Vísir - 26.10.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 26.10.1959, Blaðsíða 6
n fl81K Mánlidagirin 26. októbex 1959 'WtSlWL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kcstar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Frú Wijiwardefla, einu konunni í stjórn Ceylonar, vikiÖ frá. Hafði sanistarf við þá grunuðu vegna morðsins á Bandaranaike. Friöarhorfur í heintinum. Enginn vafi leikur á því, að lík- urnar fyrir því að fundur æðstu manna verði haldinn í vetur eða vor, eru ört vax- andi. Skriður fór að komast á þetta mál ekki alls fyrir löngu, og má segja, að það hafi fyrst og fremst verið ákvörðunin um gagnkvæmar heimsóknir æðstu manna Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, sem mestu réðu um þetta. Macmillan hinn brezki hafði að vísu talað mikið um nauðsyn á slíkum fundi og vildi víst eigna sér heiðurinn af árangrinum í kosninga- baráttunni, en hann mundi litlu fá þokað gegn áhuga- leysi eða andstöðu hinna, Eisenhowers og Krúsévs, þar sem í’ödd Breta er nú engan veginn tekin eins hátíðlega og hér fyrr á árum. Meira en fjögur ár eru liðin frá fundinum í Sviss, þar sem fjórir æðstu menn hittust til viðræðna um helztu vanda- málin. Eftir þann fund var mikið talað um andann frá Genf, og menn töldu, að j mjög væri friðvænlegra í heiminum en áður. Bjart- sýni var meiri um skeið en verið hafð'i frá lokum heims- styrjaldarinnar, en því mið- ur var þessi ,,andi“ ekki langlífur. Rússar murkuðu úr honum lífið um leið og þeir frömdu þjóðannorðið í Ungverjalandi. Síðan hefir enginn þorað að vera bjart- sýnn, enda þótt menn sé fyr- ir löngu orðnir þreyttir á stríðsóttanum og kvíðanum. Kommúnistar hafa að vísu verið óþreytandi við að tala um friðarást sína, og hafa raunar leitazt við að fá eins- konar ,,patent“ á því sviði, en þeim hefir gengið verr að færa sönnur á hana. Svo oft heíir ófriðarbál kviknað af þeirra völdum, svo oft hafa þeir gert árásir á granna sína í ýmsum hlut- um heims, að enginn getur tekið þá alvarlega. Síðustu! dæmin um friðarást komm- i únista hafa birzt í atburð-j um austur í Laos, á landamærum Indlands og víðar þar eystra, þar sem Kínverjar láta að sér kveða. En hjá þeirrí staðreynd verður’ ekki gengið, að kommúnist- ( ar geta ráðið miklu um friðarmálin — hvort sem1 þeir eru sannir friðarvinir' eða ekki. Þess vegna verðuri ekki hjá því komizt að ræðaj við þá, ef ætlunin er að framkalla einhverja breyt- ingu á því ástandi, sem undanfarið hefir ríkt. Ef fundur æðstu manna kæmist til dæmis að samkomulagi um afvopnun ásamt nauð-1 synlegu eftirliti með því, að, allir samningar um þetta1 mál væru haldnir, mundi það vera stórt spor í áttina til öruggari friðar. Úr því sem komið er, virðist mega gera ráð fyrir, að af leiðtogafundi verði, áður en mjög langt líður. Ein- ungis stórviðburðir munu geta komið í veg fyrir hann, svo sem nýir atburðir af svipuðu tagi og gerðust í Ungverjalandi fyrir þremur árum. Þó eru litlar líkur fyrir því, að slíkur atburður gei’ist, því að kommúnistar hafa ekki efni á að láta sjá ásjónu sína aftur í sama Ijósi og 1956. Það var dýr- keyptur sigur, sem rússnesku skriðdrekarnir unnu í Ung- verjalandi, og þeir munu ekki óska eftir að vinna annan slikan. Þess vegna munu þeir reyna að sitja á sér og óska eindregið eftir leiðtogafundi hið bráðasta. HvíEd eftir átökin. Þegar þetta er skrifað, má segja, að flokkarnir hafi tekið sér hvíld eftir átök kosningahríðarinnar. Meiri- hluti kjósenda hefir geijt skyldu sína við sjálfan sig og þjóðfélagið, en ekki hefir enn verið gengið úr skugga um, hver dómurinn hefir or'ðið. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en í kvöld, og nú bíða margir sannarlega í of- væni. En þessi hvíld stendur ekki lengi, því að jafnskjótt og atkvæðatalningunni er lokið og úrsliíin liggja fyrir, mun starfið hafið á nýjan leik. Alþingi mun koma saman innan skamms og verkefni þess verða mörg eins og æv- inlega, en einkum mun verða afdrifaríkt fyrir þjóðina, hver ráð það telur vænleg- ast til að tryggja afkomu at- vinnuveganna og þar með allrar þjóðarinnar. Það get- ur reynzt erfitt verkefni vegna viðskilnaðar vinstri stjórnarinnar á sínum tíma, en vonandi ber hið nýja Al- þingi gæfu til að vinna meira og betur en það, sem tók við skipunum frá vesaldar- sljórninni. Fregnir bárust um það í vik- unni, að vikið hefði verið úr embætti á Ceylon frú Wijewar- dena, húsnæðismálráðherra landsins, — einu konunni, sem sæti ætti í stjórn landsins. Einn ig bárust fregnir um, að slak- að hefði verið á eftirliti með útvarpi og blöðum, sem sett var eftir morðið á Bandaranaike for sætisráðherra 25. f.m. Samkvæmt Lundúnablöðum ahfa komið fram í dagsbirtuna við leitina að morðingja Band- aranika ýmis' hneykslismál, og lá við borð, að öll stjórnin yrði að fara frá. Við forsætisráð- herraembættinu tók eftir morð- ið svo sem áður hefur verið get- ið Wijayananda Dahanayake. Auk Sumanaro Thero, sem sakaður er um að hafa skotið Bandaranaike, hafa 3 menn aðr ir verið handteknir. Allir hafa þessir menn haft meira og minna samstarf við frú Wije- wardena. E.t.v. var hið stranga fréttaeftirlit einmitt sett til þess að leyna þessum tengslum ráð- herrans og hinna handteknu, en þau voru samt sem áður í al- mæli í Colombo, höfuðborg eyj- arinnar. —- Ekkja hins myrta. Mai'gir sem gerzt hafa kunn- ugir málum á Ceylon, segir í MerkiSegt starfsalmæli. Gísli Sigurbjörnsson, forstöðu maður Elli- og hjúkrunarheini- ilisins Grundar, á 25 ára starfs- afmæli í dag. Vildi ég minnast þessa atorku manns örfáum orðum í tilefni þessa merkisafmælis. Gísli er frétt frá Colombo, eru þeirrar kunnur fyrir framsýni, gugnað og trúmennsku. Hugsjóna- og baráttumaður hefur hann alla tíð verið. Á ég hér einkum við baráttu hans fyrir bættum kjörum gamla fólksins og fyrir hina ötulu bindindisbaráttu hans. Þá ber að nefna áhuga hans fyrir tæknilegum nýjung- um, í þágu þeirrar miklu stofn- unar, sem hann vinnur fyrir og stjórnar af miklum dugnaði. Margir munu í dag' verða til þess að óska „húsbóndanum á stærsta heimili landsins“ til hamingju með daginn og þakka farsælt starf undangenginna ára. — Vistmaður. skoðunar, að eina von stjórnai'- innar, að halda velli, og til að eining haldist í flokknum, sem Bandaranaike stofnaði, sé að i hún taki sæti í stjórninni og j við formennsku í flokknum. Thero er áhrifamesti Búdda- klerkurinn á Ceylon. Það var hann, sem átti mestan þátt í að Bandaranaike komst til valda. — Thero er meðal hinna handteknu. Hann bjóst við því, að stjói’n Bandaranaikes legði sig fram til þess, að Budda- munkarnir fengju aftur þau völd og áhrií í landinu, sem þeir áður höfðu, og stuðningsmaður þeirra í því efni var frú Wiji- wardena. Kunnugt er að ýmsir ráð- herrar hótuðu að seg'ja af sér, nema frúnni væri vikið frá. Það var gert. En um hvað frekara Arabaráðstefna um olíumálin. Ráðstefna Arabalanda hefst í dag á Saudi-Arabíu, og eru ol- íumál á dagskrá. Einkanlega verður um það j rætt hvernig Arabalöndin geti komið svo ár sinni fyrir borð, að þau hafi meira upp úr þess- 1 um auðlindum, — fái aukna hlutdeild í gróða erlendra fé- laga, sem starfrækja olíulindir, en jafnframt eignist Arabaríkin sjálf oliuleiðslur og olíuskipa- ] flota. . ; Flestöll Arabalöndin sitja ráð-í stefnuna, nema að enn er óvíst um þátttöku Túnis. Andúð Indverja - ' Framh. af 1. síðu. minnsta kosti þríkloíjnn, og' hver kommúnistaleiðtoginn af I öðrum hefur vítt framkomu Pekingstjórnarinnar. Andúðin gegn kínverskum kommúnistum er og enn vax- andi í hinum ýmsu Asíu-lönd- um, þar sem menn hafa fram að þessu ýmist verið þeim vin- veittir eða a. m.k. ekki verið þeim andvígir. Helzta umtals- efni blaða. Ofbeldi Kína í garð Indlands er í morgun höfuðefni í rit- stjórnargreinum blaða um heimsmálin. Mörg telja ófriðar- hættu á ferðinni. Daily Mail í London segir, að eitt gott hafi af ofbeldi kínv. kommúnista leitt, eining hafi náðst milli Indlands og Pakistans. Blaðið bendir á, að Pakistan geti far- ið fram á aðstoð bandalagsríkja, eða snúið ér til SOEATO (Suð- austur-Asíubandalagsins) eða Centa fyrrv. Bagdadbandalags),] verði á það ráðist. Þannig gætu] landamæraskærur í fjarlægu . landi leitt til heimsstyrjaldarJ — News Chronicle, frjálslynt • f i blað í London, segir, að horfurn Jar muni enn versna stórum, ef Indland standi ekki fast á rétti sínum. Enn hefur Bergmál borizt bréf um Lækjarbotnaferðirnar: Ekki veujuleg- strætisvagnaleið. „Ætla mætti, að menn væru það kunnugir umhverfi sínu, að þeir vissu það, að það er dálítið lengri spotti frá Hlemmtoi’gi að Lækjai’botnum en frá Hlemm- torgi niður á Lækjartorg. Sti’æt- isvagnaferðir upp að Lækjarbotn um eru þvi ekki á neinni venju- legri strætisvagnaleið. Og víðast hvar erlendis mundi það ekki vera talin góð þjónusta, ef fólki væri troðið inn í slíka strætis- vagna. Eg stóð í þeii’ri meiningu, að forstjóri SVR hefði haft þetta í huga, þegar hann gaf vagnstjór- um þeim, sem aka á þessari leið fyrirmæli um það, að taka ekki fólk upp í innanbæjar. Ný fyrirmæli. Eg bjóst þess vegna við þvi, að það mundi ekki standa á svari forstjóra SVR við fyrirspurn. Gisla Gunnarssonar í Bergmáli 14. okt. s.l. Og þegar það er einn- ig liaft í huga, að Lækjarbotna- vagn sá, sem er við Hlemmtorg laust fyrir kl. 8 á morgnana á að vera farinn aftur ofan að kl. hálf níu, þá segir það sig sjálft, að hann hefur engan tima til þess að tefja sig á því, að taka fólk upp í innan bæjar. Nú virðist for stjóri SVR hafa gefið vagnstjór- um þeim, sem aka á þessari leið ný fyrirmæli, og þau eru um að taka fólk upp innanbæjar. Af- leiðingin er sú, að vagn sá, sem á að fara ofan að kl. hálfníu er miklu seinna kominn í bæinn eu áður var, og eru það aukin óþæg- indi fyrir okkur, sem búum þarna upp frá. Stæi’ri og betri vaguar. Upp á síðkastið hafa verið sett- ir inn á þessa leið stærri og betri vagnar en áður og á forstjói’i SVR þakkir fyrir það, og vonandi verður fyrirspurn Gísla Gunnars- sonar ekki til þess, að við fáum gömlu, úx-eltu vagnana aftur, þ\i að ég tel, að við eigum ekki siður kröfu á góðx’i þjónustu hvað þessi mál snertir en þeir, sem búa við Hlemmtorg. Önnur afstaða. Afstaða okkai’, sem búum þarna upp frá er allt önnur en þeirra, sem búa i sjálfum bæn- um. Þarna er langt á milli bið- stöðva og oft langt út á veg, og lítið skjól í vondum veðrum víð- ast hvar, en liðlegheit og góð framkoma vagnstjóra, sem aka á þessari leið, tel ég á allan hátt til efth’breytni, og eiga þeir þakkir skildar. Að lokum langar mig til að bei’a fram dálitla fyrir- spurn: Hvar í allri Reykjavík eru strætisvagnasamgöngur betri en við Hlemmtorg, að undanskildura endastöðvunum í miðbænum? ■— Einn á leið til Læ.kj:u’botna“. Kartöflur. „Húsmóðir" skrifar: ,,Eg er ein í flokki þeirra, sem skortir kalda geymslu fyrir mat- væli eins og kartöflur og rófur. ICaupi ég því vanalega 5 kg. af kartöflum í einu eða i mesta lagi 10. Reynsla min er sú, einkum að undanförnu, að talsvert er af skóflustungnum kartöflum innan um, og eiga þetta þó að vera fyrsta flokks kartöflur. Mér finnst, að þetta eigi ekki að koma fyrir, og að kaupmönnum beri að sjá um, að skaddaðar og skemni ar kartöflur séu teknar frá, þeg- ar þær éru látnar i pokana og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.