Vísir - 30.10.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 30.10.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. LitiS hann færa yður fréttir og annaS lestrarefni beim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-lG-GO. Munið, að beir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-GO. Siglufjarðarskarð rutt Aðrir fjallvegir landsins eru enn færir, eg er það óvenjulegt svo síðla sumars. Siglufjarðarskarð hefur ver- 4ð lokað í nokkra daga, en verð- ur opnað aftur til bifreiðaum- ferðar í dag. ! Aðfaranótt sl. sunnudags gerði talsverða snjókomu, eink- um til fjalla, norðanlands og komust bifreiðar þá morgun- inn eftir ekki yfir skarðið fyrr en búið var að ryðja mesta ^snjónum burt. Var lögð töluverð áherzla á að opna skarðið þá vegna kosninganna. | Nóttina eftir hríðaði á nýjan •leik, en skarðið var enn á ný opnað til þess að koma kjör- gögnum og þifreiðum í gegn á mánudaginn. Þá var snjórinn orðinn mikill í skarðinu og hríðarveður uppi svo að allmikl- 'um erfiðleikum var bundið að ryðja leiðina. Skarðið lokaðist strax aftur og hefur verið lokað síðan. í gær hlánaði mikið á Norð- urlandi og seig snjórinn í skarð- inu svo mjög að tiitækilegt þótti að opna það á ný. Var vinnu- flokkur sendur þangað upp í gær og í dag er talið að skarðið opnist til umferðar. Aðrir fjallvegir landsins hafa enn ekki lokast svo heyrzt hafi nema Axarfjarðarheiði, en lík- ur taldar á að sn,jóinn taki upp af henni aftur í hlýviðrinu sem nú er. Vestfjarðavegur hefur enn ekki teppzt og sama má segja um Austurlandsleiðina, að hún er enn öllum bílum fær. Slíkt er óvanalegt um þetta leyti árs. Öld hins landlausa manns. Fjársöfnun á vegum íslenzkra kirkju í þágu flóttamanna. Svo herma skýrslur, sagði herra biskupinn Sigurbjörn Einarsson, er hann ræddi við fréttamenn í gær, að um 45 miiljónir heimilis- og Iand- lausra manna séu í heiminum. I*etta væri öld hins hælislausa manns. Biskup gerði nokkra grein fyrir starfi því, sem kristin kirkja vinnur til hjálpar hinum landlausa, en nú er raunar Flóttamannaár að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, og miðað •að því vekja menn til virkari aðgerða en verið hefur. Alþjóðasamtök kirkjunnar ■manna hafa reynt að hjálpa eft- ir megni. Alkirkjuráðið hefur á þessu ári útvegað um þúsund manns varanlegan samastað, : sjálfboðaliðar, m. a. ungmenni, vinna á vegum þess, og starf- rækir hjálparstöðvar. Neyðin meðal Arabiskra flóttamanna er mjög mikil — af þeim eru um 900.000 á vonarveli. Þetta fólk hefur ekkert til matar, fæð- is og skýlis, nema það, sem því er hjálpað. Alþjóðasamtök kirkj unnar reka stærsta sjúkrahús í Bitlu Asíu, sem rúmar um 11 þús, sjúklinga og það rekur einar tíu heilsustöðvar í Jórdan- iu og Sýrlandi. Skerfur ísl. kirkju. íslenzk kirkja, sagði biskup- inn, hefur lagt sinn skerf til þessarar starfsemi. Fyrir for- .göngu fyrrverandi biskups var aflað nokkurs fjár. Biskupinn hefur fyrir nokkru skrifað prest um landsins varðandi almenna fjársöfnun, sem fram á að fara, til hjálpar flóttafólkinu. Geta menn látið fé af hendi rakna, er þeir sækja kirkju n. k. sunnu- dag. Öllum sem aflögufærir eru 'er í rauninni skylt, að láta eitt- hvað af hendi rakna til hjálpar nauðstöddum með bræðrum sínum. Biskupsskrifstofan mun einnig veita gjöfum móttöku sem hingað til, Það hefur komið fram, að æskilegf væri, til þæginda fyrir ýmsa, sem vildu styðja þessa hjálparviðleitni, að blöðin veittu fé móttöku. — Vísir vill fúslega fyrir sitt leyti taka við og koma áleiðis slíkum gjöfum. Kfofningi afstýrt á Ítalíu. Segni forsætisráðlierra Ítalíu fékk stuðning meiri liluta flokks síns, Kristilegra demókrata, á landsfundi í Flórenz á Ítalíu. Fanfani, leiðtogi hinna rót- tækari manna í flokknum, varð að lúta í lægra haldi. — Times í London segir, að á landsfund- inum hafi klofningi flokksins verið afstýrt, en engin raun- veruleg eining náðst. Föstudaginn 30. október 1959 Umferðarslys á Snorrabraut Umferðárslys varð á Snorra- braut í gær móts við húsið nr. 73. Þar var 6 ára telpa, Sigríður Guðlaugsdóttir Snorrabraut 15. fyrir bíl og meiddist eitthvað á höfði, en talið þó að slysið hafi ekki verið alvarlegs eðlis. Hún var flutt í slysavarðstofuna. Ekið á hús. | í gær, um hádegisleytið var bifreið ekið á hús á Hverfis- götu. Orsakir til þess voru þær, að bifreiðastjórinn varð þess allt í einu var að hemlarnir voru óvirkir og til þess að valda (ekki slysi eða árekstri í um- ferðinni tók bílstjórinn þann þann kost að beygja upp á gang stéttina og lenti á húsinu. Bíll finnst. í gær skýrði Vísir frá því að bíl hafi verið stolið af Ránar- götu í fyrrinótt. Bíllinn fannst í námunda við Hafnarfjörð í gær. Skemmda er ekki getið. Tizkuvörubúó opnuð í dag. Ný snyrtivöruverzlun verður opnuð í Reykjavík í dag, Tízku- vörubúðin á Laugavegi 35. Verzlunin hefur á boðstólum allar tegundir af snyrtivörum, sem fáanlegar eru á íslenzkum markaði. En að auki er þarna fáanlegt eitt hið feykilegasta úr- val af kvensokkum, sem frétta- menn hafa augum litið, en þeim var í gær boðið að skoða hina nýju verzlun. Búðin er mjög snyrtilega innréttuð, en eig- endur hennar og verzlunar- sf|]órar eru Fríða Jónsdóttir og Valdís Kristjánsdóttir. Þees skal að lokum getið, að fréttamenn uppgötvuðu það í gær, að snyrtivörubúðir eru ekki aðeins fyrir kvenfólk, held- ur geta karlar þar fengið ýmis- legt, sem þá vanhagar oft um, svo sem „Old Spice“ og fleiri slíka hiuti. Konungurinn s Laos látinn. Hinn aldraði konungur í Laos er látinn. Hann var 74 ára og hafði leg- ið rúmfastur nokkur ár. Ríkis- arfinn, sonur hans, fór með kon ungsvaldið í seinni tíð. Hinn látni konungur hafði verið miklu lengur við völd en nokkur núlifandi konungur, eða í 55 ár. Þegar kpmmúnistar áttu á sl. ári aðeins fáeina kílómetra ó- farna til höfuðborgarinnar, en höll hans er skammt frá, neit- aði hann að flýja. „Ég er orðinn of gamall til þess að skelfast,“ sagði hann. Það er mjög annríkt í aðgöngumiðasölu Þjóðleikhússins um þessar mundir. Vegna geysilegrar eftirspurna efitr miðum á U.S.A. ballettinn eru likúr til þess að aukasýning verði n.k. þriðjudag kl. 4. Myndin er af biðröðinni fyrir utan Þjóðleikhúsið s.l. mið- vikudag. - Lítið um atvinnu í frysti- húsum í haust. Togaraafli tregur og engin síldveiði. Að Ólafsvík og Vestfjörðum undanteknum hefur yfirleitt verið lítið að starfa £ frystihús- mri á öðrum stöðum á landinu. Rækjuveiðin á Vestfjörðum hefur haldið atviununni uppi að miklu leyti í haust eins og endranær, en auk þess hefur Herfangs leitað í Dóná. Lögreglan • Vínarborg hefur fengið fréttir um það, að ýmis ungversk krúnu- djásn, gull og fleiri gersem- ar muni vera í fjórum stál- kössum á botni Dónár nærri landamærum Tékkóslóvakíu. Xazistar ætluðu að koma þessu undan í lok stríðsins, en tékkneskir skæruliðar sökktu hraðbátnum, sem þeir notuðu til flutuinganna. Nú verða kafarar látnir athuga málið. Afli Akureyr- artogara. Frá jréttaritara Vísis. — Akureyri í gœr. Sléttbakur kom fyrir viku til Akureyrar með 112 lestir, mest þorsk, sem hanrt hafði veitt á heimamiðum. Aflinn fór i hrað- frystingu. Togarinn er nú á veiðum fyrir erlendan markað og siglir vœntanlega seint í næstu viku. Kaldbakur kom í morgun eft- ir 13 daga útivist á heimamið- um með 200 lestir af þorski, senvfer til hraðfr.vstingar. Hinir Akureyrartogarnir, Harðbakur og Svalbakur, eru báðir á veiðum á heimamiðum. talsvert borizt af bolfiski á land. i j í hinum stærri verstöðvum hér sunnanlands, Vestmanna- ^eyjum, Keflavík, Reykjavík, Hafnarfirði og Akranesi hefur ^verið óvenjulítið atvinna við , verkun sjávarafla. Aðstæðan er 1 aðallega sú að nú sigla margir togarar með aflann til útlanda og svo hitt að engin síldveiði hefur enn verið sunnanlands, en undanfarin ár hafa hundruð kvenna og unglinga unnið við söltun síldar og í frystihúsum. Nokkurrar ónægju hefur gætt vegna þess að togararnir hafa ^ verið látnir sigla með afla sinn ; og hélt Verkakvennafélagið jHlíf í Hafnarfirði fund til að mótmæla þeim ráðstöfunum. Náttúrubamfarir í Mexico. Yfir 1000 manns hafa farizt. Yfir 1000 manns munu hafa farizt af völdum hvirfil- byls og flóða í Mexico. Hvirf ilvindurinn fór þar yfir s.I. þriðjudag. Þótt hætt sé að rigna og flóð séu rénandi munu marg- ir dagar líða þar til að fullu verður kunnugt um tjónið af völdum þessara náttúru- hamfara. Mest manntjón varð í þorpi, þar sem jarðhrun varð um 800 mönnum að bana. Sporðdrekar og önnur eitur- kvikindi, sem truflast liöfðu í bækistöðvum sínum £ nátt- úruhamförunum, réðust á þá sem eftir lifðu. ★ Undangenginn mánuð befur allmikið af fölskum pTirds- seðlum verið umferð á Tng-; landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.