Vísir - 16.10.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 16.10.1959, Blaðsíða 10
so vf sis Föstudaginn 16. október l959> 19 — Jú, eg hef áhuga á mörgu, svaraði Mary. — En mestan áhuga á starfinu mínu, svo að ýmsum finnst eg liklega vera fremur leiðinleg skepna. — Það held eg ekki, sagði Sonia flátt og smeðjulega. — Tökum til dæmis Carlton lækni. Þér og hann hljótið að hafa mörg áhugamál sameiginlega. Mary hló. — Já, hann er nærri því verri en eg. Þessi síðdegisstund sem Ross hafði hlakkað svo mikið til, hafði íarið í hundana. Hann hafði óskað sér rólegrar stundar yfir telnu hjá Mary. Og það sem hann hafði fengið.... Þegar hann fór tók hann eftir að Caria sat og horfði út um .gluggann. Hann hafði tæpast talað tólf orð við hana allan tim- ann. En skipti það eiginlega nokkru máli? Höfðu þau nokkuð að segja hvort öðru? Og hver hafði tilgangur Soniu verið með því að koma mann- inum sínum á hann? Hvers vegna gat Basil Frayne ekki mölvað bílinn sinn á einhverjum öðrum stað? Mary, sem var næm fyrir áhrifum, fann að eitthvað sprengi- efni var í loftinu í stofunni, sem þær þrjár konurnar sátu í, og þegar Sonia tók upp gulldósir með andlitsdufti og fór að laga síg til í framan, rauf Mary þögnina. — En hvað það var heppilegt að Carlton læknir skyldi koma í bílnum sínum, svo að þér getið ekið með honum til baka, sagði hún létt. — Já, einstaklega, sagði Sonia. — Kemur hann hingað oft? — Það er undir ýmsu 'komið, sagði Mary. — En hann kemur aldrei sjaldnar eh þrisvar í viku. — Aumingja maðurinn, umlaði Sonia. Hann leggur alltof mikið á sig. Hafið þér þekkt hann lengi? — Kringum tíu ár, svaraði Mary. — Já,, einmitt. Dimmgular augnabrúnirnir lyftust. — Hann hefur aldrei sagt mér það. En við erum gamlir óg góðir vinir, eins og þér munuð vita, bætti hún við hlæjandi. — Mér finnst eg geti á vissan hátt gert kröfur til hans. . .. Hún þagnaði þegar Ross kom inn aftur. — Tilbúin, Sonia? spurði hann. — Já, víst er eg tilbúin. Hún rétti Mary höndina. — Verið þér sælar, yfirsystir. Og þakka yður innilega fyrir allt, sem þér halið gert fyrir Basil. Mér létti svo við að sjá það. Og meðan Mary var að svara, einhverju hæversku sakir, sagði Sonia við Cariu: — Sælar, Cária. Við hittumst eflaust bráðurn. Ætlið þér að koma til Seltons á laugardaginn? — Eg geri ráð fyrir því, svaraði Caria. Hún rétti Carlton hönd- ina. — Verið þér sælir læknir. Mér þykir leitt að hann pabbi skyldi ekki hitta yður. Eg hugsa að hann muni gjarnan vilja fá að tala við yður. Kannske þér gætuð litið inn eitthvert kvöldið? — Ef eg má þá skal eg síma einhverntíma þegar eg er laus, svaraði hann. Caria kveikti sér í vindlingi og fór út að glugganum. Aðal- dyrnar sem þau áttu að aka frá sást ekki úr þessum glugga, en samt fannst Cariu hún geta séð þau — Soniu við hliöina á Ross — alla leiðina til London. Þegar Mary kom inn aftur sat Caria með spenntar greipar á’ hnjánum og góndi út í bláinn. Hún tók ekki eftir því strax að Mary var komin inn, og Mary tók eftir dökku dílnum undir augunum á henni. Hún hafði tekið eftir því áður, að Caria var orðin mögur, og hafði haft áliyggjur af að eitthvað gengi að henni. Nú hugsaði hún með sér: Hún er óhamingjusöm. Hún gekk inn gólfið, settist á stólbríkina hjá Cariu og studdi bendinni á öxliná á' henni. — Hvað gengur að þér, væna mín? Er lífiö þér andstreymt? Caria hrökk við og leit upp. — Ekki lífið að sama skapi og mennirnir. — Áttu við allar manneskjur eða einhverja sérstaka? — Eg þoli ekki Soniu Frayne! sagði Caria, og íannst sér strax líða betur er hún hafði sagt það. Mary hló. — Ó, þessi fagra frú. En skiptir hún nokkru rnáli? Caria hló ólundarlega. — Eg er hrædd um að hún geri það, að minnsta kosti talsverðu máli. A alveg sama hátt og geitung- arnir. Hún er sannfærð um að eg hafi komið hingað til að hitta manninn sinn. — Þú? — Já, Mary mín. Eg sem mundi fúslega vilja lilaupa langar leiðir til þess að þurfa ekki að sjá hann. — En hvernig getur henni dottiö í hug að gruna þig um að elta fallega majórinn? Eruð þið miklir vinir? Sem snöggvast langaði Cariu til að segja Mary alla söguna, en þá mundi hún að leyndarmálið frá því á veginum um nóttina vár ekki aðeins leyndarmál hennar — eða Basils. Ross Carlton mundi líklega ekki líka að Marry vissi, að hann var bendlaður við málið. • ‘ Þess vegna sagöi hún: ••—‘ Við vorum vinir, ef hægt er að kalla það svo. Við hittumst taísvért oft meðan Sonia var fjarvérandi — við þekkjum sama fólkið og komum á sömu staðina — þú veist hvernig það er. Og fólk ber sögur, og Basil er auðsjáanlega alræmdur. Hún yppti öxlum og stóð upp. — En Sonia má eiga hann fyrir mér — eg vil hann ekki. Sannast að segja erum við eiginlega óvinir, og eg vil ekki hjá hann aftur. — Það gleður mig að þú skulir ekki vera hrifin af Frayne Majór, sagði Mary. — Eg hugsa að það sé ógaman að verða fyrir barðinu á konunni hans. Hún gæti orðið hættuleg. Vel á minnst, sagði hún svo — það er svo að sjá sem þið Ross Carlton hafi sætzt? Fórstu til hans aftur? — Nei. Caria var i vandræðum og vissi að hún mátti ekki láta á því bera. Hún hafði gleymt því að hún yrði kannske að hafa á relðum höndum skýringu á því, að hún og Ross virtust vera sæmilegá kunnug. — Við — við hittumst aftur, sagði hún rólega. — Það er svo að sjá að hann noti ekki hrjúfa yfirborðið nema þegar hann tekur á móti sjúklingum, þó hann segi sjálfur að hann sé enginn samkvæmismaður. — Hafðu þig nú hæga, Caria, sagöi Mary. — Eg er viss um.að Ross er aldrei hrjúfur í framkomu. ' Nú datt Cariu allt í einu nokkuð í hug. — Mary, ert þú — ert þú ekki ákaflega hrifin af Ross Carlton? spurði hún brosandi og horfði grandgæfilega á vinstúlku sína. Mary. leit til hennar. — Jú, það er eg, sagði hún. — En þú mátt ekki halda að það séu rómantískar tilfinningar. Eins og eg hef sagt þér áður finnst mér Ross Carlton einn göfugasti maðurinn sem eg þekki. Mér fellur vel við hann, mér þykir vænt um hann, en eg er ekki ástfangin af honum. Það var ágætt, hugsaði Caria með sér; hún vissi að Caria mundi ekki segja ósatt. — En — hvað er þá að segja um lækn- 1 irinn? spurði hún. — Hann hugsar svo mikið um starfið sitt að hann hefur engan tíma til að hugsa um kvenfólk, góða mín, sagði Mary hlæjandi. — Eg hef séð fegurstu sjúklinga svo að segja fleygja sér fram . ápari* yðurhlaup & mílii margra veralájaaí «L t E. R. Burroughs ' *VOU HAVE PESHAPS NOTCEP’ THAT AAV SUBJECTS AN? I SEEM : QUITE yOUWG?* ASkEF THE KyANITE LEAFEE. TARZAN - títWM! - Átisturstxseti • 3113 „Þér hafið eflaust veitt því athygli, að þegnar mínir \ og eg lítum allir út sem ungir væru. Er ekki svo?“ sagði Endurnýjarinn. Tarzan kinkaði kolli. „Þið virðist allir vera um tvítugt.“ Kon- ungurinn brosti og reis úr sæti sínu. „Og nú skal eg sýna yður hvers vegna eg er kallaður Endurnýjarinn, því enginn okkar er yngri en sjötugur.“ Húsbyggjendur stofna féiag. Nokkrir húsbyggjendur í Reykjavík og nágrenni hafa stofnað með sér félag, sem hlotið hefir nafnið Húsbyggj- endafélag Reykjavíkur og ná- grennis. í lögum félagsins segir svo: Tilgangur féalgsis er að vera fólki til aðstoðar við að eign- ast sitt eigið húsnæði á sem hagkvæmastan hátt og standa vörð um hagsmuni húsbyggj- enda, m. a. með því: 1) að aðstoða við útvegun bygginga- lóða, 2) að hjálpa til við útveg- un lánsfjár, 3) að vinna að því,. að húsbyggjendur verði ekki skattlagðir vegna vinnu á eig- in húsnæði og 4) að lækka bygg ingakostnað á hvern þann hátt,. sem verða má. Stjórn félagsins ■S^ipa, þessir menn: Formaður Ingóífur Jóns' son skrifari. Meðstjórnendur: Björn H. Jónsson, Birgir Magn- ússon, Gísli R. Pétursson og Erlingur Valdimarsson. Stjórn félagsins hefir ákveð- ið að boða til almenns fundar í Breiðfirðingabúð, niðri, sunnudaginn 18. október nk.,. kl. 2 e. h. Armann — Frh. af 4. s. fögru vetraríþrótt en í Jósefs- dal. Hundrað manns geta gist í hinum glæsilega skála félags- ins, sem reistur var á sínum tíma eingöngu í sjálfboðavinnu félagsmanna. ■••... Skrífstofa Ái'manns- er í íþróttahúsinu við Lindargötu og eru þar veittar allar nánai’i upplýsingar urrf staffsemi fé- lagsins. Hún er opin þrjú kvöld -. í viku, mánudags-, miðvikU- dags-* og föstudagsk-vöíd, frú hálf átta til ;hálf tíu öll kvödin. Totvttsotnl — Framh. af 4. síðu. maður en eg var fyrir tveimur árum. Eg hef víðari sýn og ég hef losnað við marga hleypi dóma, tekna í arf, eða troðnir í mig sem aðra í skólum.“ Svo sneri Pétur sér að Marie- Luce og talaði við hana á frönsku, en hún talar lítið ensku. Hún gaf honum fíngert arm- bandsúr úr gulli, er þau opinber uðu Hann tók það af sér og sýndi fréttamönnum, til þess að þeir sæju betur hve fagurt og fíngert það væri. Og Townsend leit á úrið og sagði við um 40 fréttamenn, sem safnast liöfðu þarna saman: „Nú er víst tími kominn til að þið farið.“ Og svo tók hann Marie-Luce sér við hönd og þau gengu inn í húsið. Liireglan í Sidney, Ástralíu, haföi ærið að starfa um fyrri helgi. Sex morð höfðu verið framin, gerð tilraun til morðs, tilraun til sjálfs- morðs var gerð og tveir glæpamenn sluppu úr fang- elsi. ■ ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.