Vísir - 26.10.1959, Blaðsíða 10
10-
VÍSIR
Mánudaginn 26. október 195?
27
Ijeim! Hún varp öndinni. — Eg hef oft öfundað Cariu, og eg
öfunda hana enn meir, eftir að hún hefur náð í bezta vin minn.
Hún leit á demantagreipt armbandsúrið, og rak upp skræk.
— Hvert í heitasta! Eg verð að þjóta, að eg er boöin út að boröa
í kvöld. Hjartans þakkir fyrir hressinguna og fyrir að eg fékk
að njóta þíns dýrmæta tíma. Eg lofa þér því að fyrr skal eg
■deyja en eg segi nokkrum þessa frétt fyrr en eg fæ leyfi til þess.
— Þú þarft ekki að taka djúpt í árinni, svaraði hann þurrlega
um leið og hann tók í höndina á henni. — Eg ætla að fylgja þér
niður að lyftunni. ,' • .
Hún nam staðar við dyrnar og horfði á hann og sagði hik-
:andi:
— Ross, mér þykir afar leitt að eg talaði eins og eg gerði.
Auðvitað.... en eg hugsa að ekki hafi yerið neitt til í þessu,
hann Basil hefur átt svo margar vinstúlkur. Þú veist að við
•erum meira og minna hálfgift, og þá býr fólk vitanlega til sögur.
Mér fannst bara.... að það væri sjálfsagt....
Þögn hans og þolinmæðin sem hann sýndi með því að hlusta
á hana var miklu verri en nokkur mótmæli, og hún bætti við:
— Nú hef eg líklega sagt of mikið, aftur. En gerðu það fyrir mig
-að gleyma þessu öllu.... , .
— Já, eg ætla mér að gera það, sagði hann.
Sonia vissi mætavel aö hann mundi engu gleyma, þó hann
feginn vildi. Á horninu við Wimpole Street sá hún leigubíl. Hún
fékk hann og ók heim.
Sonia fann að hún hataði Cariu — hataði hana! Og hatrið.^
'óx við það að með póstinum síðdegis hafði hún fengið aðvaranirj
úr ýmsum bönkum, að hún hefði ávísaö á innstæður, sem ekkl
voru til. Hún og Basil höfðu ávallt lifað um efni fram. Erfiðleik-
:arnir á því að láta allt fljóta íóru sívaxandi. ...
Sonia komst að þeirri niðurstöðu að hjónabandið hefði gert
hana sjúka á líkama og sál. Hún óskaði alls annars. Alveg nýs
baksviðs. Fyrir fáum klukkutímum hafði hún ekki vitað hvað
hún vildi. En nú fannst henni allt í einu að hún vissi það.
Hún vildi ná í Ross Carlton. Og hún var sannfærð um, að ef
•Caria hefði ekki komið til sögunnar mundi hún hafa náð í hann.
— Herra minn trúr! Eg er nú loksins orðin alvarlega ást-
fangin? hugsaði hún með sér.
í rauninni fannst henni það alls ekki skemmtileg tilhugsun.
8ú ástarástríða sem vakriar eftir að maður er orðin þrítugur, er
oft beiskju blandin, jafnvel í meðvitund kvenna, eins og Sonia
Frayne var. Og Sonia vildi helzt ekki þurfa að upplifa neina
beiskju. Sonia vildi fá það sem hana lysti.
í sömu svifum hringdi síminn. Sonia svaraði.
Mannsrödd sagði: — Má eg fá að tala við frú Frayne?
—• Þetta er frú Frayne, sagði hún.
— Já, einmitt. Eg vona að þér munið eftir mér — Clyde
Harris frá....
— Vitanlega man eg. Eg hélt að þér hefðuð gefist upp.
— Þetta hefur tekið langan tíma, en við höfum verið fálið-
:aðir og eg hef verið veikur.
— Það var leitt. En þér ætlið þá ekki að gefast upp?
— Nei, langt í frá. Eg hef þvert á móti góö tíðindi að færa.
Viljið þér líta inn til okkar. Eða kannske gæti eg litið inn til yðar?
— Eg kem á morgun kringum klukkan ellefu.
— Gott. Eg skal verða hérna.
Svo varð dálítil þöng, og þegar hún spurði ekki frekar hélt
hann áfram: — Þökk fyrir, frú Frayne. Við segjum þá klukkan
ellefu á morgun. Sælar!
Sonia lagði heyrnartækið á kvislina. Það var allt í einu komið
fjör í grænu augun, hún var eins og köttur sem heldur vörð um
músaholu.
Skyldi Clyde Harris hafa einhverja góðar fréttir handa mér,
hugsaði hún með sér.
Það var andúð í augurn koss er hann gekk inn aftur eftir að
hafa horft á Soniu hverfa inn i lyftuna. Hvers vegna þurfti hún
að rekast inn til hans einmitt núna í kvöld? Hann sagði við
sjálfan sig að hann ætlaði ekki að hugsa meir um Soniu og
það sem hún hafði sagt. En einmitt það að hann sagði þetta
við sjálfan sig sýndi að það kvaldi hann.
Hann var glaður er hann kom aftur til Cariu. Hún var ein
heima, og það að vefja hana örmum rak alla skugga á flótta
Hér var nútíð og framtið, hvemig var mögulegt að hafa á-
hyggjur af fortíðinni þegar hún sat á hnjánum á honum?
— Elskan mín, sagði Caria. — Þú kemur tiu mínútum of
seint. Eg var hrædd urn að eitthvað hefði komið fyrir þig.
— Heldurðu að nokkuð gæti komið fyrir, sem gæti aftrað mér
frá að koma til þín? spurði hann.
Hún roðnaði snögglega, á þennan hátt sem honum þótti svo
töfrandi.
—Hvað ertu að hugsa núna? spurði hún.
— Að þú ert svo yndisleg, svaraðí hann um hæl.
— Ef eg er það þá er það þér að þakka, sagði hún. — Og þín
vegna! Nú skil eg hvers vegna stúlkur verða fallegar þegar þær
eru ástfangnar.
Hann settist hjá henni, hugfanginn áf yndi hennar og þokka.
Og um leið hvíslaði púkinn, sem hefur yndi af því að hrella
ástfangna menn, öllu því að honum, sem hann helst vildi gleyma.
— Og verður stúlkan þá þvi fallegri því oftar sem hún verður
ástfangin. Orðin glopruðust ú.t úr honum áður en hann hafði
gert sér grein fyrir hvað í þeim gat faíist.
Það var frekar hreimurinn en orðin sjálf, sem voru þess vald-
andi aö hún hrökk frá honum eins og hún hefði fengið högg.
— Ross, hvíslaði hún. Hvað.áttu við?
Hann stóð upp og gekk að aminum. Sem snöggvast datt hon-
ym í hug a.ð segja henni frá heimsókn Soniu og því sem hún
hafði sagt. En í staðinn sagði hann: — Eg hugsa að eg sé ekki
afbrýðisamari en aðrir menn, þegar eg hugsa'til þess að — aðrir
menn hafa biðlað til þín.
— Heldur þú að nokkur ákveðinn maður hafi gert það? sagði
Caria rólega. — Eg get ekki áfellst þig fyrir það.... Rödinn brast
og augun fylltust af tárum.
— Elskan mín, fyrirgefðu mér. Eg'er ruddi.... En þegar hann
ætlaði að faðma hana að sér hörfaði hún undan.
— Nei, ekki ruddi, þú ert aöeins mannlegur, býst eg við, sagði
hún. — Hvernig getur þú gleymt? Hún færði sig að arninum og
sneri andlitinu að honum. Harkaði af sér svo að varirnar skyldu
ekki titra. — En, Ross, þegar þú þekkir mig ekkert trúðirðu þvi
sem eg sagði.-þér. Geturðu ekki trúað mér núna, trúað hve lítils
virði mér var þetta?
— Jú, elskan míri, eg vil það og eg geri það.
— Gerir þú það? Hún sagöi þetta biðjandi en varaðist enn
að láta hann faðma sig. — Hlustaðu á mig, bað hún. — Eg hef
, Spaiiö yður Uaup á milli maigra verzlana'-
| WMJOðl Áóll'J i<mu
í ■ éís) -AusUirstTasti -
*
A
KVÖLDVÖKUNNI
mmmm
E. R. Bárroughs
TARZAN -
3121
"SO THAT'S ru4,CONCUJPEP> F0STE5.
‘OUE WO/ASN WILL EEPLACE
THOSE WHO WERE KILLEP ANP
WE WILL SECO/AE SLAVES-, THEBE
,IS NO ESCAPE- "
Þannig er þetta, sagði Bill
i Foster. Konurnar okkar eiga
að koma í staðinn fyrir kon-
, urnar sem hann drap með
1 yngingarpillunum, en við
-TI-IE PgfcSEKVER ISSOCONFIPENT
THATOUECELL ISN'T EVEN I.OCKE7-
E'JT TAiCE A LCCX CUTSIPn!''
verðum þrælar. Það er ekki
von um að sleppa lifandi.
Yngingarmeistarinn er svo
örugur um að við sleppum
ekki að hann hefur látið
dyrnar standa opnar. En
lítið bara út fyrir dyrnar.
Tarzan varð forvitinn svc
hann leit út, en sjálfum
apamanninum brá í brún er
hann stóð augliti til auglits
við urrandi
Hlébarða.
og hvæsandi
ílann leit á starfsbróður
sinn á skrifstofuni.
j „Hvað á eg að gera? Hvað á
j eg þó að gera?
„Nei, heyrðu nú,“ sagði
starfsbi’óðirinn. „í stað þess að
| barma þér ættir þú að gleðjast
yfir því að hafa fengið launa-
viðbót. Eg hefi aldrei heyrt
annað eins.“
„Þú skilur þetta ekki. Það er
konan min sem í hlut á. Ef eg
j segi henni ekki að eg hafi feng-
ið launaviðbót, þá lítur hún á
^ mig sem gæru. En ef eg segi
henni frá því verð eg garmur í
jmínum eigin augum.“
i ★
[ Lítill piltur, Jackie Moir að
nafni, neitaði einu sinni að lesa
bænirnar sínar. Móðir hans
gerði það sem hún gat til þess
að á hann til að lesa þær, hún
bað hann og lokkaði. Að lokum
reyndi hún hótanir.
„Ef þú les ekki bænirnar þín-
ar Jackie, ferðu ekki til himna-
ríkis.“
„Mér er sama. Mér líður vel
þar sem eg er.“
I *
I Amerísk kona, sem var kunn-
ur rithöfundur, kom einu sinni
í heimsókn til Bernárd Shaw á
hans efri árum: Hún furðaði
sig mjög á því, að hvergi voru
blóm sjáanleg í stofu hans.
„Eg hefi ætíð álitið, að þér
þætti vænt um blóm,“. sagði
hún.
„Já, það geri eg reyndar,"
sagði Bernhard Shaw. „Mér
þykir líka værit um börn. En
þó að svo sé sker eg.ekki höf-
uðið af þeim og set þau í blóma-
vasa í stofum mínum.“
NÝJAR FRÉTTIR
í STUTTU MÁLI
•Jr Gerhard Roesler járnbraut-
arstarfsmaður í Austur-Þýzka*
landi var dæmdur í 15 ára fang-
elsi. Var honum gefið að sök
að hafa njósnað fyrir Breta.
Kona hans var sögð hafa hjálp-
að honum og var hún dæmd í
6 ára fangelsi.
★ Abbas leiðtogi serkneskra
þjóðernissinna vill, að Sam-
einuðu þjóðirnar beiti sér
fyrir þjóðaratkvæði í Alsír,
ef Frakkar og þjóðernis-
sinnar geta ekki náð sam-
komulagi um það. Hann
kvað vissa stjórnmálaleið-
toga í Frakklandi reyna að
hindra með öllu móti, að
franska stjórnin og þjóð-
ernissinnar ræðist við.
Enskur prestur, Brian Hes-
sion, hefir ráðizt liarkalega
á lækna, sem Ijúga að sjúk-
lingum, sem geta ekki átt
sér batavon. Sjúklingar
finna vanalega á sér, segir
hann, ef þeim er sagt ósatt
um veikindi þeirra, og fals-
yfirlýsingar lækna verða
aðeins til að auka vanlíðan
þeirra og gera þá bölsýnni.
Brian Hession er 55 ára og
hafa verið gerðir á honum
3 uppskurðir við krabba-
meini á 5 árum. Nýútkomin
er bók etir liann, „More
than á Prophet".