Vísir - 06.11.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 06.11.1959, Blaðsíða 6
6 risik Fóstudaginn 6. nóvember 1959 VÍSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJF. ▼ÍEÍr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Með biessun þjóðarinnar? í forustugrein, sem birtist í Tímanum í gær, var meðal annars komizt svo að orði, að Vísir hefði haldið því fram daginn áður, að þjóðin hefði alls ekki verið spurð að því í kosningunum á dögunum, hvort hún vildi fá yfir sig aðra vinstri stjórn eða ekki. Þetta er nú ekki allskostar rétt, enda mundi víst mörgum bregða í brún, ef það vitnaðist um Tímann, að hann segði ómengaðan sannleika. Vísir hélt því nefnilega fram, að Fram- sóknarmennhefðu meðal ann ars lagt mikið kapp á það í kosningabaráttunni að reyna að fá menn til að gleyma af- rekum vinstri stjórnarinnar. Vafalaust veitist Tímanum erfitt að fá menn til að trúa því, að Framsóknarflokkur- inn hafi reynt að bregða blæju yfir vinstri stjórnina í kosningahríðinni. Það sann- ar meðal annars, að Fram- sóknarflokkurinn vildi ekk- ert við kommúnisfa tala um vinstri stjórn fyrir kosning- ar. Ef samvinna hefði orð- ið milli þeirra, hefði ný vinstri stjórn blasað við hvarvetna, þar sem áróðurs- postular kommúnista og Framsóknar hefðu verið á ferð. Jafnframt hefðu menn verið minntir á það, hvernig stjórn Hermanns Jónassonar fórst að stjórna landinu á árunum 1956—58. Slíkt hefði verið hættulegt. Tíminn heldur því fram, að þjóðin hafi verið spurð um afstöðu til vinstri stjórnar, og hún hafi svarað með því að kjósa hana frekar en for- ustu Sjálfstæðisflokksins. • Erfitt mun verða fyrir Framsóknarmenn að sanna þetta, enda þótt þeir sé oft slyngir. Kosningarnar leiddu nefnilega í Ijós, að meiri- hluti þjóðarinnar er ekki vinstri sinnaður, telur vinstri stjórn ekki úrræði sem að gagni getur komið. Þann dóm byggir þjóðin að sjálfsögðu á þeirri reynslu, sem hún fékk af vinstri stjórninni, sem Hermann Jónasson veitti forstöðu, sællar minningar, og gafst upp, er verst gegndi. En athugum þá spurningu hvort kjósendur hafi lagt blessun sína yfir vinstri stjórn eða ekki. Fyrst má telja upp þær tugþúsundir, sem fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum. Hundr- aðshluti hans af gildum at- kvæðum var næstum 41%, og sá hópur telst ekki vinstri sinnaður. Þá má benda á það, að Alþýðuflokkurinn rétti ekki við fyrr en hann hafði sagt skilið við vinstri stefntma og tekið upp ger- breytta starfshætti. Honum jókst fylgi við þetta, og má einmitt þakka fylgisaukn- inguna því, að menn telja hann uppgefinn á vinstri ævintýrum. Þess vegna er óhætt að reikna meirihluta þess fólks, er hann kaus, al- gerlega andvígan vinstri stjórn. Loks er vist, að innan Framsóknarflokksins eru menn, sem ekki telja sig vinstri sinnaða. Þegar á allt þetta er litið, kem- ur greinilega í Ijós, að ís- lendingar eru ekki vinstri menn að meirihluta. Þeir hafna einmitt þeim dæma- lausu „úrræðum", sem Her- mann Jónasson og aðrir af hans tagi þykjast alltaf hafa á takteinum, þegar þeir bera enga ábyrgð. Vilji Framsóknarflokkurinn því virða vilja meirihluta þjóð- arinnar, hættir hann þessu braski, sem hann er að byrja á núna — leggur vinstri stjórnarplönin til hliðar og reynír að hefja raunverulegt björgunarstarf. Rannsóknir á grasi og með- ferð þess. Öruggari og auðveldari votheysverkun og kjarnefnaríkara þurrhey meginverkefni í heyverkuninni. Rannsóknarráð ríkisins hef- ur á undangengnum tíma beitt sér fyrir alhliða rannsóknum á grasi og meðferð þess Stein- grímur Hermannsson, formað- ur Rannsóknarráðs, og Asgeir Þorsteinsson verfr., skýrðu nýlega fréttamönnum frá gangi þessara mála, og árangri af rannsóknunum til þessa. Upphaf málsins var, að á Al- þingi 1957 kom fram þings- ályktunartillaga frá Ing- ólfi Jónssyni um athugun hvort æskilegt væri að koma upp hey- mjölsverksmiðju til þess að draga úr notkun á innfluttu kjarnfóðri. Haustið 1958 kom fram þingál. till. frá nokkrum þingmönnum um ráðstafanir til að greiða fyrir aukinni vot- heysverkun. Ýtti þetta undir ráðið að hefjast handa og fór fram á allríflega fjárveitingu, — minna fékkst þó en um var beðið, en 100 þús. kr. veittar á fjárlögum 1959, og von um framhald, svo að rannsóknir eru komnar á nokkurn rekspöl. Stórfé er varið til kaupa á erl. kjarnfóðri árlega. Auk þess er mikið af innl. fiskimjöli notað til fóðurs, en notkun þess takmarkast af ýmsum ástæð- um. Af heyfeng landsmanna nemur þurrheysframleiðla um 90 % og votheys um 10%, þótt barist hafi verið fyrir aukinni votheysnotkun um 80 ár. í ; Tvö megin- verkefni. I heyverkun er um tvö meg- inverkefni að ræða: Gera vot- heysgerð örugga og auðvelda framleiðslu votheys, — og, að stuðla að því, að þurrhey fáist kjarnefnaríkara, eða að vinna megi kjarngóð efni úr grasinu til fóðurbætis með góðu heyi. Frumathugun Ásgeirs Þor- steinssonar með knosað gras haustið 1958 gaf góða raun, að- ferðin auðveld til að gera gras- ið geymslugæft — og það var | auðvelt að pressa og vinna úr : því safa ríkan að eggjahvítu- I efnum, en með litlu tréni. Benti ( þetta til, að hægt væri að breyta um háttu í votheysgerð og vinnslu kjarnefna úr grasi —- og hér fengin grundvöllur til frekari tilrauna. Frekari tilraunir. Við frekari tilraunir fékkst staðfesting á upphaflegum ár- angri, sbr. hér að ofan, og þar með fenginn grundvöllur fyrir framleiðslu kjarnefna, sem myndu henta til manneldis, hvað þá heldur til fóðrunar mjólkurkúa, alifugla og svína, en úrgangurinn samt svo ríkur, | að nota megi til viðhaldsfóð- urs sem vothey eða þurrhey. Þátt nýrrar heyverkunar verð- ur að rannsaka frekara. Athuganir hafa leitt í ljós, að stofnkostnaður verksmiðju, sem framleiðir 2.400 smál. af heymmjöli á ári, myndi um 8.3 millj. Sá annmarki fylgir að verksmiðjan yrði að vera stað- sett nálægt verulegum jarð- hitalindum. Vothey. Gerðar hafa verið athyglis- verðar tilraunir með heyverkun í votheysturnum úr vírnets- hólkum (að enskri fyrirmynd). Voru reistir slíkir turnar að Keldum. Til fargs eru notaðir vatnsþéttir pokar úr plastbornu silki. Fergt er með því að dæla upp í pokana. Þessi að- ferð hefur marga kosti -— og líklegt að með henni mætti bjarga miklum verðmætum í vætutíð. Hér er um stórmerkar til- raunir að ræða, og mundi hafa mikla þjóðhagslega þýðingu, ef þær gætu orðið til framtíðar- iausnar á þeim vandamálum, sem hér er um að ræða. Pekingóperan kemur 12. nóvember. Sýnlr 4 slnnum í Þjó5leikhúsmu. Viðræður ftokkanna. Eins og almenningi er kunnugt, hafa að undanförnu farið fram viðræður milli flokk- anna. Ekki ræðast þeir þó allir við, því að Framsókn mun telja vænlegast að byrja á að ræða við komm- únista, en hinsvegar hafa svo forustumenn Sjálfstæð- isflokksins rætt við Alþýðu- flokkinn um helztu vanda- mál, sem við blasa, og reynt að gera sér grein fyrir, hvort unnt muni að hafa samstöðu um lausn þeirra. Viðræður flokkanna eru á frumstigi, og skal ósagt um það, hvenær þær bera árangur eða ný stjórn verði mynduð — eða hvernig hún verður, er hún sér dagsins ljós. Mörg rök hníga að því, að það verði Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokk- urinn, sem mynda stjórnina, því að bæði hafa þeir sam- eiginlega meirihluta á þingi, en auk þess hafa þeir staðið báðir að þeirri stefnu, sem núverandi ríkisstjórn hefir 12. þessa mánaðar kemur hingað 60 manna flokkur lista- manna frá Pekingóperunni og sýnir hér fjórum sinnum í Þjóð- leikhúsinu. Þessi flokkur hefir að undanförnu verið á sýning- arferð í öllum helztu leikhús- um Evrópu og núna síðast á Norðurlöndum. Segja erlendir gagnrýnendur að list þeirra sé sérstæð og hrífandi og listafólkið sameini í túlkun sinni þrjú listform, dans, söng og leik. Látleysi og einlægni í tjáningu, mýkt og fylgt, og rétt er, að þeir geri tilraun til að balda henni áfram með nauðsynlegum breytingum. fegurð hreyfinga einkenni sýn ingu þeirra. Leikhúsgestum eru enn í fersku minni slíkar sýningar í Þjóðleikhúsinu haustið 1955, j en þá sýndi annar flokkur lista-' manna frá Peking óperunni 5 sinnum í Þjóðleikhúsinu við geysilega hrifningu og var að- sókn þá svo mikil að margir urðu frá að hverfa. Fyrsta sýningin í Þjóðleik- húsinu verður föstudaginn 13. þessa mánaðar, en aðgöngumið- ar verða seldir í byrjun næstu viku. Aðgöngumiðasala mun verða með líku sniði og á U.S.A. ballettinn, þannig að hverjum og einum sem standa í biðröð- inni verða skammtaðir 4 miðar. Eftirspurn eftir aðgöngumiðum 1 á þessar sýningar er mjög mikil Óþurrkar og votheysverlmn. Heyþurrkun hér á landi, sér i lagi á Suðurlandi, — og raunar tiðum í ýmsum landsfjórðung- um öðrum, er vandamál í flest- um sumrum, a. m. k. sunnanlan- lands. Þar eru þurrkasumur fá — í flestum sumrum lengri eða skemmri óþurrkakaflar, eða þá kaflar, þegar tafsamt og þar af leiðandi dýi't er, að afla heyja sæmilega verkaðra. Eins og getið er á öðrum stað hér i blaðinu haía ýmsir framsýnir og hyggn- ir menn um 80 ára skeið bent á votheysverkunarleiðina. Samt hefur hún ekki almennt verið tekin upp, og þó stóraukist á síðari árum. Gildi vel verkaðs votheys efast fáir um lengur. Og alkunna er, að sumir bænd- ur, aðallega á Vestfjörðum að ég hygg, hafa komizt upp á að fóðra allan sinn búpening, sem á vetur er settur, á votheyi að mjög verulegu leyti, með ágæt- um árangri. Hvað veldur? Hvað skyldi valda því, að vot- heysverkun er ekki almennari? Eg held, að of mikið sé gert úr þvi, að kostnaður við að koma upp votheysgryfjum, ■ hafi fælt menn svo mjög frá þessu. Á siðari tímum, þegar velmegnun bænda hefur aukizt, hafa þeir ekki hikað við að leggja íé í byggingar. Orsökin karin að liggja mest í því, að þurrheys- fóðrun er hreinlegri aðferð og mönnum geðfeldari. Það kann og að hafa dregið úr mönnum, að lengi framan af voru votheys gryfjur gerðar út um hvippinn og hvappinn, ef svo mætti segja, og jók það erfiðleikana, en ekki byggðar við gripahús, sem nú tíðkast, svo að aðgangur að vot- heyinu er nú greiðari og votheys fóðrunin léttari.. Þótt hægt hafi miðað, á vötheysverkunin vafa- laust eftir að aukast. Það er vel- ferðarmál bændastéttinni. Ný.jungar. Allar nýjungar í þessu efni eru hinar athyglisverðustu. Vír- netahólkaturnarnir, sem Ásgeir Þorsteinsson verkfr. sýndi frétta mönnum og fleirum á Keldum í fyrradag, er ein þessara nýj- unga. Og hún vekur alveg sér- staka athygli sökum þess hve hér er reynt að leysa vandamál á einfaldan og ódýran hátt. Hver veit nema þarna sé fundin svo ódýr aðferð til votheysverkunar, að kostnaður við bana verði ekki framvegis til hindrunar örari framförum á sviði votheysverk- | unar — en að votheysverkun | verði ávallt nauðsyn í islenzkum i búskap mun enginn efast urn. Og aðferðin skapar m. a. mögu- ! leika til að hafa auðveldlega í hendi sér, án þess að leggja í mikinn kostnað, hve mikið menn setja í vothey þetta árið eða hitt, en það er að sjálfsögðu breyti- legt eftir tíðarfarinu. — 1. og er því öllum þeim, sem ætla að sjá sýninguna, ráðlagt að ú'yggja sér miða í tíma. Síðasta sýning U.S.A. ball- ettsins var á miðvikudaginn og urðu mörg hundruð manns frá að hverfa. Fagnaðarlátum leikhúsgesta ætlaði aldrei að linna og að lok- um var stjórnandi Jerome Robbins hvlltur. með ferföldu húrrahrópi og tjaldið var dreg- ið 12 sinnum frá og fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.