla- flokkum kennir Vigfús Guð- brandsson, en kvennaflokkum Jónína Tryggvadóttir í forföll- um Guðrúnar Níelsen. Islenzk glíma er æfð í íþróttahúsinu við Lindargötu og er kennt bæði yngri og eldri. Kennari er Kjartan Bergmann Guðjónsson. Er lögð mikil á- herzla á að kenna byrjendum í þessari þjóðaríþrótt íslend- inga um aldir. Frjálsíþróttamenn munu æfa innanhúss í vetur eins og und- anfarið. Einnig þar er lögð mikil áherzla á að kenna byrj- endum. Kennari í frjálsum í- þróttum er Benedikt Jakobs- son. Judo er þjóðariþrótt Japana og hefir Ármann nýverið tekið þessa íþróttagrein á stefnuskrá sína, fyrst íslenzkra íþróttafé- laga.. Fer starfsemin að mestu fram í íþróttahúsinu við Lind- argötu og er Japaninn Matsu- oka Sawamura kennari. Handknattleikur er æfður í 7 flokkum karla og kvenna í íþróttahúsinu við Hálogaland. Kennarar eru Stefán Krist- jánsson, Gunnar Jónsson og Hallgrímur Sveinsson. í vetur mun félagið senda karlaflokk til keppni í handknattleik til Þýzkalands. Er það á vegum íþróttafélags lögreglumanna í Hamborg, sem heimsótti ísland. á vegum Ármanns á síðasta vori. Körfuknattleikur er einnig iðkaður á Hálogalandi. Kennt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Ásgeir Guðmunds- son kennari leiðbeinir í körfu- knattleiknum. Skíðaskáli félagsins í Jósefs- dal er öllum opinn, jafnt Ár- menningum sem öðrum. Áhugi fyrir skíðaíþróttinni er mikill innan Ármanns, enda óvíða betri aðstaða til að iðka þessa Framh. á bls. 10. ¥ G 4 8-6- 4 Á-K-G-8 4 8-4-2 ^ Á-6-5-4 4 D-9-5-3-2 4 6-5-4-3 4 K-D-G-10-7 ^ K-10-7-3 4 ekkert 4 ío 4 9-6-5 N. V. A, S. Þrem umferðum er nú lokið í sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og er sveit Einars Þorfinnssonar enn efst með 541 stig. Röð og stig næstu sveita er eftirfarandi: 2. Sveit Sigurhjartar P. 526 stig 3. — Rafns Sigurðss. 493 — 4. — Halls Sím. 488' — 5. — Stefáns Guðj. 478 — Austur opnaði í fjórðu hendi á einum spaða, suður doblaði, vestur sagði 2 lauf, norður 2 hjörtu, austur 3 tígla, suður pass, vestur 4 tígla, norður pass, austur 4 spaða, suður pass, vestur 5 tígla, norður pass, austur pass og suður doblaði. Gleðibros breiddist yfir andlit austurs og inn á milli hláturs- kviðanna heyrðist hann mæla stundarhátt: „Stund liefndar- innar er runnin upp“. Og síðan kom hið óhjákvæmilega, RE- DOBL. Suður spilaði út hjarta- ás og aftur hjarta sem austur trompaði. Er orrustunni lauk og aðeins tók að rofa til eftir púðurreykinn gat austur talið BIKARKEPPNI. Reykjavík og Suðvesturland. Eftirfarandi sveitir spila sam- an í 1. umferð. (Sú sveit, sem talin er fyrst, er gestgjafinn): Einar Árnason, Rvk — Aðal- steinn Snæbjörnsson, Rvk. Þórður Pálmason, Borgarnesi •— Hákon Þorkelsson, Rvk. Sigurhjörtur Pétursson, Rvk — Sigfús Sigurðsson, Selfossi. Grímur Thorarensen, Selfossi — Einar Þorfinnsson, Rvk. Stefán Guðjohnsen, Rvk — Sesselja Fjeldsteds, Borgarnesi. Þórðar Elíasson, Rvk — Árni M. Jónsson, Rvk. Hallur Símonarson, Rvk — Alfreð H. Sigurðsson, Rvk. 6. — Róberts Sigm. 461 — 7. — Ólafs Þorst. 453 — 8. — Sveins Helgas 444 — Eftirfarandi spil kom fyrir í 3. umferð. Mættust þá tvö pör, sem höfðu eldað grátt silfur saman í fyrri umferðum og sama parið ævinlega borið lægri hlut. Staðan var allir ut- an hættu og suður gaf. í valnum hjá sér, og viti menn, bar lágu 2200. 4 Einmenningskeppni Brigdefé- lags kvenna er nýlokið og sigr- aði Sigríður Guðmundsdóttir með 319 stigum. Önnur var Rannveig Þorsteinsdóttir með 305 og þriðja Sigr. Grímsdóttir með 305. 4 í tvímenningskeppni Tafl- og brigdeklúbbsins eru efstir eftir 1. umferð þeir Gísli Hafliðason og Jón Magnússon með 199 stig. í öðru sæti eru Pétur Einarsson og Sigmar Björnsson með 196 stig og þriðju Guðjón Tómasson og Róbert Sigmundsson með 189 stig. Sigurþór Halldórsson, Borg- arnesi — Róbert Sigmundsson, Rvk. Eftirfarandi sveitir sitja yfir 1. umferð: Vigdís Guðjónsdóttir, Sigur- björg Ásbjörnsdóttir, Rafn Sig- urðsson og Sveinn Helgason. 1. umferð skal vera lokið 9. nóvember. Norðurland. Mikael Jónsson, Akureyri — Örn Pétursson, Akureyri. Óli Kristinsson, Húsavík — Baldur Árnason, Akureyri. Þeirra umferð skal lokið 1. desember. annar ðöýur eptir \Jeruð - Dalai Lama ☆ Hópur Lama munka lagði upp í langa ferð um allt Tíbet til þess að leita að Lamaklaustri og bóndabæ sem leit út eins og munkurinn hafði séð speglast í vatnsfletinum. Þeir spurðu alla sem þeir hittu, lýstu öllu sem greinilegast í þeirri von ^ að einhver hefði séð eða heyrt, um þann stað sem þeir leituðu Svo bar það til dag nokkurn að hópur muka kom að klaustri nokkru og þar skammt frá stóð bóndabær, sem líktist þeim er birtist í syninni. Lamaprestarn- ir voru frá sér numdir af gleði, því nú þóttust þeir vissir að leit þeirra hafði borið árangur. kom út drenghnokki og hljóp til móts við þá og kallaði Lama, Lama. Mennirnir urðu undrandi yfir háttalagi drengsins. Fullir eftirvæntingar hófu þeir að að spyrja drenginn. Sagðist hann heita Lhano Dhondup og • vera tveggja ára gamall. Lamamúnkarnir tóku nú fram ýmsa gripi og sýndu drengnum og spurðu hann hvort hann gæti valið úr þá hluti sem tilheyrt hefðu Dalai Lama þeim er látinn var. Hlut- irnir voru bornir fyrir dreng- inn ásamt öðrum munum. Munkunum til mikillar undrun- ar valdi drengurinn hiklaust þá muni er Dalai Lama hinn 13. hafði átt. Munkarnir urðu glað- ir við, því nú var leit þeirra lokið. Þeir voru ekki í nokkr- um vafa um að hér væri sál hins framliðna endurholdguð í líkama hins tveggja ára drengs. Þeir tóku nú drenginn og fjölskyldu hans og fluttu þau öll til höfuðborgarinnar. Árið 1940 þegar Lhano Dohn- dup var aðeins rúmlega fjög- urra ára gamall var hann krýndur sem hinn 14. Dalai Lama. Þá var barnæsku hins unga sveins lokið og nú var hann andlegur og' veraldarleg- ur leiðtogi þjóðarinnar. Fjöl- skylda hans bjó hjá honum í höllinni, en hann hafði lítið af þeim að segja þar sem skylda hans við nám til þess að vera, fær um að taka við hinu mikla. starfi krafðist allra stunda í lífi drengsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.