Vísir - 02.11.1959, Page 7

Vísir - 02.11.1959, Page 7
Æianudaginn 2. nóvember 1959 V I S 1 H 5 j sem Björnson lýsir í þættinum „að klæða fjallið“. Sú hugsjón hefði hrifið sig og hann hefði tileinkað sér hana. Hér hefði hann sannfærst um, að hægt j væri að gera hana að veruleika ' eins og í Noregi. Og þar væri verið að framkvæma áætlanir ' um, að auka afrakstur skóg- ræktarinnar um 40—50%. L. Braathen (fyrir miðju í hópi vina > Braathens-skógi við Skorradalsvatn. Enn gefur Braathen stdr- fé til skngræktar hér. Santvínna hans og Loftieíða hefir verið með sérstökum ágætum. Loftleiðir hafa sem kunnugt er fest kaup á tveim Cloudmast- er-flugvclum. Verður hin fyrri afhent í Miami á Floridaskaga 9. desember n. k., en hin 1. marz næsta ár. Þetta o. m. fl. bar á góma á fundi í gær, er haldinn var i skrifstofum Skógræktar rík- isins, en þar voru fréttamenn kynitir hinum mikla norska at- hafnamanni, Ludwig Braathen, og sátu og fundinn Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Kristján Guðlaugsson gorm. stjórnar Loftleiða, Alfreð Elías- son og Sigurður Magnússon full trúi. Hvort tveggja er, sem al- þjóð er kunnugt, að Braathen er mikill íslandsvinur og áhuga- maður um framtíð íslenzkrar skógræktar, og geíið stórfé til hennar, 50 þús. n. krónur á undangengnum 4 árum — og reynst mikill velunnari og hinn ágætasti samstarfsmaður Loftleiða. Cloudmester-flugvél- arnar nýju. Svo að nánara sé vikið að því fyrsta sem í upphafi var að vik- ið, Cloudmasterflugvélunum, er þess að geta, að þær eru keypt- ar af PANAMERICAN, eru 2ja ára, þótt þær séu en jafngóðar Og nýjar væru. Hafa slíkar flug- vélar reynzt ágætlega. Þær verða þriðjungi skemmri tíma í flugferðunum milli íslands og Ameríku. en Skymasterflugvél- arnar góðu og gömlu, sem verið hafa o? e'-u í notkun. og verða áfram. þvi að Loftleiðir ætla að eiga .þær áfram fyrst um sinn a. m. k. Loftleiðir eru að senda utan til þjálfunar fyrstu áhöfn- ina á Cloudmaster-flugvélarnar, en áhafnir þurfa 6—8 vikna þjálfiinár með. .Fyrsti Cloud- inasterflurrvélin °r svó væntan- ieg til landsins 18. dés. Ekki þarf að eyða orðum að því hve mikilvægt það er starf- semi Loftleiða að fá þessar flug- vélar. Rekstur félagsins gengur ágætlega sem fyrr. — Verð er ágætlega sem fyrr. — Vert er að vekja sérstaka athygli að því hver hagur landinu er að starf- semi Loftleiða frá gjaldeyris- legu sjónarmiði, en Loftleiðir hafa á þessu ári skilað í erlend- um gjaldeyri 12 millj. króna, og er þá ekki tekinn sá erl. gjald- eyrir, sem félagið hefur þurft til eigin nota. Samstarf Loftleiða og Braathens. Kristján Guðlaugsson minnt- ist þessa samstarfs með nokkr- um vel völdum þakkarorðum, — kvað Braathen hafa verið hjálparhellu frá upphafi og samstarf jafnan hið ákjósan- legasta — og stæði félagið i mik illi þakkarskuld við hann. Braathen hefur annast sem kunnugt er allar viðgerðir fyrir Loftleiðir, frá 1952, og kemur að sjálfsögðu einnig til með að annast viðgerðir og eftirlit með Cloudmasterflugvélunum. — Alfreð Elíasson sagði frá því,1 til skýringar, að óhemju fjár- magn yrði að binda til þess að reisa flugvélaskála o. s. frv., ættu viðgerðir og viðhald að fara fram á Reykjavíkurflug- velli — auk þess sem þurfa. myndi 200 flugvirkja, — sem ' ekki væru enn til hér — en í framtíðinni yrði að sjálfsögðu að því stefnt, að þessi starfseml yrði hér. Þá er ástæða til að leiðrétt? þann misskilning, að Braathen sé meðeigandi í Loftleiðum. Þetta er ekki rétt. Tengslin eru eingöngu á samstarfsgrundvelli og vináttu. Það samstarf. sagði A. E. einnig, hefur verið eins gott og samstarf getur verið. , Vinur íslands og ísl. skógræktar. í stutttri ræðu ræddi Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hvernig vináttuhugur Braat- hens í íslands garð hefði komið fram og gat að sjálfsögðu sér- staklega áhuga hans fyrir fram tíð skógræktar á íslandi og rausnarlegs framlags hans til hennar. Hann rakti athafnafer- il Braathens í stuttu máli, sem útgerðarmanns, hann á 150 þús. lesta skipaflota, — flugvélaflota og starfrækir flugvélar í innan- lands og utanlandsflugi og er mikill skógeigandi í Austurdal — og gæti lifað áhyggjulausu lifi á henni einni. — Árið 1956, sagði H. B., gaf hann okkur fyrstu 20 þús. kr. til skógrækt- ar, síðan 10 þús kr. árlega — samtals 50 þúsund n. kr. Fyrir þetta fé er verið að koma upp Braathenskógi við Skorradals- vatn og verður komið upp öðr- um i Haukad. eða Vífilsstaðahl. í Braathenskógi við Skorradals- vatn er búið að planta 115.000 trjáplöntum í 25—30 hektara lands. Eg veit ekki um neinn, sagði H. B., sem hefur lagt meira fram í þágu íslenzkrar skógræktar en Ludwig Braat- hen. Hákon Bjarnason fór vel völd um orðum um vinarhug hans, áhuga og rausn. Hann minnti á, að 10% af innflutningi íslands væri skógarafurðir — stefnt væri að því, að við gætum í framtíðinni orðið okkur sjálf- um nógir — en meira fjármagn skorti til að geta plantað meira — það vantaði aðeins herzlu- muninn til að geta plantað helm ingi meira. Öll skilyrði væri fyr ir hendi til þess, ef fé væri fyr- ir hendi. í stuttri ræðu, sem Ludwig' Braathen flutti, í'æddi hann fyrst mikilvægi skógræktarinn- ar. Hann kvað tekjur Norð- manna af henni 5—6000 millj. kr. á ári. Hún væri undirstaða hins mikla pappírsiðnaðar lands ins og annarra íðngreina. en vísindin væru stöðugt að verki, og stofnaðar væru æ fleiri iðn- greinar, sem hefðu skógræktina sem bakhjarl. Allt væri þetta árangurinn af þeirri hugsjón, Hér kvaðst hann hafa séð marga staði, þar sem rækta mætti nytjaskóg — íslendingar gætu og þyrftu að vera sjálf- bjarga á þessu sviði. Hugsjón Björnson, er hann skrifaði þátt- inn, Að klæ'ða fjallið, þurftu menn almennt að tileinka sér hér. Hún þyrfti að festa rætur eins ög trjáplönturnar í hlíð- inni, sem fikuðu sig áfrarn upp á brún, unz þar var kominn heill skógur. Braathen kvaðst vera sann- færður um, að hér væri um að ræða stórkostlega mikilvægt mál frá þjóðhagslegu sjónar- miði. Með aukinni skógrækt mundi loftslag batna, fegurð landsins aukast og fuglalíf. I Braathen þakkaði gott sam- starf við Loftleiðir. Framtak þess hefði verið skref í áttina 1 til hinnar nýju þróunar. Lega íslands, sem flugmiðstöðvar væri hin mikilvægasta og yrði. Er hann hugleiddi flugið og framtíðina hefði hann sann- færzt um það æ betur, að fram- tíðin byggðist ekki eingöngu á auknum farþegaflutningi, held- ur sæi hann fyrir hugskotsaug- um sínum flutningaflugvélar, sem flyttu 50 smálestir af vör- um í ferð, og tækju við veru- legum hluta af ýmiskonar vör- um, sem væru fluttar sjóleiðis yfir Atlantshaf. — Á þessa leið fórust útgerðarmanninum Lud- wig Braathen orð að lokum: Flutningar framtíðarinnar verða í vaxandi mæli á loft- leiðum. Það verður að leggja trausta xmdirstöðu — sækja fram án þess að óttast sam* keppnina. Tízkusýníiig í Næstkomandi föstudag, 6. nóv. verður efnt til nýstárlegrar tízkusýningar í veitingahúsinu „Lídó“. Sýning þesi, sem haldin er á vegum fjölda fyrirtækja hér í bæ og víðar, sýnir ekki einungis það nýjasta í kvenklæðnaði heldur og í unglingafötum, piltna og stúlkna, svo og barna- fötum Sýningardömur verða átta alls, með'al þeirra ungfrú ís- land, ungfrú Reykjavík og Rúna Brynjólfsdóttir. — Auk stúlknanna sýna sex lcarlmenn ýmsan karlmanr.afatnað. Af skemmtikröftum, sem þar koma fram má t. d. nefna Karl Guð'mundsson (eftirhermur), Jón Sigurbjörnsson (einsöng- ur), Steinunni Bjarnadóttur (gamanvísur) og stutta leik- þætti undir umsjón Eiríks Ei- ríkssor.ar. Sú nýbreytni verður tekin upp, að sungnar verða auglýs- ingavisur við vinsæl lög og einnig verða valdar vinsælasta frú og ungfrú kvöldsins, og þeim færðar gjafir. Þær frú Elín Ingvarsdóttir og ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir annast framkvæmd sýningar* innar. Kynnir verður frú Elín Ingv- arsdóttir, r.em oft áður hefur tekið þátt í og sýnt á tízkusýn- ingum, og rekur nú snyrtivöru- deild Haraldarbúðar í Austur- stræti. Að sýningu lokinni mun verða dansað. Málverk af Gjánni í Þjórsárdal eftir Veturliða Gunnarsson. 34 mpdir Vetur- Ifða sefdar. sýningunni eru hafa þegar selzt 34. Sýningin verður opin þessa viku. Italir fá nýtt doll- aralán. Ííalir hafa fengið lán í Banda* rikjunum til þess að koma upp íil rafmagns- Málverkasýning Veturliða í Listamannaskálanum hefur staðið í þrjá daga og hefur á sjötta h'.mdrað manns skoðað sýninguna. Má þetta teljast feikilega góð kjarnorku\eri aðsókn. Af 70 myndum sem á framleiðslu. --------------------------- I Það er veitt fyrir milligöngu Sovétríkin ætla að gcfa út Export-Import bankans og nem* frímcrki til núnningar um ur 34 nullj. dollaia. Alls mun Bandaríkjaför Krúsévs. Sýn- kosta 65 millj. d. að koma ver- ir það bæði Kreml og þing- inu upp. Árleg framleiðsiá á að húsið í Washington. nema 165.000 kílowöttum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.