Vísir - 20.11.1959, Blaðsíða 9
Föstudaginn 20. nóvember 1959
vlsik
ÁFORM RÚSSA -
Frli. af 4. síðu
um í „sameign“ Tyrkja og ráð-
stjórnarinnar.
3) Fá ítölsku Tylftareyjarnar
fyrir flotastöð handa sér. Þær
áttu ekki aðeins að vera verzl-
unarútvörður heldur líka her-
stöð í nánd við Suezskurð.
Hin gamla sókn Rússa til
Dardenellasundsins, sem Lenin
féll frá eftir nóvemberbylting-
una, var hafin aftur í upphafi
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Það var Molotov, er sagði Hitl-
er og von Ribbentrop í nóvem-
ber 1940, að Ráðstjórnarríkin
álitu Montreux-samkomulagið
„einskisnýtt“ og heimtaði
„gagngera" tryggingu, sem skil-
yrði, fyrirfram, fvrir stöðugu
bandalagi Ráðstjórnarinnar,
Þýzkalands og Janans. í júní
1945, eftir ósigur Þýzkalands,
kom Molotov fram með nýjan
kröfulista á hendur Tyrklandi
og á meðal þeirra voru kröfur
um endurskoðun Montreux-
samningsins. Stalín minntist
líka á þessi mál á Potsdamfund-
inum. Hernaðarstöðvar Ráð-
stjórnarríkjanna við Dardanella
sund og „sameign sundanna
með T.vrklandi“ hefði gert Ráð-
stjórnarríkin að ríkiandi valdi
á þessum stöðum og ísland hefði
þá verið borg, sem ráðstjórnin
drottnaði yfir.
Á árinu 1946 fóru mikil bréfa
skipti milli Tyrklands og
Moskvu og þar hélt ráðstjórin
áfram að heimta þetta sama. en
áætlunin mætti stöðugu ogvax-
andi viðnámi frá Bretlandi og
Bandaríkjunum. Molotov segir
til dæmis í orðsendingu sinni til
Tyrklands 8. ágúst 1946:
„Tyrkland og Ráðstjórnarrík-
in eru þau veldi, sem hafa mest-
an áhuga fyrir og eru færust
um að tryggja frjálsa verzlun-
arsiglingar og öryggi á sundun-
um. Þau ættu saman að bvggja
udd vamir sundanna, til þess að
koma í veg fyrir, að önnur ríki
noti þau í tilgangi sem er fjand-
samlegur Svartahafsveldun-
um.“
Trúman-kenningin, sem til
varð í marz 1947, gagnaði að
nokkru leyti að bjarga sjálf-
stæði Tyrklands, þrátt fyrir
stjómmálalega sókn Stalins.
Samt áleit ráðstjórnin ekki
neitunina endanlega, hún var
aðeins „frestur“ í þeirra augum.
Stalin afturkallaði aldrei kröfur
sínar og árangurinn var stöð-
ugir fáleikar milli Moskvu og
Ankara eftir styrjöldina.
Þrátt fyrir það að ekki var
bundinn endir á kröfurnar um
stöðvar við Miðjarðarhafið er
eftirtektarvert í dag, sem bak-
hjarl fyrir nútíma sókn Ráð-
stjórnarríkjanna til að afnema
„allar hernaðarstöðvar í fram-
andi löndum.“
Tyrkland
og írland.
Ráðagerðir Ráðstjórnarríkj-
anna um Austurlönd áttu við
löndin, sem liggja að Kákasus.
Síðan í júlí 1945 hafði Molotov
verið að gera kröfur um lönd-
in Kars og Ardahan og hélt bví
fram að þau tilheyrðu R.úss-
landi, en að Tyrkland hefði kló-
fest þau eftir heimsstyrjöldina
fyrri. (Þau höfðu tilheyrt Tyrk-
landi þangað til 1878). Þessu til
viðbótar komu fram tveir pró-
fessorar frá Georgíu, auðsjáan-
lega að tilhlutan Moskvu, og
kröfðust stórs landsvæðis, sem
tilheyrði Tyrklandi. Var það
um það bil 300 km. breitt frá |
Svartahafsströnd og náði suður i
að landamærum íraks og íran.'
Héldu þeir því fram, að þetta
land hefði tilheyrt Georgíu
hinni fornu fyrir mörgum öld-
um. Kákasísku lýðveldin tvö,
Georgía og Armenia, og jafn-
framt Moskvublöðin og útvarp-
ið studdu þessa kröfu.
Þá flutti Pravda grein eftir
ritara georgíska kommúnista-
flokksins, þar sem hann krafð-
ist þess, að efndur yrði „aldar-
gamall draumur georgísku þjóð-
anna“ — nefnilega sá, að þær
fengi átta tyrknesk héruð, sem
í raun og veru voru fimmtung-
ur Tyrklands. Og sama dag út-
: varpaði útvarpið í Moskvu þess-
I um „georgísku kröfum“. í
Bandaríkjunum gaf „Armen-
iskt þjóðarráð“, er var hlynnt
Rússum, út landabréf af Arm-
eniu, sem var undirbúið undir
stjórn Wilsons forseta árið 1920
og sýndi stórt austurtyrkneskt
svæði, sem hluta af óháðri Ann-
eniu. í Sýrlandi og Libanon var
líka ..Armenískt þjóðarráð,“
sem í voru armenskir flótta-
menn og var stuðningur þeirra
við Ráðstjórnarríkin með ólík-
indum.
Hefði þessi austur-tyrknesku
landsvæði verið innlimuð í
Ráðstjórnarríkin, og Istánbul
líka verið að miklu leyti i hönd-
um ráðstjórnarinnar, þá hefði
Tyrkland misst þýðingu sína og
orðið lítið og máttvana eða að-
eins orðið hluti af Ráðstjórnar-
ríkjunum. Þau hefðu þá náð að
landamærum íraks og Sýrlands
þar sem þau gætu átt vísan
stuðning hinnar rétttrúuðu
grísk-katólsku prestastéttar og
safnaða þeirra, og staða þeirra
í Arabaheiminum hefði orðið
mikilvæg.
í íran var ráðgert að brjótast
til suðurs árið 1945—''46 þegar
I ráðstjórnarherinn hyrfi frá Iran
eins og sarnkomulag hafði orð-
ið um 21.jan. 1942, „Lýðræðis-
flokkur Azerbaijan" kom fram
í Norður-Iran 1945, meðan það
var hernumið af ráðstjórninni
og var fyrrverandi hermaður
og kommúnisti forystumaður
hans. Hann hét Jaafar Pishe-
vari, greip þegar völdin og setti
i upp stjórn í Tabirz, sem var
vinveitt ráðstjórninni. Her ráð-
stjórnarinnar í Iran leyfði ekki
her Irans að komast norður á
bóginn og Moskva neitaði að
halda loforð sín um að fara á
burt. Um sama leyti var sett
I upp önnur stjórn vinveitt ráð-
stjórnarríkjunum í Kurdistan,
sem er í Norður-Iran. Þessi tvö
landsvæði liggja á milli landa-
mæra Irans og Tyrklands og
Kaspía-hafsins. Hafði þarna (
auðsjáanlega verið tilætlast að
þessi lönd yrðu innlimuð í
Ráðstjórnarríkin, sem liggja
þarna hjá.
j Að lokum féllst Stalin á að
kalla burt her sinn fyrir mikla
stjórnmálasókn Vesturveldanna
i En ekki gerði hann það fyrr en
Iran hafði fallist á það 1946 að
mynda blandað olíufélag, Sov-
ét-íranska olíufélagið, í norður-
hlutum landsins, næst Ráð-
st j ór nar r í k j unum.
Þannig lauk annarri sókn
Ráðstjórnarinnar (1947—’49)
til suðurs. Áætlanir hennar og
ráðagerðir voru viðtækar, og
Rússar fengu, sem herfang, að-
eins Albaniu — var það lítið
samanborið við hinar mikil-
fenglegu vonir þeirra.
En þeim er ekki sleppt. í
dag liggur einn af upphafs-
mönnum hinna miklu ráða-
gerða í grafhýsi á Rauða torg-
inu, hinn er að útskýra Marx-
isma fyrir mönnum, sem rækta
kvikfénað í Mongolíu. En And-
rei Gromyko, sem var einn af
starfsömustu mönnum í Afríku
ævintýrinu á þessum dögum,
hefir nú í forsæti í utanríkis-
þjónustunni og aðrir menn,
sem eru háttsettir, voru lika í
hinum gamla flokki. Nikita
Krúseff, sem var í stjórn Stal-
ins, hefir sjálfur ekki verið ó-
næmur fyrir útþenslu-sjúkleik-
anum. Eftir nokkur mistök Ráð-
stj órnarríkj anna, hefir sóknin
til suðurs verið tekin upp af
nýju.
JHenn og listir.
Urval úr ritgerðum lucfiriða
Einarssonar.
Fyrir nokkrum dögum kom
María Callas til Brescia á Italíu
tií að gera síðustu tilraun til
sátta við bónda sinn Giovanni
Battista Meneghini.
Þegar hún gekk inn í réttar-
sahnn, gerðu 100 blaðamenn
aðsúg að henni og rifu m.a. af
henni hvíta hanzka, er hún bar.
Eiginmaðurinn kom nokkru
síð'ar, og hafði sótt um skilnað
vegna meints hjúskaparbrots
hennar. Úrslitin urðu þau, að
hjónin sættust, urðu ásátt um
’ð — skilja.
Menn og listir heitir safn
greina eftir Indriða Einarsson
rithöfund, sem dóttursonur
hans, Hersteinn Pálsson rit-
\ stjóri, hefur búið undir prent-
. \ un. En dóttir Indriða, frú Guð-
| rún, skrifar í upphafi bókarinn-
ar nokkrar minningar um föð-
ur sinn. Hlaðbúð gaf bókina út.
Við sögu í þessari bók koma
fjölmargir samtimamenn Indr-
; iða, sem voru hvort tveggja í
I senn framámenn í íslenzkri
| menningar- og stjórnmálasögu
j og kunningjar eða vinir höfund-
arins. Meiri hlutinn af þessum
. mönnum, eru persónur, sem
flestum langar að kynnast nán-
ar og er þakklátur fyrir hverja
i vitneskju, sem um þá fæst, ekki
isízt frá hendi samtíðarmanns.
Úndriði segir þarna frá merkis-
jfólki eins og Matthíasi skáldi,
Gísla Brynjólfssyni, Sveinbirni
Sveinbjörnssyni, Einari Kvar-
an, Helga Helgasen, Stefaníu
Guðmundsdóttur, Kristjáni Ó.
Þorgrímssyni, Jóni forseta,
Benedikt Sveinssyni, Hilmar
Finsen, Magnúsi Stephensen,
Kristjáni Jónssyni dómsforseta,
Jóni Magnússyni forsætisráð-
herra, Birni Jónssyni ráðherra,
Elísabet Sveinsdóttur, Sigríði
Helgadóttur, Eiríki Briem pró-
fasti, Jóni Jakobssyni. Þorgrími
Guðmundssyni, Ásgeiri Blöndal
og nokkrum fleirum.
Auk greina um einstakar per-
sónur eru þarna teknar nokkrar
aðrar greinar eftir Indriða. Það
‘eru m. a. greinar um mynd af
' Bólu-Hjálmari, um ástir Jónas-
ar Hallgrímssonar, Orðheldní,
Norðurreiðin 1849, Fólksorust-
an í Clontarf eða Brians bar-
dagi 23. apríl 1041, Leiklist og
leikhús, þjóðleikhús og loks jól
í Norðurlandi um og eftir 1860.
Myndir eru af flestu því fólki,
sem við sögu kemur.
Er vel fallið að taka þetta úr-
val úr greinum Indriða, halda
því til haga og birta á einum
stað, sem almenningi er aðgengi-
legur. Þótt sumar greinanna séu
; skrifaðar fyrir hálfri öld éða
fyrr, eiga þær allar sammerkt
í því, að þær eiga sama erindi
til lesandans í dag eins og þær
áttu þegar þær birtust fyrst.
| Um minningarorð frú Guð-
rúnar Indriðadóttur um föður
sinn er það að segja, að þótt
hún sé ekki langorð, dregur
hún upp býsna skemmtilega og
lífmikla mynd af Indriða heitn-
um. Greinin er vel skrifuð og
skemmtileg.
j Menn og listir er allstór bók,
nokkuð á 3. hundruð lesmáls*
síður í allstóru broti. Frágang-
ur er snyrtilegur, svo sem venja
er urn Hlaðbúðarbækur.
Spænski nautabaninn An-
tonio de Santos banaði fyr-
ir nokkru nauti í nautaati
í Porúgal — og mundi hafa
verið hylltur af æpandi og
fagnandi áhorfcndiun, hefði
þetta verið á Spáni, en það
er bannað með lögum í
Portúgal, að bana nautum
á slíkum sýningum.
Bók Peters Freuchens um
heimshöfin sje komin út.
Níu bækur frá ísafold koma
í búðir í dag.
Bók Petre Freushens inn
heimshöfin sjö, Bréf Matthías-
ar Jochumssonar til Hanncsar
Hafstein og álitamál, ritgerða-
safn eftir dr. Símon. Jóh. Ágústs
son eru meðal þeirra níu bóka
sem Bókaútgáfa ísafoldar hefir
á bókamarkaðnum, en alls verða
ísafoldarbækur 30 á þessu
hausti.
Bók Peter Freuchens um
heimshöfin sjö hefur verið kall-
að testamenti hins heimskunna
rithöfundar, sægarps og ævin-
týramanns. Hann lauk við for-
mála bókarinnar þremur dög-
um áður en han lézt þann 30.
ágúst 1957. Eins og líkum lætur
er þetta mikil bók 520 bls. í
stóru broti og prýdd 120 Ijós-
myndum og teikningum. Her-
steinn Pálsson ritstjóri sneri
bókinni á íslenzku eftir amer-
isku útgáfunni, sem er stærri
og fullkomnari en hin danska.
Bréf Matthíasar til Hannes-
ar hafa ekki áður birzt á prenti.
Þau komu ekki í leitirnar fyrr
en eftir að bréfasafn Matthías-
ar var gefið út á aldaraUnæli
hans 1935. Kristján AlbeC on
hefur séð um útgáfu safnsins.
Ritgerðasafn dr. Símonar,
Álitamál, er 15 ritgerðir sem
fjalla um sálfræðilegt og sið-
ferðilegt efni.
Hinar sex bækurnar eru
barna- og unlingabækur. Dísa
á Grænalæk eftir Kára Tryggva
son, Katla gerir uppi’eisn eftir
Ragnheiði Jónsdóttir, Komin af
hafi eftir Ingibjörgu Sigurðar*
dóttur. ' Fegurðardrottningim
eftir Hannebo Holm, Tatara*
telpan eftir Halvor Floden, Jam
og stóðhesturinn eftir H. M,
Danneborg. /