Vísir - 30.10.1959, Page 9

Vísir - 30.10.1959, Page 9
Miðvikudaginn 28. október 1950 ?tSIE Nýlega var vígður nýr barna- leikskóli á Akureyri. Skóli þessi er á Oddeyrinni. Vigsluna fram- kvœmd-i síra Pétur Sigurgeirs- son, og hlaut skólinn nafnið ,.Iðavöllur“. Leikskólinn er til húsa í ný- byggðu húsi, 185 fermetra. Er það byggt úr timbri, ein hæð á steyptum grunni, og gert er ráð fyrir því, að hann rúmi 50—60 börn í senn. í húsinu eru 4 stofur auk einnar fyrir forstöðu- konu. Þá er stór forstofa, 4 snyrtiherbergi og afgreiðsla. Húsið teiknaði Jón Ágústs- son byggingarfulltrúi. Ágúst Jónsson byggingameistari reisti húsið, sem kostaði um hálfa milljón króna. Verið er að ljúka við að stand setja hluta lóðarinnar, sem hús- inu fylgir, og er áætlað að gera næsta sumar mjög stóran leik- völl fyrir eldri börn á lóðinni. Fyrir byggingunni stendur fé- lag áhugamanna, Barnavernd- arfélag Akureyrar, og er form. þess Theodór Daníelsson, kenn- ari, en forstöðukona skólans verður Theódóra Daníelsdóttir. Fé hefur félagið aflað með frjálsum framlögum, og orðið vel ágengt, en bær og ríki hafa einnig styrk't það myndarlega. Margar gjafir bárust félaginu á vígsludag og næstu daga á und- an. Stuðningur frá STEF-fé- lögum í landhelgismálinu. Eins og kunnugt er sendi ís- lenzká STEF erlendu sambands- félögum sínum og réttindafræð- ingum þeirra rækilega greinar- gerð um landhelgismál íslands ásamt bæklingum íslenzku rík- isstjórnarinnar. Fyrstur brá við ritari brezka STEFs og skrifaði grein í „Daily Telegraph11 í London til stuðn- ings málstaði vorum, benti á að ísland ætti engan auð annan en fiskinn og að ritarinn væri því kunnur af dvöl sinni á íslandi í seinasta ófriði. Þá kom gríska STEF á fram- færi forystugrein í einu merk- asta blaði Aþenuborgar og studdi eindregið málstað íslands og var í því sambandi bent á, hvernig vér hefðum ætíð, er færi gafst, verið Grikklandi og Kýpur til stuðnings í frelsisbar- áttunni. Loks hefur nú borizt hingað sérprentun úr vísindatímariti Martin-Luther-háskólans í Halle Fundur Yesturve!da- leiðtoga í desember. Eisenhower forseti sagði við fréttamenn í gær, að brautin hefði nú verið rudd að fundi æðstu manna Vesturveldanna í des. n. k. til undirbúnings fundi æðstu manna. Hann kvaðst þeirrar skoðun- ar, að fundinn hefði átt að halda snemma í desember, en De Gaulle vildi halda hann um miðjan des. — í . brezkum blöðum eru ummæli Eisenhow- ers skílin svo, að hann hafi ekki lengur von um fund æðstu manna í bráð. — Blöðin segja skoðanir De Gaulles úreltar. Hann vill sem kunnugt er fresta fundi æðstu manna til næsta vors. Wittenberg á Þýzkalandi eftir forstjóra ríkisréttardeildar há- skólans próf dr. jur. Gerhard ! Reintanz, og er þar á alls átta jblaðsíðum í stóru broti með 5 uppdráttum og rækilegum grein jargerðum skýrt frá málstað ís- lands í landhelgismálinu og Jhann studdur mjög vel, en höf- J undurinn hefur áður skrifað ýmsar greinar í blöð og tímarit * um þetta mál, og tilkynnir þýzka STEFið um leið, að fleiri réttindafræðingar þýzkir hafi gefið málinu mikinn gaum og J skrifað greinar og greinargerðir til stuðnings málstaði vorum. Lendir hún í fangelsi? ítölsk yfir\’öld hafa stefnt hjónunum Soffíu Loren og „eiginmanni" hennar, Carlo Ponti fyrir tvíkvæni. Þau voru fyrir nokkru gefin sam- an í hjónaband utan endi- marka Ítalíu, er Ponti hafði fengið skilnað frá fyrri konu sinni, en þann skilnað viður- kenna hvorki veraldleg yfir- völd á Italíu né kirkjan þar. Getur verið, að dómur fari svo, að bau verði tekin föst og sett fangelsi jafnskjótt og þau koma inn fyrir landa- mæri Ítalíu. Storr gefur skordýrasafn. Ludvig Storr konsúll hefur nýlega gefið Náttúrugripasafn- . inu safn frá Danmörku og fleiri löndum. Aðaluppistaðan í safni þessu eru fiðrildi og bjöllur, en auk þess eru í safninu fulltrúar fleiri skordýraætta svo sem engisprettur o. fl. Safninu fylgdi skápur með 10 skúffum, sem skordýrunum var komið fvrir í. Náttúrugripasafninu er mikill fengur að skordýrasafni þessu og færir gefandanum beztu þakkir sínar fyrir rausn- arlega gjöf. (Tilk. frá Náttúrugripas.) Verðlag hækkar vestan hafs. Verðlagsvísitala Bandaríkj- anna náði nýju hámarki í sept- ember, segir í fregnmn ’þaðan. Öll meiriháttar atriði, sem snei’ta vísitöluna — nema flutn- ingskostnaður — hækkuðu í mánuðinum, og varð talan 125,2 stig miðað við meðaltal áranna 1947—49. Andrea Bilde í Vejlby, Danmörku, á hænuna, sem myndin er af, en hún hefur tekið sér mömmuhlutvcrk og annast þrjá litla hvolpa á fyrsta bernskuskeiði. Hafa þeir unað vel í hlý- indunum hjá henni. Hænan var mjög geðvond og mátti engin nálægt henni koma, þar til hún fékk hið nýja hlutverk. Nú getur smápatti, sonur bónda, jafnvel leikið sér við livolpana í návist hennar. BREDGEÞÁTTIEI $ visis 4» Að loknum sex umferðum í sveitakeppni Bridgefélags Rvk. er sveit Einars Þorfinnss. enn efst með 1006 stig. Röð og stig næstu sveita er eftirfarandi: 2. sveit Sigurhjartar Péturs- sonar 999 stig. 3. sveit Rafns Sigurðssonar 986 stig. 4 sveit Halls Símonarsonar 973 stig. 5. sveit Stefáns Guðjohnsen 949 stig. 6. sveit Róbetrs Sigmunds- sonar 940 stig. 7. sveit Ólafs Þorsteinssonar 928 stig. 8. sveit Sveins Helgasonar 893 stig. Hér er spil úr 6. umferð. Staðan var allir utan hættu og norður gaf. A 10-9-6 V 4-2 ♦ D-8-5-4-2 * 10-7-2 <(k G-3 V Á-K-10-7-5 ♦ Á-7 * Á-D-8-3 A K-D-4 j T ¥ D-9-6-3 ♦ K-G * K-G-6-5 A Á-8-7-5-2 ¥ G-8 ♦ 10-9-6-3 * 9-4 N. V. A S. Norður opnaði á einu grandi, Suður sagði 2 lauf, norður tvo tígla, suður tvo spaða, norður tvö grönd og suður þrjú grönd. Nokkuð hart meldað en hvað um það. Austur kaus að spila út laufafimmi og norður tók slag- inn með drottningu. Hann spilaði nú hjarta, sem austur tók með drottningu og spilaði út laufakóng, sem var gefinn. Þá spilaði austur spaðakóng, sem einnig var gefinn og spaða- drottningin var diæpin með ás. Þá kom tígull úr borði, drepinn með ás og austur lét kónginn í. Norður tók síðan hjörtun í botn og austur gaf niður tígul- gosa. Nú reyndi sagnhafi tíg- ul í þeirri von, að austur hefði átt mannspilin blönk í tígli og spaðahjón blönk, því þá verð- ur hann að spila upp í laufið. En vestur fór inn og spilaði laufi í gegn og spilið var einn niður. ¥ I tvímenningskepnpi kvenna eru efstar þær Eggrún Arnórs- dóttir og Kristjana Steingríms. dóttir með 567 stig. Aðrar Sig- ríður Guðmundsdóttir og Petr- ína Færseth með 540 stig og þriðja Júliana Isebarn og Guð- ríður Guðmundsdóttir með 522 l stig. Huglesariim fékk meðmæli frá dómaranum. Það bar fyrir í Berlín nýlcga að huglesaarinn þýzki, Hanus- sen, var fyrir rétti ákærður fyr- ir svik. (Rétt nafn hans er Gerhard Belgardt). Hann hafði tekið við peningum af fólki í þeirri veru að hann gæti gefið þeim upplýs- ingar um ættingja þeirra, sem það hafði ekki vitað hvar voru eftir stríðið. Dómarimi fór svo með málið, sem ekki var venjulegt frá lög- j fræðilegu sjónarmiði, að hann bað sex manns, sem voru af tilviljun staddir í réttarsalnum, að skrifa spurningar á blöð og fá þau í hendur réttinum. Hann spurði svo ákærða um hvað fyrsta spurningin væri. „Konan spyr um systur sína — hún er dálítið hærri — mik- ið yngri, er ljóshærð og vinnur á opinberri skrifstofu“ — svar- aði huglesarinn. Þetta var alveg rétt, systirin var aðstoðarmaður á spítala- skrifstofu. „Sá næsti spyr um son sinn,“ sagði Hanussen ennfremur. „Drengurinn stendur sig ó- venjulega í skóla.“ Þetta svar var líka rétt. Dómarinn: „Sá næsti sem spyr tilheyrir sakamálalögregl- unni. Hvað hefur hann skrif- I að?“ Huglesarinn hikaði lítið eitt, en sagði svo: „Hann spyr um móður sína — eða er það amma hans? — ég er ekki alveg í sambandi. Amiað hvort er spurningin óskýr eða manneskj an, sem í hlut á er dáin. Spyrj- andinn hefur lengi þjáðst — hann hefur víst verið í fanga- búðum — er þetta rétt?“ Lögregluþjóninn: ,,Þetta er allt rétt. Það var hún amma mín, sem ég var að hugsa um. Hún er dáin fyrir löngu. Já, það var rétt, ég var í fangabúð- um.“ Þremur næstu spurningum sváraði hanussen því næst rétt. þá sagði dómarinn:- • „Það virðist ekki vera nein sönnun fyrir því að Belgardt hafi blekkt fólk. Tilraunir þær, sem við höfum verið vitni að, sýna, að það er ekki að ástæðu- lausu að ákærði heldur því fram að hann sé huglesari. Málinu er því vísað frá. Ósamhljóða fregnir voru birtar um seinustu helgi um bardaga í Alsír. Frakkar segjast hafa fellt 36 upp- reistarmenn, en þeir segja manntjón Frakka miklu meira eða 6 fallnir og 82. særðir. .. j

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.