Vísir - 26.10.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 26.10.1959, Blaðsíða 9
Már.udaglnn 26. október 1959 VlSIB Krúsév 11111 Allir þeir Rússar, sem vilja láta bera fyrir sér nokkura virð- Sngu, verða að vera af lágstétt- Um komnir ... því óvirðulegri, sem uppruni þeirra er, því betra. Það er grundvallarregla í þeirra þjóðfélagi. Kruschev er meistari í því að láta svo líta út, sem uppruni hans sé enn óvirðulegri en hann <er. 1 Hann hefur sagt við bændur ífrá Úkraníu: „Foreldrar mínir Voru bændur og þeir fátækustu af öllum fátækum í því niður- nídda Rússlandi, sem var á tím- um keisaranna. Flest kvöld fór- um við svöng í rúmið.“, ÍLJr ýmsu iað velja. Hann hefur sagt við gesti í gamkvæmi hjá danska sendiráð- inu: „Faðir minn var kolanámu- maður og móðir mín verka- kona. Ungur vann ég hjá efna- verksmiðjum, sem voru 1 eigu Breta, Frakka og Belga.“ Hann hefur sagt við pólska kolanámumenn: „Þegar ég fann lyktina af kolaryki og fcræðsluofnum, minntist ég þess að ungur vann ég í námu. Þessi lykt er mér meira virði en allur annar ilmur.“ Hann hefur sagt við Stettin- foúa: „Til 15 ára aldurs gætti ég nautgripa á búi föður míns. Þá sagði ég honum að ég vildi fara í skóla, og hann lagði engan stein í götu mína.“ 1 „Eftir eitt eða tvö ár var ég fcúinn að læra að telja upp að 30, og faðir minn ákvað að það væri nógur lærdómur. Hann sagði að ég þyrfti aðeins að geta falið peninga, og ég mundi aldr- ei eignast meira en 30 rúblur til að telja. ..Síðar fór ég í skóla hjá presti, og fékk þar verðlaun fyr- 5r að kunna ritningargreinar xitanað.“ Og við rússneska kolunámu- menn: „Einu sinni var ég verka maður í kolanámu á keisara- tímabilinu. Eg vann sem námu- maður fyrir Breta, Frakka og Þjóðverja.“ ; Þarna er úr ýmsu að velja. Hver er sannleikurinn? Hann er sá að pabbi gamli var alls ekki neinn vesældarbóndi. Hann átti kýr og dálítinn land- skika, þar sem mamma ræktaði kartöflur. Hann átti dálitla járnsmiðju, en á vetrin vann hann í kolanámunum. 1 Var Kruschev nokkurntíma námumaður? Vissulega var hann framkvæmdastjóri við kolanámu hjá bolsjévíkkum stuttu eftir byltinguna, en það er vafasamt hvort hann hefur rokkru sinni unnið í námu. Vildu hann ekki Jregna letl. Faðir hans reyndi að koma honum að við námuna, sem hann vann við, og sem var rek- in af brezku fyrirtæki, en þeir vildu ekki hafa hann vegna leti. Þegar hann var strákur, skrópaði hann oft í skóla, og var aldrei iðinn við nám. Hann var aldrei lengi í sama starfi, og var venjulega rekinn vegna leti eða fjarvistar. Venjulega, ef hann mætti ekki í vinnu, var það vegna þess að hann var að dreifa áróðursritum fyrir kom- múnista — og það löngu áður en hann gekk í flokkinn. Hann gætti nautgrípa föður síns, og fjár nábúanna, en það var svo illa gert að nágrannarn- ir voru alltaf að kvarta yfir því að kindurnar týndust, eða að þeim væri stolið. En þetta tímabil gaf honum undurstöðu undir forða hans af bændasögum og dæmisögum, sem hann notar nú í tíma og ó- tíma. Hann var að ræða um Suez við brezkan blaðamann, og sagði þá þessa sögu, sem hon- um þótti eiga ágætlega við vand ræði Edens: „Hermaður nokkur stal gæs frá bóndakonu (Nasser). Hún náði í hann einmitt þegar hann var að læðast í burtu með hana og sagði: „Heyrðu kunningi. Þú hefur stolið steggnum minum.“ Hermaðurinn, (sem vildi helzt losna úr vandræðunum, sem fyrst) svaraði: „Nú þykir mér týra. Er þetta steggur? Eg hélt að það væri gæs. Hérna, taktu liana aftur.“ Og hann henti henni frá sér og hljóp á brott.“ Ef til vill er dæmisagan nokk- uð lang-sótt, en hún sýnir ljós- lega hugsanagang Krúsévs. Kalda stríðið eins og lík. Einu sinni sagði hann við Guy Mollet, ráðherra Frakk- lands: „Kalda stríðið er eins og Hk. í kring um það safnast sam- an hópur fólks, grátandi, og bíður þess að það lifni við.“ Stundum er hann til með að segja: „Churchill fann kalda stríðið upp.“ Og sýnir þannig hæfni sína,'eins og Hitler, til að endurrita söguna og laga hana til eftir hentugleikum. Ritningakunnátta Kruschevs hefur ekkert fært hann nær Guði. Hann notar sér heilaga þrenningu til þess að leggja frekari áherzlu á sitt litskrúð- uga bændblót, en segir: „Það er bara vani. Eg trúi ekki á Guð.“ „Sumir vestrænir stjórnmála- menn styðjast við Guð, nota nafn hans, og leggja það við hé- góma. Þeir nota Guð eins og væri hann til leigu.“ „Við erum trúleysingjar, en samt höfum við ekkert á móti því að aðrir trúi á Guð. En hvað ætlist þið til að við hugsum, þegar klerkar skvetta vígðu vatni á byssur, sem nota á til að drepa fólk?“ Oft segir hann: „Við höfum allar tegundir kirkna í Rúss- landi,“ sem er satt, en ekki all- ur sannleikurinn. En þegar hann var að segja pólskum námam. til syndanna fyrir skemmstu, sagði hann: „Það er ekki meiningin að særa tilfinn- ingar ykkar, en látið ekki þessa svartklæddu betlara blanda sér í stjórnmál ykkar.“ Hann hefur og sagt: „Leyfum öllum að trúa því, sem þeir vilja. Það skemmir ekki fyrir sambúð þjóða.“ Hræddur við NATO. Kruschev er alvarlega hrædd ur við NATO-stöðvar, og sagði það hreint út við Adlai Steven- son. „Við erum umkringdir af NATO-stöðvum. Það skapar ekki grundvöll fyrir vináttu, og á meðan getur jafnvel ekki ver- ið um vinsemd að ræða.“ Og vilji hann vera hvassyrt- ur, segir hann — eins og við Averell Harriman: „Eftir fimm eða sex ár verðum við sterkari en þið. Við höfum rakettur, sem geta farið landa á milli, og okk- ar rakettur hafa enn stærri sprengjur meðferðis, en ykkar.“ En hann hefur einnig sagt: „Það er varla vafi á því að ef samkomulag næst milli Banda- ríkjanna og Rússlands, mundi ástandið í heiminum batna mikið.“ Það má ef til vill finna grund- völl að slíku samkomulagi í setningu, sem hann sagði 1957. „Eg ætla mér að bæta lífs- kjör fólks í Rússlandi, svo að þau verði á við það sem gerist í Bandaríkjunum." Langar til að vera vinsæll. Kruschev vill þetta raunveru lega. Hann langar til að verða vinsæll og að Rússar dái hann. Hann vill að sín verði getið í sögu Rússlands, sem mannsins, sem breytti þessum dýrðlega draumi í verUleika. Hann er nú 65 ára gamall, ivo hann verður að flýta sér. Hann veit það fullvel að hann gæti gert þetta fyrr, ef hann eyddi minni tíma og mannafla í að smíða stærri og betri kjarna- vopn. Ef til vill er þarna að finna lykilinn að samkomulagi um afvopnun. Uimið að smíði nokk- urra stórbrda. Þær stærstu eru á Ytri-Rangá, Tungufljóti, Hoffellsá og Hjaltadalsá. Þótt áliðið sér hausts, eru jlestir brúagerðarflokkar Vega- gerSar ríkisins enn aS störfum víðsvegar um land og þ. á m. er unnið ennþá við öll stœrstu brúamannvirki, sem byrfað hef- ur verið á, á þessu ári. Vísir hefur aflað sér upplýs- inga hjá Árna Pálssyni yfir- verkfræðingi um helztu verk- efni, sem nú er unnið að við brúagerðir í landinu, og unnið hefur verið við síðustu vik- urnar. Árni sagði, að unnið væri af fullum krafti að smíði þriggja stórbrúa, sem jafnframt eru þær stærstu, sem byrjað hefur verið á í ár. Þessar brýr eru yfir Hoffellsá í Nesjum, Tungu- fljót í Skaftártungu og Ytri- Rangá hjá Hellu. Nýlega var hafin smíði nýrr- ra brúar á Rangá hjá Hellu, í stað gömlu brúarinnar, sem er gömul orðin og allt of mjó fyrir breiða bíla. Hefur brúin verið þessum stóru farartækum til mikils trafala, ekki sízt þegar umferð er mikil um brúna. Sökklar til í ár. Nýja brúin yfir Rangá verð- ur hið myndarlegasta mann- virði, með 7 metra breiðri (tvö- faldri) akbraut og 2ja metra breiðum gangstígum hvoru megin. Gert er ráð fyrir, að í haust verði gengið frá sökklum brúarinnar, en þeir verða fimm alls, þar af þi'ír úti í ánni. Önnur stór brú, sem unnið er að í haust, er yfir Tungu- fljót á þjóðveginum um Skaft- ártungu. Kemur hún einnig í stað gamallar brúar, sem er orðin allt of veik fyrir þunga- flutninga þá, sem nú tíðkast. Þetta verður 72 metra löng stál- bitabrú og er byggð rétt fyrir neðan gömlu brúna. Þriðja stórbrúin, sem er í byggingu, er 60 metra löng stál- bitabrú yfir Hoffellsá í Nesj- um. Hún verður með steyptu gólfi. Ætlunin er, að henni verið lokið í haust. Unnið hefur verið undanfarið að undirbúningi 42 mera langr- ar brúar á Hjaltadalsá í Skaga- firði. Hafa sökklarnir verið steyptir í sumar, en þarna verð- ur um stálbitabrú að ræða. Brú- arsmíðinni verður lokið á næsta ári. Fleiri brýr í smí,ðum. Auk framangreindra verk- efna hefur nýlega verið lokið við nokkrar smærri brýr, þ. á m. yfir tvö gil í Hvítársíðu, Teitsá og Sámstaðagil, sem bæði gátu verið farartálmar á vetrum. Þá er nýlokið við brú, 13 metra langa, yfir Djúpá í Ljósavatnsskarði. Sú brú er á sýsluvegi og ætluð til innanhér- aðssamgangna. Loks er 14 metra brú á Þverá í Vattarfirði á Vesturlandsvegi, sem byggð var fyrir skemmstu. Þessi brú er yfir gil, sem oft var hinn mesti farartálmi á vetrum. Báð- ar þessar síðasttöldu brýr eru gerðar úr járnbentri steypu. Sovétsmjör — 77 þiís. lestsr. I Sovétríkjunum er nú fram- leitt meira smjör en í Banda- ríkjunum, segir í fregn frá Rómaborg, en smjörneyzla sov- étborgarans er enn langtum minni en Bandaríkjaborgarans eða borgara í vestrænum lönd- um. Þetta kemur fram í skýrslu frá FAO, sem eins og kunnugt er hefur höfuðstöð í Rómaborg. Smjörframleiðslan í Sovét- ríkjunum nam s.l. ár 77.000 smálestum, samkvæmt hag- skýrslum Rússa — og er það meira en ársframleiðslan nem- ur í Bandaríkjunum. ||g|ÍL. ' , *■ Nigeria og kjarn- orkusprenging Frakka. Brezkir sérfræðingar hafa lýst yfir, að Nigeriumenn muni ekki þurfa að óttast geisla- virkni, ef Frakkar sprengja kjarnorkusprengju í Sahra. Frá þessu var sagt í Lagos, er forsætisráðherrann Alhaji Bal- ewa kom heim frá London, en , I hann var formaður raðherra- nefndar svo sem fyrr hefur ver- ið getið, en hún fór til London til þess að ræða fyrirhugaðai' k j arnorkutilraunir Frakka í Sahara og mótmæla því að þær færu fram. Árangurinn var skipun sérstakrar nefndar, sem mun fylgjast með öllu og vinna að athugunum á geislavirkni í Nigeríu, „Ævintýramaðurinn, sæfarinn, Grænlandsfarinn, andspyrnu- hreyfingarmaðurinn og stjórnmálamaðiu'inn Ebbe Munch“ hef-i ur samið nýja ferðabók, „Strjftog i Nord ". Fjallar hún aðallegaí um Austur-Grænland. Myndin er úr bókiuni, af skriðjökli i, Grænlandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.