Vísir - 06.11.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 06.11.1959, Blaðsíða 10
10 VfSIR Föstudaginn 6..nóvember 1S59 fccttir Black: m m y • • líS GÆFliAB 37 En vandinn var sá að svara þessari spurningu einmitt núna og þess vegna gladdist hún er hún sá a'ð þjónninn kom til aö taka diskana og spyrja hverskonar ábæti þau vildu. Og þegar hann fór til að sækja isinn, sem hún hafði beðið um, hafði hún fengið ráðrúm til að hugsa sig um. — Hve lengi verðurðu í burtu, pabbi? spurði hún. , — Sex vikur, er eg hræddur um. Mér þykir þetta svo leitt, væna mín, en eg kemst ekki hjá því. Þú veist að mér hefði ekki dottið-í hug að fara núna, ef hægt hefði verið að komast hjá því — Heldurðu að eg viti það ekki. En.... já, eg veit ekki, eg i-verð að tala við Ross fyrst.... en mér finnst réttast að fresta brúðkaupinu þahgað til'þú kemúr heim. Nú varð Roger hissa. - - Góða mín, ekki vil eg gera ykkur þau óþægindi. Eða er það kannské eitthvað annað, sem stendur á. Kjólar eða eitthvaö þess háttar.... — Nei, ekki var það nú beinlinis, sagði Caria létt. — Þú mátt •ekki vera svona áhyggjufullur á svipinn. Það verður líklega ýmsum til blessunar að þú farir, þar á meðal Ross. Það var ,,ætlun mín að við giftumst i júni. En eg veit að Ross hefur með allra mesta móti aö gera núna, svo að eg held að það væri.ágæt ef við tækjum svo sem tveggja mánaða frest. Eg ætla að minnsta ; kosti aö tala við hann — og annað hvort hlaupum við til prests- ins í ofboði, eða við bíðum þangað til þú ert kominn aftur. Sem betur fer höfum við ekki sent boðsbréfin ennþá. — Þú ert væn að taká þessu svona vel, sagði Roger. — En eg r er ekki sérlega hrifinn af því. En nú skaltu tala við Ross og láta • mig svo vita hvað hann segir.... Þegar Ross og Caria hittust til aö drekka saman kaffi síðdegis sama dag, sagði hún honum frá Ameríkuferð föður síns. — Sérðu ekki. sagði hún,— áð þessi ferð gefur okkur ráðrúm : og afsökun fyrir að fresta brúðkaupinu. Margt getur gérst á sex vikum eða tveimur mánuðum. — Eg kysi fremur að viö giftumst undir eiiis — jafnvel þó við létum engan vita af því þangað' til hann kemur aftur, sagði Ross. Hún leit á hann. — Vertu ekki að gera þetta svona erfitt, góði Ross. — Eg er ekki að gera það erfitt.... Hún hafði rekið sig á það íyrr að hann gat verið þrár, en það hafði alltaf verið auðvelt að láta undan honum. — Við töluðum út unr þetta í gær, sagði hún. — Og það eina sem var erfitt þá, var að finna átyllu til að fresta brúðkaupinu. ’ Nú er hún fengin. Eg get sagt aö mér sé ómögulegt að verða til- búin til að giftast áður en hann fer. — Og hvað svo? Faöir þinn kemur aftur og þá erum við ná- kvæmlega í sömu sporunum.... — Nei, sagði hún með ákefð. — Mér finnst á mér að þetta muni allt lagast. Og ef ekki, — já, þá verðum við að grípa til einhvers sem bragð er að. Vertu nú ekki svona þrár, Ross! Hun horfði biðjandi á hann. Við skulum ekki spilla þessu með því að „deila um það. Við skulum — viö skulum bara imynda okkur að við eigum að vera trúlofuð talsvert lengi, og — reyna að vera samingjusöm á meðan. Henni sárnaði að láta hann sjá að tár komu fram í augun á henni. Hann lagði niður vopnin þegar í stað. T<Wc utan um hana og þrýsti henni að sér. — Cariai Ekki tár, gerðu það fyrir mig! — Eg veit að eg er bjáni, en .Hún gróf andlitið í öxlina á honum. — Elskan mín, eg ætla ekki að vera ráöríkur við þig, þú veist það. Hann kyssti hana á hárið. — Við segjum þá að við höfum þetta svona fyrst um sinn. En mér er annað betur gefið en þolin- mæðin. Eg vil fá konuna mína sem fyrst. Og þú mátt reiða þig a að eg ætla ekki að bíða eftir henni von úr viti. Ný hrossakaup! Þvert ofan í hugboð hans og allar hans óskir. Og sælutilfinning Cariu var rokin út í veður og vind, og hafði hún þó reynt að halda dauðahaldi í liana. „Við skulum imynda okkur að við eigum að vera trúlofuð tals- vert lengi,r‘ hafði Caria sagt. En bæði hún og Ross voru þrosk- aðri en svo, að þau gætu trúað á þess konar barnaleik. Eftir að Roger var farinn til Ameríku héldu þau áfram að hitt- ast nær daglega, eins og áður, og þegar starf hans gerði honum ómögulegt að hitta hana, töluðu þau saman í síma. Og um stund tókst þeim að láta sem þau gleymdu því, sem vofði yfir þeim. Það bætti stórum úr skák, að Caria hafði frétt að Sonia var ekki í London. Caria nefndi aldrei nafn frú Frayne svo Ross heyrði. Hún gat ekki komið sér að því. Og eins hafi hún ekki minnst á við hann að hún hafði hitt Basil Frayne. Caria hafði af tilviljun hitt Alidu Tempest, stúlku sem hún hafði unnið með í Rauða-Krossinum á stríðsárunum. Hún var frænka Soniu, en þær voru engir vinir samt. Þegar Alida var að tala við Cariu hafði hún meðal annars sagt: — Eg er í slæmu skapi i dag, Caria — það er helzt að sjá að hamingjan fylgi vit- lausa fólkinu í veröldinni! Veistu hvað eg hef heyrt? Caria sagðist ekki geta gizkað á það, og Alida hélt áfram: — Eg hitti köttinn, þessa svokölluðu frænku mina nýlega — hana Soniu Frayne. Hún var í þann veginn að fljúga til írlands. Einhver ættingi hennar í m,óðurættina — við erum skyldar í föðurætt hennar — var hrokkinn upp af, og hefur arfleitt hana að talsverðum peningum og fasteign. Alida hafði bætt því við að ýmislegt í erfðaskránni þyrfti að athugast, og að Sonia hefði gert ráð fyrir að verða 2—3 vikur í írlandi. Caria vissi að það var hrein og bein bábilja að láta sér detta í hug að þó Sonia yrði svo Lengi erlendis — þó ekki væri nema á írlandi — mundi allt verða rólegt á meðan. Henni var ómögulegt að segja hvenær vandræðin mundu byrja. Ross var á kafi í annríki. Hann mundi aldrei.hafa leyft öðrum að þræla sér út eins og hann gerði sjálfur. Vorveðrið hafði allt í einu tekið upp á því að haga sér eins og það getur aðeins gert í Englandi. Breyttist allt í einu í vetrar- veður, með tilheyrandi kvefsótt, sem gekk eins og faraldur. Helm- ingur læknanna í sjúkrahúsinu lögðust rúmfastir og sama var að segja um lækhingastofuna. Afleiðingin varð sú, að Ross varð að vera á sífeldum þeytingi milli London og Hertfordshire. Fjóra daga samfleytt gat hann aldrei hitt Cariu. Fimmta daginn hafði hann vörð á lækningastofunni og fór svo heim seint síðdegis. Hann var úrvinda af þreytu en hlakkaði til að fá að hvíla sig það sem eftir væri dagsins og íá að vera með Cariu um kvöldið. Hann hafði lofað að koma til hennar er hann hefði borðað. Hann leit á minnisblaðið við símann og það frysta sem hann rak aug- un í voru þessi skilaboð: „Frú Frayne biður Carlton lækni að hringja, undir eins og hann kemur heim. Erindið mjög áriðandi. Sími Mayfair 55590.“ Ross horfði á stafina, sem skrifaðir voru með snyrtilegri rit- hönd Roberts. Djúpar hrukkur komu milli augnanna. Hvernig dirfðist Sonia að gera honum slík skilaboð? .. . .; gparið y*ur idaUp á laílli mhrgra. verg'kiiaú 4 KVÖLDVðKUNNI BPSPSHI■ - 5 mmm E. R. Rurronghs - TARZAN - @.-Auscurstræti 3131 í 4 1 Diana Whitney varð frá sér numin af gleði, er hún sá Alan Lake og hljóp til að faðma hann að sér, en | Yngingarmeistarinn kom L veg fyrir það. Svona fram- koma sæmir ekki brúð' SUCM BEMAVIOK. IS NCfl> BECaVvlMG TO A BE.IPE/ ME MISSEP. "SO PLEASE KEJOIM THE OTHEES,'’ sagði hann, gerið svo vel og fara aftur til hinna. Nýlega voru 61 málverk eft- ir Churchill til sýnis í Royal Academy í Lundúnum og við- staddur maður spurði forstjór- ann, Charles Weeler, hversu hátt hann hefði vátryggt þau. En hann sagðist hafa verið í vandræðum með það. „Málverk Churchills eru dreifð víða, en hann hefii* aldrei selt eitt einasta af þeim. Það var því mjög erfitt að setja verð á þau, en loks ákváðum við að trygjga þau fyrir 1% milljón króna eða 24000 stykk- ið.“ „Og haldið þér þá að það sé rétt verð?“ „Áreiðanlega ekki. Ef aðeins iett af þeim væri selt á uppboði í Bandaríkjunum, fengist of fjár fyrir það.“ * • ,Þó að alskegg sé að breiðast út hjá ungum, hvítum mönn- um, hvort sem þeir. eru lista- menn eða ekki, þá hafa Negrar í stórbæjum Evrópu ennþá haldið sér við það að vera al- rakaðir — eða í hæsta lagi með lítið yfirskegg. 1 En nú halda menn. að þeir fari að láta sér vaxa skegg. I Hvers vegna? ' Einn, sem þeir halda mikiS af, hinn mikli söngvari Paul Robeson, er að byrja á að láta sér vaxa skegg af því að hann á að leika Othello við Shake- speare-hátíð í Stratford. „Þegar eg lék Othello síðast notaðist eg við leikhús-skegg, en því hætti við að detta af mér, þegar eg vai'ð ástríðu- fullur og tók að svitna,“ segir hann. „Eg vil ekki hætta á það aftur. Þess vegna læt eg mér vaxa skegg. — En aldrei er að vita hvenær eg raka það af mér aftur.“ I * Þau komu saman inn í sal gistihússins; þar blikuðu ljós á borðum og silfurmunirnir leiftr uðu og hljómsveitin lék hljóð- lega. I Hún var í fínasta ljósrauð- um kjól frá tízkuverzlun og með perluband um hálsinn. Hann var í nýtízku smoking- fötum með blóm í hnappagat- inu. Þau voru hjón, en samt ’ varð hann allt í einu miður sín og sagði: „Sss-uss — þarna er hann — hver fjandinn!“ „Hver þá, Pétur?“ ,,Hann húsbóndi minn . . ..“ „En hvað gerir það til ? “ „Eg hefi einmitt beðið um hækkuð laun í dag. Og eg var í eldgömlum fötum og þú hafð- i- legið á sjúkrahúsi meira en tvo mánuði!“ Milriar afurðir landbúnað- afurða hafa safnast fyrir í Iöndum eins og t. d. Banda- ríkjunum (korn), Kanada (sjör o. fl.) og er þetta ekki ný bóla. Nú hafa tekizt samningar mn sölu á 5 þús. lestum af kanadisku smjöri til Bretlands og hef- ir smjör þetta verið í fryst- ingu í 3 misseri. Verðið er 56 sent pundið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.